Morgunblaðið - 23.05.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1937, Blaðsíða 6
6 MoRGUNiLAÐIÐ Sunnudagur 23. maí 1931 LEIKHUSIÐ ; GERVIMENN. Leikrit í þrem þáttum með Tiðbæti eftir Karel Capek. eikfjelagiS hefir ráðist í mikið verk, með því að taka upp leikrit Karel Capeks, sem í þýð- ingu Boga Ólafsspn.ar hefir hlotið nafnið ,,Gerviinennu Eeikrit þetta er í einu orði sagt mjög efnismik- ið. Efniviðurinn er, skuggahliðar vjelamenningaríhDar, eins og hún nú er í beiminum. Stórfelt' pg margþætt viðfangsefni, kryddað með miklu og víðfeðmu hugar- flugi höfundar. Erfitt er að gera grein íyrir efni og þræði leikritsinis í stuttu máli, svo til nokkurrar hlítar sje. Viðburðarásin er þessi: Lífeðlis- fræðingar hafa fundið upp gervi- .menn, sem eru lifandi sálarlausar vinnuvjelar. Gervimennirnir eru • „ódýr viiinu kraftur“. Framleiðsla þeirra yerð- ur tröllaukin. Miljónir gervimanna flæða um löndin. Eftir þvi seni lengra líður verða þeir ódýrari. Alt verður ódýrara í heiminum. Atvinnuleysið eykst að sama skapi. Mennunum verður ofaukið. Og afleiðingin af því verður sú, að þeir hætta með öllu að eignast börn. AJt verður ódýrt ,og auð- fengið. En í ofurkappinu um það að fá öll veraldleg gæði. gleymist lífið sjálft. Lífeðlisfræðingurinn, sem stjórn ar framleiðslu , gervimannanna, gerði tilraun með það, að veita nokkrum þeirra sál. Það var imgs- að sem nran h fi ð ar ver k. En þeir sem sálina fengu efndu til upp- reisnar. Blöð rauðu flokkanna hjer í bænum hafa talað um leik- rit þetta,, eins og höíundur þess ætlaðist til, að gervimennirnir, sem f§S^i' hinn ófullkomna sálar- píring, væru skoðaðir sem leiðtog- ar verkamannahreyfingarinnar, foringjar sósíalistanna. Hjer skal ekkert um það fullyrt. En sje svo, þá hefir höfundur leikritsins verið harðleikinn í þeirri lýsingu, sem hann gefur af þeim foringjum. Gervimennirnir höfðu verið sendir í hernað. Þeim hafði verið kendur vopnaburður. Imynd „sósí- alistaforingjanna“. sem á leiksvið- ið kemur, segir: „Valdi mannkynsins er lokið. Nýr heimur er risihn. Veldi gervi- manna er hafið“. Þá höfðu gervimenn strádrepið alt mannkyn á jörðunni, nema einn gamlan verkstjóra, sem þeir þyrmdu, af því að hann „vann með höndunum“, eins og þeir. * n svo k’emur eftifleikurínn í ríki gervimannanna. Þá kem ur gervimannaforinginn í heim- ■ókn til gamla; Yerlístjórans, Þá segir hann sína.r farir ekki sljett- ar: „Víð höfum gráfið miljónir tonna af kolum upp úr iðrum jarð- arinnar. Níu miLjónír spunavjela snúast nótt og dag“. Og þannig heldur hann áfram. Alt er fult af vörum. En alt kemur fyrir ekki. Gervimennirnir þekkja ekki leynd armál lífsins. Þeir tortímast, verða aldauða eftir 20 ár. og jörðin verð-' ur mannlaus eftir. Þetta er hrikaleg mynd af nið- urrifi sósíalismans, EF menn vilja líta svo á, að gervimennirnir eigi að lýsa verkalýðsleiðtogum nú- tímans. Og höfundurinn gerir það ekki endaslept. Inn í hvíluherbergi verkstjór- ans gamla, sem ráðalaus er, og sjer ekki annað en aldauða mann- kynsins framundan, læðist karl- maður og kvenmaður, ný frum-; tegund mannkyns, sem höfundur að lokum vísar út í nýjan Edens- garð, sem tákn þess, að niðurrif vjelamenningarinnar hafi orðið svo algert, að mannkynið verði gersamlega að byrja á nýjan leik. Fyr má nú rota en dauðrota. * tanum þenna meginþráð er fljettað leikriti með allmörg um leikpersónum og eru atburð- irnir á sviðinu í stuttu máli þessir: Fulltrúi frá mannúðarfjelagi, Helena Glory, kemUr á skrifstofu framkvæmdastjóra gervimanna- verksmiðjunnar til þess að koma því til leiðar, að gervimennirnir fái betra atlæti og mannúðlegri meðferð. En þeir eru vjelar sem engar óskir hafa. í þessari verk- smiðju, sem fyllir allan heiminn af gervimönnum, eru sex yfir- menn, framkvæmdastjórinn, yfir- v j elfræðingur, líf eðlisfræðingur, sálfræðingur, verslunarstjóri og verkstjóri. Helena giftist framkvæmdastjór- anum og varð eftirlæti allra þess- ara'fjelaga. Eftir 5 ár gerist næsti þáttur. Þá hefir verksmiðjueyjan verið sámbandslaus við umheim- inn í viku. Þá koma uppreisnar- gervimenn þúsundum saman, ráð- ast að manneskjunum sem þar eru og drepa þær, nema verkstjórann. Meðan uppreisnarmenn eru að umkringja þá, gerist margt sem lýsir hugsunum og hugmynda- flugi höfundar, og varpar kast- Jjósi yfir ýms þjóðfjelagsleg við- fangsefni, er yrði of langt upp að telja. * jer verður eigi fjölyrt um meðferð Leikfjelagsins á leikrjti þessu. Það sem þarna er sagt, gefur áhorfanda tilefni til svo margvíslegra hugsana, að efn- ið sjálft er nægilega mikilfeng- legt, til þess að halda athyglinni sívakandi. En þegar tillit er tekið til þess hve leikrit þetta er að efni langt frá því venjulega, og aðbún- aður allur á leiksviðinu langt frá því að hann nægi til þess að sýna nokkuð sem stórfenglegt er að ytra útliti, er engin furða, þó eigi hafi tekist eins. vel um meðferð leikritsins eins og leikritið sjálft á tfkilið. Það er varla hægt. að benda á neinn leikanda, sem þar skaraði fram úr samleikendum sínum. Brynjólfur Jóhannesson hefir hið mikla hlutverk framkvæmdastjór- ans. Leikur hans er þar sem oftar* fjörlegur og hressilegur. En svo vantar hann líka dýptina, alvörn- þungann. Hann hespar af það sem ; segja skal og gera. Ilann hefir ; hæfileika tiJ þess að vanda sig betur. Emilía Borg leikur Helenu Glory. Hún fer smekklega með hlutverk sitt. En áhorfandinn get- ur óskað eftir að verða var við meiri innri glóð tilfinninga henn- ar. Guðlaugur Guðmundsson leikur vjelfræðinginn, Þorsteinn 0. Step- hensen lífeðlisfræðinginn, Jón Að- ils sálfræðinginn, Indriði Waage verslunarst j órann. Leikur þeirra er ekkert. sjer- lega umtalsverður, þeir skila hver sínu hlutverki sómasamlega, án þess að vekja aðdáun, Efí þegáf þeir eru allir sex verksmiðjuyfir- mennirnir hvítkJæddir á sviðinu og henda á niilli sínJuiyttnuin spak- mæluni, sem snerta meira og minna þjóðfjelagsmál, og megin- þráð leikritsins, fer heildarsvjpur samleiksins stundum út um þúfur. Hlutverk Ragnars E. Kvaran er lítið þangað til hann er orðinn einn eftir í „Eftirleiknum“. Á ður er hans aðalstarf að hlusta, og gerir liann það oft með þeim hætti, að hann segir sitthvað með svip- brigðum í þögninni. I „EftirJeik“ tekur hann á, til að sýna örvænting sína yfir fá- nýti gervimanna og afdrifum mannkyns. Þó missir hann stund- um marks — ,,yfirdrífur“. KvöJdið :sem jeg sá leik þenna, kom það fyrir stundum, að leik- húsgestir hlógu að hinum alvöru- þrungnustu atburðum leikrits.ins. Jeg gerði mjer ekki fyllilega Jjóst, hverju frekar varð kent um, mis- tökum á sviðinu eða misskilningi á bekkjunum. V. Stef. GJÖLD BÆJARSJÓÐS. FRAMH. AF FJÓKÐU SÍÐU. kvæmda í ríkisins þágu. Kostnað- urinn við þær framkvæmdir nam 165 þús. kr. af atvínnubótafjejiu 1935. 10. Niðurlag. Þeir gjaldaliðir bæjarsjóðs, sem hækkað hafa meira en sem svarar íbúafjölgun- inni í bænum eða vexti bæjarins, eru: Styrkþegaframfærið, barna- fræðslan, ýms lýðmál, stofnkostn- aður gatna og lögreglan. Hlut- fallslega við íbúatöluna hafa auk- ist: Viðhald gatna og vaxta- greiðslur. Kostnaðarliðir, sem auk ist hafa minna en sem svarar fjölgun íbúanna, eru: Stjóm bæj- armálefnanna og slökkviliðið. Hjúskapur. í gær voru gefin saman í hjónabaud ungfrú Þuríð- ur Þórarinsdóttir, Gpðmundsson- ar fiðluleikara, og Guðmundur Ágústsson bakari. Ileimili ungu hjónanna er á Tryggvagötu 6. Hjónaefni. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Þórunn Björns- dóttir í Svíadal í Skaftártungu og Olafur Pjetursson, Búlandi. Hitaveitan. Bæjarráð hefir falið borgarstjóra að láta vinna að jarð- borun við Reyki dag og nótt, ef tök eru á. Hjónaefni. 1 gær opinberuðu trúJofun sína í Hafnarfirði ungfrú Gyða Helgadóttir og Guðbjartur Guðmundsson. Gísli SiQurðsson endurtekur enn, vegna fjölda áskorana, eftirhermui í Gamla Bíó í dag kl. 4 ,e. m Aðgöngumiðar í Gamla Bíó í da kl. 2—4 e. m. Hressandi hlátur lengir lífi? Alríkisifefnan. EFTIR INGVAR SIGURÐSSON. Hvaða vit, og livaða rjettlæti er í því, að tvö smá-kotríki, ein og Holland og Belgía, skuli eiga geysimiklar og stórauðugar nýlenc ur, með um 65 miljónum íbúa, en eitt mesta stórveldi heimsim Þýskaland, skuli ekki eiga svo mikið sem eina smá-nýlendu, og meg heldur aldrei eignast hana? Hvernig geta menn vænst þess, að heim: friðurinn sje tryggur, meðan svo svívirðilegu ranglæti er beitt geg einni sterkustu og mestu framfaraþjóð mannkynsins? Og hversu gíl urlegan stríðsútbúnað kostar það ekki mannkynið, að viðhalda sv ógurlegu -ranglæti til lengdar? Nú er hún ko I I ÍKl hin margeftirspurða Durafoen-permanentvjel. Hárgrelðslustofa Guggu & Bíb Aðalstræti 8. Sími 410í (Inngangur frá Bröttugötu — fyrstu dyr). * Það tilkynnist hjer með að bróðir minn, Þorsteinn Björnsson, rithöfundur úr Bæ, andaðist þann 19. þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandenda. Jón Björnsson frá Bæ. Jarðarför konunnar minnar, móður og tengdamóður okkar, Guðrúnar Skaftadóttur, fpr fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 25. maí og hefst með húskveðju að heimili hennar, Vegamótastíg 9, klukkan 3 e. h. Fyrir mína hönd, barna minna og tengdabarna. Davíð Jóhannesson. Jarðarför konunnar minnar,, móður fósturmóður, ömmu og tengdamóður, Guðríðar Þórðardóttur, fer fram þriðjudaginn 25. þ. m. og hefst kl. 1 frá heimili sonar okkar, Hverfisgötu 112. Ólafur Kárason, synir, fóstursonur, tengdadóttir og bamabörn. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför mannsins míns og föður okkar, Ingimundar Nóvembers Jónssonar. Ingibjörg Guðmundsdóttir og böm. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarð- arför mannsins míns og föður okkar, Páls Hafliðasonar skipstjóra. Guðlaug Lúðvígsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.