Morgunblaðið - 18.03.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.03.1937, Blaðsíða 7
Fimtudagur 18. raarn 1937. mORGUNBLAP IÐ 17!.. Dagbók. I, O. 0. F. 5. Bnginn fnndnr. VeSrið (í gærkvöldi klukkan 5). Lægðin um Bretlandaeyjar þokast feægt norðnr eftir, en fer jafn- tramt. minkandi. — Vindur hefir verið allhvass á A í Vestm.eyjnm í dag, en annars er hægviðri um alt Jand og ljettskýjað. — Prost er 1—6 st. sunnanlands, en 5—13 st. víðast norðan lands. Veðnrútlit í Reykjavík í dag: A og SA-gola. Skýjað, en úrkomu- taust. Sr. Jón Sveinsson hefir dvalið nokkrar vikur í San Prancisco við „ITniversity of San Praucisco“ sem er Jesúítastofnun. Hefir hann flutt þar nokkra fyrirlestra á þýsku og frönsku og einnig- ensku. — All- skæð kvefsótt, innflúensa, hefir geysað þar í borginni og veiktist sr. Jón alvarlega af henni og hefir gið á spítala, en eftir síðustu íregnum er hann í afturbata. — Nsesti áfangastaður hans verður Shanghai í Kína, og gerir hann ráð fyrir að dvelja þar við há- skóla, sem franskir Jesúítar eiga. _Á, hann von á að mæta þar skóla- bræðrum frá Prakklandi, sem hann hefir eigi sjeð í meira en hálfa old ' Markaðurinn í Grimsby, mið- vikudag' 17. mars: Besti sólkoli 80 sh pr. box, rauðspetta 70 sh. pr., box, stór ýsa 24 sh. pr. box, miðl- ungs ýsa 22 sh. pr. box, frálagður þorskur 14 sh. pr. 20 stk., stór þprskur 5/6 sh. pr. box og smá- þorskur 5/6 sh. pr. box. (Tilk. frá Piskimálanefnd. — PB). Eimskip. Gullfoss er í Keflavík. Goðafoss fór frá Véstmannaeyjum í ifvrrndag áleiðis til Hull. Brúar- föSs var væntanlegur til Gauta- horgar • í. gær. Dettifoss e.r á leið til Vcstmanmieyja frá Hull. Lag- sirfoss fer austur um land til út- landa í kvöld. Selfoss er á leið til Aberdeen. B.v. Otur kom af ufsaveiðum í gær og var með fullferini. B.v. Snorri goði kom frá Eng- landi í fyrrinótt. B.v. Gullfoss, sem undanfarið hefir keypt bátafisk lijer við Faxa- flóa fór í gær áleiðis til Bnglands. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn í dag á venjulegum stað «g tíma. Sex mál eru á dagskrá, alt fundargerðir fastra nefnda. Golfklúbbur íslands hefir sótt um leyfi til að byggja einlyftan golfskála á leigulandi klúbbsins suður af Kringlumýri. Byggingar- nefnd hefir samþykt, bygginguna. í Reykholtsskóla er inflúensan iú í rjenun. — Samkvæmt viðtali Við skólastjórann, var veikin væg ■í flestum, hjúkrun svo góð, sem kostur var á og allrar varúðar gætt til þess, að forðast íylgi- kvilla. (PIJ). Slysavarnasveit kvenna í Ólafs- firði bau'ð í gær til sín vandamönn um ninna 7 sjómanna er druknuðu þaðan síðasfliðið ár. með því að gveitinni bárust minningargjafir uni druknaða Olafsfirðinga. Að loknUm fundi var gengið í kirkju. fór þar fram minningarathöfn og var margt fólk viðstatt. (PÚ). Á ufsaveiðar fóru í gær og í fyrrinótt togararnir Brimir, Bel- gaum og Hafstein. Unglingaskóli, sem hefir verið rekinn í Patreksfirði, hefir nýlok- ið störfum. 25 nemendur luku prófi. — Einar Stúrlaugsson sókn- arprestur stjórnaði skólanum. — Ovenju miklar heiðríkjur og still- ur hafa verið í lijeraðinu um langt skeið. Hagar eru litlir. (FÚ). í Reykjanesskóla dvelja nú 50 unglingar, flestir úr Norður- Isafjarðarsýslu. — Sundlaugin í Reykjanesi er opin, eins og kunn- ugt er. Aldrei hefir veður hamlað sundnámi og hafa nemendur farið í laugina, hvernig sem viðrar og tekið sjer snjóbað á. eftir. Heilsu- far er ágætt í skólanum og hjerað- inu yfirleitt. (PÚ). Tæfa kastaði sjer til sunds. — 1. þ. m. var Halldór Jónsson bóndi á Arngerðareyri á leið heim til sín. Var hann ríðandi. Leið hans lá með sjó. Varð þá tófa á leið hans. Komst Halldór fjallsmegin við hana og fylgdi henni svo fast eft- ir, að han ngat hrakið hana fram á klappir. Kastaði tófan sjer þá til sunds, en leitaði þó til lands von bráðar, og var Halldór þar fyrir og gat náð henni. Halldór var hundlaus. en vel ríðandi. (PU) Útvarpið: Fimtudagur 18. mars. 8.40 Dönskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 15.30 íþróttasamband slands kveð- ur ísfirsku og siglfirsku skíða- mennina. 10.10 Veðurfregnir. 19.20 Lesin dagskrá næstu vik i. 19.30 Þingfrjettír. 20.00 Frjettir. 20.30 Um daginn og veginn: Svar- áð sjnirn’mgum um meðferð á útvarpstækjum o. fl. (Jón By- þórsson). 20.55 Hljómplötur: Sönglög eftir Schubert. 21.15 Prá útlöndum. 21.30 Hljómplötur: a) Piðlu-kon- sert í g-moll, eftir Vivaldi; b) Konsert fyrir clavi-cembalo, eft- ir Mozart,. 22.00 Danslög (til kl. 22.30). VERÐHÆKKUN ERLENDIS. Kalundborg í gær. FÚ. Verð á pappír hefir hækkað til muna á heimsmarkaðinum undanfamar vikur. Orsökin er m. a. sú, að fram- boð hefir verið minna en venju- lega og valda því örðugleikar trsem verið hafa á skógarhöggi og trjáflutningi í nokkrum helstu pappírslöndunum. Ullarverð hefir hækkað til muna á heimsmarkinum og' er orsökin að sumu leyti talin vera vígbúnaðarráðstöfun þjóðanna, en að sumu leyti hin gífurlega flaggdúkagerð, sem rekin er í Englandi, aðallega með krýn- ingu Georgs VI. Bretakonungs i fyrir augum. ALÞINGL Ný frumvörp. Gsngismálið, flm. Haimes Jóns- son, og hefir samhljóða frumvarp legið fyrir tveimur síðustu þing- um. Segir í frumvarpinu að gengi hins erlenda gjaldeyris skuli skrá með tilliti til þess. að „höfuðat- vinnuvegir þjóðarinnar, landbún- aður og sjávarútvegur, fái endur- greitt kostuaðarverð fj'rir útflutn- ingsvörur sínar“. Búfjársjúkdómur, flm. Páll Her- mannsson f. h. landbúnaðarráð- herra. Eru í frumvarpi þessu fyr- irmæli um söfnun skýrslna um búfjársjúkdóma, og skulu dýra- læknar, með aðstoð hreppstjóra safna skýrslunum. Þá skal skylt að láta ranrisaka skepuur sem drepast úr óþektum og grunsam- legum sjúkdómi. Tilkynna skal dýralækni tafarlaust ef faraldur í búpeningi gerir vart við sig í ein- hverju hjeraði. Húsmæðrafræðsla; flm. P. Her- mannsson og J. J. f. h. landbún- aðarráðherra. Þar segir m. a.; „Ríkið viðurkennir og styrkir húsmæðraskóla á eftirtöldum stöð- um: Hallormsstað í Suður-Múla- , sýslu, Laugum í Suður-Þingeyjar- I sýslu, Laugalandi í Eyjafjarðar- sýslu,’ Blönduósi í Húnavatnssýslu, Staðarfelíi í Dalasýslu, Laugar- vátni í Árnessýslu og Revkholti í 1 Borgarf j arðarsýslu. Skólar þessir, og aðrir, er síðar kúnna að verða stofnaðir, skulu vera sjálfseignarstofnani^ eða eign hjeraða. og sýsíúfjeíaga til að getá í öðlast rjettindi og skyldur þess- ara laga. Skólar þessir geta verið deildir við hjeraðsskóla með sjer- stökum fjárhag“. H J ÁLP ARBEIÐNI. Dapurlegt er víða hjer í bæn- um um þessar mundir. Inflú- ensan hefir farið herskildi yfir heimilin og víða valdið böli. En fleiri eru heimilin, sem um sárt eiga að binda, og má þar t. d. minnast heimilisins á Vest- urgötu 64. Þar brann um dag- inn, og heimilisfólkið misti alt sitt. Stóðu börnin úti fáklædd á meðan húsið var að brenna, og horfðu á alt farast, sem þeim var kærast. Og inn í eldinn rauk faðir þeirra Sigurður Bjargmundsson, til þess að reyna að bjarga einhverju. — Vissi þá ekkert barnanna hvort hann mundi koma út úr eld- hafinu eður eigi. En hann kom — og hvernig? Með svo stórkostleg brunasár að flytja varð hann í spítala og hefir hann legið þar þungt hald- inn síðan. Á eftir honum horfðu kona og fjögur börn, sem mist höfðu alt sitt. í húsinu var stúlka, sem lengi hefir verið á heilsuhælinu. Hún var flutt burtu og misti alla sína fáu muni í eldinum. Hvenær er þörf að hjálpa og hlaupa undir bagga ef ekki undir slíkum kringumstæðum? Morgunblaðið tekur fúslega við framlögum til þessarar illa stöddu f jölskyldu og veiku stúlkunnar. Til leigu nú }>egar tvær stofur og eldhús fyrir 50 krónur á mánuði. 5ig. Þ.5kialöberg, í HEILUM FÖRMUM UTVEGA: SisTguíl. ir V H. BENEDIKTSSON & Co. fyrirliggjandi: Vdfuvagnar. Sekkjatrillur. \ "‘Ai‘ W Þ- * V-r Lausasmið)ur. Vjelsmiðjan Hjeðinn. Sími 1365 (þrjár línur). Vrslunarstjóri óskast. Ungur einhleypur maður með verslunarjþekk- ingu og reynslu óskast til jsess að hafa umsjón með verslun með erlendar og innlendar vörur, í verstöð norðanlands. Lysthafendur sendi nöfn sín með tilgreindum aldri, þekkingu og reynslu, á- samt kaupkröfu til afgr., merkt X., fyrir föstu- dagskvöld. Morgunblaðið með morgunkafffnu /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.