Morgunblaðið - 13.03.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.03.1937, Blaðsíða 3
Ímffardag 13. mnxtt 1937. MORGUNBLAÐIÐ 8 STAUNING SAGÐI OF MIKIÐ Flotasýning í London. Endurskoðuð útgáfa af ræðu hans um nor- rænt varnarbandalag. „Danir eru orðnir háðir Þjóðverjum". FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KAUPMANNAHÖFN I GÆR. tauning dró úr fyrri ummælum sínum, um bandalag Norðurlanda í ræðu, sem hann flutti í samkvæmi „Nor- ræna fjelagsins“ í Stokkhólmi í gærkvöldi. Handritið að þessari ræðu, hafði verið af- hent blöðunum á mánudaginn, en var endurkall- að á miðvikudaginn og er talið að orsökin hafi verið sú, að danska ráðuneytið hafi komist að þeirri niðurstöðu á fundi, sem það hjelt á mið- vikudaginn, að nauðsynlegt væri að breyta ræð- unni. í ræðu sinni í Lundi hafði Stauning ákveðið vísað á bug afskiftum Svía af landvarnapólitík Dana, en í gær- kvöldi talaði hann varlega um landvarnamálin og sagði að Danir væru reiðubúnir að ræða um sameiginlega hlutleysisvemd Norðurlanda, en ekki um raunverulegt varnarbandalag. .... Fyrri ræða Stauninga, í Lundi, hafði slæm áhrif, bæði í Svíþjóð og annars staðar. Um ræðuna í gærkvöldi segir Stockholmstidningen, „að ræðan hafi verið dauf og stefnulaus. „Stauning hefir eyðilagt sam- vinnu Norðurlanda“, segir blað- ið, ,,og vakið tortrygni annara landa“. Háðir Þjóðverium. Áhrifamestu blöð Englend- inga og Frakka, þ. á m. stór- blöðin „The Times“ (London) og ,,Le Temps“ (Paris) segja að kuldi Dana í garð samvinnu Norðurlanda, stafi af því, hve þeir eru háðir Þjóðverjum. Málsmetandi þýskt blað seg- ir, að Þjóðverjar geti fagnað ræðum þeim, sem Stauning hafi flutt í Svíþjóð. Ræðurnar marki straum- hvörf í bandalagsstefnu Norð- urlanda. Nemendaskifti. Kalundborg 11. mars F.Ú. Danir og Þjóðverjar eru nú fyrir forgöngu búnaðarsam- bandanna í báðum löndum að koma á skipulagi á það að skift- ast á landbúnaðarnemendum ov bændum til vinnu og náms í hvoru landi fyrir sig. Fara fyrstu skiftin fram í maí í vor. GRAZIANI HEILL HEILSU AFTUR. Róm, 12. mars F.Ú. Grazmni er orðinn alheill heilsu og tekinn við stjórnar- störfum só um í Abyssiniu. MÖRKU. \NNFERGI 1 DAN- Kalundborg 12. mars F.Ú. Mikið fannfergi var í nótt og fnorgun víðsvegar í Danmörku. Nkíðamólið. Sigurvonir Reyk- víkinga íarnar út um þúfur. Átján kílómetra kappganga á skíðum hefst stundvíslega kl. 1 í dag við Skíðaskálann í Hveradölum. Mótinu verður útvarpað. Sextíu og fjórir skíðamenn höfðu tilkynt þátttöku sína í skíðamótinu, en vegna inflú- ensufaraldursins ganga nokkr ir úr leik. Þannig hefir K. R., sem hafði tilkynt 9 þátttakendur, aflýst þátttöku, þar sem 7 af keppendunum hafa lagst í in- flúensu. * Meðal þeirra eru tveir menn, sem reykvískir skíða- menn gerðu sjer glæstastar vonir um til sigurs, en það voru þeir Gunnar Johnson og Hamkur Einarsson. Báðir ætl- uðu þeir að taka þátt í 18 kílómetra göngunni og Gunn- ar þar að auki í stökkinu. Ekki er nú samt alveg úti- lokað að Gunnar geti tekið þátt í stökkunum. * Sigmrvonir Reykvö. iga eru því litlar a ssu móti. I' v’ er blaðinu kunnugt »m, að fleiri þátttakendur *afi aflýst þátttöku sinni vegna veikinda, en hinsve ’.r mun „fle*san“ höggva sv„ 't skarG í áhorfendak a*. (Sjá íþróttasíð* l»ls. 4.) f gær var tilkynt í danska þinginn, að fjárveitingar- nefnd þingsins hefði ákveðið að veita nægilegt fje til þess, ef samþykki þingsins fengist til, að orustuskipið Niels Juel yrði sent á herskipasýninguna, sem haldin verður í Bret- landi í vor í sambandi við krýningu Georgs VL Breta- konungs. í þessari sýningn taka þátt herskip 25 þjóða, en Niels Juel er álitið glæsilegast danskra herskipa og var smíðað ár- ið 1923. Samkv. FÚ. Hefir þriðjunpur bæjar- búa fengið inflúensu sfðustu 5 daga? UTBREIÐSLA inflúensunnar virðist vera nokkuð jöfn frá degi til dags, síðan á mánudaginn var, sagði hjeraðslæknir Morgunblaðinu í gær. En sumir læknar töldu þó, að minna hafi verið að gera í gær en undanfarna daga. Hinsvegar komu talsvert fleiri beiðnir um aðstoð til hjálparstöðvanna í gær en undanfarna daga, og stöðvarnar gátu sint þeim öllum. LLÚ---------------— Maði r ferst af þýskum togara. Skipið rakst á dranga við Dyrhólaey. PÝSKT togarinn Heinrich Bu- eren rakst á dranga við Dyr hólaey aðfaranótt 11. þ. m. og misti mann í sömu svifum. Skipið kom til Vestmannaeyja í fyrradag. Við áreksturinn rifnaði stefni skipsins frá sjólinu iy2 metra upp. Fimm mínútum eftir að árekst urinn vajð söknuðu skipverjar fyrst* stýrimanns. Telja þeir að hann hafi hrokkið fyrir borð við áreksturinn, og farist. (FÚ). Hvað hafa margir veikst? — Hvað þafa margir bæjarbú- ar veikst af inflúensu þessa viku? spurði Morgunblaðið hjer- aðslæknir í gærkvöldi. — Þessu er erfitt, eða öllu held ur ómögulegt að svara, segir hjeraðslæknir. Hinsvegar má láta sjer detta einhverjar tölur í hug, án þess þó að geta fullyrt nokk- uð. Það var á mánudaginn var, sem hin snöggu umskifti urðu og veik in fekk hina miklu útbreiðslu. Mun láta nærri að læknar hafi þann dag vitjað 16—-1700 nýrra sjúklinga. Nú telja læknar, að útbreiðslan hafi verið svipuð alla dagana síð- an. Má því gera ráð fyrir, að læknar hafi 5 daga vikunnar, FIULKB. Á SJttVNBtf »8»W Degrelle, foringi Rexista. Fascistaóeirðir f Belgfu. London í gær, FÚ. í gær lenti í handalögmáli milli rexista annarsyegar, en jafnaðarmanna og frjáls- lyndra hinsvegar, í belgiska þinginu. Var það í sambandi við nmræður um frumvarp, sem stjórnin hafði lagt fram og miðaði að því, að koma i veg fyrir óþarfa aukakosn- ingar. Frumvarpið er fram kom- ið vegna yfirlýsingar, er De- grelle, foringi rexista, gerði á sunnudaginn var, um að þingmenn rexista myndu pegja af sjer, til þess að knýja fram aukakosningar á komandi vori. Frumvarpið var samþykt í efri málstofu þingsins í dag með yfirgnæfandi meirihluta. Inflúensan út um land. Inflúensan er nú komin all víða úti um land. Hún er allmikið útbreidd á ísafirði, Akureyri or Siglufirði, sagði landlæknir Morgun- blaðinu í gær, og er sam- komubann á öllum bessum stöðum. Þá sagði tíðindamaður Morgun- blaðsins á Blöndnósi í gær, að inHúensan væri mjög útbreidd þar og eins á Skagaströnd. Tal- ið er að um helmingur íbúanna á Skagaströnd liggi sjúkir og a. m. k. þriðjungur á Blönduósi. Skólum er lokað og samkomu- bann. Þó starfar kvennaskólinn á Blöiiduósi ennþá, enda er veik- in ekki komin þangað. Ekki hefir enn heyrst um in- flúensu í sveitunum, en gera má ráð fyrir að hún fari nú einnig að sýna sig þar. í norska þinginu lagði stjórn- in í gær fram tillögu um það, að henni yrðu heimilaðar 26 til 30 þús. krónur til þess að taka þátt í varnarstarfinu og gæslustarfinu við strendur Spánar. Skv. FÚ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.