Morgunblaðið - 13.03.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.03.1937, Blaðsíða 4
MORGUJNBLAÐIÐ Laugardag 13. mars 1937. ——— í D R O T T I R —= Enska kfiatt^|»yrt:iiUepiiiii. NÝTT FJELAG VINNUR STÚRSIGRA. „Arsenal “ og „Charlton" eru hæst. <r> jaldan eSa aldrei hefir baráftan nm forystusætið í enskn Q knattspyrnukepninni (I. Division) verið jafn hörð og nú í ár. Eldri og frægari f jelögin hafa orðið að víkja fyrir ungu og áður lítt þektu fjelagi — „Charlton“. Ef ferill þessa fjelags er athugaður í fáum dráttum, þá er hann mjög athyglisverður og glæsilegur. Franski bærinn Chamonix er einn frægasti vetraríþróttabær álf- unnar og þangað flykkist fólk úr öllum löndum á hverjum vetri til að iðka skíða- og skautaíþróttir. Nýlega fór þar fram heimsmeistara- kepni í skíðaíþróttum. — Myndin er tekin við Chamonix í vetur. BADMINTON: Ný vinsæl íþrótt hjer í bæ Yngsta íþróttin, sem iðkuð er hjer á landi að nokkru verulegu leyti, er án efa knattleikur, sem nefnist Badminton. Iþrótt þessi fluttist hingað til lands fyrir þremur árum, með tveimur af áhugasamari íþróttamönnum okkar Reykvíkinga, þeim Jóni Kaldal og Jóni Jóhannessyni. Höfðu þeir báðir numið þessa íþrótt í Danmörku, er þeir dvöldu þar samtímis. Aðallega hefir Badminton breiðst út meðal tennisiðkenda hjer í bæ. Eru þetta líkar íþróttir og sjerstaklega heppilegt fyrir tennisleikara að æfa Bad- minton að vetrinum til, á meðan ekki er hægt að leika tennis. Árið 1935 sigrar Charlton kepn- ina i III. flokki, og í II. flokki sigra þeir 1936, en nú eru þeir nr. 2 í I. flokki, og óhætt mun vera að fullyrða, að slíkir sigrar eiga tæpast sinn líka í enskri knattspyrnukepni. Arsenal, sem nú skipar forystu- sætið í I. fl. og verið talið svo til ósigrandi á heimavelli hefir ekki verið jafn traust og áður. Af 16 heimaleikjum hafa þeir unnið aðeins 8, gert 17 jafntefli, og tapað 1., en í „útileikjunum“ hefir þeim tiltölulega gengið bet- ur. Hafa þeir í þeim unnið 7, gert 4 jafntefli og tapað 5. Skráin hjer að neðan sýnir þá Iangsamlega glæsilegustu marka- tölu hjá Arsenal meisturunum frá árinu í fyrra. Sunderland hefir heldur hrakað. Á heimavelli eru þeir að vísu mjög traustir, og jafnvel traustari en áður, en í „útileikjunum“ gengur þeim mjög miður, og vinna sára fáa leiki. Hinn frægi „klúbbur“ „Aston Villa“, sem hrapaði í fyrra niður í II. fl. tekst sennilega ekki að vinna sig upp í 1. flokk á þessu ári. Þeir eru nii 5. í röðinni, en eiga eftir 10 stig. leiki, og hafa 37 Taflan sýnir stöðuna eins og hún er I. fl. 11. mars: Mörk Leikir Stig 1. Arsenal 68:40 32 41 2. Charlton 44:37 32 41 3. Brentford 67:54 31 38 4. Middlesb 62:55 32 38 5. Man. City 67:48 30 36 6. Sunderland 68:58 31 36 7. Portsm. 50:46 31 36 8. Derby C. 71:73 32 36 9. Everton 71:72 32 33 10. Chelsea 43:48 32 32 11. 'Wolves 60:47 29 31 12. Huddersf. 52:50 32 30 13. Grimsby 62:65 32 30 14. Stoke 53:45 31 29 15. Birm. 48 :49 32 29 16. P. N. E. 46:58 32 29 17. Liverp. 50:62 32 26 18. Sheff. W. 42:44 30 25 19. W. B. A. 58:77 30 25 20. Leeds 45:61 31 24 21. Bolton 34:58 32 23 22. Man. Utd. 44:64 32 21 Skíðaferð Ármanns á morgun. Lagt verður af stað frá íþrótta- húsinu kl. 8Y2 í fyrramálið, og far ið að Kolviðarhóli. Farseðlar verða seldir á skrifstofunni í kvöld kl. 5—9; Heimsmet í 18 km. skiðagdngu. Til fréðleiks og skemtunar skal hjer getið um besta tíma, sem skíðamenn Norðurlanda náðu í 18 kílómetra kappgöngu á skíð- um á heimsmeistaramótinu í Chamonix í vetur. Norðurlanda- þjóðirnar, Norðmenn, Svíar og Finnar hafa verið taldir ósigrandi í þessari íþróttagrein. I dag verður einmitt kept í 18 kílómetra kappgöngu á skíðum á íslandsmóti skíðamanna, við skíðaskálann. Heimsmeistari er Bergendahl, Noregi á 1 klst. 11 mín. 21 sek. Næstur honum varð Jál- kanen, Finnlandi á 1 klst. 12 mín. 35 sek. Fjórði í röðinni varð Hansson frá Svíþjóð á 1 klst. 14 mín. og 8 sek. Vitanlega er ekki hægt að bera okkar skíðamenn saman við þessa menn, það dettur engum í hug, en gaman verður að sjá hve mun- urinn verður mikill. Um samanburð í stökki við aðr- ar þjóðir, er ekki að ræða, til þess eru aðstæður hjer, æfing og kunn- átta of ólíkar. . Graakall-skíðamótið hófst I gær. 30 km. ganga og §fökk. Osló 12. mars. ið svokallaða Graakall- skíðamót byrjaði í gær með 30 kílómetra skíðagöngu. Fyrsti maður í A-flokki varð Heggen á 1 klst. 59 mín. og 23 sek. — I B-flokki Olav Od- den á 2 klst. 1 mín. og 7 sek. Skíðastökksmót með þátttöku skíðamanna úr öllum landshlut- um fór fram í gærkvöldi í Rjuk- an og var skíðamótsstaðurinn lýstur upp með rafmagnsljós- um. Reidar Andersen hljóp lengst eða 55 metra og hlaut fyrstu verðlaun í A-flokki. — 1 B-flokki varð fremstur Asbjörn Ruud. (NRP—FB). Sá er hinsvegar kosturinn við Badminton, að hann er hægt að leikaíþremur íþróttahúsum bæjar- ins: Í.R.-húsinu, fimleikasal Menta skólans og húsi Jóns Þorsteinss. Morgunblaðið hefir leitað upplýs- inga um Badminton hjá aðalfor- göngumanni þessarar íþróttar hjer á landi, Jóni Jóhannessyni. — Badminton er knattleikur, og svipar mjög til tennisleiks. Knett- irnir eru þó talsvert frábrugðnir að því leyti, að á þeim et fjaðra- dúskur. Knötturinn er sleginn með strengdum spaða, áþekkum tennis- spaða. Badminton má leika jafnt úti sem inni, en hjer á landi hefir hann eingöngu verið leikinn inn í húsi. Badmintonvöllurinn á að vera 13,40x6,10 metrar að um- máli, en síðan er vellinum skift niður í reiti. Á miðjum vellinum er net og er leikurinn fólginn í því að leika knettinum á milli sín yfir netið eftir þar til gerðum reglum. Badminton er tiltölulega ung í- þrótt. Fyrstu sögur af þessum leik FRAMH. Á SJÖUNDU SIÐU. Landsmót skiDamanna i dag. Fyrsta landsmót í skíðaíþrótt- um hefst í dag við Skíða- skálann í Hveradölum. Mót J)etta markar tímamót í sögu skíða- íþróttarinnar hjer á landi og er án efa merkasti viðburður í þeirri íþrótt síðan L. UI. Míiller kaup- maður gekk á skíðum suður Sprengisand og vakti þar með þjóðarathygli á skíðaíþróttinni. 1 dag mæta keppendur frá þremur bæjum á íslandi til að reyna með sjer hverjir skari fram úr í hinni hollu og fögru vetrar- íþrótt -—- skíðaiðkun. Að þessu sinni verður aðeins kept í tveimur greinum skíða- íþróttarinnar, 18 kílómetra göngú og stökki. Yæntanlega verður annað landsmót haldið að vetri og verður þá án efa kept í fleirí greinum. Skíðaiðkun, sem íþrótt, er ung bjer á landi og við íslendingar stöndum þar eins og, í svo mörgu öðru að baki erlendum þjóðum. En íslendingar hafa oft áður sýnt, að þeir geta staðið öðrum þjóðum á sporði, í þeim málefn- um, sem þeir hafa áhuga á. Áhugi fyrir skíðaíþróttinni er vaknaður. Fáar íþróttir hafa átt eins miklum vinsældum að fagna og engin íþrótt hefir orðið svo al- menn önnur en sundið. Alt bend- ir til þess að með tímanum geti skíðamenn vorir mælt sig á al- þjóðamælikvarða. Norski skíða- ltennarinn Lingsom, sem nú dvel- ur hjer á vegum Skíðafjelagsins hefir látið svo ummælt að líkam- legt atgervi íslendinga væri svo að vjer ættum hægt með að verða góðir skíðamenn, með rjettri kenslu og rjettri æfingu. Lingsom veit livað hann er að segja, Hann hefir dvalið í Mið-Evrópu. „ís- lensku piltarnir eru ólíkt harðger- ari en jafnaldrar þeirra þar“, sagði Lingsom í samtali við Morg- unblaðið nýlega. 1 íslendingar eru lítil þjóð, á engu sviði geturhúngert sjer vonir um að standa jafnt öðrum þjóð- um eins og á sviði íþróttanna. Enn hefir okkur ekki tekist þetta en með hverju ári sem líður, fær- umst við nær markinu. Ef til vill verður skíðaíþróttin til að lyfta okkur upp í heiðurssess meðal skíðamenn vorir að taka skíða- íþróttina rjett frá byrjun. Vjer Reykvíkingar bjóðum hina ísfirsku og siglfirsku skíða- menn velkomna til leiks og gleðj- umst af heilum hug yfir komu þeirra. Megi þetta skíðamót, sem nú hefst, verða upphaf að mörgum og glæsilegum landsmótum skíða- manna í framtíðinni, þar sem keppendur úr öllum bæjum og sýslum á landinu þreyta kapp í sönnum karlmensku og íþrótta- anda. Yivax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.