Morgunblaðið - 26.05.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.1937, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. maí 1937. Konungur í Edwards-stólnum nieð kórónu á höfði t. h. Umhverfis hann biskupar, sem aðstoðuðu við krýninguna. Að baki: lávarðar og aðrir tignir gestir. Lengst t. h. Elísabet drotning (situr). Að baki henni stúka konungsfjölskyldunnar. U-VfJi. V' FRANCO VILL BERJAST TIL ÚRSLITA. Enginn fulltrui frá Haile Selassie í Genf. FRÁ FRJETTARITARA YORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Það er nú haft eftir áreiðanlegum heim- ilcium að Haile Selassie Ahyssiníukeis- . ari muni ekki senda fulltrúa á þing Þjóðabandalagsins sem hefst á morgun. Þingið kemur saman til þess að veita Egyptum upptöku í Þjóðabandalagið. Eins og jeg símaði í gær, þá er búist við að Bretar og Frakkar muni reyna að koma í veg fyrir að kæra Val- encia stjórnarinnar á hendur ítölum og Þjóðverjum um hlutleysisbrot á Spáni, verði rædd á Þjóðabandalags- þinginu. Er búist við að kærunni verði vísað til hlutleysisnefndar- innar. Frjettir í stuttu máli. Talsamband við noröur- heimskautið. Loftfar Piccards brennur. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN 1 GÆR. ngar vistir hefir tekist að flytja enn tii leiðangurs- mannanna rússnesku, sem hafa tekið sjer aðsetur 20 km. frá Norðurheimskautinu. » Fjórar rússneskar flugvjelar bíða ferðbúnar á Rudolfeyju og eiga þær að flytja vistir til leiðangursmanna en hafa ekki komist af stað vegna stórhríðar. Rússarnir við Norðurheims- skautið hafa meðferðis talstöð og mún því bráðlega verða komið á talsambandi milli Norð- urheimskautáins og umheimsins. * LOFTFAR PICCARDS iccard, hinn kunni belgíski hálofta-flugmaður, komst ekki upp í háloftin í morgun eins og hann hafði ráðgert. Skömmu áður en hann ætl- aði að leggja af stað, brann loft far hans. Þetta var sama loftfarið sem hann notaði 1932. Ætlaði Picc- ard að fylla loftbelginn með upphituðu lofti. Þegar verið var að hita loft- ið, kviknaði í klæði Ioftbelgs- ins, og brann hann án þess að nokkuð yrði að gert. Hvorki Piccard, nje aðra sem þhrna voru, sakaði. * Blum getur ekki skapað vinnufrið. Frakklandi hefir verið stofnuð ,,frelsisfylking“, er hefir að markmiði að steypa alþýðufylkingarstjórninni. — Stofnandi og forustumaður fylkingarinnar er Doriot, fyr- verandi sósíalisti, sem klauf flokksbrot með sjer út úr sósí- alistaflokknum þegar hann stofnaði nýjan flokk. (Einkask.) Fundur til stofnunar „frelsis- fylkingunni" var haldinn í gær- kvöldi. Ðe la Roque, greifi, leið- togi fascista, er sagður vera að hugsa um að taka höndum sam- an við aðra flokka um myndun hinnar nýju „frelsisfylkingar“. Hafnarverkamenn í Mar- seilles hafa sent nefnd á fund Blumstjórnarinnar til þess að kref jast 40 stunda vinnuviku við hafnarvinnu. Hafnarverkamennirnir gerðu verkfall í gær. Verkföll brutust þá einnig út við hafnirnar í Havre og víðar. í Havre bíða nú 50 skip eftir afgreiðslu. Sikpshöfnin á „Normandie“ gekk í lið með verkfallsmönn- um, þegar skipið kom þangað í gærkvöldi. (FÚ) Bretar virðast ekki enn þá hafa gefið upp vonina um að takast megi að koma á vopna- liljei á Spáni, enda þótt lík- urnar fyrir því fari stöðugt minkandi. Uppreisnarmenn virðast staðráðnir í að berjast til þrautar. „Sáttaumleitanir koma ekki til greina“, sagði einn af full- trúum uppreisnarmanna í Sala- manca í útvarpið í gærkvöldi (skv. Lundúnafregn FÚ). Ennþá hafa ítalir og Sovjet- Rússland ekki sent svör við málaleitunum bresku stjórnar- innar viðvíkjandi hugsanlegu Vopnahljei á Spáni. MÓTMÆLI FRANCO London í gær. FÚ. Franco hefir sent Þjóða- bandaiagsráðinu mótmæli gegn því, að Del Vayo sje leyft að taka þátt í fundi þess í Genf, sem fulltrúa Spánar. Hann segir, að Del Vayo sje ekki fulltrúi neinnar stjórnar, heldur eingöngu erindreki an- arkista og kommúnista og ann- ara „rauðra“ flokka. En sú stjórn er sitji í Valen- cia og kalli sig stjórn Spánar, hafi ffyrirgert öllum rjetti til þess að bera það nafn, þar sem hún hafi brotið alþjóðalög og stjórnarskrá hins spánska ríkis. Frá vígstöðvunum á Spáni hafa litlar sem engar frjett ir borist í dag. Svo virðist sem uppreisnar- mönnum miði nokkuð áfram í áttina til Bilbao, að suðaustan. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis- flokksins er í Varðarhúsinu. Skrifstofan er opin allan daginn. Þar geta menn fengið allar upp- lýsingar kosningunmu viðvíkj- andi. Símar skrifstofunnar eru 2339 og 2907. —Jon Lindberoh— eignast bróður. FRÁ FRJETTARITARA VORUM KHÖFN 1 GÆR. or», sonur Charles Lind- berghs, hefir eignast bróður. Frú Lindbergh fædd- ist sonur á fæðingarstöð í London 13. þ. m. Móðirin og 'barnið eru bæði við góða heilsu. Fæðingunni hefir verið haldið leyndri fram til þessa. Hafa verið gerðar víðtæk- ar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að aðrir en þeir, sem brýní erindi eiga, komist inn á fæðingarstöðina. Aftökur I landi Stalins 11 manns í gær. London í gær. FÚ. Eliefu umsjónarmenn við rússnesku jámbrautina í Austur-Síberíu hafa verið teknir af lífi, samkvæmt tilkynningu sem birt var í Moskva í dag. Voru þeir allir sakaðir um að hafa unnið að skemdarstarfsemi við járn- brautina, og hafa verið í þjónustu japönsku njósna- skrifstofunnar. Karfaveiðar ganga stirðlega enn, að því er hlaðinu var símað að vestan í gær. Sífeld hryssings- tíð á Hala og íshrafl þar á sveiini. Meiri mðgu- leikar á þýskum markaði. Breski markaðurinn yfirfyltur, FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. sambandi við heim- sókn Sandlers (ut- anríkismálaráðherra Svía) hjá von Neurath, utanríkismálaráðherra Þjóðverja, birtir blað Görings Essener Nation- alzeitung harðorða árás á stefnu Oslóríkjanna í viðskiftamálum. Sandler átti tal við von Neurath í gær. Einhverntíma á næstunni er gert ráð fyrir að Munck utan- ríkisráÓherra Dana fari í heim- sókn til Berlín og mun hann einnig ræða við von Neurath. „Essener Nationalzeitung“ segir að pólitík Oslóríkjanna sje vinveitt Bretum en fjand- samleg Þjóðverjum. Þessi pólitík getur á eng- an hátt samrýmst hlutleys- isyfirlýsingu þessara ríkja, segir biaðið. Blaðið heldur því fram, að möguleikarnir sje meiri fyrir Oslóríkin að reyna að auka út- flutning sinn á þýskan markað, þar sem vöruþörfin sje rík, heldur en á breskan markað, sem yfirfullur sje af vörum frá hinum bresku samveldislöndum. DÓMARARNIR LÁTA UNDAN ROOSEVELT. London í gær. FÚ. æstirjettur Bandaríkjanna úrskurðaði löglega í gær löggjöf Roosevelts stjórn- arinnar um ellistyrki, með sjö atkvæðum gegn tveimur. Er þetta tólfti úrskurðurinn sem hæstirjettur fellir í málum er höfðuð hafa verið gegn stjórninni út af viðreisnarlög- gjöfinni, siðan Roosevelt lagði fram frumvarp sitt um endur- skipulagningu dómstólanna, og hafa allir þessir 12 úrskurðir verið stjórninni í vii. Fimleikaflokkur úr Glímufje- laginu Armann sýndu í gærkvöldi á íþróttavellinum. Klukkan 8 hófst lúðramúsik á Austurvelli og safnaðist þar fjöldi manns sam- an. Klukkan rúmlega 8(4 var gengið í skrúðgöngu frá Austur- velli suður á íþróttavöll- Fjórir flokkar sýndu, teípnaflokkur og drengjaflokkur undir stjórn Vign- is Andrjessonar og úrvalsflokk- ur kvenna og karla undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. Fimleika- flokkar þessir tóku þátt í Fim- leikamóti íslands fyrir skemstu. Fimleikasýningarnar tókust allar vel og snmar prýðilega. Áhorfend ur voru margir, en hefðu mátt vera fleiri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.