Morgunblaðið - 08.04.1937, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 8. apríl 1937.
Þjóðverjar tortryggnir útaf
för Staunings til London.
Framtíðarbústaður Edwards
og Mrs. Slmpson.
Villa „Haus Appesbach“ við Wolfgangvatn, þar sem hertoginn
af Windsor dvefur nú, eftir að hann flutti frá Enzesfeld.
Mola hershöfðingi er
um hað bil að hefja
skoíhríð á Bilbao.
FRÁ FRJETTARITARA VORUM.
KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR.
Idag hefír verið barist á BaskavígstöSvun-
um og Cordobavígstöðvunum á Spáni.
Uppreisnarmenn hafa orðið að hörfa
undan á Cordoba-vígstöðvunum og hafa beðið
mikinn ósigur við Vilia Harta.
í Berlínarfregn F.Ú. segir, að yfirmaður
norðurhers uppreisnarmanna á Spáni, Mola hers-
höfðingi, hafi sent fráskilnaðarsinnum Baska-
landsins á'skorun um að gefast upp, og lofar hann
þar, að lífi og eignum allra, er það gera, skuli
þyrmt, að stórglæpamönnum undanskildum.
Hinsvegar hótar Mola, að engin miskunn muni verða
sýnd, ef Baskar haldi áfram baráttunni gegn uppreisn-
armönnum, og imrni þá hersveitir hans fara um gjörvalt
Baska hjeraðið og gereyðileggja það.
/ * Spánska stjórnin hefir nú gefið út fyrirskipun um, að gagn-
árás skuli hafin á hendur uppreisnarmönnnm á Baskavígstöðv-
unum, skamt frá Bilbao. (Skv. FÚ.).
London 6. apríl F.Ú.
Mola segir, að uppreisnar-
herinn hafi komist norður fyrir
fjallahringinn sunnan við Bil-
bao, og hafi fengið aðstöðu til
þess að hefja fallbyssuskothríð
á Bilbao.
Hann gerír ráð fyrir, að|
... fallby^suárásin á borgina
muni hefjast í dag.
Segjast úppreisnarmenn hafa
fúndið ‘900 menn úr liöi Baska-
^órnarirfnar dauða á vígvöll-
unum,
inna daga, og hafa ennfremur
tekið mikið af hergögnum her-
fangi.
Á Cordoba vígstöðvunum tel-
ur stjórnin í Valencia hersveit-
um sínum mikinn sigur í grend
við Pozo Blanco og segir að her-
lið uppreisnarmanna hafi verið
króað inni, og að þeir hafi tap-
að 500 mönnum.
Stauning fagnað
með torustugrein
I „Times“.
van Zeeland rann-
sakar möguleika á
heimsviðskiftum.
FRÁ FRJETTARIT^ÁRA
VORUM.^'Ú/
KHÖFN r GÆR.
ör Staunings til Lond-
on hefir vakið tor-
tryggni Þjóðverja
I aðalmálgagni Hitl-
ers, Völkischer Beob-
achter er gert ráð fýr-
ir að Stauning sje að
leita stuðnings Breta við
baráttu Oslóríkjanna
fyrir frjálsari heimsvið-
skiftum.
Þá gefur blaðið einnig í
skyn, að Bretar muni láta
sig all-miklu skifta vernd
suðurlandamæra Dan-
merkur.
Þessi tortryggni Þjóðverja
kemur m. a. fram í fyrirsögn
greinarinnar í „Völkischer Beo-
bachter“ sem er: ,,Samþykt
Osloríkjanna notuð til pólitískra
hrossakaupa“ og „Undarlegar
samningaumleitanir í Lóndon“.
í London hefir Stauning ver-
ið fagnað m. a. með forustu-
grein í „The Times“„ þar sem
segir, „að enginn fulltrúi Norð-
urlanda komi sem ókunnur
maður til London“.
í þýskum blöðum er mik-
ið raett um getgátur manna
um að verið sje að ræða
um frjálsari heimsviðskifti
í sambandi við sykurfram-
leiðendaráðstefnuna í Lond
on.
Láta sum blöð í Ijósi ótta við
að breytingar á viðskiftafyrir-
komulaginu kunni að neyða
Þjóðverja til þess að hverfa frá
gullmyntfæti. (Skv. F.Ú.).
Styrkur fyrir
van Zeeland.
London 6. apríl F.Ú.
Belgíska stjórnin samþykti á
fundi sínum í gær, að taka þátt
í rannsókn á því, hvernig unt
sje að draga úr viðskiftahöml-
um, en van Zeeland hafði verið
beðinn um að takast á hendur
þessa rannsókn.
Líta þýsk blöð hornauga til
þessara ráðagerða, og telja, að
á bak við þessa fyrirhuguðu
rannsókn liggi stjórnmálalegur
tilgangur og sjeu Bretar og
Frakkar að reyna að styrkja
Iiendur van Zeelands áður en
ti laukakosninganna komi.
K. F. U. M. A—D fundur kl.
eftir orustur undanfar-^Vá í kvöld.
Þegar kommúnistar
hurfu frá fóstureyðingum.
FRÁ FRJETTARITARA VORUM:
KAUPMANNAHÖFN I GÆR.
Sendiherra Dana í Moskva skýrir frá því, að fæð-
ingar í Rússlandi hafi aukist að meðaltali um
22 af hundraði og í suraum hjeruðum um 60% síðan Rúss-
ar bönnuðu fóstureyðingar í fyrravor.
Þar til í fyrravor höfðu kommúnistar verið höfuð post-
ular fóstureyðinga, en urðu þá að hverfa frá þessari stefnu
til þess að koma í veg fyrir fólksfækkun.
Síðan í fyrravor hefir fóstureyðingum meðal kvenna í
helstu iðngreinum Sovjet-Rússlands fækkað um 70%.
Þjófnaðir Jagoda.
I skeyti frá Varsjá til Politiken, segir að svo virðist
sem engin takmörk hafi verið fyrir þjófslund Jagodas, fyrr-
um yfirmanns GPU-ríkisleynilögreglunnar rússnesku.'
Gimsteinar, sem geymdir voru, þar sem fáir vissu af
þeim og forn djásn, sem stolið hafði verið af söfnum, hafa
fúndist í hirslum Jagodas.
Danska þingið kemur
í veg fyrir verkfall.
Tillðgur sáttasemjara gerðar að löpum.
FRÁ FRJETTARITARA VORUM:
KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
Aráðuneytisfundi í Kaupmannahöfn í
gær var samþykt að leggja fyrir þing-
ið frumvarp sem leiði tillögu sátta-
semjara í vinnudeilunni innan prentaraiðnaðar-
ins og fleiri iðngreina í lög.
Formaður atvinnurekendafjelagsins, Julius Madsen, hafði
búist við að atvinnurekendur myndu samþykkja tillögu sátta-
semjara, enda vænst þess til að koma í veg fyrir atvinnustöðv-
un, sem tjón myndi hljótast af fyrir þjóðina.
Ensks blaða-
manns á Spáni
saknað.
i
London í gær F.Ú.
ttast er um afdrif
frjettaritara breska
blaðsins ,,News Chron-
icle‘ á Spáni, Arthur
Koestler. Hann var einn
þeirra blaðamanna, sem
uppreisnarmenn tóku til
fanga eftir fall Malaga.
Hin enska deild PEN klúbbs-
ins, hefir sent mótmæli til stjóm
ar Francos gegn því, að Koestl-
er skuli enn vera haldið í fang-
elsi. Undi.r mótmælaskjalið rit-
uðu m. a. J. B. Priestley, Al-
dous Huxley, Vernon Bartlett,
Samstarfsmaður Koestles,
sem einnig hefir verið fangi
ufypreisnarmanna í Malaga, hef-
ir verið látinn laus, og er hann
kominn til Gíbraltar.
Samstarfsmenn Koestlers,
er hafi verið hafður einn í dimm
um klefa og verið bundinn á
höndum og fótum og búið við
Hnn versta kost. Fyrirspurnum
var lengi ekki svarað, en loks
,kom það svar frá uppreisnar-
mönnum, að þeir vissu ekki
hvar hartn væri niður kominn.
Christmas Möller, foringi
stjórnarandstæðinga, hafSi
látið í ljósi ósk um, að rík-
isþingið skipaði gerðardóm
í málinu.
Sextíu og fimm prósent verka
manna greiddu atkvæði með til-
lögu sáttasemjara, en sextíu
prósent atvinnurekenda greiddu
atkvæði á móti henni,
Sáttasemjari lagði til, að laun
yrði hækkuð um 2 og alt upp í
7 aura á klst., ef launin væru
:undir kr. 1,60 á klst.
Hækka laun málmiðnaðar-
mannna t. d. úr kr. 0,95 í kr.
1,02 á klst.
Atvinnurekendur hafa látið í
ljósi að launahækkun, þótt ekki
væri nema lítil, myndi auka út-
gjöld atvinnurekstursins um
margar miljónir króna, sem erf-
itt myndi reynast að rísa undir,
VINNUSTÖÐVUN I
FRAKKLANDI.
tvinnurekendur hafa gert
vinnustöðvun við fjórar
vjelaverksmiðjur í Le Bourget
í Frakklandi. Þar er 40 stunda
vinnuvika í gildi, og fóru at-
vinnurekendur Þam á það við
verkamenn, að þeir skyldu
inna upp vinnustundirnar, sem
fjellu niður í páskavikunni.
Þessu neituðu verkamenn og
boðuðu atvinnurekendur þá
vinnustöðvun.
Næturlæknir er í nótt Páll Sig-
urðsson, Hávallagötu 15. Sími
4959.