Morgunblaðið - 13.03.1937, Blaðsíða 8
8
k u £ ö U M j8 Jb a tv i ;y
Laugardag 13. mars 19371
SCaufts&4Apuc
Ðagbókarblöð Reykvíkings J^a3
Nokkur pör af skinnhönskum
seljast með miklum afslætti. —
Hanskagerðin Tjarnargötu 10.
Galv. girÖi til sölu. — Egill
Ámason, sími 4310.
Frímerki, tjekknesk eða
pólsk, læt jeg jfanmörg í skift-
um fyrir íslensk eða dönsk.
Arnost Chaloupka, Stahlwaren
engros, Ceský Tésin, C.S.R.',
Bahnhofstr. 2.
Digblað eitt í Fíladelfíu fekk
um daginn brjef frá einum
lesanda sínum, og bað hann blað-
ið að láta sig fá ráðningu á kross-
gátu, sem komið hafði í blaðinu
fyrir 26 árum.
Maðurinn ljet þess getið, að
hann hefði eytt mest öllum tóm-
stundum sínum í öll þessi ár í
það, að reyna að leysa gátuna,
en nú væri hann búinn að gefast
upp.
Skíðahúfur fást bestar á af-
greiðslu Álafoss.
Hraðfrystur fiskur, beinlaus
og roðlaus, 50 aura !/£ kg. Pönt-
unarfjelag Verkamanna.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
*
rúlofaður maður, Lala Lam í
Kalkútta, fór um daginn í
heimsókn til foreldra heitmeyjar
sinnar. Fekk hann heldur kulda-
legar móttökur þar, en af því
brást hann svo reiður við, að
hann kveikti í húsinu. Við brun-
ann, sem af því varð, brunnu 38
hús þar í nágrenninu.
*
Kaupi íslensk frímerki hæsta
verði 0g sel útlend. Gísli Sig-
urbjörnsson, Lækjartorgi 1. —
Opið 1—4.
Kaupi gull og silfur hæsta
verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn-
arstræti 4.
SZCAynnifujiw
„Jeg skal eta hattinn minn upp
á það“, segja Bretar oft, en það
er efamál hvort nokkurn tíma
hefir orðið úr, að það hafi verið
gert.
Nú er líklega hægt að „slá um
sig“ með þessu máltæki, án þess
að ganga á bak orða sinna, því
að nú er farið að búa til hatta
úr mjólk.
Friggbónið fína, er bæjarins
besta bón.
2 herbergi og eldhús óskast
14. maí n .k. — Upplýsingar í
síma 4737.
Fyrir nokkrum árum stóð eft-
irfarandi auglýsing í blaði einu
í Arósum:
„Samkvæmt loforði,, sem ' jeg
gaf eiskulegri eiginkonu minni,
áður en hún andaðist, ætla jeg
að ganga að eiga systurdóttir
hennar, ungfrú Dorotheu Jakob-
sen í Kaupmannahöfn. Jeg reyndi
að komast undan þessu, en ár-
angurslaust“.
*
ona ein í Sidney keypti gam-
alt skrifborð á uppboði.
Þegar hún fór að hreinsa skúff-
urnar, fann hún stóran gimstein í
leynihólfi í borðinu, og reyndist
hann vera 60.000 króna virði.
Það er ef til vill ekki að furða,
þó að konan hafi nú fengið þá
flugu, að kaupa öll gömul skrif-
borð, sem hún getur hönd á fest.
*
1 öllum heiminum eru nú nær
100.000 kvikmyndaleikhús, en fyr
ir fjórum árum voru þau helm-
ingi færri.
1 Evrópu eru þau 66.000 talsins,
en í Ameríku ekki nema 16.000.
*
Fyrir nokkru stóð eftirfarandi
auglýsing í News Chroniele
frá sjúkrahúsi einu:
Sjúkrahúsið er lokað vegna
veikinda.
Skýringin á þessari fjarstæðu
auglýsingu var sú, að skarlatssótt
hafði komið upp í sjúkrahúsinu,
og hafði ýmist orðið að setja
sjúklingana í sóttkví eða flytja
þá burt.
*
Yfirsetukona ein í Ástralíu,
Mary Webster að nafni, hefir
lært að fljúga. Hún kann betur
við að koma eins og storkurinn
fljúgandi til sjúklinga sinna, sem
oft og tíðum búa langt í burtu frá
járnbrautum eða öðrum farartækj
uin.
*
Það er ekki að furða, þó að
margir sjeu á báðum áttum, þegar
þeir eiga að velja lífsstarf sitt.
Eftir því, sem hagfræðingur einn
hefir reiknað út, eru um 20.000
ólík störf að velja.
*
— Frá og með deginum í dag
er jeg húsbóndi á mínu heimili.
— Já, konan mín fór líka upp
í sveit í gær.
*
„Cellophan“ er efni, sem mikið
er notað nú á dögum. Þýskur
verkfræðingur liefir fundið upp,
að hægt sje að nota það við hús-
gagnagerð, og við framleiðslu
körfustóla og fleiri muna af sömu
gerð er það ágætt.
*
— Kona góð, gefðu mjer 50
aura, svo að jeg komist til for-
eldra minna!
— Vesalingur, hjer eru pening-
arnir, en hvar eru foreldrar þín-
ir?
— f bíó.
*
enn, sem ekki eru af ensku
bergi brotnir, eiga erfitt
með að gera sjer ljóst, hvílík ó-
skapar fyrirhöfn það er, að ensk-
ur konungur geti hlotið krýningu
á þann' hátt, sem virðingu hans
sje samboðin.
#
Stórblaðið News Chronicle birti
nýlega töflu yfir væntanlega
gesti, sem koma til Englands í til
efni krýningarhátíðarinnar.
Þar er gert ráð fyrir, að frá
Evrópu muni koma 100.000
manns, frá U. S. A. 23.000, Ástr-
alíu 19.000, Kanada 19.000, Ind-'
Iandi 9000, Suður-Afríku 8000 og
frá Nýja Sjálandi 5000.
Blaðið telur þessar tölur líkleg-
ar, en lætur þess jafnframt get-
ið, að þær sjeu lágt áætlaðar.
*
011 gistihús eru þegar fullskip-
uð þá dagana, sem krýningarhá-
tíðin stendur yfir, en krýningar-
nefndin er í stökustu vandræðum;
með að iitvega húsnæði fyrir alla
gestina.
*
Fyrir nokkrum dögum var aug-
lýsing í amerísku blaði, þar sem
eitt herbergi, ásamt fæði, í Lond-
on er boðið til leigu frá 10. maí
til 10. júní fyrir 1000 pund. Miklu
færri fengu herbergið en vildu..
Frosið kjðt
af fullorðnu á 50 aura
í frampörtum off 60
aura í lærum pr. ý2 kg_
Jóhannes Jótiannsson,
Grundarstíg 2. Sími 4131.
MiLAFLUTNINGSSK RIFSTOF A
Pjetur Magnússon
Einar B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Símar 3602, 3202, 2002.
Austurstræti 7.
Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—8.
AuglýsingasBmá Morgunblaðsins er 1600.
ROBERT MILLER:
SYNDIR FEÐRANNA.
get ekki sagt þjer frá — nei, Georg taktu ekki fram
í fyrir mjer. Jeg verð að tala út núna, — og síðan
minnumst við aldrei framar á þetta. Jeg fór burt, til
þess að komast hjá því að giftast Walther. Jeg fann
gott heimili hjá konu einni, Mrs. Payne, og syni hennar
dr. Payne. Þar var jeg, þegar jeg fekk brjef frá pabba,
þar sem hann sagði mjer, að jeg þyrfti ekki lengur að
pttast Walther. Jeg vil ógjarna að þú hafir of slæm
álit á mjer — þessvegna er,jeg að reyna að rjettlæta
mig í þínum augum — þó að mjer hepnist það víst
ekki mjög vel. En jeg treysti því, að þú berir traust
til mín, Georg. Og jeg bið þig þess, að við getum
verið vinir áfram,'— eins og þegar við vorum börn —
og látið það, sem síðan hefir hent, vera gleymt, — nú,
þegar ekki fer hjá því, að við hittumst oft“.
Georg stóð þögull við hlið hennar, meðan hún talaði.
Hann þagaði eftir að hún hætti að tala, eins og að
hann byggist við því að hún segði meira.
Hvernig kom það til mála að hún væri hrædd við
Walther, þegar hún var gift öðrum? Og hversvegna
mintist hún ekki á manninn sinn? Og hvernig gat hún
talað svona, eins og hún ætlaði að vera til frambúðar
á Westend, þegar maðurinn hennar var læknir í New
York? Yoru þau þegar skilin? Fyrst hún heimtaði
traust hans, átti hún fyrst og fremst að sýna honum
traust.
En þegar hann sá, að hún bjóst við svari, sagði hann,
eins rólega og hann hefði svarað hverjum öðrum, sem
hefði beðið afsökunar hans:
„Góða Elísabet, jeg er fyrir löngu búinn að sætta
mig við það, að þú hljótir að hafa haft gilda ástæðu
til þess að koma fram eins og þú gerðir. Jeg vil, eins
og þú, helst gleyma því liðna“.
Hann þorði ekki að líta upp. Hann var hræddur
um, að hún gæti lesið úr augum hans hinn djúpa sárs-
auka, sem hann fann. Ef hann hefði ekki með sínum
eigin augum sjeð kortið með nafni hennar og manns
hennar, hefði hann haldið, að þessi giftingarfregn
væri illgirnislegur uppspuni úr Waltlier. En það var
enginn efi á því, að fregnin var sönn. Þó var það
ótrúlegt, að ósannindi eða pukur gæti leynst í þessu
djúpa, biðjandi augnaráði hennar,
„Þaltka þjer fyrir, Georg“, sagði hún og reyndi að
vera glaðleg í rómnum. En Georg heyrði, að undir
niðri titraði rödd hennar með sársauka hreim. Yið
það varð honum ennþá órórra. Rjett sem snöggvast
brá þeirri hugsun fyrir í huga hans, að Elísabet væri
eins og svo margar aðrar stúlkur, að henni leiddist
að missa aðdáenda. En sú hugsun vakti jafnframt
stolt hans, Hann vildi ekki vera meðal þeirra aumu
manna, sem ljetu þann, sem þeir elskuðu, troða hjarta
sitt undir fótum eftir vild.
„Kvíðir þú fyrir því, sem framundan er fyrir föður
þinn?“, spurði hann, eins og nú væri þetta útrætt mál.
„Nei, það get jeg varla sagt. Jeg átti tal um
sjúkdóminn við dr. Payne í New York. Hann taldi
hann ekki hættulegan og sagði að þannig uppskurður
mishepnaðist sjaldan, ef ekki eitthvað óvænt kæmi
fyrir“.
„Það er að minsta kosti gott, að faðir þinn lítur svo
björtum augum á það“, sagði Georg.
„Já, en pabbi er miklu veikari en jeg hjelt“, sagði
Elísabet. Síðan bætti hún við dauf í dálkinn: „Það væri
mjer mikil sorg að missa pabba núna. Hann hefir
breyst mikið. Jeg hefi aldrei fundið það fyr, að honum
þætti svona vænt um mig. Hann er svo góður og blíður
við mig. En ef til vill er það líka hræðslan við dauð-
ann, sem gerir hann svo bljúgan. — Jeg yrði mjög
einmana, ef hann dæji núna“, sagði hún að lokum og
andvarpaði.
„Þú mátt altaf treysta á vináttu mína, Elísabet“,
sagði Georg stillilega. Hann gat ekki stilt sig um að
segja það, þó að hún væri honum mikil gáta, og þó að
hún ætti mann í Ameríku, sem hún af einni eða ann-
ari ástæðu vildi ekki tala um, eða kannast við. Hann.
flýtti sjer að fytja upp á nýju umræðuefni.
„Hvernig gekk ferðin yfir Atlantshafið ?“, spurðii
hann.
„Þakka þjer fyrir, ágætlega — heimleiðin“.
„Gott veður?“, hjelt hann áfram í sama tón.
„Georg!“, sagði hún alt í einu óþreyjufull. „Talaðu:
ekki við mig í þessum ókunnuglega tón. Við skulum
vera eins og í gamla daga. Það er eins og við getum.
ekki lengur talað saman — eða er það satt, að vin-
áttubönd, sem einu sinni eru rofin, verði ekki tengd.
saman aftur — ef til vill verðum við að láta okkur
nægja að vera aðeins kunningjar í framtíðinni“.
„Já, ef til vill liefir þú rjett fyrir þjer“, sagði liann
rólega.
Þau voru farin að ganga heim að Fullerton. Bylgj-
urnar skvettust hægt upp að ströndinni og sólin bak-
aði hvítan fjörusandinn.
„En hvað við höfum oft leikið okkur að því að
fleyta kerlingar hjerna“, sagði Elísabet og andvarpaði
aftur. Það var eins og hún mintist löngu horfinna tíma,,
og þó voru ekki nema fáein ár síðan.
„Þú talaðir um vinstúlku, sem væri gift í Ameríku,
áður en þú fórst þangað. Sástu hana ekki?“, spurði
Georg. Hann var altaf að reyna að finna eitthvað, sem
þau gætu talað um. Það var óþolandi fyrir þau bæði aS
steinþegja nær altaf.