Morgunblaðið - 10.02.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.1937, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. febr. 1937. UTVEGDM allskonar gúmmískófatnað beint frá I TA L í U. Lö^tök. Eftir kröfu stjórnar Sjúkrasamlags Reykjavíkur og að undangengnum úrskurði, verður samkvæmt lögum nr. 29 frá 1885 og samkvæmt heimild í 87 gr. sbr. 42. og 85. gr. laga nr. 26 frá 1936, um alþýðutryggingar, lögtak látið fram fara á öllum ógreiddum sjúkrasamlagsgjöldum, sem fjellu í gjalddaga 1. des. 1936 og 1. jan. 1937, að átta dög- um liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, sjeu þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Lögmaðurinn í Reykjavík, 9. febrúar 1937. B|Orn Þóröarson. búðapappí Makulafor og Sulfftt, 20, 40 og 57 cm. rúllur. Eggert Kristjánssan 5 Cn. Sími 1400. SYKDR. Sig. Þ. Shjalðberg, (beild»alan) Dansleikur. Muniö öskudagsfagnaðinn á Hótel Björninn i kvöld. Aðgangangur kr. 1,50. Bílar á staðnum, Dóttir okkar, Vesta, ljest aðfaranótt 9. þessa mánaðar. Lára Benjamínsdóttir. Guðgeir Guðmundsson. I heimavist Laugarnesskólans. S. B. fer í heimsókn. Ihaust hófst annað starfs ár Laugarnesskólans. Þangað sækja nú nám 293 börn. Þannig eru börnin að þenja utan af sjer skólahús- ið, bó nýtt sje og vel væri til bess vandað. Jeg hygg, að engum, sem heimsækir benna skóla, geti dulist bað, að bar er mikil áhersla lögð á að glæða smekkvísi barnanna, og að láta bau sýna í verkinu hvað þau geta. Hinar svonefndu vinnubækur eru þar í hávegum hafðar og þangað er fróðleiknum safnað, í tölum, teikningum og orðum. Skólastjórinn, Jón Sigurðsson, sagði mjer, að það mundi láta nærri, að tveir dagar í viku gengju í að semja þessar vinnu- bækur, og taldi hann þær hafa þann kost, að yfirleitt gleymdu börnin því ekki, sem þau einu sinni hefðu gengið frá í vinnu- hókum sínum. Bn erindi mitt var ekki að skoða vinnubækur eða hlusta á „Nýju fötin keisarans". Jeg ætl- aði að skoða heimavist skólans — heimavist fyrir veikluð og van- þroska skólaskyld börn, sem er fyrsta siík heimavist hjer á landi. * Fyrir rúmu ári tók heimavist Laugarnesskólans til starfa, og hefir hún til umráða efstu hæð skólahússins. Þar er ætlað rúm fyrir 12 börn og hefir rekstrin- um verið hagað þannig, að dreng- ir væru saman í þrjá mánuði og stúlkur síðan jafnlangan tíma, og þannig koll af kolli. Vigdís Blöndal er forstöðukona heimavistarinnar, og hauðst hún til að sýna mjer snáðana „sína“, sem eru í þremur herbergjum, fjórir í hverju. Jeg hjóst við, að við mjer hlöstu fölleit andlit, horaðra og sina- herra afstirma, og því brá mjer heldur í brún, þegar hurðin laukst upp og í rúminu andspæn- is dyrunum áttust við hraust- menni tvö, og mátti ekki á milii sjá, hvor betur mætti. Þetta er kjarni hverrar heimavistar! Einu sinni bjó jeg í heimavist og þar var stundum rifist um stjórnmál, trúmál og heimspeki, uns um loftið flugu orðahækur og rakvjelar, reglustikur og hlek- byttur — og þá mátti heldur ekki á mitli sjá! Forstöðukonan spurði, hvernig þetta liefði byrjað, og sögðu hin- ir hlutlausu, að Maggi hefði bor- ið það upp á Stebba, að hann þekti ekki í sundur kónginn og drotninguna, og út af því hefði deilan risið. Þetta voru nú þeirra stjórnmál, og seinna lendir þeim kannske saman út af því, hvort kóngurinn og drotningin hafi yf- irleitt nokkurn rjett á sjer eða ekki. Og þá segja þeir hlutlausu, að þeir sjeu báðir jafn bandvit- lausir, Maggi og Stebbi! í næsta herbergi var hljóðara um að litast. Þar lásu menn og tefldu og röðuðu mynduni ofan í kassa. Hjer voru saman valin prúðmenni, sem voru auðsjáanlega ekki eins miklir fyrir sjer og hin- ir. Jeg spurði þá, hvernig þeim liði, og voru þeir allir sammála um, að þeim liði ágætlega. * í þriðja herberginu voru rúmin uppbúin og heimamenn allir í tíma. — Hvað veldur, að þessir fjör- legu strákar eru látnir liggja í rúminu? spurði jeg forstöðukon- una. — Það er af því, að þeir hafa verið kvefaðir, og við viljum ekki eiga það á hættu, að þeim „slái niður“. Námið er ekkert að- alatriði fyrir þessa drengi, þann tíma, seni þeir eru hjer, heldur hitt, að þeir geti sótt skólann, þeg ar þeir fara hjeðan. Og jeg vona, að reynslan sýni, að þetta hafi tekist vonnm framar. Öll börn, sem hingað koma, eru frá fátækum heimilum og að- standeudum, er skortir getu til að hlynna að þeim daglega, eins og eðli barnanna og heilsa þarfn- ast, til þess að vel fari. Því oft er veiklun þessara barna eigi síður andlegs eðlis. Deyfðin einkennir oft þesi börn. — En sækir þá ekki í sama horfið með þessi börn, þegar þau fara hjeðan? * — Það er nú hættan, sem við erum að reyna að fyrirhyggja, með því að livíla börnin andlega og veita þeim holla og góða að- hiíð, án hess þó að skerða at- hafnafrelsi þeirra, eða láta þau á annan hátt finna, að eitthvað sjeu þau minnimáttar en jafn- aldrar þeirra, sem hlaupa lieim til sín strax og tímar eru úti. Þau fara snemma að hátta á kvöldin, og sjeu þau talin fótaferðarfær, fara þau á fætur kl. 7, og kl. 7,20 setjast þau að morgunverði. Tvisvar á dag hafa börnin hvíld- artíma, og annan hvorn dag eru þau í ljósböðum. Lýsi er þeim gefið á hverjum degi. Á hverjum laugardegi er hóp- urinn viktaður og er mikið kapp um að taka sem mestum .þyngd- arframförum. Yiktunina fram- kvæmir skólalæknirinn með að- stoð hjúkrunarkonunar — en þau koma hingað annanhvern dag og eru altaf þarfir og góðir gestir, því oftast er einhver með kvef, hálshólgu, og aðra kvilla, sem oft sigla í kjölfar kirtlaveikinnar. — Fá aðstandendur ekki að heimsækja börnin á meðan þau dvelja hjer? — Jú, annanhvorn sunnudag er hjer heimsóknartími. En sá heimsóknartími er vonum minna sóttur, og það hefir komið fyrir, að aldrei hefir verið heimsótt eða spurst fyrir um hörn, sem hjer hafa verið. S. B. Guðm, Þorsteinsson gefur Slysavarna- fjelaginu 2000 kr. HINN 1. þ. m. hriugdi hr. Guðmnndur Þorsteinsson, Bjarnarstíg 12 hjer í bænum, til mín; talaðist okknr svo til í sím- ann, að jeg færi á fnnd hans til frekari viðtals. Þegar við höfðum heilsast í hinni hiýlegu íbúð hans, þakkaði hann mjer mjög vingjarnlega fyrir útvarpserindi mitt kvöldið áður, og sagði með- al annars, að við að heyra svo rækilega skýrð störf og fram- kvæmdir fjelagsins, og þá ekki síst liversu komið væri björgun- arskútumálinu, hefði rifjast upp hjá sjer gömul hugsun að sönnu, um að gefa fjelaginu enn nokkr- ar krónur í björgunarskútusjóð- inn. Þessi höfðinglundaði maður hafði árið 1933 gefið starfsemi vorri kr, 1000,00 — eitt þúsund krónur — og aftur núna færði hann mjer að gjöf kr. 1000,00 — eitt þúsund krónur í björgunar- skútusjóðinn. Fyrri gjöfin er til- færð í Árbókinni undir N. N., með því hann vildi þá ekki láta nafns síns getið. Nú t'jekk jeg leyfi til að geta um nafn gefand- ans. Margir hafa þakkað mjer fyrir erindið, er jeg flutti, og yfir höf- uð fyrir útvarpskvöldið, og nokkr ir hafa gengið í fjelagið síðan. Það er meir en lítill höfðing- skapur af Gnðmundi að vera bú- inn að gefa okkur tvisvar sinnuin þúsund krónur, og sýnir hinn framúrskarandi góða og göfuga hugsunarhátt hans. Hann sagði við mig með mörgum fögrum orð- um, að þessi fjelagsskapur væri eitthvert hið hesta manmiðarstarf í landinu, vinsælast allra fjelaga, enda kæmi allri þjóðinni við hvernig fjelaginu vegnaði. Um leið og jeg kvitta fyrir báð ar þessar gjafir lijer í biaðinu, kr. 2000,00 — tvö þúsund krónur, óska jeg gefandanum góðs og far sæls nýhyrjaðs árs, með mikilli þökk fyrir liðnu árin. Reykjavík 3. febr. 1937. F. h. Slysavarnafjelags íslands Þorst. Þorsteinsson. G.s. Island fer fimtudaginn 11. þ. m. kl. 6 síðd. til ísafjarðar, SírIu- fjarðar, Akureyrar. Þaðan sömu leið til baka. Farþegar sæki farseðla í dag. Fylgibrjef yfir vörur komi í dag. Skipaafgr. Jes Zimsen Tryggvagötu. — Sími 3025.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.