Morgunblaðið - 23.03.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1937, Blaðsíða 2
2 M0RG1UNBLAÐ1Ð ÞóÖjudagur 28. mars 1937. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjðrar: Jðn Kjartansson og Valtýr Stefánsson — ábyrifSarmaBur. Ritstjðrn og afgreiBsla: Austurstræti 8. — Sfmi 1600. Helmasímar: Jfti Kjartansson, nr. 3742 valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mAnuJSi. í lausasölu: 15 aura eintakio. 25 aura rneti Lesbök. Sundhöllin. Sundhöllin í Reykjavík er riú fullgerð að heita má, og verður hún vígð í dag og sýnd alnaenningi. Á morgun verð- ur hún svo tekin til notkunar. Mörg orð er búið að tala og skíifa um Sutídhöiliha síðan byrjað var á byggingu henn- ar* og hefir stunduin ov >ið æði róstuíjamt um það-mál. Upphaflega var ráðgert að Sundhöllin kostaði 200 þús. krónur, og að ríkið greiddi helming kostnaðar, eins og tíðkast hefir við byggingar sundlauga annars staðar. En í lögunum, um bygging Sundhallarinnar var svo ákveð ið, að ríkisstjórnin samþykti uppdrátt og íýsingu bygging- arinna'r, og aririaðist húsámeist- ari ríkisins það verk. Þegar húsameistari hafði fullgert sinn uppdrátt, var bersýriiregt að SundhÖIIin kost- aðí'rniKÍu irieira fje en Uþphaf- lega var ráðgert. Hófat nu löng barátta um það, nta-ti þings og innan, að fá meira fjárframlag frá ríkinu til Sundhallarinnar, en þær 100 þús. kr. sém lögin ákváðu. Það var ekki fyr en á haust- þinginu 1933 að loforð fekst fyrir því frá ríkinu, að greiða þær 100 þús. kr., sem lögin upp- haflega ákváðu. Jafnframt var því lofað, að ríkið legði fram til viðbótar, svo að heildarframlag ríkisins yrði 2/5 kostnaðarins. Viðbótarframlagið skyldi greið- ast á tveimur árum eftir að Sundhöllin væri komin upp. Nú er Sundhöllin fuílgerð, og kostar um 650 þús. krónur, þar af hefir ríkið enn lagt fram einar 100 þús. kr. Sundhöllin heíír orðið dýr, en yið því verður ekki gert hjeð- an af. Þótt mörg mistökin hafi orðið i sambandi víð byggingu Sund- hallarinnar, frá byrjun, er ekki ástæða til að rifja þau upp nú, heldur að fagna því, að þessi mikla og kærkomna býgging er komin upp. Sundhöilin er hvorttveggja í senn, heilbrigðis- og menningar- mál. Hún verður íþróttastarf- semi bæjarins til ómetanlegs gagns. Og hún mun marka tíma mót á sviði uppeldismálanna. Næsta sporið sem Reykjavík- urbær stígur, verður: Ekkert barn útskrifist svo úr barna- skólunum, að það ekki kunni að synda,;.: Sund á að verða skyldunám í barnaskólunum. Aðrir skólar bæjarins munu einnig, áður en langt líður, taka upp sundið sem skyldunámsgrein. ORUSTURMAR VIP MADRID Rauðliðar taka ÍOO þós. litra af bensíni herfangi. Fiugmenn Francos brenna upp hersveitir rauðliða. 12 herfylki útlendra rauðliða afmáð. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR. Látlausir bardagar hafa verið á Guadala- jara-vígstöðvunum við Madrid síðan fyrir helgi. — Valenciastjórnin held- ur áfram að segja stórkostlegar sigurfrjettir frá þessum vígstöðvum, en þeim er jafnharðan mót- mælt af hendi Franco-manna. — Valenciastjórn- in segist halda áfram að reka flótta ítölsku her- sveitanna á Guadalajara og segir að stjórnarher- inn hafi sótt fram um 20 kílómetra og unnið aft- ur alt það svæði, sem her Francos hafi verið bú- inn að ná á sitt vald. er þeir hófu sókn sína á Guadalajara-vígstöðvunum í byrjun marsmán- aðar. Flugmenn stjórnarirtnar reka flótta ítalanna og hafa kastað þúsundum af sprengjum á hin- ar flýjandi hersveitir. Segir Valenciastjórnin að flugmenn hennar hafi eyðilagt morg hundruð ítalskar hergagna- og skotfæravagna. Vjelbyssu- kúluregnið dynji sífelt á Itölunum og að þúsund- ir hermanna hafi fallið. Þeir segjast hafa tekið bensínbyrðir frá ítölunum, sem nemi 100 þúsund- um lítra, mikið af hergögnum og þar á meðal 200 vjelbyssur og 1000 riffla. Enska blaðið „Daily Telegraph" segir frá því, að Mussolir.i hafi hraðað sjer heim úr Libyu-för sinni vegna ósigra ítölsku hersveitanna á Guadaljara vígstöðvunum, en því er harðlega mótmælt í Róm. Franco hefir tilkynt, að sjötíu flugvjelar hans hafi gert árás á herlínu rauðliða á Guadalajara vígstöðvunum. Hafi flugmennirnir kastað niður þúsundum íkveikju- sprengjum af nýrri gerð, sem hafi gert gífurlegan usla meðal hersveita rauðliða á þessum stöðum og tvístrað beim Með íkveikjusprengjunum hafi flugmenn Francos kveikt í víðlendum skógum og eru hermenn rauðliða á óskipulögðum flótta undan eldinum, sem breiðist ört út og ekki hefir tekist að slokkva. Ógurleg neyðaróp heyrast frá hermönnum rauðliða, sem. verða eldinum að bráð og þeím, sem eru innikró- aðir af brennandi skógi á stóru svœði. I frjett frá Róm segir (skv. F.Ú.) : Til þess að halda slíkri sókn uppi, sem stjórnarherinn hefir undanfarið gert á Guadaljara- vígstöðvunum, hefir stjórnar- herinn orðið að fórna 12 her- fylkjum úr útlendingaherdeild sinni og eru þau að kalla má afmáð. London, mánudag. F.Ú. Uppreisnarmenn segja frá því, að norðan við Brihueque hafi stjórnarherinn gert árás, með 12 rússneskum skriðdrek- um, en að þeirri árás hafi verið hrundið. Þeir segja, að stöðugt gangi í lið með þeim hermenn úr liði stjórnarinnar. Rómverska útvarpið kvartar sáran í dag yfir þeim áróðri (segir í F.Ú. frjett í gær), sem stöðugt sje haldið uppi gegn ítalíu í blöðum vinstri manna víðsvegar um heim, þó sjerstak- lega kveður mikið að þessu á Bretlandi og í Frakklandi. Seg- ir útvarpíð að það sje fullkomin móðgun við ítölsku þjóðina og stjórn landsins, að sífelt sje verið að saka ítalíu um það, að hún veiti uppreisnarher Fran- cos ólögmæta hjálp, en út yfir taki þó, þegar blöð þessara flokka sjeu að hælast um stór- kostlega sigra, sem stjórnarher- inn eigi að hafa unnið á hinum ítölsku hermönnum. Slíkar fregnir sjeu með öllu tilhæfu- lausar. Mussolini afneitar ástar- æfintýriiE FKÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN 1 GÆR. Sendiherra ítala í París hefir lagt fram mót- mæli gegn því að nafn Musso- linis sje sett í samband við ástarasfintýri ungfrú Fontag- ries, sem reyndi að myrða fyrverandi sendiherra Frakka í Róm, á dögunum. Franska stjórnin hefir reynt til að þagga þetía hneykslismál niður, en Par- ísarbúar, sem eru annálaðir fyrir hve þeim þykir gaman að ræða hneykslismál, vilja ekki hætta að ræða málið. Blöð, sem birta slíkar sög- ur, sem þessa, keppast um að ná í dagbók ungfrúar- innar, sem hún skrifaði meðan hún dvaldi í Róm, og sem skýrir frá æfintýr- um hennar þar. Franska lögreglan hefir tekið dagbókina og mun sennilega ekki leyfa að inni- hald hennar verði birt. Austurrfska stjárnin herðir baráttuna gegn nazismanum. í samvinnu við Ungverja. B FRÁ FRJETTARITARA VORUM. úist er' við, eftir því sem enska blaðið „Morning Post" segir, að austurríska stjórnin hafi í hyggju að taka upp sterka baráttu gegn naz- ismanum í samvinnu við Ung- verjaland. Er því haldið fram, í blaðinu og sagt, að það sje frá ábyggi- Iegum 'heimildum, að Austur- ríska stjórnin sje tilbúin til að fórna endurreisn Habsborgara- keisaradæmisins fyrir þessa samvinnu við Ungverja. Schussnigg, kanslari Austur- ríkis hefir vikið úr embætti ein- um af ráðherrum sínum vegna þess að talið var að hann væri of hliðhollur nazistum. Schuss- nigg tók sjálfur að sjer deild þá í stjórnarráðinu, sem hinn brott- vikni ráðherra stóð fyrir. Páfinn ræðst með hörðum orðum á Hiíisrs- stjórnina. Tilbúinn að hefja baráttu við nazistastjórnina FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. Kaþólskir menn í Þýska- landi hafa fengið »kip- un um það frá páfastóli, að verða við því búnir, að hefja baráttu gegn stjórn Hitlers fyrir rjettindum , kaþólskra manna í Þýskalandi. f ;;.; .-•¦ Á sunnudaginp var lesinii upp boðskapur frá páfa í Qil- um kaþólskum kirkjum í Þýskalandi. Var boðskapur páfa svo harðorð.ur í garð Hitl- ers stjórnarinnar, að menn eru undrandi. í boðskap páfa er sagt, að Vatikariið sje tilbúið að taka upp baráttu fyrir rjetti ka- þólskra manna í Þýskalandi, þar sem Hitler hafi svikið gerða samninga við páfastól. Páfinn deilir hart á kyn- flokkastríð nazista og einnig á foringjadýrkunina. Kriatindómurinn er falsað- ur, segir páfi, þegar kýnflokk- ar, ríkið eða stjórn landsins er tilbeðin að heiðnum sið. Búist er við að með þessum boðskap hefjist að nýju hörS barátta milli Hitlers og páf- ans. » ? » Normandie vinnur bláa bandið aftur. Franska risaskipið Norman- die setti nytt met á leiðinni yfir Atlantshaf, frá Ameríku til Ev- rópu. Fór skipið á styttri tíma milli Ambros vita við New York og Bisihop Rockvitans á Corn- wall heldur en „Queen Mary'', sem setti met á þessari leið ;í fyrrasumar. Meðalhraði Normandie var 30.99 mílur á klukkustund, en meðalhraði „Queen Mary" var 30.63 mílur, er hún setti aitt met.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.