Morgunblaðið - 10.02.1937, Síða 5

Morgunblaðið - 10.02.1937, Síða 5
Miðvikudagur 10. febr. 1937. MORGUNBLAÐIÐ S Rússneska by Iti ngi n eyðir sjálfri sjer Frá málaferlun«im i Moskva. Stalin telar þá enn tfll vina sinna Karl Radek helt að hann myndi verða dæmdur til dauða. Dómararnir rökstuddu fang- elsisdóm hans með því, að hann hafi ekki tekið virkan þátt í skemdaverkum gegn iðn- viðreisn Sovjetríkjanna, þótt hann á hinn bóginn hafi verið einn úr miðstöð Trotskysinna. Þegar Vishinsky, hinn opin- beri ákærandi, sem eitt sinn var framarlega í flokki mensjevikka spurði Radek hvort honum væri ekki ljóst, að það væri dauðasök skv. hegning- arlögunum að stofna til grimd arverka, þá svaraði Radek: „Jeg er ekki kunnugur hegn- ingarlögnnum“. „Þú munt kynnast þeim, um það er rjettarhöldunum er lok- ið“, sagði Vishinsky. „En aðeins skamma stund“, .svaraði Radek og hafði þannig dauða sinn í flimtingum. Játningar Radeks. „Við ákváðum að annað- hvort skyldum við gefast upp, eða drepa nógu marga for- ingja, frá Stalin og niðnr á við, til þess að geta hrifsað völdin í okkar hendur“. Þetta er kjarninn í „játn- ingu“ Radeks, sem stóð yfir fullar fjórar klukkustundir. Dómsalurinn var þjettskipaður og viðstaddir voru m. a. s^ndi herrar Breta, Frakka og Banda ríkjanna í Moskva. Stundum leit Radek í þykka vasabók sem hann hafði við hendina. Endrum og eins dreypti hann á tebolla, sem GPU mennirnir höfðu fært honum. „Jeg viðurkenni að allar sakir, sem á mig voru bornar, í ákæruritinu, sem lesið var upp hjer í rjéttinum í gær eru rjett- .ar“, sagði Radek ennfremur. ,„Jeg var einn af foringjun- um í hópi Trotskysinna, sem starfað hefir leynilega hjer á landi og jeg hefi stýrt grimd- arverkum, rekið njósnastarf gegn sovjetríkjunum, tekið þátt í bollaleggingum, sem höfðu að markmiði að hraða því, að gerð yrði vopnuð árás á Sovjet- sambandið og jeg hafði heitið því að gera alt, sem í mínu valdi stæði, til iþess að verða Þjóðverjum og Japönum að liði, ef þessar þjóðir segðu Sovjet- sambandinu stríð á hendur með það fyrir augum að steypa af 'stóli núverandi stjórn“. ,,Játning“ Muraloffs. Einn hinna ákærðu, Mura- loff, stjórnarfulltrúi í landbún- aðarmálum, neitaði að gefa upplýsingar á meðan á yfir- heyrslu stóð á undan rjettar- höldunum, en fyrir rjetti gaf hann nákvæma skýrslu um skemdastarfsemi sina, landráð o. s. frv. Þegar hinn opinberi ákærandi spurði hann hvers- vegna hann hefði ekki viljað gefa þessar upplýsingar fyr, svaraði Muraloff: „Þrátt fyrir að mjer hafi ver- ið sýnd full kurteisi þegar jeg var tekinn fastur og allan tím- ann á meðan jeg sat í fangelsi, var jeg reiður yfir því að jeg skyldi hafa verið handtekinn. Auk þess hjelt vinátta mín við Trotsky mjer frá því að játa og svíkja þannig vin minn. En er jeg hafði hugsað málið ítarlega frá öllum hliðum og komist að þeirri ákveðnu niðurstöðu, að ekkert myndi hafast upp úr baráttu okkar gegn flokks- (ríkis)stjórninni, og að engar sigurvonir er hægt að gera sjer í þessari baráttu, þar sem alt er í framþróun og að verða öfl- ugra og blómlegra í landi okk- ar, ákvað jeg nýlega að iðrast, svo að nafn mitt yrði ekki fram ar tengt við gagnbyltingarbar- áttu Trotskysinna“. Lögð honum í munn? Þessi játning er tekin orðrjett upp í „Manschester Guard- ian“. Ef Muraloff hefir ekki verið búinn að búa sig undir þetta svar, við spurningu, sem lögð er fyrir hann, án jnokkurs fyrirvara, þá er ekki hægt annað en dást að því, hve fljótur hann hafi verið að velja sjer orð, sem Stalin og fjelagar hans vildu helst heyra um blómlegar bygðir sovjet- ríkjanna. En hver fær varist þeirri hugsun, að einmitt Stalin og fjelagar hans hafi lagt hon- um þessi orð í munn, eins og svo mörg önnur, sem fram komu í þessum furðulegustu málaferlum sem sögur fara af. Það, sem er þó undarlegast við þessi málaferli er, að sak- borningarnir keppast við hinn opinbera ákæranda um að bera á sig sakir. * jatakoff var spurður að því, sem vitni, hvað hann hafi gert til þess — en þenna ekki. Frá vinstri: Taneff, Knybysjev, Popoff, Ordskonikidshe, Dimitroff, Stalin, Vorosjiloff, Manuilshi, Kaganovitj. P Trotsky. að koma á sambandi milli Trotskysinna í Rússlandi og fulltrúa hinna relendu ríkja. Pjatakoff svaraði „að eftir hina glæsilegu valdatöku Hitl- ers, hjelt Trotsky að styrjöld við Sovjetríkin væri yfirvofandi og að ósigur U.S.S.R. væri óhjá- kvæmilegur, og að Trotsky- sinnar yrðu þessvegna að taka upp nýja stefnu samkvæmt því og vinna að því að undirbúa ósigur sovjetríkjanna með und- irróðursstarfsemi. „Trotsky hjelt því fram“, hjelt hann áfram, ,,að flokkur- inn gæti ekki komist til valda, nema með nægilegum stuðn- ingi frá erlendum ríkjum, og þess vegna væri nauðsynlegt að reyna að gera samning við þau ríki, sem höfðu sig mest í frammi — Japan og Þýska- land — og að hann hefði sjálf- ur þá þegar hafist handa í þessu máli“. „Samkvæmt fyrirmælum Trot skys lijeldu Sokolnikoff og Radek fundi og ræddu við full- trúa þessara erlendu ríkja í Moskva. Þessir fundir voru okk ur mikilsverðir, þar sem þeir færðu hinum erlendu fulltrúum heim sanninn um, að Trotsky væri ekki að semja við þessi ríki upp á eigin spýtur, heldur fyrir hönd samsteypunnar“. Þegar hinn opinberi ákær- andi spurði með hvaða skilmál- um Þjóðverjar og Japanir hafi heitið stuðningi sínum við Trotsky, svöruðu bæði Radek og Pjatakoff, að þannig hafi verið frá kaupunum gengið, að Þjóðverjar fengju ívilnanir fyr- ir fjármagn sitt, að sovjetríkin ykju innflutning sinn frá Þýskalandi, að sovjetríkin sæju Þjóðverjum fyrir hráefnum, að Þjóðverjar fengju yfirráð yfir fyrirtækjum, sem þeir hefðu augastað á, og að látið yrði af hendi landrými — Þjóðverjar ættu að fá Ukraine, og Japan- ir Amurhjeraðið og austur- strönd Síberíu. Þessir samningar boðuðu viðreisn kapitalismans í Rúss- landi, bættu hinir ákærðu við. Brjef Trotskys. Því er haldið fram, að Trot- sky hafi skrifað í brjefi til Radeks í desember 1935 á þessa leið: Það mun verða nauðsynlegt að láta austurströnd Síberíu og Amur af hendi við Japani og Ukraine við Þjóðverja til að vinna þar úr jörðu málma, gull og fosfat, og sjá þeim fyrir matvælum og fituefnum fyrir lægra verð, en heimsmarkað- urinn býður. Að láta Saghalien- olíu af hendi við Japani og sjá þeim fyrir olíu ef þeir fara í stríð við Bandaríkin; að veita þeim (Japönum) leyfi til að vinna gull úr jörðu, að mót- mæla því ekki að Þjóðverjar leggi undir sig Donárríkin og Balkanríkin, „og koma ekki í veg fyrir að Japanir leggi und- ir sig Kína“. Samningarnir við erlend ríki. Sokolnikoff, fyrrum sendi- herra Rússa í London, lýsti fyrir rjettinum samtali sem hann átti við full- trúa „ónefnds erlends ríkis“. Um það leyti sem samtalið fór fram, var hann aðstoðar stjórn- arfulltrúi í utanríkismálum. Hann sagði, að Kameneff (sem var tekinn af lífi eftir Moskvamálin í fyrrasumar) hefði gefið gefið sjer til kynna á öndverðu ári 1934, að þessi fulltrúi myndi e. t. v. leggja fyrir hann tiltekna spurningu: Vildi hann staðfesta það, að skipulagður fjelagsskapur stæði að baki samningaumleit- unum Trotskys erlendis. Þessi fulltrúi hins erlenda ríkis, spurði Sokolnikoff einu sinni, hvort hann vissi, -hvaða uppástungur Trotsky hefði gert stjórn sinni. Þessu játaði Sokolnikoff. Fulltrúinn spurði þá, hver væri skoðun hans á þessum uppástungum. Sokolni- koff kvaðst hafa svarað að þær væru „í alla staði rjettar". Hann bætti því við, að vinir hans væru á sömu skoðun. * Vishinsky, hinn opinberi á- kærandi, þurfti ekkert að hafa fyrir þessum ,,játningum“. Og þannig hjeldu málaferlin á- fram. Hversvegna Trotsky- sinni? Það er sagt að sakborning- arnir hafi álitið — enda þótt þeir segðust ekki vera sömu skoðunar lengur — að stefnu- skrá Stalins um nýjan iðnað í Rússlandi hafi verið ofviða rússnesku þjóðinni. Því er hald- ið fram, að þeir hafi lltið svo á (ásamt Trotsky), að Rússar gætu ekki hrint af sjer árás af hálfu fascista auðvaldsríkj- anna. Þess vegna reyndu Radek og fjelagar hans (segir sagan) að steypa úr stóli núverandi stjórn Rússlands, með því að fremja skemdarverk, og með undirróðri ,og jafnvel með því að opna hliðin fyrir erlendri innrás í Rússland. Byltingin eyðir sjálfri sjer. Pegar byltingar eru bún- ar að eyða öllum vin- um sínum“, sagði Dante, hetjan FRAMH. Á SJÖTTXJ SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.