Alþýðublaðið - 07.06.1920, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 07.06.1920, Qupperneq 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ C.s. Suóuríanó fer héðan þriðjud. 8. þ. m. kl. 8 síðd. í 5. áætlunar- ferð sína. Yörur sem óskast sendar með skipinu, til- kynnist nú þegar og sendist niður eftir fyrir kl. 5 á mánud. H.f. Eimskipafélag1 íslands. JCoIi koBBngnr. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). „Láta þessa menn hætta að elta mig". „Hvernig á eg að fara að þvíf" „Þér getið tekið þá fasta, ef nauðsyn krefur. Þér getið séð þá héðan, ef þér gangið út að glugg- anum“. En lögreglstjórinn hreyfði sig ekki. „Þeir hafa sjálfsagt fulia ástæðu til að veita yður eftirför, ef þeir gera það, býst eg við. Hafið þér gert uppþot upp í hér- aðinu?" Hann kastaði þessari spurningu fram hranalega, eins og honum hefði alt í einu dottið í hug, að Hallur myndi kannske íremur sá, sem setja bæri fastan. „Nei", sagði Hallur, „eg hefi að eins krafist réttar mfns*. „Hvernig á eg að vita, hvað þér hafið gert?" Haliur ætlaði að útskýra hon- im þetta, en hann greip fram í fyrir honum. „Reynið að hegða yður sómasamlega, meðan þér dveljið hér í bænum. Ef þér ger- ið það, mun engin verða yður til óþæginda. Eg geri ráð fyrir, að njósnarar félagsins hafi eins mik- inn rétt og þér til þess að ganga á götunni*. Þegar samræðan snerist þann veg, sá Hallur, að árangursiaust myndi að gera fleiri tilraunir hér. Þetta var í fyrsta skifti sem hann sá, hvernig ameríska lögreglan hegðaði sér við verkamannastétt- ina, þegar hún kvartar. Hjarta hans var þrungið reiði, sem ekki minkaði, þegar hann sá hæðnis- glottið á Pete Hanum og hinum skuggalegu félögum hans. VÍH. Hailur var nú búinn að leita allrar þeirrar lagahjáipar sem hann gat leitað sér í Pedro, en árang- urslaust. Hann áleit, að hann gæti nú með góðri samvisku haldið aftur heim til Mac Kellar, . a(g réði með sér, að láta verði sina kenna á einum spretti enn. .'Ep.v.þeir höfðu séð það fyrir, og áóru því allir þrír upp í bifreið, þegar hann kom í Ijós. Til þess að verða ekki eftirbátur þeirra fekk Hallur sér hestvagn, og nú héldu báðir vagnarnir af stað til Mac Kellar. Hallur hitti öldunginn mjög æstan í skapi. Talsíminn hans hafði hljómað allan sfðari hluta dagsins. Hver af öðrum hafði að- varað hann, reynt bæði með illu og góðu að telja honum hughvarf. Meðal þeirra voru bersýnilega nokkrir, sem höfðu vopn á hann. En hann var ósveigjanlegur og vildi ekki heyra það nefnt, að Hallur færi til gistihússins, þang- að til lestin færi um kvöldið til Western City. Jón Edström kom með enn þá óvæntari sögu. Hann hafði verið gripinn á götunni! Og tveir menn höfðu dregið hann í hliðargötu og leitað í vösum hans. Til allrar hamingju var það eftir að hann hafði skilað Keating tuttugu og fimm dölunum. Skólaskip. Nýtt skólafyrirkomulag. Daily Herold segir frá því, að mikill áhugi sé vaknaður víða í Englandi á því, að fara eftir þeirri uppástungu, sem komið hefir fram meðai verkamanna þar, að stofn- setja skóla á skipum og láta þau svo ferðast úr einni höfn til ann- arar og frá einu Iandi til annars. Segja fylgismenn hugmyndar- innar, sem satt er, að sjóndeildar- hringur barnanna stækki ekki að* eins, heldur verði heimurinn eins og nokkurs konar opin bók, sem þau fái meira og minna aðgang að. Ekki nóg með það, heldur myndi sjóterðin verða þeim hremn og beinn heilsubrunnur, sem þau myndu bera minjar frá æ síðan. Fæði þeirra mætti fá greitt með því að taka vöruflutning milli hafna. Og er geft ráð fyrir að svona skólar muni ekki dýrari en nútfðar skólar á þurru landi. Þegar er í ráði að byrja þetta, og beita verkamenn í Englandi sér alstaðar fyrir því. Hvernig váeri að reyna þetta hér eitt sumar? Hý erlendralög íPrakklandi. Franska stjórnin hefir iagt laga- frumvarp, sem fjallar um útlend- inga, fyrir þingið. Frumvarpið skiftir útlendingun- um i tvo flokka: þá, sem aðeins dvelja um stundarsakir í landinu, og eiga þeir að leggja fram yfir- lýsingu frá gestgjafa sínum. sem svo fljótt sem unt er á að afhend- ast viðkomandi yfirvöldum; og þá, sem ætla sér að setjast að um lengri tíma í landinu, til þess að inna eitthvert starf af hendi eða reka atvinnu. Eiga þeir að útvega sér, hjá lögreglustjóra, skilríki fyrir því, að þeir séu þeir sem þeir segjast vera. Útlendingar mega óáreittir ferð- ast um Frakkland. Þó getur inn- anríkisráðuneytið bannað þeim dvöl í vfsum héruðum, sem svo er kveðið á um af stjórnarráðinú. Ymis atvinnurekstur er fyrirboð- inn útlendingum, nema með leyfi stjórnarinnar og loks eru gerðar allstrangar reglur um þjóðernÉ þeirra, er reka vilja námur, vatna- virkjun og fleira. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: _______Ólafur Friðriksson, Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.