Morgunblaðið - 16.05.1937, Síða 8

Morgunblaðið - 16.05.1937, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. maí 1937. jCaufisáajU Rauðmagi, Rauðspetta, Ysa, Þyrsklingur, beinlaus og roð- laus fiskur. Daglega nýtt. Fisk & farsbúðin, sími 4781. Rabarbarhnausar og fræ til sölu í Blátúni. Sími 4644. Otgerðarmenn. Dönsku drag-l næturnar sem jeg undanfarin! ár hefi selt, eru af reyndustu formönnum viðurkendar best- ar. Sendið pantanir sem fyrst. Alexander D. Jónsson, Lauga- veg 86. Krossgáta Morguoblaðsins VI. □Ð MiM: Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Notuð íslensk frímerki kaup- ir ávalt Bjarni Þóroddsson, Urðarstíg 12. Sími 1615. Rúgbrauð framleidd úr besta daixska rúgmjöli (ekki hinu sönduga, pólska rúgmjöli). Kaupf jelagsbrauðgerðin. JCu&ttœðir Gott, sólríkt forstofuherbergi til leigu. Spítalastíg 8. Efri hæð. Til leigu tvö herbergi og eld- hús. Upplýsingar á Bergstaða- stíg 6 C. f nýju húsi nálægt Sundhöll- inni er stórt herbergi til leigu og annað lítið. Sími 4642. Tvö herbergi og eldhús til leigu í Fischersundi 1. Lárjett: 1. ferðalag. 6. eins og áður. 12. blekkingar. 14. falls. 15. gras. 17. verkfærishluti. 20. verk- færi (þolf.). 21. planta. 23. hellti niður. 24. — staða. 25. spekjast. 27. lokur. 29. kvenmaður. 30. verja skemdum. 32. erlend mynt. 33. hunds- nafn. 34. hurfu. 35. dýrasönglist. 36. nöldur. 38. op. 40. bíða ósigur. 42. meiðsl. 44. störf. 45. — lyndur. 47. ögn. 49. sjávardýr. 50. stórveldi. 51. fannir. 55. illmælgi. 56. helgur. 57. heimskt. 59. lifir. 60. ferðuðumst. 61. bót. 63. heilt. 64. bær í Hollandi. Lóðr jett: 1. snúa við. 2. strit. 3. dauður. 4. meginið. 5. úrgangs. 7. nú fyrir augum yðar. 8. aumingja. 9. sögn. 10. hávaði. 11. fuglinn. 13. busl. 16. í úrverki. 18. reifis. 19. jaðars. 20. flýtir sjer. 22. seinlegra. 24. Hindúi. 26. laumuðust. 28. kjána- leg. 30. sól. 31. peningar. 37. í eldhúsi. 39. — tómur. 40. handleika. 41. þungt í skapi. 43. æru- meiðing. 46. planta. 48. viður. 49. tungumál. 52. skot.53. dýr. 54. eldhúsáhald. 57. sjá. 58. sopi. 60. var við stýrið. 62. á fæti. Ráðning á krossgátu V. Lárjett: 1. falt. 7. gana. 11. sárar. 13. afinn. 16. ló. 18. salt. 19. sýra. 20. V.R. 21. ósa. 23. flatast. 25. rif. 26. Raff. 28. alrún. 29. sósi. 30. tara. 32. súr. 33. svik. 34. strípa. 36. ataðar. 37. karl- arnir. 38. slokna. 41. skissa. 44. ofan. 45. stá. 47. anno. 48. úfur. 49. skurk. 51. naga. 53. far. 54. Þveráin. 56. ris. 57. ið. 58. brak. 59. snar. 61. NN. 62. freri. 63. angar. 65. brák. 66. Akab. Lóðr jett: 2. as. 3. lás. 4. traf. 5. ártals. 6. vasaúr. 7. girt. 8. ana. 9. NN. 10. klór. 12. Alla. 14. fýsn. 15. arfi. 17. ósatt. 20. viska. 22. afar. 24. trú- fastur. 25. róið. 27. fríkkar. 29. svarinn. 31. ap- ann. 33. stika. 35. ala. 36. ans. 39. lofað. 40. ofur. 42. snar. 43. sogin. 45. skekin. 46. árásar. 48. úfin. 49. svar. 50. kinn. 52. asni. 54. þrek. 55. naga. 58. brá. 60. rak. 62. fr. 64. Ra. Madam! Besög Hr. Jacob— sen’s Frisörsalon, Köbenhavn. Förste Klesses Arbejde. Perma- nent! Klippning! Skönheds- pleje, Pedikure, Manicure. (Frk. Oda Nielsen). Lige ved Hovedbanegaarden, HelgO- landsgade 7 st. K.F.U.M. og K., Hafnarfirði. Almenn samkoma annan í hvítasunnu kl, S1/^. (Engin sam koma hvítasunnudag. Allir hjartanlega velkomnir! Kristilegt stúdentaf jelag held- ur almenna æskulýðssamkomu á annan í hvítasunnu kl. 8)4 1 húsi K. F. U. M. Stúdentar tala. Skólafólki sjerstaklega boðið,, annars allir velkomnir, meðan húsrúm leyfir. Bb Plattsólar og metatarsólar (fyrir siginn fót). Einnig við- gerðir á líkþornum, niðurgrón- um nöglum, sigg o. fl. Nudd við grenkun fótleggja. Handsnyrt- ing. Sími 2431. — Pedicure Reykjavíkur, Aðalstræti 9. Tek að mjer að stinga upp kálgarða. Þorlákur Guðmunds- son, Fálkagötu 6. Skerjafirði. Plissering, húllsaumur og yf- irdektir hnappar í Vonarstræti 12. Sími 4661. Hreingerningar og loftþvottur. Sími 4661. Tek að mjer glugg&hreinsun. Uppl. í síma 4967. Geri við saumavjelar, skrár g allskonar heimilisvjelar. H. sandholt, Klapparstíg 11. Sími 635. Loftþvottur og hreingern- ingar. Vönduð vinna. — 4967. Guðni og Jón. 2131. ! Betania. Samkoma á Hvíta- ’sunnudag kl. 8)4. JóhanneS' Hannesson, taiar. Allir vel- komnir. i Heimatrúboð leikmanna, — Hverfisgötu 50. — Samkomur' báða hvítasunnudagana kl. 8 e. h. Hafnarfirði, Linnetsstíg 2. 1 Samkomur báða hvítasunnu- dagana kl. 4 e. h. Fíladelfíusöfnuðurinn. Kveðju— samkoma á annan í hvítasunnu- kl. 5 e. h. Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Slysavaraaf jelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið mótS gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. WILLIAMSON: 18. SYSTURNAR FRA DUMULM ,4*á er það hann“, hrópaði maðurinn. „Hvar er hann. Býr hann hjer í þorpinu?" Nei, hann býr í höllinni. Það er sagt, að hann ætli aft bíða, þangað til Conway er orðinn frískur og brúð- kanpið er ákveðið“. Iffaðurinn þagði lengi vel, en sagði síðan að lokum'. „Er herra Conway meðvitundarlaus ennþá ‘ „Já, Conal frændi minn hefir sagt mjer það. Lækn- irinn er hræddur um að honum mum ganga seint að batna". „Þetta var ömurlegt að heyra“, andvarpaði ókunni maðurinn. „Ekki veit jeg hvernig jeg á að fara að því að ná tali af honurn eða skrifa honum. Jeg kom hing- að viðvíkjandi máli, sem er mjög áríðandi fyrir herra Conway. Mjer er sagt, að þið hafið ekkert gistihús hjer í þorpimr. Er það rjett?“ „Já“, svaraði Aggie. „Get jeg þá hvergi fejigið að vera meðan jeg bíð eftir því að Conway batni?“ „Ekki nema þjer getið fengið að gista á einhverju leigubýlinu“. „Ef til vill hjá einhverju skyldfólki yðar?“ „Jeg er hrædd um að Hamar geti ekki tekið á móti yður. Húsið hans er svo lítið“. „Jeg þyrfti eiginlega að fá að tala við einhvern, sem hjúkrar Conway. Ætli það væri ekki hægt?“ „Þjer skuluð spyrja Conal að því. Hann getur fengið xoiklu framgengt í höllinni og er þar í miklu dá- lætí. Annars er Conal aðeins í stuttri heimsókn hjá föður sínum núna og ætlar brátt að leggja af stað til framandi landa aftur. Hann hefir bæði verið í Kanada og Bandaríkjunum“. „Conal er einmitt sá maður, sem jeg þyrfti að finna“, sagði Ameríkumaðurinn. „Hvar á hann heima?“ „Hann á heima spölkorn fyrir utan þorpið. En hann kemur líklega hingað innan skamms. Hann er vanur að senda brjef með póstinum um þetta leytí, og haxm fer einmitt eftir 10 mínútur. Ef liann kemur, keinur hann mjög bráðlega, svo að hann nái í póstinn“. „Jæja, jeg bíð þá“, svaraði maðurinn, „og skoða fleiri póstkort á meðan“. 9. KAPITULI. „Conal Hamar langar til þess að tala við yður“, hvíslaði Douglas að Anniru sama kvöld, er hún stóð upp frá borðinu. Hamar var nýlega farinn með sekkjapípu sína, og það var óvenjulegt, að Conal kæmi upp í höllina um þetta leyti dags. Ennþá undarlegra var það þó, að hann skyldi spyrja eftir Anniru. Alt virtist vera undarlegt í dag. Niru fanst hún ekki geta afborið meira. Hún hafði verið því mótfallin að borða við borðið með fólkinu í dag. En Dauru liafði verið svo umhugað um, að hún hitti þenna mann, sem hafði komið að spyrja eftir Conway, að hún hafði látið til leiðast að lokum. Og hún hafði verið óvenju fögur þetta kvöld, föl Og dálítið sorgmædd. Augu Conals ljómuðu, þegar lafði Annira kom inn í rauða herbergið, þar sem hann beið hennar. Hann stóð á fætur, en hann var ekkert sjerlega auðmjúkur á svipinn. Þvert á móti var hann stoltur að sjá, eins og maður, sem veit, að hann er þeim hæfileikum búinn, er hefja hann yfir allan stjettamismun, og krefst þess að láta til sín taka. Conal fann það til sín, að honum fanst hann jafnvel vera jafnoki lafði Anniru. Og þetta kvöld fanst honum sem örlaganöriiirnar hefðu komið upp á milli hennar og unnusta hennar, og fanst hann skáldið, Conal Mac Fingon, sem elskaði hana, eiga meira tilkall til hennar en nokkru sinni áður. Hann átti bágt með að hafa taumhald á sjálfum sjer, þegar hann sá hana eins og svífa inn í herbergið al-hvít- klædda. Og það var líka eitt leyndardómsfult atvik, sem enginn vissi um nema hann sjálfur, er gaf honum þá hugmynd, að hann einn hefði valdið því að fresta varð brúðkaupinu. Hefði hann ekki verið sonur Ham- ars sekkjapípuleikara, væri þessi kona nú brúður Ge- orgs Conways. Blóðið ólgaði í æðum hans af gleði. Hann langaðl' mest af öllu tiJ þess að krjúpa á knje fyrir þessari veru, grípa hendur hennar og kyssa þær um leið og" liann játaði lienni ást sína. En óljóst hugboð sagði hon- um, að ljeti hann eftir þeirri löngun, myndi hún hörfa aftur í ofboði og skipa lionum að fara burt fyrir fulfc og alt. „Hvað er Jijer á hönduin, Conal?“, sagði hún þreytú- íega og horfði annars hugar á hinn háa og laglega pilt. „Það hlýtur að vera áríðandi erindi, fyrst þú. ónáðar mig í kvöld“. „Já, lafði Annira“, svaraði hann. „Jeg er kominn í:; brýnu erindi, að því er mjer finst, að minsta kosti. Jeg skal ekki vera langorður. En fyrst verð jeg að segja. yður, að jeg---------“. „Jeg veit, hvað þjer ætlið að segja“, sagði Annira vingjarnlega. „Jeg þakka þjer fyrir, Conal, mjer finst' allir vera svo góðir við mig. Og það mun gleðja yður að heyra, að læknirinn telur Georg ekki í mikilli hættu. Hann hefir líklega fengið snert af heilahristing. Bn það er hræðilegt að sjá hann svona rænulausan, hann„ sem er altaf fullur elju og lífsgleði“. „Já, það hlýtur að vera ömurlegt“. Conal píndi sig' til þess að votta samúð. „En það líður kannske ekki á löngu áður en hann-------“. „Nei, til allrar hamingju segir læknirinn, að brúð- kaupið geti áreiðanlega orðið innan hálfs mánaðar eðai þriggja vikna“, sagði Annira, sem var fegin að getai sagt vini sínum góðar frjettir. ^ Conal krepti hnefana, en engin svipbrigði sáust á andliti hans. „Það er mikil huggun fyrir yður“, sagði hann lágt. „Heyrðuð þjer í horfna sekkjapípuleikaranum í morgun?“, spurði Conal. Hann hafði verið ákveðinn í því að minnast ekki á það, >en gat ekki staðist freist- inguna. _ , „Sekkjapípuleikaranum!“, sagði hún skelkuð. „Nei, það gerði jeg ekki! Jeg — mig dreymdi — Daura var að segja-------“. ,,Já, jeg veit að lafði Daura heyrði til hans“, sagð;

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.