Morgunblaðið - 03.01.1937, Side 3
Sunnudagur 3. janúar 1937.
MORGUNBLAÐIÐ
3
r
----Syslir—
Edwar d VIII.
vftll skllnað.
FRÁ FRJETTARITARA
VORUM.
KHÖFN í gær.
Areiðanlegar heimildir
herma (skv. skeyti frá Lond-
on) að Mary prinsessa, syst-
ir Georgs VI. Bretakonungs
muni innan skamms kref jast
skilnaðar frá manni sínum,
jarlinum af Harewood. Mary
er eina dóttir Georgs V. og
Mary drotningar.
Segir í frjettinni að hún
líti svo á, að tillit það, sem
hún verði að taka til al-
menningsálitsins geti ekki
framar verið tálrnun fyrir ósk
hennar um skilnað, ósk, sem
hún hafi borið í brjósti um
langt skeið. Þessari tálmun
hafi verið rutt úr vegi um
leið og Edward VIII. lagði
niður konungdóm.
NýársræOa
konungs.
| veislu konungshjón-
anna á nýársdag, í
Amalíuborgarhöll var
konungsfjölskyldan öll
viðstödd, ráðherrarnir í
danska ráðuneytinu, for
setar þingsins, forseti
Hæstarjettar svo og
æðstu aðrir embættis-
menn í borginni.
Undir borðum flutti kon-
wngur svohljóðandi ræðu:
Drotningin og jeg, lítum til
baka yfir hið liðna ár, með
þakklæti fyrir alla þá vináttu
sem oss hefir verið sýnd á ferð-
um okkar hjer í landi. En við
það vil jeg bæta þakklæti fyr-
ir móttökur þær, er við fengum
á Færeyjum. Ekki síst þakka
jeg viðtökurnar á Islandi, þar
sem við í fyrsta sinn, vegna
aukinna vegabóta, fengum
tækifæri til þess að fara um
þvert landið.
Að visu batnaði nokkuð
á ári á hinu umliðna ári,
enda þótt margir eigi við
erfið kjör að búa og atvinnu-
leysi, sem einkum kemur hart
niður á æskulýðnum. En með
innbyrðis samtökum til gagns
fyrir land og þjóð, lítum vjer
vonglaðir til hins komandi árs.
Jeg óska öllum heimilum
blessunar og drekk minni Dan-
merkur og Islands". Því næst
ljek hljómsveit lífvarðarliðsins
þjóðsöngva Islands og Dan-
merkur.
(Sendiherrafrjett).
Engels-kappskákin hefst aftur í
Oddfellow-húsinu amiað kvöl(l
(mánudag) kl. 8 e. h. Eru fjórar
umferðir eftir af fimtán. Tvær
biðskákir eru ótefldar. Annars
standa leikar þannig nú að þýski
skáksnillingurinn Engels hefir
flesta vinninga.
Eins og fslensku’:
svifflugurnar verða
Isfirskir sjómenn segja Finni
Jónssyni til syndanna.
Frá svifflugæfingum með skólavjelar. Flugurnar
eru af sömu gerð og flugur þær er Svifflugfjelagið
hefir í smíðum.
Sviffluga yfir Reykjavfk
í þessumjánuði?
Þýskur svifflugmannaleiðangur
kemur hingað i sumar.
Isumar er væntanlegur hingað þýskur leið-
angur svifflugmanna með 3—4 svif-
flugvjelar og e. t. v. svifflugvjel með
hjálparhreyfli. Leiðangur þessi verður á vegum
Svifflugf jelags Islands og gerður út af „Deutsche
Luf tverband“.
Þjóðverjar standa öllum þjóðum framar í sviffluglistinni
og hafa áður gert út svipaða leiðangra og hingað er væntan-
legur, til Noregs og Finnlands. Hlutverk þessara leiðangra er
að miðla þekkingu og jafnframt efla áhuga fyrir svifflugi.
Áhugi fyrir svifflugi er nú
þegar orðinn mikill hjer á
landi.
I þessum mánuði verður lok-
ið við smíði svifflugu sem tveir
áhugamenn hafa gert, bræð-
urnir Geir og Indriði Baldvins-
synir. I þessari viku ætlar Svif-
flugfjelag íslands að hefjast
handa og byrja á smíði svif-
flugu, sem verður eign fjelags-
ins. Smíðinni verður lokið í lok
marsmánaðar. Efnið í þessa
flugu hefir fjelagið keypt í
Þýskalandi og sá Agnar Koe-
fod-Hansen form. Svifflugfje-
lagsins um kaupin. Er efnið
vandað og öll áhöld og hefir
kostað fjelagið hátt á annað
þúsund krónur.
Smíði svifflugunnar hafa
starfandi fjelagar í Svifflugfjel.
Islands með höndum. Eru þeir
30—35. Verður unnið að smið-
inni í flokkum og öll kvöld ^k-
unnar. Bækistöð hefir Svifflug-
fjelagið fengið í atvinnudeild
háskólans (á annari hæð) og
verður unnið að smíðinni þar.
Verða . smíðaðir þar ýmsir hlut-
ar flugunnar, en hún síðan sett
saman úti á víðavangi.
S'vifflugfjelag Islands hefir
starfað af miklum áhuga í vet-
ur. Hafa verið haldnir fundir í
fjelaginu á hverri vilcu og hef-
ir formaður Agnar Koefod-
Hansen, stjórnað fundunum,
sem hafa verið einskonar
kenslustundir. Eru fjelagsmenn
nú fullnuma (að svo miklu
leyti, sem til þarf, vegna svif-
flugs) í flugeðlisfræði, al-
mennri flugfræði, flugveður-
fræði og almennri svifflug-
fræði.
Þessa starfandi fjelagsmenn
vantar nú ekkert annað en svif-
fluguna til þess að þeir geti
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
Hann útyegar sjer gildar tekj ur,
en hirðir minna um þá.
Frð fundi sjómanna og vjelstjóra.
Eftir símtali við ísafjörð.
Sjómenn og vjelstjórar á ísafirði hjeldu fund þ.
30. f. m. Fundurinn var all-fjölmennur. Aðal
fundarefnið var það, að fjelög sjómanna og
vjelstjóra senda bæjarstjórn ísafjarðar áskorun um að
bæjarstjórn taki sjer fyrir hendur að styðja að því að
hinir stærri vjelbátar á ísafirði geti verið gerðir út á
veiðar á tímabilinu 1. febrúar til 14. maí.
Er það tillaga f jelaga þessara, er samþykt var á þess-
um fundi, að bæjarstjórn tryggi sjómönnum á þessu tíma-
bili 150 kr. mánaðarkaup og fæði. Er ætlast til þess, að
eigendur bátanna geri þá út, en bæjarsjóður hlaupi undir
bagga ef með þarf, til kauptryggingar þessarar.
Óska fjelögin eftir því, að
bæjarstjóm ísafjarðar svari
málaleitun þessari fyrir 1j.
janúar.
Þeir Finnur Jónsson og Hanni-
bal. Valdimarsson voru á fundin-
um. Er Hannibal sá, hve þeir fje-
lagar jnættu þar mikilli andúð, sá
haiin þann kost vænstan, að hafa
sig ekki í frammi.
En Finnur tók til máls. Leidd-
ust umræður þá að nokkru leyti
frá aðal fundarefninu, og snerust
um afskifti Finns af útgerðarmál-
um ísafjarðar sjerstaklega og út-
gerð landsmanna yfirleitt.
. Ræðumenn, sem þarna töluðu,
tóku það sjerstaklega fram, að
afskifti Finns af þessum málum
væru mjög með þeim hætti að ís-
firskir sjómenn gætu eigi við það
unað. Hann hefði sýnt mikla lægni
í því að skara eld að sinni köku,
og gleymt vandamálum sjómanna,
gleymt atvinnnleysi þeirra og erf-
iðleikum. Þessar lýsingar á starfs-
ferli Finns fengu hinar bestu und-
irtektir meðal fundarmanna.
En þegar Finnur reyndi að hera
í bætifláka fyrir sjer, voru fund-
armenn ófúsir á að hlusta á hann.
Á fundi í Samvinnufjelagi Is-
firðinga nýlega, fekk Finnur og
mjög kaldar viðtökur.
Uppbót á bræðslusíld-
arverði besta lausnin!
Ekkert er hæg't að segja um
það enn, hvaða undirtektir mála-
leitun sjómanna og vjelstjóra fær
i í bæjarstjórn ísafjarðar. En mjög
, mun þar vera óhægt um vik sakir
þess, hve fjárhagur hæjarsjóðs er
þröngur.
Má nokkuð marka það, hve illa
ísafjarðarkaupstaður er stæður,
að bæjarsjóður gat engum elli-
styrk miðlað til gamla fólksins nú
fyrir jólin.
En í Vesturlandi befir á það
verið minst, að heppilegasta leiðin
til þess að tryggja útgerð bátauna
væri sú, að ríkisverksmiðjurnar
greiddu kr. 6 fyrir málið.
Svo mikinn afla lögðu ísfirsku
bátarnir á land í sumar, að þó
uppbótin yrði ekki meiri en sem
því svarar 70 aurar á mál, kr.
5.20 voru útborgaðar, þá myndi
það nema um 50 þús. krónum
fyrir ísfirsku bátana 10. Fengist
sú upphæð nú, yrði útgerð þeirra
trygð.
En annað mál er það, hvort
rekstursaf koma verksmið j anna
hafi ekki verið svo góð, með því
verði sem fekkst fyrir afurðiroa.r
og ,með.,tilliti til þess verðs, ,sem, ,í
boði er fyrir næsta árs framleiðslu,
að gera beri kröfn um hærri upp-
bót en 70 aura á síldarmál.
Píýja Bió.
Víkingurinn,
eftir skáldsögu
Rafael Sabatini.
Ein af glæsilegustu sögum
Rafaels Sabatini, „Vík-
ingurinn“ (Kaptejn Blod),
hefir verið tekin á kvikmynd
og er sýnd í Nýja Bíó þessi
kvöldin. Um þessa mynd
verður sagt með sanni, að
hún er bæði skemtileg og
spennandi.
„Víkingurinn* er læknirinn
Peter Blod, sem seldur er
þrælasala fyrir 10 pund í
Austurlöndum en tekst að
flýja og gerist síðan með fje-
lögum sínum sjóræningi. Hann
verður frægasti sjóræningi síns
tíma, virtur af fjelögum sín-
um, en óvinir hans óttast
ann.
Saga þessi hefir birst neð-
nmáls í Mbl. og þarf því ekki
að rekja efnið frekar. En á-
stæða er til að vekja athygli á
hinum glæsilega leik enska
| tikarans Eroll Flymis, sem
.leikur aðalhlutverkið Peter
Blod.