Morgunblaðið - 13.03.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.03.1937, Blaðsíða 6
6 MOROUNBLAÐIB Laugardag 13. mars 1937. Brýn nauðsyn að vernda 'r - 'f' V 0 ' * - j i -I - " /.* uppeldissvæði þorsksins. Opið brjef til Alþingis frá Guð- mundi Þórðarsyni I Gerðum. Þar sem jeg veit, að sumir alþingismennirnir ætla sjer nú á þessu þingi, eins og svo mörgum undanförn- um, að gera herferð á þorskstofninn hjer við land, með því að Ieyfa dragnótaveiðar í landhelgi, vil jeg vegna f jölda áskorana senda hinu háttvirta Alþingi línur þessar, ef ske kynni, að þaer gætu orðið til þess, að þingmenn hugsuðu sig betur um, áður en þeir greiddu atkvæði um mál þetta- 1 Alþingistíðindunum sje jeg, að sumir alþingismenn eru ótrú- lega ókunnugir málum þessum. Jeg verð því að lýsa sem ítar- legast hættunni af veiðum þessum í landhelgi. Það er öllum nú vitanlegt, að þorskurinn kemur hjer upp að suðvesturströnd landsins til að hrygna. Hann hrygnir hjer djúpt og grunt um allan Faxa- flóa. Jeg hefi dregið úr sjó hrygnandi þorsk inn á Vogavík og inn í Hvalfirði. Einnig hrygnir hann fyrir allri suð- vesturströnd landsins. — Að hrygningu lokinni berast hrogn- in fróvguð með Golfstraumnum alt í kring um landið og inn á alla firði. Pað er álit mitt, og jeg held það sje vísindanna líka, að seiði þau, sem koma úr hrognunum, en leita til botns á nokkuð miklu dýpi, farist. Mjer finst það líklegt, að þær veiku verur þoli ekki þrýstinginn. Það eru því þau hrogn, sem berast á, eða* * eru á grunninu, sem geta vaxið upp til að halda við þorsk- stofninum. Þá er nauðsynlegt að finna út hvar skilyrðin eru best fyr- ir uppeldi fiskanna. Jeg vil því segja ykkur álit mitt um það. Suðurströnd landsins er ekki góð vegna hafrótsins þar og sandfoks sumstaðar. Enda blandast sjórinn þar mikið vegna hinna mörgu og stóru jökuivatna, sem bera óhrein- indi til sjávar, og blanda sjó- inn vatni um of. Á Austfjörðum er jeg ekki kunnugur. Jeg býst við að í suma firðina renni of mikið af vatni. Enn fremur sje þar víða harður straumur, og að likindum -vantar það, sem jeg álít nauðsynlegt, hraunbotn á grunnu með landinu. En vel má vera aðkþar sje sumstaðar góð uppeldissvæði fyrir fiskinn, sjerstaídega þegar hann fer að verða nokkuð stálpaður, eins árs og eldri. Sama má segja um Norðurland og Vestfirði. Breiða fjörður mun vera góður staður fyrir stálpaðan fisk, en fyrir yngstu seiðin er hann ekki góð- ur, vegna harðra strauma innan til og vatnsfalla, sem blanda sjóinn um of. Um alt Ve tur-, Norður- óg Austi ^d er r ijer ekki kunnugt Ui;.. að fiskur gangi á gruimmið til að hrygna. Friðun Faxaflóa lífsnauðsyn. Faxaflói. Það er ekki tótr til- ▼iljqn, heldur eðhsávís-. | un fisksins, að hann kemur hjer alla leið upp í landsteina til að hrygna. Norðanverður flóinn er ekki heppilegur vegna hafróts og vatnsfalla. Hvalfjörður að mörgu leyti góður, en nokkuð mikill straumur og vatnsburður, og að jeg held, enginn hraun- botn. Sama má segja um Kolla- fjörð. Hinsvegar er landhelgin frá Álftanesi til Garðskaga hinn tilvaldasti staður til uppeldis nytjafiskanna. Sjórót er þar lítið, hraunbrún breið með öllu landinu frá Hafnarfirði til Keflavíkur og víðar og engin vatnsföll falla til sjávar. Lífs- skilyrði fiska eru hjer svo góð, að fiskur, sem gengur hjer í Garðsjóinn horaður að vorinu, ej- orðinn svo feitur í ágústmán- uði, að lítt mögulegt er að flytja hann, án þess að hann springi. öllum sjómönnum, erlendum sem innlendum, ber saman um það, að hvergi fái þeir eins góð- an fisk eins og hjer í sunnan- verðum Faxaflóæ. Það er því lífs spursmál að friða landhelgina hjer við sunnanverðan flóann fyrir allri veiði með botnvörpu. Hún gruggar upp sjóinn og í grugginu ferst ungviðið. Enn- fremur að friða alla þá staði, sem finnast kunna nothæfir til uppeldis fiskinum. Jeg gæti vel trúað því, að það sje að þakka, að til þessa hefir fiskur gengið hjer í flóann, að við fengum hjer friðað fyrir allskonar botnvörpu til 1981. En nú lítur út fyrir að brátt minki þorskstofninn, sem er eðlilegt, því alt klak hefir verið eyðilagt hjer með dragnótaveið- um síðan. * Pað lítur út fyrir, að þjer sjeuð farnir að finna til fækkunar fisksins hjer við land- ið, þar sem þjer á síðasta þingi samþyktuð að veita stórfje til að gera út varðskipið Þór, til að ’eita um öll höf alt í kring um landið, að fiskimiðum, sem „enskurinn“ á að hafa fundið en tínt. Það gekk nú nvona sæmilega. Hann var stadúur um mitt sum- ar vestur í Grænlandshafi en ^arð að ’.kiljí þar við lóðar- pottann og flýja til lands. I Hugsið yður afleiðingarnur, þeg ! ar þjer hafið eyðilagt alla afla- Nýjustu hernaðarflugvjelar Breta. Deild úr flugher Breta á æfingu. von hjer við landið og sjómenn- imir, sem aldrei brestur áræðið, verða að fara að leita þangað á illa viðhöldnum* fiskiflota um hávetur. Það myndi fleira verða eftir en lóðarspottinn. Það er alla reiðu nóg áhætta, að nú verðum við að senda sjómenn okkar 40—50 mílur beint á haf út, í stað þess að áður fiskaðist hjer oft vel í 1—3 mílu fjar- lægð. Þegar þorskurinn var í heiðri hafður. Jeg vil nú áður en jeg skil við brjef þetta, minnast ofur lítið á þingsögu landhelgisvarn- anna fyr og nú á þeim tíma, sem jeg man eftir. Á síðasta fjórðung 19. aldar voru engir skólar, og mentun almennings engin. En þá tókst þjóðinni að velja til þings sína vitrustu og bestu menn. Þingið fór þá að gera ýmsar ráðstafan- ir til að verjast botnvörpuveið- unum í landhelgi. Á þeim fjórð- ungi voru sívaxandi framfarír, bæði þjóðarinnar í heild og ein- staklinga. Þá sáu M þin'gmenn hvað þorskurinn gerði, og höfðu þeir hann til m’nnis og prýðis utan á þinghúsinu. Þeir skyldu að það var hann, sem veitti all- ar framfarirnar. Á fyrsta fjórðungi 20. aldar hjelt svipað áfram nema enn meiri og harðari framfarir, vel- líðan þegnanna og auðsöfnun þjóðarinnar enn meiri. Allir sáu að alt var það þorskinum að þakka. Það var því kostað upp á að kaupa 3 varðskip, og safn- áð miljóna sjóði til landvarr' og verndunar ungviðinu. Þá voru bygðir fyrir aurana, sem þorskurinn gaf, fjöldi skóla, æðri sem lægri um alt land. Allir urðu meira og minna mentaðir til munns, handa e" fóta líka. þessari öld. Þó kjósa hinir síldin hætt að ganga hjer alla mentuðu kjósendur þingmenn, leið inn á Keflavík til hrygn- sem búa þannig að þorskinum, ingar eins og hún gerði á að botnvörpuveiðar eru leyfðar hverju einasta sumri til 1931, í allri landhelgi. Öll viðkoma að dragnótaveiðarnar byrjuðu nytjafiskanna eyðilögð. Enda erlhjer. Ef hún er þannig alstaðar nú búið að eyða á stuttum tíma!flæmd frá landgrunnino, getur öllu, sem aflaðist á hálfri öld-jþað haft slæmar afleiðingar inni á undan, og líklega meiru.jfyrir viðhaldi hennar. Yður er nú nokkur vorkun, og i Kolaveiðarnar hafa reynst hafið yður til málsbóta, að hin-Jþannig, að einstaka bátar hafa ir svokölluðu fiskifræðingar Sfengið sæmilegan afla, en állur segja, að veiðar þessar skemmi Ifjöldinn stórtapaði á þeim veið- N ú er aðeins liðínn 1/3 n t-j ur annars f jórðwngs af j ekkert. En þjer ættuð að spyrja þá að, hvað af því, sem þeir segja yður væri sannað vísinda- lega, svo að þjer þyrftuð ekki að fara eftir fullyrðingum þeirra eins og þjer gerðuð, þeg- ar þjer trúðuð því, að síldin væri hjer hrygnandi á sama tíma, og sama stað, og þorsk- urinn hrygnir. Til dæmis gætuð þjer spurt þá, hvort ekkert gerði til, þó sjórinn sje grugg- aður upp á bestu klakstöðvun- um, og þá líka hvernig standi á því, sem allir sjómenn vita, að fiskur fer strax burtu af þeim slóðum, sem sandur eða ein- hver óhreinindi koma í sjóinn. Þorskveiðin er happa- drýgst. Að endingu vil jeg alvarlega skora á yður að friða land- helgina hjer í Faxaflóa strax, og ennfremur að gera alvarleg- ar tilraunir til að fá allan fló- ann friðaðan fyrir hverskonar botnvörpuveiði. Þjer gerið yður von um arð af nýjum veiðum, sem er vonandi að rætist. En af karfanum þarf p rki að búast við góðum arði til lengdar, því að viðkoma hans er alt of lítil, til að hann end- ist lengi, til að bæta upp þorsk- inn. Síldin endist vonandi lengi. En oft hefir hún reyngt dutl- ungafull og kvikul. Mjer finst líka það spá illu, að síðan að dragnótaveiðar voru leyfðar hjer í Faxaflóa að sumrinu, er J um. Þetta væri nú sannað full- komlega, ef þjer hefðuð látið Fiskifjelagið gera skyldu sína, að birta aflaskýrslur af veiðum þessum, yður til fróðleiks og leiðbeiningar. Það er vonandi að rækju- veiðarnar gefi nokkurn arð, en þurfi þær að kosta kr. 2.00 pr. kíló, verður ekki mikill mark- aður fyrir þær hjer innanlands, og seint það mikill ytra, að þær komi á móti miljónunum, sem fengist hafa fyrir þorskinn. * eg hefi nú í 16 ár gert ítrek- aðar tilraunir til að fá Al- þingi til að friða landhelglna fyrir botnvörpu. Það bar góðan árangur fyrst. Við eigufti nú því að þakka, að besta klak- stöð heimsins, hjer í sunnan- verðum Faxaflóa, fjekst friðuð til 1931, að til þessa hefir afl- ast sæmilega hjer við Suðvest- urland: Reynist það rjett, sem jeg held fram, og aliar líkur benda til, að þorskstofninn sje að hverfa, þá öfunda jeg yður ekki af eftirmælum þeim, sem þjer fáið hjá þjóðinni. Jeg vorkjnni yður, að standa frammi fyrir henni, sveltandi, sem verður ó- hjákvæmileg afleiðing af því, að þorskurinn hættir að brauð- fæða hana. Gerðum, 20. febrúar 1937. Guðm. Þírðarson. 70 ára verður á morgun ekkju- frú Margrjet .Jónsdóttir, Fram- nesveg 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.