Morgunblaðið - 10.02.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1937, Blaðsíða 2
2 MORGuNBLAÐXÐ Útaref.: H.f. Árrakur, Reykjavík. Rltitjörar: Jön KJartansson og Valtýr Stefáneson — ábyrgCarmaöur. Rltstjörn og afgrelCsla: Austurstrœtl 8. — Slml 1800. Helmastmar: Jön KJartansson, nr. 8748 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árnl Óla, nr. 8045. Áskrlftagjald: kr. 8.00 á mánuBl. I lausasölu: 16 aura elntaklB. 25 aura ateð Lesbök. „Staðreyndirnar". Fyrir nokkrum árum síðan, komu fram í Alþýðublaðinu mjög raunaleg ummæli um það, að hallast tæki undan fæti fyrir sósíalistum og sósíal- ismanum þegar fara ætti að framkvæma hinar umræddu þjóðfjelagsumbætur, þegar ekki væri lengur hægt að ala sósíal- ismann með fögrum loforðum, þegar „bölvaðar staðreyndirn- ar“ kæmu til sögunnar. Þessi harmakvein Alþýðu- blaðsins rifjast nú svo að segja daglega upp fyrir þeim sem blöðin lesa. „Staðreyndirnar" úr ríki Finns Jónssonar á ísa- firði eru orðnar þjóðkunnar. Þær hafa lýst sjer í atvinnu- leysi og vandræðum sjómanna og verkamanna. Bátar Finns lágu um 5 mánaða skéið bundn- ir í höfn. Fjelagið gat ekki greitt nema 5% af óveðtrygð- um skuldum er í Kreppulána- sjóðinn kom. Og þó hafa hinir duglegu, ísfirsku sjómenn orð- ið að gefa fjelaginu undanfarið eftir hluta af kaupi sínu. I sam- bandi við þessa raunasögu tek- ur ,,staðreyndin“, Finnur Jóns- son sig bærilega út, sem há- launaður forstjóri, sem hirðir laun sín, hvort sem nokkuð eða ekkert veiðist. Þá hefir Emil Jónssön í Hafnarfirði verið drjúgur við að afla þjóðinni þeirra „stað- reynda“, sem verða mönnum minnisstæðar, með bæjarútgerð sem á 40% upp í skuldir. Sjálf- ur ætlar hann sýnilega að gleyma útgerðinni og Hafnar- firði, er hann nú, í óþökk flestra treður sjer í vitamála- stjóraembættið, flýr frá sínum eigin gerðum. En sama sagan 'áhdurtekur sig á öllum landshornum. Því ekki er útkoman burðugri á Norðfirði. Þar hefir Jónas Guð- mundsson ráðið ríkjum, en er nú að flosna þaðan að sögn, og leita að stjórnarjotunni í höf- uðstaðnum. Hann þefir haft .togara að leika sjer með í * 10 mánuði. Þá þoldi hann ekki lengur mátið og fór. En bæjar- fjelagið er látið ganga í ábyrgð fyrir fúlgunni, sem þegar er töpuð, á þessu sósíalista fyrir- tæki. Samtímis sem þessir menn verða hver eftir annan að við- urkenna óstjórn sína og am- lóðahátt, ganga þeir um eins og grenjandi ljón og reyna að gera alt sem í þeirra valdi stendur til þess að kippa fótum undan öllum atvinnurekstri einstakra manna, er veitt getur fólkinu atvinnu í landinu. Miðjvikudagur 10. febr. 1937, EFTIR SIGURIMN Vlf> MALAGA. Franco lokar veginum Madrid—Valencia. Aðeins einn Malagabúar fagna Franco og brauð- vögnum hans. 5000 Malagabúar teknir af lífi síðan í júlí. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KAUPMAIiNAHÖFN 1 GÆR. Eftir hinn mikla sigur við Malaga, er bú- ist við að uppreisnarmenn hefji úr- slitasókn við Madrid. Þeir gera sjer vonir um að sigurinn við Malaga beri þann á- rangur, að Madrid verði auðsóttari. Hersveitir undir stjórn Varela hershöfðingja hafa þegar tekið hluta af veginum frá Valencia til Madrid. Hafa þær með því gert varnar- ráðinu í Madrid erfitt um aðdrætti. Er nú aðeins ein leið opin frá Madrid og er það vegurinn, sem liggur í norðaustur til Guadaljara, og þaðan í suðaustur, til strandarinnar. í Malaga komu uppreisnarmenn að fátækri borg, þar sem fólkið svalt heilu hungri. Þótt tekið hafi verið á móti hersveituro Francos með óhemju fagnaðarlátum, þá vakti það þó ennþá meiri fögnuð, er vagnar, hlaðnir brauði og matvælum óku inn í borgina. Fregnir frá uppreisnarmönnum og Valenciastjórninni greinir á um það, hvort stjórnarliðið hafi farið á skipulegum eða óskipulegum flótta frá Malaga. En áreiðanlegar fregnir herma, að stjórnarliðið hafi orðið að skilja eftir mikið af mik- ilsverðum hergögnum, þ. á m. fjölda margar fallbyssur, sem aldrei hafa verið notaðar, vegna skotfæraskorts. Stjómarliðið skildi einnig eftir sig spor alveg ægilegrar grimdar. Það er talið að fimm þúsund íbúar borgarinnar hafi verið teknir af lífi síðan borgarastyrjöldin braust út fyrir rúml. hálfu ári. Lík liggja ennþá á götunum. Þegar sýnt þótti að borg- in fengi ekki Iengur varist hinni stórfeldu sókn upp- reisnarmanna, rjeðist fólkið í borginni inn í búð- ir og íbúðir auðmannanna og rændu og rupluðu öllu því, sem fyrir hendi var. 5000 af stjórnar- liðum. London í gær F.Ú. 1 frjett frá Gibraltar er á- ætlað að mannfall í liði upp- reisnarmanna er Malaga var tekin, hafi verið 350, en 5000 í liði stjórnarinnar. í sömu fregn segir að stjórnarherinn hafi haft á brott með sjer allmörg gisl, er hann flúði frá Malaga. De L lano h'ershöfðingi hefir sagt, að hersveitirnar, sem fyrstar gengu inn í borgina, hafi mætt lítilsháttar mótstöðu, frá hennönnum stjórnarinnar, sem falið höfðu sig í húsum, og skutu þaðan út á göturnar. Klukkan 5, segir hann, hafi uppreisnarmenn verið búnir að koma sjer fyrir í stjórnarbygg- ingunum og draga fána nation- alista að hún. í bardaganum í sjálfri borg- inni segir hann að 200 menn af liði stjórnarínnar hafi látið Ííf- ið, en allmargir hafi verið tekn- ir til fanga. Ennfremur hafi uppreisn- armenn tekið talsvert her- fang, herskipin hafi tekið tvö fallbyssuskip stjórn- arinnar og nokkur flutn- ingaskip sem voru í höfn í M.alaga, og látið lausa 300 fanga sem biðu líf- láts. FRAMH. Á SJÖTTU SfÐU. vegur opinn frá Madrid. Vegir frá Madrid. Til norðausturs frá Madrid sjest vegurinn sem liggur um Guadaljara. ,— Tabouis — skemtir Þjóðverjum. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. rjú hundruð þúsund á- horfendur þ. á m. fjöldi útlendinga, horfðu á eftirlíkingu af Madame Ta- bouis, með hóp af öndum í kringum sig í skrúðgöngu, sem haldin var í tilefni kjöt- kveðjuhátíðarinnar í Köln í gær. Madame Tabouis var látin halda á spjaldi, sem á var letrað: „Kjaftasögur hvaðanæva úr heiminum“. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem Madame Tabouis — þótt ekki sje nema óbein- línis —, hefir vakið skemtun í Þýskalandi. Nýtt Hauptmannsmál. Morðingi Charlesar Mattsons fundinn? FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN I GÆR. Talið er að nýtt Haupt- manns-mál sje á ferðinni í Bandaríkjunum. Lögreglan þykist háfa fundið manninn, sem rændi 10 ára drengnum Charles Mattson frá Tacoma og myrti hann. Maðurinn Heitir Poracki og hefir verið sjómaður. Lögreglan segist vera sannfærð um að Poracki sje sekur, en Poracki neit- ar harðlega að hann sje við barnsránið riðinn. FÆREYJAFISKUR TIL ÍTALÍU FYRIR ÞRJÁR MILJÓNIR KRÓNA. FRÁ FRJETTARITARA VORUM KBH. I GÆR. anir gera sjer vonir um að geta selt Itölum 10 þúsund smálestir af Færeyjafiski fyrir þrjár miljónir króna. „Politiken“ skýrir frá því í dag að ákvörðun um fiskútflutning Dana til Ítaliíi muni verða ákveðinn innan skams. Segir blaðið að Gismondi sje væntanlegur frá Genua til Khafn- ar til þess að ræða um fiskikaup. Verslunarsamninguri nn sem Danir gerðu við ítali 1. nóv. var útrunninn 1. jan. og hafa Danir reynt síðan að gera samning fyrir I alt árið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.