Morgunblaðið - 10.02.1937, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 10. febr. 1937.
MORGUNBLAI.ÍL
Spánn.
FRAMH. AF ANNARI SfÐU.
Ræðismaður Breta í Malaga,
sem fyrir nokkrum vikum fór til
Gibraltar samkvæmt fvrirmælum
bresku stjórnarinnar, hefir nú
horfið aftur til Malaga, til þess
að kynna sjer ástandið í borginni,
og einkanlega hvernig ástatt sje
um matvælabirgðir.
Til Malaga hafa leitað um
150 þúsund flóttamenn und-
anfarna daga, úr hjeruðum
þeim, sem uppreisnarmenn
hafa lagt leið sína um.
Skip úr breska flotanum munu
verða látin flytja þangað flótta-
menn, sem vilja fara þaðan í
burtu, og ennfremur flytja þang-
að matvæli ef þörf gerist.
Frjettir frá stjórninni um
það, hvernig falli Malaga var
háttað, eru af skornum skamti.
20 þús. Italir.
1 skeyti frá frjettaritara vor-
um segir að stjórnin reyni að
halda því til streitu, að Malaga
myndi ekki hafa fallið, ef ekki
hefðu verið 20 þús. Italir í liði
Francos.
Þá segir stjórnin einnig, að
það hafi verið Márar, sem farið
fi rænandi og ruplandi um
borgina.
Sigur Francös á Malaga er
talinn einn stærsti sigur hans
síðan styrjöldin á Spáni hófst.
Hertoganum af Sevilla hefir
verið falið að fara með stjóm
Malaga með aðstoð hersins.
ÍSLENSKUR HÚS-
GAGNASMIÐUR FÆR
VERÐLAUN í SAM-
KEPNI í DANMÖRKU.
Nýlega ljet húsgagnasmíða-
firma í Kaupmannahöfn
fara fram samkepni um teikning-
ar af stólum og öðrum húsgögn-
um. 88 teikningar komu fram, og
voru veitt 6 verðlaun.
Þriðju verðlaun hlaut Skarp-
hjeðinn Jóhannsson, hjeðan úr
Reykjavík, sonur Jóh. Ögm. Odds-
sonar. Þess má geta, að allir hinir
5, er verðlaun hlutu, voru lærðir
„arkitektar“.
Skarphjeðinn lærði húsgagna-
smíði hjá Lofti Sigurðssyni hjer
í bænum, og lauk námi árið 1933.
Haustið 1935 sigldi hann til Kaup-
mannahafnar og hefir gengið þar
í skóla (Kunsthaandværkerskolen)
á veturna síðan.
DANIR í SPÁNAR-
STYRJÖLDINNI.
KALUNDBORG í GÆR. FÚ.
Steincke dómsmálaráðh. Dana
viðurkendi í danska þinginu í
dag, að eitthvað hafi verið gert
að því í Danmörku að hvetja
menn til liðveislu við spönsku
stjórnina og vissi hann til að 40
menn hefðu farið til Spánar á
síðustu tveim vikum.
Þá sagði Steincke að safnast
hefðu hjá dönskum verkamanna-
fjelögum í Spánarsamskotum 138
þús. krónur.
—-----«<«|**>--—
G.s. ísland kom frá útlöndum
kl. 5 í gœr- Skipið liggur á ytri
höfninni vegna inflúensuvarna til
kl. 6 í kvöld.
Qagbók.
Veðrið (þriðjudagskvöld kl. 5):
Lægð fyrir austan land á hægri
hreyfingu austur eftir.
Veðurútlit í Rvík í dag': N-
kaldi. Bjartviðri.
Föstuguðsþjónusta í dómkirkj-
unni í kvöld (miðvikudag) kl. 8%.
Síra Friðrik Hallgrímsson prje-
dikar.
Föstuguðsþjónusta í Fríkirkj-
unni í kvöld kl. 8y2. Síra Árni
Sigurðsson.
B.v. Otur fór á veiðar í gær.
Bílfært var að Lögbergi í gær
og fóru margir þangað með skíði.
Lyra kom frá Bergen og Fær-
eyjum kl. 8 í gærmorgun. Skipið
verður í sóttkví vegna inflúensu
til kl. 11 f. h. í dag.
Biöm, er ætla að selja merki
Raiiða Kross íslands, komi í
Reykjavíkur apótek kl. 10 f. h. í
dag.
Hjónaefni. Trúlofun sína opin-
beruðu s.l. laugardag ungfrú
Stefanía Helgadóttir og Hafsteinn
Jónsson, bæði til heimilis að Sæ-
bóli á Seltjarnarnesi.
Skoðanafrelsi í skólum. Nem-
endur Iðnskólans liafa samþykt
svofelda tillögu: „Fundur, hald-
inn í Málfundafjelagi Iðnskólans
7. febr. 1937, mótmælir harðlega
þeirri stefnu, sem virðist ríkja
meðal ýmsra leiðandi manna í
skólamálum, er felst í því að tak-
marka skoðanafrelsi þeirra nem-
enda er skólana sækja“.
Fyrirlestur ineð skuggamyndum
um Carlsberg ölgerðarverksmiðju
og F. L. Smith & Co. í Kaup-
mannahöfn, verður fluttur á fundi
Verslunarmarjnafjelags Reykja-
víkur í Kaupþingssalnum í kvöld.
Gamanleikur Mentaskólans,
„Tveggja þjónn“, verður enn leik-
inn í Iðnó á inorgun, vegna fjölda
áskorana.
Slysavarnadeild kvenna var
stofnuð á Húsavík s.l sunnudag.
Meðlimir sveitarinnar eru 55.
Formaður var kosinn Lára Árna-
dóttir.
íþróttafjelag Reykjavíkur lield-
ur öskudagsfagnað að Hótel ís-
land í kvöld. Til skemtunar verð-
ur meðal annars kvikmyndasýn-
ing, söngur og upplestur. Brynj-
ólfur Jóhannesson les upp, og svo
verður auðvitað dansað eitthvað
fram eftir nóttunni. Tala að-
göngumiða er takmörkuð og ættu
menn því að tryggja sjer þá sem
fyrst.
Finnur skemtir á ísafirði.
Stjórnmálafundur sá sem haldinn
var á Isafirði í fyrrakvöld er þar
vestra kallaður grímudansleikur
Finns, eií Finnur er sem kunnugt
er' meistari í að „maskera“ sig
eftír því livaða hlutverk hann
leikur og hvar. Á grímudansleikn-
um í fyrrakvöld taldi hann aðal-
mál sósíalista vera, að koma
Kveldiilfi á hnje.
Eimskip. Gullfoss er á Siglu-
firði. Goðafoss er í Vestmanna-
eyjum. Brúarfoss fór frá Kaup-
mannahöfn í gær, áleiðis til Leith.
Dettifoss fór frá Hull í gærkvöldi,
áleiðis til Vestmannaeyj a. Lagar-
foss kom til Fáskrúðsf jarðar í
gærmorgun. Selfoss fór til útlanda
kl. 5 í gær.
Fiskmarkaðurinn í Grimsby í
gær: Besti sólkoli 90 sh. pr. box,
rauðspetta 75 sh. pr. box, stór
ýsa 30 sh. pr. box, miðlungs ýsa
30 sh. pr. box, frálagður þorskur
25 sh. pr. 20 stk., stór þorskur 7
sh. pr. box og smáþorskur 7 sli.
pr. box. (Tilk. frá Fiskimálanefnd.
FB.).
Itlkí^inprF
Afli bátanna á Akranesi var
með mesta móti í fyrradag, 8—16
skpd. á bát.
Vegna merkjasölu og meðlima-
söfnunar Rauða Krossins í dag
(öskudag) verður hinn nýi sjúkra-
sleði, sem á að nota á Hellisheiði,
sýndur í glugga Braunsverslunar.
Þar sýna skátar líka hvernig búið
er til bráðabirgða um beinbrotna
menn, og lífgunartilraunir. í
glugga Jóns Björnssonar & Co., í
Bankastræti, sýna skátar hvernig
má útbúa skíðasleða í skyndi til
þess að flytja slasaða menn. Skát-
arnir sýna í glugga Jóns Björns-
sonar & Co. kl. 4r—5 og 8%—9%
e. h. og í glugga Braunsverslunar
kl. 5—6 og 7—8 e. h.
Um götur bæjarins ætla skátar
að fara með sjúkraflutning á
kviktrjám og í sjúkrabíl, til þess
að sýna hvernig veikir menn voru
fluttir fyr og nú. Það verður vafa-
laust götusýning sem marga lang-
ar til að sjá. Skátarnir verða á
ferðinni um bæinn milli kl. 1%—3
eftir hádegi.
Útvarpið:
Miðvikudagur 10. febrúar.
8.00 Morgunleikfimi.
8.15 íslenskukensla.
8.40 Þýskukensla.
10.00 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir.
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Hljómplötur: Ljett lög.
19.30 Erindi Búnaðarfjelagsins:
Um fóðurtryggingar (Magnús
Þorláksson bóndi).
20.00 Frjettir.
20.30 Umræður um uppeldismál.
UPPREISN BÆLD
NIÐUR.
LONDON I GÆR, FÚ.
Nanking stjórninni hefir nú tek-
ist að brjóta á bak aftur uppreisn-
ina í Shensi, og hefir foringi upp-
reisnarmanna, Yang Shu Chen,
lagt á flótta, en stjórnarherinn
hefir tekið sjer aðsetur í Sianfu.
Selfoss tók í gær til útflutnings
bæði tunnusaltaðan fisk og fryst-
an frá H. Böðvarssyni á Akranesi.
Trúlofunarhringa
fáið þið hjá
Sigurþóri, Hafnarstæti 4.
Sendir gegn póstbröfu hvert á lan4
sem er. Sendið nákvæmt mál.
Úr og klukkur miklu úrvali.
Hið iilenska fornritaffelag.
Grettis saga Verð: Hvert bindi:
Eyrbyggja saga Heft kr 9>00.
Laxdæla saga . .
Egils saga I skinnbandi kr. 15,00.
Kaupið fornritin jafnóðum og þau koma út.
Fást hjá bóksölum.
Aðalútsala í
Bókaverslun Sigfúsar Eymnndssonar
og Bókabúð Austurbæjar B. S. E. Laugavegi 34.
Timburverslun
P. W. Jacobsen & Sön.
Stofnuð 1824.
Simnefni: Granfuru - Carl-Lundsgade, Köbenhavn O.
Selur timbur í stærri og smærri sendingnm frá Kaup-
mannahöfn. - Eik til skipasmíða. - Einnig heila
skipsfarma frá Svíþjóð.
Hefi verslað við ísland í meir en 80 ár.
Happdrætti Háskóla Islands.
Til 15. febrúar bafa menn forgang«rjett
að sörnu númerum sem 1956.
Efiir þann dag er frjálst að selfa
númerin öðrum.
Þetta gildir einnig uni þau niimer, sem
lilutu vinning i lO. fl. 1956.
ATHUGIÐ:
Heilmiðar og hálfmiðar eru mjög á þrotum, en mikil eftir-
spurn eftir þeim, og má búast við, að þeir miðar verði
seldir strax eftir miðjan mánuð, sem ekki er vitjað áður.
Umboðsmenn happdrættisins í Reykjavík eru:
Frú Anna Ásmundsdóttir & frú Guðrún Björnsdóttir,
Túngötu 3, sími 4380.
Dagbjartur Sigurðsson kaupm., Vesturg. 45, sími 2414.
Einar Eyjólfsson kaupm., Týsg. 1, sími 3586.
Elís Jónsson kaupm., Reykjavíkurveg 5, sími 4970.
Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582.
Jörgen Hansen, Laufásveg 61, sími 3484.
Frú Maren Pjetursdóttir, Laugaveg 66, sími 4010.
Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244.
í Hafnarfirði:
Valdimar Long kaupm., sími 9288.
Verslun Þorvalds Bjarnasonar, sími 9310.
MORGUNBLABIÐ með morgunkaffinu