Morgunblaðið - 10.02.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.02.1937, Blaðsíða 8
Miðvikudaffur 10. febr. 1937. 8 kuiíGUNÖLAt'il' Nýtt steinhús til sölu á Akra- nesi. Eigriaskifti geta komið til greina. Upplýsingar Óðinsgötu 15, uppi. Nú eru Gellurnar komnar í Fiskbúðina Frakkastíg 13. — Sími 2651. Til sölu 5 manna Chevrolet, ár ’31. Heima 5—7. Sími 3805, Zophonías. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sig- urbjörnsson, Lækjartorgi 1. — Opið 1—4. fslenskt bögglasmjör af- bragðs gott í Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247. Húsmæður! Daglega nýr fiskur til að sjóða, í fars og að steikja. Fisk & farsbúðin, Þórsgötu 17. Sími 4781. Húsmæður. Hvað er pönnu- fiskur? Kostar aðeins 50 aura. Bæjarins besta fiskfars 50 aura. Fiskpylsu- ogMatargerð- in, Laugaveg 58, sími 3827. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn- arstræti 4. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. GefiS bornum yðar kjarna- brauð frá Kaupfjelagsbrauð- gerðinni. Hjer birtast, nokkrir vísu- botnar iir samkepninni, er dómendum fanst komast næst því að vera verðlauriaverði r : Eyðilagði Ádamsfrið Eva fyrr á dögum. Kaus sjer mann að kvenna sið konung rjeð af dogum. Hroil í breska beimsveldið hleypti’ á Játvarðsdögum. svo að kirkja og kóngalið komst í mát — að lögum. Vertu kátur, Windsor, þið verðið fræg í sögum. Kleópötru kveneðlið kitlar nú á döguin. hefir storkað hefð og sið, heiðri og breskum lögum. Ástin getur umsnúið öllu nú á dögum. Nú á hún hvergi flóa frið * fyrir Gróu-sögum. Kónga rænir ríki og frið, ruglar þjóðar sögum. Ástin hvorki gefur grið guðs nje manna lögum. (Tveir botnar alveg samhljóða.) storkaði við hilmis hlið hefð og hreskum lögum. Nú er hún aðal ívafið í öllum kjaftasögum. * Afæðingarstofnun í París voru tvær sængurkonur í sama herbergi, er alið höfðu drengbörn sama daginn. Þegar börnin voru fjögra daga, dó ann- að þeirra. Hjúkrunarfólkið hafði í einhverju fáti brenglað börnun- um saman, svo enginn vissi liver mæðranna hefði átt barnið sem dó. En báðar þóttust þær eiga barnungann, sem lifði. Og við það sat. Málið kom fyrir rjett og var svolátandi Salómonsdómur upp- kveðinn, að báðar ættu þær að sjá um uppeldi drengsins, uns hægt væri að sjá það með aldrin- um, hvaða foreldrum hann líkt- ist. * ítil frjettagrein í „The Tim- es“ árið 1796 lýsir því átak- anlega, hve mikla athygli það vakti í London, þegar maður sást þar í fyrsta sinn á götu með pípu hatt, en það merkilega höfuðfat fór sigurför um heiminn, þó held- ur sje farið að minka um þá á síðustu tímum. En bílunum er kent um, að svo sje, því þeir eru oft helst til lágir undir loft,, tii þess að þægilegt sje að sitja í þeim með „skrúfu“. En greinin í „The Times“ er svohljóðandi: „John Hetheriugton var í gær kallaður fyrir rjett vegna mikill- ar truflunar á götuumferð og liá- vaða, sem hann hafði orðið vald- ur að, með því að sýna sig á götu með hatt á höfðinu, sem hann kall aði silkihatt, háan, glampandi turn, sem er til þess fallinn að skjóta veikluðu fólki skelk í bringu. Lögregliunenn urðu sjón- arvottar að því, að margar kon- ur fjellu í yfirlið, er þær sáu hann, börn hljóðuðu upp yfir sig, og maður einn, sem lenti í troðn- ingum, tróðst undir og handleggs brotnaði á hægri handlegg“. Ef þessi lýsing hefði eigi stað- ið í hinu trúverðugasta blaði, þá myndu menn telja hana mjög orðum aukna. * Isænsku blaði, „Göteborg Handels og Sjöfartstidende“, var nýlega grein um hervarnir Norðurlanda. Þar er því lýst, hve ljelagar hervarnir Dana sjeu. Qg þær hafi komist í þessa niðurlægingu, seg- ir blaðið, af því sii stefna hefir ríkt í landinu hin síðarí ár, að þær „væru ekki til neins“. En úr því svo er komið, getur ekkert orðið úr hernaðarbanda- lagi Norðurlandaþjóða, segir blað ið, vegna þess, að Svíar t. d. geta ekki bundið trúss við þjóð, sem reynir svo lítið að bjarga sjer i sjálf. *■ I ensku blaði er sagt frá upp- boði, sem enskt járnbrautarfjelag hafi haldið á öllum þeim týndu munum, sem fundist hafa í járn- brautavögnunum yfir árið, og enginn fanst eigandi að. Þar ægði öllu upphugsanlegu saman, alt frá títuprjónum í barnavagna. En eng in börn voru þó í vögnunum, bætti blaðið við. * Það kom annars eítt sinn fyrir danska rithöfundinn Emil Bönne- lyckei er hann var með son sinn þriggja ára í sporvagni í Höfn, að hann fór út úr vagninum og gleymdi drenghnokkanum. En hann komst þó fljótlega til skila. Skíðahúfur. Hattasaumastofa Kristínar Brynjúlfsdóttur, Aust- urstræti 17, uppi- Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent. heim. Sfúlka óskar eftir árdegis- vist. Uppl. hjá Helgu Jónas- dóttur — afgr. Morgunblaðs- ins. 3ajia$-funcli£ Silfurtóbaksdósir merktar M. Þ. Á. töpuðust frá Stýrimanna- stíg og niður á hafnarbakka síðastliðinn laugardag. Finn- andi skili þeim á Framnes- veg 26 A. Góð fundarlaun. Slysavarnafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið mótl gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Frosiö kjöt 'af fullorðnu á 50 aura í frampörtum og 60 aura í lærum pr. x/j kg„ Jóhannes Jóhannsson, Grundarstíg 2. Sími 4131. Auglýsingasími Morgunblaðsins er 1600. ROBERT MILLER: SYNDIR FEÐRANNA. andi til Elísabetar, en var fljót að horfa í aðra átt, er Elísabet leit á hana. Elísabet hafði lieilsað henni um morguninn, en Molly Ijet sem hún væri bæði lieyrnar- laus og mállaus og svaraði ekki kveðju hennar. Undir eins og tollverðirnir höfðn tekið við farangri þeirra, óku þau til gistihúss þess, sem frú Brooker sagði að þau ættu að dvelja í til klukkan níu uni kvöldið, er lestin færi af stað suður. Um fjögurleytið átti frú Brooker von á heimsókn, og eins og vant var við slík tækifæri hafði hún farið í sitt besta skrúð og makað á sig fegurðarmeðulum. Herbergi Elísabetar var við hliðina á herbergi frú Brooker, en þó voru ekki dyr á milli herbergjanna. Molly kom inn ganginn með könnu I hendinni, á leið niður í eldhúsið til þess að sækja vatn. Rjett í því kom Elísabet út úr herbergi sínu og ætlaði inn til Mrs. Brooker, til þess að bjóða henni lijálp sína. En á sama augnabliki þreif Molly í handlegg hennar og ýtti henni aftur inn í berbergið. Áðnr en Elísabet gat komið upp nokkru orði, tók Molly höndinni þegjandi fyrir munninn og livíslaði æst á svip, meðan blóðið þaut fram í fölar kinnarnar: „Flýið, flýið hjeðan, miss Longmore, annars er úti um yður. Lítið á mig — einu sinni var jeg líka ung og fögur. Nú verð jeg að hjálpa þessum hjúum með hina svívirðilegu starfsemi þeirra. Gerið það fyrir mig að flýja — annars fer eins fyrir yður og mjer. Þjer Iendíð í klóm hvítu þrælasölunnar. Flýtið yður að komast burt hjeðan á stundinni — eftir fímm mínút- ur verður það um seinan. Þjer hafið verið mjer góð, þessvegna vil jeg hjálpa yður — en í guðs bænum hikið þjer ekki eina mínútu. Hjerna — takið töskuna yðar — en þjer megið ekki fara í kápuna — þjer gæt- uð mætt Mr. Paramoor á ganginum og vakið grun hans. Og þjer megið ekki láta hóteleigandann sjá yð- ur. Hann er í vitorði með þeim“. Hún lagði ejrrað að skráargatinu og blustaði. Síðan opnaði hún hurðina liljóðlega og ýtti Elísabetu út. Elísabet nötraði af ótta og undrun. Hún hafði oft les- ið um ungar stúlkur í dagblöðunum, sem hurfu og enginn vissi hvað orðið hafði um. Henni skildist, að hún var í mikilli hættu, og liljóp í ofboði að stiganum. Þá heyrði hún, að einliver var að koma upp tröppurn- ar, og hún skimaði í allar áttir eftir einhverjum felu- / stað, en sá engan. Nú heyrði hún Mr. Paramoor ræskja sig. Nú var að hrökkva eða stökkva. Otal hugsanir flugu í gegnum huga hennar — en alt í einu, á sama augnabliki og hún kom auga á hann, liægði hún á sjer og gekk liægt að stiganum og raulaði glaðlega fyrir mtinni sjer. Mr. Paramoor gaut hornauga til hennar, en Elísahet nam staðar og spurði glaðlega: „Æ, eruð það þjer, Mr. Paramoore. Þjer hafið víst ekki frímerki á yðnr — eitt 5 centa. Jeg var að skrifa heim og ætlaði niður að kaupa frímerki hjá dyraverð- inum“. Mr. Paramoor tók veski sitt upp úr vasanum og Ijet hana hafa frímerkið. Hún sneri við og þau fylgd- ust að upp stigann. Á Ieiðinni npp sagði Mr. Para- moor í viðvörunarróm: „Þjer ættuð ekki að hætta yður ein niður í salina. Svona laglegri stúlku, eins og yður er altaf hætt að vera ein á ferð. Þjer kannist við hvítu þrælasöluna — það er ekki langt síðan að nng stúlka hjer í borginni var numin á brott úr danssal — og þó var hún þar með foreldrum sínnm. Jeg tel mig bera ábyrgð á yð- ur, þangað til við erum komin heim til Mrs. Brooker“. „Jeg er yður mjög þakklát fyrir umhyggjusemi yðar, Mr. Paramoor. Jeg segi það satt, að jeg hefí ald- rei trúað því, að hvíta þrælasalan væri annað en upp- spuni einn, sem dagblöðin kæmu með til þess að láta bera á sjer. En nú skal jeg svei mjer gæta mín og, ekki víkja fet frá stólnnm hennar Mrs. Brooker". Um leið og hún slepti síðasta orðinu kom Molly fram: hjá þeim með könnuna í hendinni. En hún leit ekki við þeim. Andlit hennar var fölt og sviplaust eins og; venjulega. Elísabet fór inn í herbergi sitt. Hún heyrði Mr. Paramoor liakla áfram upp næsta stiga og skaust aftur út, úr lierbergi sínu og stökk nið- ur eftir ganginum. Hún heyrði að hurðin á herhergi Mrs. Brooker var opnuð og sá hana sjálfa ltoma út á ganginn, teinrjetta og óstudda, og heyrði hana hrópa og kalla æðisgengið. En þá var Elísabet komin niður í anddyrið og á næsta augnabliki var hún komin út á götu og hljóp eins og hún ætti lífið að leysa fyrir næsta götuhorn og inn í aðra götu. Þar náði hún í bíl og flýtt-i sjer upp í hann, nm leið og hún kallaði til bílstjórans: „Akið þjer til Brooklyn — Fourtli Avenue — 57 —- sem allra fljótast!“ Þetta var heimilisfang Mr. Paynes. Bifreiðarstjór- inn ók eins hratt og hann frekast mátti. En Elísabet hallaði sjer aftur í sætið, titrandi af óstyrk eftir taugaáreynsluna. Þegar bíllinn nam staðar fyrir ut- an húsið nr. 57, kastaði bún 5 dollara seðli í bílstjór- ann, sem tók undrandi við honum, og bað hann að aka í burtu sem allra fljótast. Síðan hljóp hún í of- boði upp stigana, sem voru heldur hrörlegir af elli. Á 4. hæð sá hún loksins nafhið Paýne standa á hurðinni. „Mrs. Alice Payne listmálari“, stóð á spjaldinu. Hún þrýsti á dyrabjölluna og beyrði hringinguna — en um leið heyrði hún einhvern koma hratt' upp stigann og í skelfingu sinni fanst henni hún þekkja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.