Morgunblaðið - 08.04.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.04.1937, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Fimtudagur 8. apríl 1937. XlL.--------------------— Dómurinn i Landsbankamálinu. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. þeir báðir J. H. og’ Yilhjálmur Bríem. Kii lykiliim að skúffumii, sem í rar geymdur lykillinn að kassa- geymsiunni, geymdi J. H. í ólæstri skjiffu í skrifborði sínu. Þessa geymslu taldi dómarinn AÚtaverða vaiirækslu hjá J. H. og refsiverða. Eins það, að J. H. fól stundum gjaldkerunum að læsa kassana riiðri í skápnum, sem ekki hefir anuað ;að geyma en læsta kassa gjaldkeranna. ' 3. Loks sakfellir domarinn J. H. fyrir vanrækslu, að hann skyldi ekki hafa talið í seðlabúnt- inu, sem revndist vanta í 1000 kr., þar sem J. II. varð þess var að búntið var losaralegt. Þetta búnt var frá Klappar- stígsútibúinu, og nærfelt ársgam- alt þegar talið var í því. Búntið hafði síðast komið til Landsbank- an>s ifrá Útvegsbankanum, og tók þáverandi gjaldkeri Sig. Sigurðs- soti við því. Sama daginn sem S. S. tók við búntinu frá Útvegsbankanum af- henti hann það J. H., sem þá strax hafði orð á því að biintið væri lósaralegt. J. H. kom þó ekki til hugar að nokkuð vantaði í búntið, þar sem engin verksummerki sá- ust á því og menn töldu um- búnað búntanna öruggann og traustari. Enda gengu búnt með slíkutn umbíumði milli banka og stofnana án þess að í þeim væri talifi. Eínnig höfðu gjaldkerar bankans veitt því eftirtekt, að búnt Klapparstígs-útibúsins voru stundum losaralegri en búnt aðal- bankans. Þess ber einnig að geta í þessu sambandi, að auk S. S. og J. II. höfðu gjaldkerarnir Þorvarður Þorvarðsson og Jón Leós báðir þetta sama búnt undir höndum og höfðu orð á, því að það væri los- araiegt. en kom ekki til hugar að í það vantaði. Þetta sýnir að umbúnaði búnt- arma var fullkomíega treyst. En dómarinn sakfeliir J. H. fyrir að hafa treyst umbúnaðinum, og tel- ■ ur að hann liafi með þessu sýut refsiverða vanrækslu í starfi sínu! Hvað hefir unnist? Hver er þá niðurstaðan í þessu svokallaða bankamáli. sem svo mjög hefir verið um taiað síðustu árirti fli' in er sú, að Jón Halldórsson, Dagbok. sem gegnt hefir ábyrgðarmestu stöðu í bankanum, maður, sem notið hefir óskoraðs trausts allra, innan bankans og utan og verð- skuldað það í ríkum mæli, hann er dæmdur fyrir vanrækslu. Hins vegar stendur rjettvísin enn nákvæmlega í sömu sporum og í upphafi að því er snertir þá tíðu þjófnaði, sem orðið hafa í bank- anum. Þessi lausn á bankamálinu er ekki aðeins vítaverð, heldur er hún fullkomið hneyksli. Morgunblaðið mun ekki á þessu stigi málsins gera rannsóknina sjálfa að umtalsefni, ekki heldur þann þátt rannsóknariunar, sem hinn enski svokallaði leynilög- reglumaður framkvæmdi. Það verður að bíða síðari tíma. En þar sem J. H. hefir nú verið dæmdur fyrir vanrækslu í embætt- isrekstri, þykir rjett að geta að lokum þessa: Áður en J. H. tók við starfi aðalfjehirðis hafði stjórn bankans, í samráði við þáverandi aðalfje- hirðir, unnið að því að koma góðu lagi á h.já gjaldkerum bankans og fjárgeymsluna. Þetta „góða lag“ var þó ekki betra en það, að lyklarnir að köss- um Þorvarðar Þorvarðssonar og Jóns Leós voru nákvætnlega eins, og með lagi mátti opna kassa A. J. Johnsons með lykli Sveins Þórð- arsonar. Það virðist því harla liart að- göngu, að dæma Jon Halldórsson fyrir vanrækslu, þar sem ekki var betur búið í hendur hans en raun ber vitni um. IV/Y Heimdallur, fjelag ungra Sjálf- stæðismanna, heldur framhaldsað- alfund í Varðarhúsinu kl. 8ann- að kvöld. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa verða teknir inn margir nýir fjelagar, sem hafa sótt um inntöku í fjelagið. Þeir ungir menn og konur, sem vilja vinna að frelsi og framförum, gegn ofbeldi og ófrelsi marxism- ans ganga í Heimdall. Háskólafyrirlestrar. Mr. G. Tur- viIle-Petre flytur í kvöld kl. 8 fyrirlestur í liáskólanum. Efni: ..The King’s Englisii to-day“. At- hygli i skal vakin á prentvillu í biaðinu í gær um næsta háskóla- fyrirlestur sænska sendikennar- ans, að hann verður fluttur á miðvikudaginn kemur, en ekki í kvöld. Til fólksins á Vesturgötu 64, frá Atla og Álfi kr. 100.00. ]X| Helgafell 5937487 — 2. I.O.O.F. 5= 118488l/2 = 9- 0. Veðrið (miðvikudagskv. kl. 5) : Fyrir sunnan land er allstór lægð, en hæð yfir N-Grænlandi. A- og NA-átt um alt land, veðurhæð alt að 6—8 vindst. vestanlands. Norð- an til á Vestfjörðum er snjókoma með 2—4 st. frosti. Á N- og A- landi er þoka og 1—4 st. hiti og 5—-6 st. hiti sunnanlands með dá- lítilli rigningu. Veðurútlit í Rvík í dag: All- hvass NA. Úrkomulaust að mestu. 300 krónum stolið. í fyrradag var lögreglunni tilkynt að hvorfið hefðu 300 krónur í peningum úr herbergi á Laufásveg 19. Pening- arnir voru geymdir í veski, sem aftur var geymt í dragkistu. Lyk- illinn að herjjerginu var geymdur í yfirhafnarvasa í anddyrinu eða jafnvel í skránni sjálfri. Er hjer sem oftar hirðuleysi um að kenna að þjóf er gefið tækifæri til að stela. Ný neðanmálssaga, „Svarta slangan", eftir Lindsay Hamilton, byrjar í Morgunblaðinu í dag. Sagan hefst með því, að dulbúnir menn ræna ungri hefðarstúlku, sem er að flýja á brott með elsk- huga sínum. Hvernig það æfintýri — og mörg önnur, sem fljettast inn í söguna — endar, skal ósagt látið. En það er víst, að lesendur munu fylgja sögupersónum með eftirvæntingu uns yfir lýkur. Gyllir kom af Veiðum í gær- morgun tneð 120 föt lifrar eftir 12 daga útivist. Hjónaband. Gefin verða saman í hjónaband í dag ungfrú Krist- rún Þorsteinsdóttir og Gunnar Cortez eand. med. Skíðakappganga K. R. Á sunnu- daginn, ef veður leyfir, fer fram 18 km. skíðakapþganga K. R. um bikar þann er Skátafjelagið Ein- herjar á ísafirði gaf K. R. um daginn. Einnig verða veitt 1. 2. og 3. verðlaun. Þátttakendur verða um 40. Kappgangan liefst frá Svanastöðum og endar þar einnig. Fjölment mun verða hjá Svana- stöðum á sunnudaginn. Eimskip. Gullfoss er á leið til Vestmannaeyja frá Leith. Goða- foss kom frá útlöndum í nótt kl. 2. Brúarfoss fer til útlanda í kvöld. Dettifoss er á leið tii Hull frá Vestmannaeyjum. Lagarfoss er á leið til Leitli frá Kaupmannahöfn. Selfoss er í Reykjavík. Surprise kom af veiðum til Hafnárfjatðar í gærmorgun með 106 tunnur lifrar. !(FTT.). Útvarpið: Fimtudagur 8. apríl. 19.20 Þingfrjettir. 20.00 Útvarp frá Alþingi. Morgunblaðið með morgunkaffinu SYKUR. 5ig. Þ. 5kjalðberg. Happdrætti Háskóla Islands. Aðeins 2 sðludagar eftir fyrir 2. drátt. Alhugið, að i 2. tfti ÍO. flokfel eri* vinnlngac samtals ineftra en 1 mil)ón króna. (HEILDS ALAN). , . /) aaA* X^ft^V Jarðarför ekkjunnar Guðbjargar Sigurðardóttur, frá Hjeðinsvík, Suður-Þingeyjarsýslu, fer fram frá dómkirkj- unni föstudaginn 9. apríl, og hefst með bæn á heimili hennar, Garðastræti 45, kl. 10y2 f- ú. Jarðað verður í Fossvogi. Aðstandendui’. Það tilkynnist vinum og vandamönnum að móðir okkar, Kristín Stefánsdóttir, frá Núpstúni, andaðist 7. þ. m. Kristín Andrjesdóttir. Katrín Andrjesdóttir. .I\v> Maðurinn minn, faðir okkar, afi og tengdafaðir, Valdimar Jónsson, verkstjóri, andaðist að Sjúkrahúsi Hvítabandsins að morgni hins 7. þ. mán. Magdalena Jósefsdóttir, börn, tengdabörn og baraabörn. S'ílí) Elsku litli drengurinn okkar, Árni Jón, sem andaðist á Sjúkrahúsi Hvítabandsins 30. mars, verður jarðsunginn frá fríkirkjunni föstudaginn 9. apríl kí. 11 f. h. Hallfríður Jónsdóttur, Helgi Árnason frá Hurðarbald. Jarðarför mannsins míns, föður ,og tengdaföður, Einars Þórða^sonar, fer fram frá heimili hans Norður-Reykjum, laugardaginn 10. þ. mán. kl. 11 f. h. Jarðað verður að Lágafelli. Ingibjörg Eyjólfsdóttir, börn og tengdaböm. ........ ............... ■ ■ ■■ ■ Jarðarför konu minnar, Helgu Benediktsdóttur Gröndal, fer fram föstudaginn 9. þ. m. kl. 4 síðd. frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Þórður Edilonsson. Jarðarför konu minnar, móður og dóttur okkar, Kristínar Jónsdóttur, fer fram frá fríkirkjunni mánudaginn 12. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili Símonar Jónssonar, Laugaveg' 33, kl. iy2. j Guðmundur Kr. Guðjónsson og börn. SigTÍður Guðjónsdóttir. Jón Símonarson. >;J " ' -- - - I Lík Ingibjargar Önnu Pálsdóttur, sem andaðist á Vífilsstöðum 31. mars, verður flutt til Vest- mannaeyja með Brúarfossi í dag. Kveðjuathöfn fer fram að heimili hennar, Grettisgötu 37, kl. 8. Vandamenn. «•'»wi -’awMMH ■■ m ÖBruui / Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og . jarðarför sonar okkar, .K(; Odds. Bergljót Björnsdóttir. Jón Oddssokí'f^'-T ■ i l ’ ■J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.