Morgunblaðið - 23.05.1937, Side 2

Morgunblaðið - 23.05.1937, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. maí 1937. r Arekstur milli Baldwins og bresku konungsf jölskyldunnar. Eitt ár 20 km. frð Norðurheim- skautinu. PRÁ FRJETTARITARA VORUM. . KHÖFN 1 GÆR. Flugvjel úr fjögra flug- vjela léiðangri rúss- neskra vísindamannsins prófessors Schmidt — sem 'kunnur er úr Tsjeljuskin leiðangrinum — til Norð- urheimskautsins, flaug í gær yfir Norðurheimskaut- ið og setti síðan 11 menn niður á ísbreiðuna, 20 km. frá heimskautinu. Fjórir þessara manna, þ. á m. próf. Schmidt verða um kyrt á ísbreiðunni um eitt ár við veðurathuganir, og aðrar vísindalégar at- huganir. Loácion í gær. FÚ. Strax og flugmennirnir höfðu Ient á ísbreiðunni var settur upp kofi, sem gerður er úr gúmmí, og síðan byrjað að setja upp loftskeytastöð. Frá þessari loftskeytastöð barst svo út í gærkvöldi frjett- in um að leiðangurinn væri þangað kominn. í frjett frá bækistöð vísinda- leiðangursins í dag segir, að þarna virði$t vera hentugur stað ur fyrir lendingarstöð og flug- skála. NÁÐUN MEÐ SKILYRÐUM. London í gær F.tJ. Forseti Baskalýðveldisins hef- ir lofast til þess að náða þýsku flugforingjana, sem í gær voru dæmdir til dauða í Bil- bao, með þeim skilyrðum, að annaðhvort hætti allar þýskar flugvjelar og þýskir flugmenn þátttöku í stríðinu, eða þá að þýskir flugmenn skuldbindi sig til þess að koma framvegis heið arlega fram en fremja ekki önn ur eins ódáðaverk og t. d. eyði- leggingu Guernicaborgar. Þessari yfirlýsingu Baska- forsetans er illa tekið í Berlín. Þýska stjómih segir, að ef draga eigi þýskar flugvjelar út úr styrjöldinni á Spáni, þá verði hið sama að gilda um franskar og annara þjóða flug- vjelar og flugmenn. Síðara skilyrðið sje bygt á gum forsendum, þar eð þýsk- ir flugmenn Sjeu ekki sekir um þau hryðjuverk sem þeim hafi verið kend. Áskoranir um, að Þjóðverj- arnir verðí náðaðir, hafa borist forseta Baskalýðveldisins hvað- anæfa úr heiminum. Mrs. Simpson varð að sefa hertog- ann af Windsor. FRÁ FRJETTARITARA VORUM* KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR. Stærstu blöð Lundúna — miljóna-áskrif- enda-blöð blaðakonunganna Beaver- brooks lávarðar (Daily Express) og Rothermere lávarðar (Daily Mail) — skýra frá fregnum, sem geysimikið veður er gert út af í Ameríku um árekstur, sem sagður er hafa orðið milli konungsf jölskyldunnar bresku og breska ráðuneytisins. Amerísku blöðin segja, að Stanley Bald\ýin forsætisráðherra Breta hafi fengið til yfjrlits skrá yfir boðsgesti við brúðkaup hertogans af Windsor og Mrs. Simpson og að Baldwin hafi strikað út af skránni nöfn systkina Edwards. Konungsf jölskyldan er sögð hafa reiðst þessu og hafa hald- ið því fram, að hjer væri um einkamál konungsfjölskyldunnar að ræða. Mary prinsessa (gift hertoganum af Harewood) er sögð fokreið yfir því, að farið skuli vera með bróður hennar eins og úrhrak. Reiði Edwards. í skeyti frá Monts til einnar af áreiðanlegustu frjettastof- um Breta, segir, að hertoganum af Windsor hafi fallið mjög þungt þessi síðustu tíðindi, og að Mrs. Simpson hafi orðið að sefa reiði hans. Vísikonsúll Breta í Nantes (Frakklandi) verður eini gestur af hálfu hins öpinbera í Englandi, við brúðkaup Mrs. Simpson og hertogans af Windsor. Baldwin er sagður hafa komið í veg fyrir að Duff-Cooper, hermálaráðherra og aðrir nafnfrægir menn breskir, sem boðnir voru til brúðkaupsins, þiggi boðið. Edward, fyrrum konungur, er sagður líta á þetta bann Baldwins sem svívirðilega móðgun við sig. Stjórnin áhyggjufulh 1 skeyti frá London segir, að breska ráðuneytið sje mjög áhyggjufult yfir því, að blaðakóngarnir Beaverbrook og Rother- mere skuli hafa tekið upp aftur baráttuna fyrir fyrverandi kon- ungi. Beaverbrook og Rothermere annarsvegar og Baldwin hinsvegar hafi löngum elt saman grátt silfur. Á það er bent, að barátta blaðakónganna L mi nið- ur á viðleitni bresku stjórnarinnar til þess að afla hinum nýju konungshjónum vinsælda og láta hertogann af Windsor hverfa í gleymsku. 1 hirðpósti bresku konungshirðarinnar er ekki minst á brúðkaup hertogans og Mrs. Simpson 3. júní n. k. „Verndari trúarinnar“. Það vekur einnig geysilega athygli, að Edward, sem áður var verndari trúarinnar, verður að láta sjer lynda að honum sje meinað um blessun kirkjunnar, eftir að hin borgaralega hjónavígsluathöfn hefir farið fram. Erkihertoginn af Kantaraborg er sagður hafa komið í veg fyrir að kirkja Englands legði Iið sitt við vígsluna. Síðasta vonin brast, er hinn franski klerkur, sem leitað hafði verið til, neitaði að framkvæma vígsluna, þar sem um væri að ræða konu, sem gift hefir verið áður. Mary prinsessa ásamt manni sínum (t. v.) og Edward (t. h.). Enda þótt að heimssýningin í París verði opnuð á mánudag- inn og almenningi verði veittur aðgangur að henni vissa tíma dags frá þeim 25. þ. m., þá eru ekki fullgerðir nema sýningar- skálar fjögurra þjóða. (FÚ.). HERNAÐARBANDALAG Osló í gær F.Ú. Von Blomberg hermálaráðu- nautur Hitlers er lagður af stað til Rómaborgar, en ekkert hefir verið látið uppi um erindi hans. Fundur Sjálfstæðis- manna í Hafnarfiröi í gærkvelúi. Sjálfstæðisjnenn í Hafnarfirði hjeldu fund í gærkvöldi í Goodtemplarahúsinu. Var þar á 4. hundrað manns, húsið troðfult, og komust færri inn en vildu. Ólafuf Tiiors flufcti þar ræðu, þar sem hann rakti stefnumál Sjálfstæðismanna og lýsti ástand- inu í atvinnu- og fjármálum þjóð- arirmar. Hann talaði í rúmlega 1 Yz klukkustund og fjekk hinar bestu undirtektir. Var það mál manna að þeir hefðu sjaldan eða aldrei heyrt Ólat’i takast betur. Þá talaði Bjarni Snæbjörnsison. Rakti hann m. a. fum og fálm stjórnarliða, í kosningaundirbún- ingnum að þessu sinni, hvernig þeir hefðu verið liraktir frá hverju máli af öðru. Hann vjek og að bæjarmálum Hafnarfjarðar óg þeírri nauðsyn að breyta þar nm til batnaðar. Var auðfundið hve mikið írau.st Hafnfirðingar bera til Jejarna, santisýni hans og vitsmuna. Þvínæst fiutti Þorleifur Jónsson snjalla ræðu um bæjarmál Hafn- arfjarðar, er hann rakti lið fyrir lið, hvernig sósíalistar iiafa upp- jetið og eyðilagt þar flest það er Sjálfstæðismenn fyr á árum höfðu bygt upp svo fólk flýr nú bæinn. Fúndurinn stóð í þrjár klukku- stundir. Maður drekkir sjer á Akureyrarpolli. Akureyri, laugardag. Maður frá Húsavík, Krist- mundur Baldvinsson, sextugur að aldri, Jtastaði sjer út af innri bæjarbryggjunni um hádegisbilið í dag, og druknaði. Kristmundur sál. þjáðist af þunglyndi. Hann var áður hreppstjóri í Grímsey. Líkið var slætt upp síðari hluta dags í dag. Kn. Sundákylda í Reykjavík. íþrótta samþand íslands hefir lagt til við bæjarstjórn að hún hlutist til um að komið verði á sundskyldu við skólana t bænum þegar við byrjun næsta skólaárs. Strokumaður af ensku skipi á Landsspítalanum Kyndari af breska togaran- um Lyness, sem kom hingað s.l. miðvikudag, hvarf af skipinu án þess að tilkynna skipstjóra eða vjelstjóra fjar- veru sína. Uriíboðsmaður togarans, Geir Zoéga í Hafnarfirði bað lög- regluna um aðstoð til að leita mannsins og í gær fanst hann á Landsspítalanum. Kyndarinn segist vera veik- ur og er nú undir rannsókn á sjúkrahúsinu. Húsmæðrafjelag Reykjavíkur hefir fengið ieigð Efri-Veiðimanna húsin við Elliðaárnar til sumar- dvalar fyrir fátækar konur og börn. Bæjarráð samþykti að leyfa fjelaginu húsin, enda gefi fjelagið skýrsltt urrt irotkun húsanna s.l. sitmar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.