Morgunblaðið - 26.05.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.05.1937, Blaðsíða 6
6 MORGUNEL.AÐIÐ Grein Kjarua Benecliklssonar. FB.AMH. AF FIMTU SfÐU. f,jarri, að sósíalistum þyki þetta nóg, því að á síðasta þingi fluttu þeir frv. um að fá ríkinu enn meiri afskiftarjett af þessum mál- um, og raunar full yfirráð, að því, er Reykjavík varðar, þó að þeim gleymist hitt að láta ríkið þá um leið taka við fjáröfluninni. * Með þessu er þó engan veginn sagt, að ekki skifti mjög miklu, hvernig á þessum málum er hald- ið af bæjar- og sveitarstjórnum. Þó að þær ráði ekki við i'rumor- sakirnar að aukningu fátækra- framfærisinSj er hægt að verja misjafnlega hyggilega því fje, sem til þes ser ætlað. Er Og ómögu- legt að gtanda undir þessum bögg- um til lengdar nemá ýtíasta spar- semi og aðgæsla sje við: höfð. Má Reykjavík í því i efni vel við una þann dóm, sem hennar fjármála- stjórn fekk hjá stjórnarliðinu, þegar það útilokaði hana eina af öllum bæjar- og sveitarfjelögum frá rjetti til aðstoðar Kreppulána- sjóðs vegna þess, hversu vel stæð hún væri. En sum önnur útgjöíd, mjög veruleg, hafa bæjar- og sveitar- stjórnírnár enn síður á valdi sínu, hversu há skuli vera, en verða þó að standa undir þeim. Má þar fyrst nefna lögreglu- málin. Skv. gildandi lögum getur dómsmálaráðherra inrián vissra takmarka mælt fyrir um það, hversu margir lögregluþjónar skuli vera í bæjum og kanptúnurn með 1000 íbúum o. fl. Héfir þess- ari heimild svo sem kurinugt er verið beitt hjér í Reykjavík, gegn tillögum bæjarstjórnar, þegar á- kveðnir voru 60 lögregluþjónar. tJndir lögregluþjónafjölda er vit- anlega fýrst ' óg fremst kominn kostnaðúririri við lögregíúmálin. E. t. v. iriá segja að það sje nokk- ur hemill á ráðherra að misbeita heimild sinni í þessu efni, að ríkið getur orðið skylt til að greiða einn sjötta hluta lögreglukostnaðar, ef ráðherra gefur slíka fyrirskipun. Því fer þó fjariri að þétta sje nóg aðhald. Hitt á áð4gil'da 'hj'er, áð sá, sem ráðíri héfir % að bera kostnaðinn í þeesu efni, í þessu efni því ríkið. — Enda ræður lögreglustjóri, sem, er ri embættis- maður ríkisins, því, að langmestu leyti, hversu rekstrar-kostnaður lögreglunnar er mikill að öðru leyti, og getur bæjarst.jórn ein- ungis sáralítil áhrif á þáð haft. Mjög svipuðu máli gegnir með barnaskólana. Um þá gilda ýmist bein fyrirmælí laga eða úrslita- ráðin um útgjöld eru að verulegu leyti í höndum fræðslumálastjórn- ar og skólanefnda, sem hún eftir núverandi flokkahlutföllum ræð- ur meirihlutanum í. Eftir núgild- andi löggjöf væri vafalaust lang- eðlilegast, að ríkið tæki að sjer allan rekstur skólanna, þar sem það nú greiðir einungis lítinn hluta kostnaðarins við þá. Sama er að segja um Gagnfræðaskólann í Reykjavík, hinn svonefnda Ingi- marsskóla. Svipuðu máli gegnir ennfremur um skyldur bæjar- og sveitarfje- laga í sambandi við tryggingar- lögin nýju. Með þeim eru mikil gjöld lögð á herðar þessum að- iljum, en þeir hafa raunverulega býsna lítil umráð þeirra mála, sem mest hafa gjöldin í för með sjer, heldur gilda ýmist um þau bein lagafyrirmæli eða úrslitin eru hjá tryggingarráðinu, sem er hrein ríkisstofnun. Enn mætti telja byggingarsjóðstillagið (verka- mannabústaðina), vinnumiðlunar- skrifstofuna o. s. frv. * Frekari upptalningum skal þó slept. Enda ætti af framansögðu að vera orðið ljóst, að því fer fjarri, að í valdskiftingunni milli ríkis annarsvegar og bæja- og sveitarfjelaga hinsvegar hafi þeirri sjálfsögðu reglu verið fylgt að láta úrslitaráðin og fjárútveg- unina vera á sama stað. Að vísu verður því ekki í móti mælt, að í valdatíð núverandi stjórnar, hefir það orðið enn ber- ara en áður, hver hætta er hjer á ferðum. Hefir og af stjóminni vitandi vits verið að því unnið að koma sem mestum byrðum einkum á Reykjavík, en svifta bæinn um- ráðum málanna. Rætur meinsins eru samt eldri og liggja í því, að menn gæta þess ekki, að um leið og vald ríkisins er aukið verður jafnframt að láta það taka við þeim byrðum, sem þetta vald ræð- ur nú hversu þungar verða, en áður máttu að skaðlausu hvíla á öðrum. * Menn hafa og all-lengi fundið tii þess, að hjer var eitthvað at- hugavert. Hefir það einkum komið fram í leit að nýjum skattstofnum handa bæjar- og sveitar-fjelögum. Skal og játað, að þetta er mikils- vert atriði, einkum vegna þess, að ríkið hefir, á síðari árum gengið mjög á skattstofna bæjar- og sveit arfjelaga. En þessi leit hefir ekki tekist, því að hvert sem litið er, þá er hver eyrir upp-urinn annað- hvort af bæ eða ríki, og með nú- verandi stjórnarháttum er ómót- mælanlegt, að báðir aðiljar þurfa fyllilega á sínu að halda. Aðalatriðið getur því aldrei orð- ið það að gera nýja skiftingu á tekjustofnunum milli þessara að- ila, þó að því megi ekki gleyma. Ilitt er miklu meira um vert að taka upp nýja stjórnarhætti, sem geti leitt til betri afkomu fyrir alla en nú er. Eitt frumskilyrðið fyrir því að svo megi verða er, að öll bæjar- og sveitarstjórnar- löggjöfin sje tekin upp til ræki- legrar endurskoðunar og nýsköp- unar, þar sem það sje haft að leiðarstjörnu að láta rjett og skyldu fara saman. Fyrir þessu mun Sjálfstæðis- flokkurinn beita sjer, ef hann fær völdin við kosningarnar 20. júní. Bjarni Benediktsson. Rföffarti. II vífkál. KLGIN, Baldursgötu 14. Sími 3073. Brjeí send Morgunblaðinu. Sjúmenn snúa baki við Alþýöuflokknum. IAlþýðublaðinu 11. maí s.l. birt- ist grein um fjársöfnun í kosningas j óð S j álf stæðisf lokksins og er -þar fyllilega gefið í skyn, að jeg og skipstjórinn á „Snorra goða“ höfum haft í hótunum við skipverja um atvinnumissi, ef þeir „gæfu“ ekki, eins og blaðið kemst að orði, vissa fjárupphæð í kosn- ingasjóð Sjálfstæðisflokksins. En sannleikurinn er sá, og hefir eigi verið farið í neina launkofa með, enda ekki ástæða til þess, að áskriftalista hafði jeg með hönd- um frá skrifstofu Sjálfstæðisflokks ins, þar sem skipverjum á Snorra goða gafst kostur á að skrifa sig fyrir ákveðnum tillögum í kosn- ingasjóð flokksins. En eins og gefur að skilja var mönnum það algerlega í sjálfsvald sett, hvort þeir legðu nokkuð fram eða ekki. En útkoman varð sú, að af 35 skipverjum voru það aðeins tveir menn, sem óskuðu ekki eftir að Ieggja fram tillag til Sjálfstæðis- flokksins. Jeg hefi aldrei verið neítt myrk- ur í máli um þá skoðun míria, að jeg álít að atvinnulífi þjóðarinnar sje mikil hætta búin, verði ekki gagnger breyting á afstöðu.stjqrn- arvaldanna til þeirra mála. Ép að mönnum hafi verið hótað um at- vinnumissi, af mjer eða öðrum, um borð í Snorra goða, því atriði vil jeg vísa heim til föðurhúsanna, enda kemur ekki til mála, að slík aðdróttun sje annað en ágiskun skriffinnanna sjálfra, sem um mál- ið rita. í þessu sambandi dettur mjér'í hug máltækið „Margur heldur riiig sig“, því öll stjórnmálastarfseirii Alþýðufl. hefir fyrst og fremst bygst á því, að tileinka andstæð- ingum sínum alt það Ijóta, sem þeirra eigin hugur er fullur af og gegnir það furðu, að sumir virðast ekki hafa komið auga á þennan ágalla þeirra, fyr en upp á síðkast ið. Sem betur fer virðist nú um straumhvörf að ræða í þessu atriði, enda hefir sósíalistahjörð- in komist að raun um það sjálf, að rnargir þeir, sem áður trúðu og treystu þeim fyrir málum sín- um, hafa komið auga á, að eigin- hagsmunir og valdagræðgi stjórna öllum þeirra gerðum. Að svíkja gefin loforð virðist ekki hafa meiri áhrif á þá, en köttinn, sem leikur sjer að músinni. Þannig hafa þeir leikið sjer að fögrum vonadraumum almennings um bjarta og hlýja framtíð. Þegar svo lýðskrumararnir kom- ast að raun um, að uppgjörið er í nánd, reyna þeir enn á ný að reiða til höggs og kasta „bomb- um“ svo þeirra eigið svívirðilega framferði lendi á herðum and- stæðinganna. En þeir munu kom- ast, að raun um, að í þetta sinn lendir höggið á þeirra eigin kjálka, því það vita bæði guð og menn, að engir flokkar hafa geng- ið jafn langt í fjárkúgunum eins og Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn. Framsóknar- flokkurinn tekur vissa upphæð af launum bitlingahjarðar sinnar. Fyrir utan frjálsar samskotaher- ferðir Alþýðuflokksins, er hverj- um einasta verkamanni og konu settur sá kostur, annað hvort að ganga í eitthvert verklýðsfjelag innan Alþýðusambandsins og þar með greiða árgjald til þess fje- lags, eða að öðrum kosti verða svift þeim möguleika, að vinna sjer inn fyrir daglegu brauði. Meirihluti þess árgjalds, sem verkafólk er þannig neytt til að greiða, rennur beint í kosninga- sjóð Alþýðuflokksins og það er öllum ljóst,. að það eru marigir, sem það gera ekki af fúsum vilja, að styrkja þannig flokk, sem þeir hafa enga tiltrú til. Hver er það þá, sem hefir í hót- unum við fólk um atvinnumissi og þvingar það til fjárframlags til handa sínum eigin pólitíska flokki ? Alþýðublaðssannleikurinn mundi verða á þá leið, að það væru Sjálf- stæðismenn, en almenningur mun dajma á annan veg í þessu máli og það áður en langt um líður. Þá mun þeirra eigin „bombum“ vérða kastað framan í þá sjálfa og get jeg vel unt þeim þess, að teyga að sjer lyktina af þeim, svo nota- leg sem hún er. Annars er mjög skiljanleg sú örvænting, sem gripið hefir aum- irigja mennina, því hver mundi ekki örvænta í þeirra sporum, sjá- andi sjómannastjettina og verka- lýðinn í landi, eða þá þeirra, sem hafa að undanförnu fylgt þeim að málum,snúa við þeim baki og beita sjer fyrir kosningu þeirra mestu andstæðinga. Að öðru leyti álít jeg það alls óverðskuldaðann heiður, sem mjer er sýndur með því, að komast á „svarta lista“ Alþýðublaðsins, því venjulega hlotnast ekki nema bestu mönnum þjóðarinnar sú sæmd. En jeg mun hafa hugfast orðtakið, að „vandi fylgir veg- semd hverri“. Cruðm. Egilsson (loftskeytam.). E-listinn er listi Siálfstæð- isflokksins. Ibúð öskast. Barnlaus hjón óska eftir íbúð frá 1. júlí, 1 herbergi og eldhúsi með öllum nýtísku þægindum, helst í Austurbænum. Má vera í góðum kjallara. — Fyrirfram- greiðsla. Tilboð sendist afgreiðslu hlaðs- ins fyrir 1. júní, merkt „Föst at- vinna“. Miðvikudagur 26. maí 1937. Samtal við próf. Nörlund FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU verður teiknað í mælikvarða 1:100.000, eins og þeir uppdrætt- ir, sem þegar eru gerðir af land- inu. En þegar búið er að ’gera uppdrættina eftir myndunum, þurfa menn að fara um landið til þess að sjá um að alt smálegt, sem á uppdrættinum á að vera, komi þar með. Hús, vegir o. þessh, koma ekki nægilega greinilega fram í myndum, sem teknar eru úr 4000 metra hæð. Einnig' þarf að athuga gróðurlendin. Því þó hægt sje að sjá nokkur litbrigði á myndunum, eftir því hvort land- ið er gróið eða ógróið, þarf það nánari athugunar við á eftir. — Flugvjelin sem notuð verð- ur —-? '"•’sí — Er vöndnð Henkel flugvjel, sem kostar um 100 þús. krónrir. Við höfum útbúnað til þess að geta tekið hana um borð í Hvid- björnen, ef á þarf að halda, t. d. vegna veðurs. Annars verður henni lagt nálægt skipinu, þar sem Hvidbjörnen heldur kyrru fyrir. — Og hvar búist þið við að hafa helstu bækistöðvar ykkar meðan á verkinu stendurf — Jeg vonast eftir að flugvjel- in verði ferðafær á miðvikudag eða fimtudag, og þá förum við fyrst upp í Hvalfjörð. Þar verð- um við meðan við erum að taka myndir af vestanverðu hálendinu. Síðan flytjum við okkur til Beru- fjarðar og að lokum í einhverja firðina á Norðurlandi. En sem- sagt, segir prófessor,- inn. Starf okkar veltur mjög á því, hvernig viðrar. Yið þurfum líka á nákvæmum veðurfregnum að halda. En Veðurstofan og Landsíminn hafa lofað að aðstoða okkur í því. Oft getur það kom- ið fyrir, að þoka sje og slæmt skygni niður á fjörðum, þegar er bjart veður yfir hálendinu. Ef veðrið verður eins gott í % nián- uð eins og í dag, þá miðar okkur vel áfram. — Hve mikið landssvæði í Grænlandi hefir verið myndað úr lofti ? — Um 300.000 ferkílómetrar. — Svo þetta eru þá smámunir sem hjer á að gera samanborið við það. — Já, að vísu. En þar er mæli- kvarðinn hafður 1:250.000 og n£ kvæmnin því minui en lijer á að vera. Vjer þökkum prófessornum fyr ir fróðleikinn og óskum honum góðs gengis með þetta fyrirtækí hans. Draumurinn um, að fullkominn uppdráttur af landinu verði gerð- ur, er nú að rætast. Uppdráttur sá verður að mestu verk danskra mælingamanna, sem ár eftir ár hafa unnið starf sitt hjer með þrautseigju og hinni mestu ná- kvæmni. Smiðshöggið á verk þetta á nú að reka á í sumar, er vaskir flugmenn og djarfhuga fljúga inn yfir öræfin. AUur almenningur mun fylgja því starfi með mikilli athygli og vona, að engin ó- höpp komi fyrir, alt megi ganga að óskum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.