Morgunblaðið - 26.05.1937, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.05.1937, Blaðsíða 7
7 Miðvikudagur 26. maí 1937. MORGUNBLAÐIÐ Þegar Haraldur lúfa vann þjóð sinni það óheillaverk, að skerða óðals- og umráðarjett forfeðra vorra yfir jörðum þeirra í Noregi, flúðu ^ - Samkomuhús Sfálf§tæð>smanna í Ve^fmannaeyjum. HIÐ glæsilega samkomuhús, sem Vestmannaeyingar eru að reisa sjer fyrir forgöngu Sjálf stæðismanna í Eyjum, kemst und ir þak núna um mánaðamótin, en fullgert mun húsið verða á þessu ári. Unnið hefir verið við byggingu hússins síðan í októbermánuði í fyrrahaust og verður allri steypu- vinnu við það lokið í þessari viku. Þessi bygging skapaði töluverða vinnu í Eyjum í vetur. Grísli \Víum, frjettaritari Morg- unblaðsins í Vestmannaeyjum, er staddur hjer í bærmm þessa viku í erindum fyrir samkomuhúsið. þeir land og settust að hjer. Vilji bænda til frjálsrar eignar á jörðum sínum, er upphaf Is- landshygðar. Þenna þjóðvilja íslendinga ætla rauðu flokkarnir nú að hrjóta á bak aftur, með hinni svívirðilegu 17. grein Jarðræktarlag- anna, sem lögfestir ítök ríkisvaldsins í öllum jörðum, er njóta styrks vegna unninna jarðabóta. Lærisveinn sósíalismans, Hermann Jónasson, er framkvæmdastjóri jarðránsins, er fylgja á eftir hverri jarðabót, sem unnin verð- ur meðan rauðliðar ráða. (Skv. 17. gr. jarðræktarlaganna). Kirkjubygging á Skólavörðuhæð og kirkjulíf bæjarbúa. Frá aðalsafnaðarfundi. Aðalsafnaðarfundir hjer í bæ vekja oft fremur litla eftir- tekt, og eru sjaldan fjölmennir, meðfram líklega af því að þeir eiga samkvæmt gömluin lögum að háldast á vorin þegar kaupstaðar- búar kjósa fremur útivist en fundahöld. Safnaðarfundurinn, sem lialdinn' var í dómkirkjunni á sunnudaginn var, var þó sæmilega sóttur, og umræður urðu þar svo fjörugar, að afráðið var eftir 3 stundir að fresta fundi, og verður framhalds- fundur haldinn eftir fáa daga. Umræður snerust aðallega um byggingu nýrrar dómkirkju á Skólavörðuhæð og kirkjulegt starf í úthverfum bæjarins. í kirkjubyggingarsjóði eru nú taldar um 65.500 kr., en þá eru veðdeildarbrjef sjóðsins, um 49 þús. kr., talin með fullu nafn- verði. Samþykt var þessi tillaga: „Þar sem landsstjórnin hefir nú falið húsameistara ríkisins að gera uppdrátt af hinni væntanlegu kirkju á Skólavörðuhseðinni vill aðalsafnaðarfundur dómkirkju- safnaðarins leyfa sjer að beiðast þess hjer með, að bæjarstjórnin ákveði fyrir þessa kirkju hið allra fyrsta nægilega stórt svæðið efst á hæðinni, þar sem henni jafnan hefir verið ætlað að standa. — Fundurinn væntir þess, að staður- inn verði nánar ákveðinn í sam- ráði við ráðuneyti og sóknar- nefnd“. I vetur sem leið hefir sóknar- nefnd sjeð um talsverð kirkjuleg sforf í úthverfum bæjarins. Cand. theol. Gísli Brynjólfsson hefir flutt guðsþjónustu í Mýrarhúsa- skóla. Þeir eand. theOl. Jóhann Hannesson og Helgi Tryggvason kennari o. fl. hafa haklið barna- guðsþjónustur í barnaskólaliúsi við Skerjafjörð, og síra Garðar Svavarsson hefir bæði flutt guðs- þjónustur í Laugarnesskóla og húsvitjað í því skólahverfi. Við barnaguðsþjónustur hefir eand. theol. Magnús Runólfsson starfað með honum. Er vakinn talsverður áhugi hjá fólki þar inn frá, um að fá síra Garðar að starfa þgr áfram, og til að verða sjerstakur og sjálf- stæður söfnuður. Sóknarnefnd hefir þegar varið því fje, sem hún má, til þessa starfs, en nýlega hefir henni bor- ist nokkur styrkur til starfsins frá kirkjuráði, og fyrirheiti um styrk til prestslauna frá kirkju- málaráðherra. Aðalerfiðleikarnir sem stendur eru húsnæðisleysi, því ýmsra hluta vegna er skólastofan, sem notuð hefir verið, óheppileg þegar að- sókn fer sívaxandi að guðsþjón- ustunum. % Vóru skoðanir nokkuð skiftar á fundinum um hvort sóknarnefnd dómkirkjusafnaðar skyldi reyna að koma þar upp bráðabirgða- kirkju í sumar eða hitt, að fyrst skyldi hin nýja Laugarnessókn viðurkend af kirkjustjórn og sókn arnefnd hennar, svo gangast fyrir kirkjubyggingu með góðri aðstoð dómkirkjunefndarinnar. Komu fram einar 4 tillögur í því máli, en atkvæðagreiðslu um þær allar var frestað og óskað eftir að for- göngumenn gætu komið sjer sam- an um sameiginlegar tillögur fyrir framhaldsfundinn. S. Á. Gíslason. Fánaliðsfundur verður haldinn í' Varðarhúsinu kl. 81/2 í kvöld. Allir fánaliðsmenn eiga að mæta á fundinum. Nokkur mál, sem þurfa skjótrar iirlausnar, verða tekin fyrir á fundinum. Þá verða sýndar myndir frá Borgarnesför- inni og úr ferðinni til Eyrarbakka og Stokkseyrar. E-Iistinn er listi Siálfstæð- isflokksins. Qagbók Veðrið í gær (þriðjud. kl. 17): Vindstaða er víðast milli N og A hjer á landi og vindur yfirleitt hægur. Á SA-landi og Austfjörð- um er skýjað loft, en annarsstað- ar bjartviðri. Hiti er 5 stig á NA- og A-lándi, annars 8—12 st. Fyr- ir sunnan land ög vestan við Bret landseyjar helst allstór lægð, en mjög hægfara. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Stilt og bjart veður. E-listinn er listi Siálfstæð- isflokksins. Hressingarskálagarðurinn við Austurstræti tekur daglega mikl- um framförum og er nú orðinn algrænn. Undanfarna góðviðris- daga hefir fjÖldi manns komið í garðinn til að njóta fegurðarinn- ar ‘og fá „sjér Tíressingu. Hj’úskapur. S.l. laugardag voru géfiiV samái) í hjónaband af síra O. J. Olsen ungfrú Ragnheiður P. Þórólfsdóiúr og Guðmundur A. Bjarnason. Heimili ungu hjónanna er á Bergstaðastræti 9. * Farþegar með „Brúarfossi“ vestur og norður í gærkvöldi: Richard Thors forstjóri, Tryggvi Sveinbjörnsson m. frú, Jakob Hafstein, Jóhann Hafstein, Jón Kristinn Hafstein, Davíð Stefáns- son skáld, Bára Ólafsdóttir, Pjet- ur Magnússon og frú, Ólafur Þórðarson, Markús ívarsson, Petrína Jónsdóttir, frú S. Christ- ensen, Sig. Kristinsson, Helgi Guðmundsson, Ásgeir Matthías- son, Bjarnfr. Bjarnadóttir, Málfr. Árnadóttir, Ásg. Ásgeirsson, Þórð ur Þorbjarnarson, Sig. Thorodd- sen, Ingólfur Espholin o. m. fl. Delfinus kom hingað í gær morgun og fór í nótt til Borgar- ness. Ferðafjelag íslands biður þá fjelagsmenn, sem ef til vill hafa ekki fengið árbók fjelagsins 1936, að gjöra svo vel og gjöra aðvart gjaldkera fjelagsins Kr. Ó. Skag- fjörð, Túngötu 5. Þá eru nýir fje- lagar beðnir að snúa sjer til hans. Eimskip. Gullfoss kom til Kaup mannahafnar í gær. Goðafoss fór frá Sauðárkróki í gær áleiðis til ísafjarðar. Brúarfoss fór vestur óg norður í gærkvöldi kl. 8. Detti foss fór frá Hull í gær, áleiðis til Vestmannaeyja. Lagarfoss kom til Leith í gærmorgun. Selfoss fór frá Hull í gær áleiðis til Leith. Sjálfstæðismenn, sem vita af flokksmönnum er eiga kosningar- rjett í öðrum kjördæmum en þeir dvelja í nú eða koma til að dvelja í fyrir kjördag, eru ámintir um að láta kosningaskrifstofu Sjálf- stæðisflokksins í Varðarhúsinu \ita sem fyrst. Símar 2339 og 2907 Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnar- firði hefir opna kosningaskrif- stofu í Strandgötu 39 (áður útbú Landsbanka íslands). Skrifstöfan er opin alla daga og þangað ættu menn að snúa sjer viðvíkjandi Al- þingiskosningunum. Sími 9228. Sumarskemtistaður Sjálfstæðis- manna að Eiði. Nú fer að Hða að þeim tíma að sumarskemtistaður Sjálfstæðismanna að Eiði í Gufu- nesi verði tekinn í notkun. Munu Sjálfstæðismenn og konur, sem minnaÁ sólardaganna þar í fyrra sumar, alment fagna því. En ým- islegt þarf að lagfæra og bæta áð- ur en hægt er að halda skemtanir þar innfrá. í fyrra unnu þar marg ir sjálfboðaliðar, og nú er þess vænst, að menn, sem tíma hafa til að leggja fram sjálfboðavinnu, gefi sig fram við B.jariia Sigurðs- son í Varðarhúsinu næstu daga. Hvöt, Sjálfstæðiskvennafjelag- ið, heldur fund í Oddfellowhús- inu í kvöld kl. 8%- Millisíld veiddist nýlega inni á Polli á ísafirði, um 100 tunnur í landnót, Hefir slík veiði ekki feng ist þar í mörg ár. Sjálfstæðismexm í Vestmanna- eyjum hafa opnað þar kosninga- skrifstofu á Vestmannabraut 30. Trúlofun sína opinberuðu í gær ungfrú Helga Egilson og Rögn- valdur Sigurjónsson. Fiskbúðin á Leifsgötu 32 hefir síma 3506. í auglýsingu frá fisk- búðinni í blaðinu í gær hafði mis ! prentast símanúmerið. Utvarpið: Miðvikudagur 26. maí. 19.20 Útvarpshljómsveitin leikur. 20.00 Frjettir. 20.30 Erindi: Ættgengi og áhrif lífsskilyrða, II (Ingólfur Davíðs- son mágister). 20.55 Tónlleikar ; Tórd istarskólans. 21.25 Hljómplötúr: Endurtekin lög (til kl. 22). Síldarverksmiðjurnar. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. smiðjanna hafa ekki verið aukin með nýbyggingum. Á síðustu stundu nú í vor var V' . r: ••.!! \ ■ TT- ■ ákveðið að byggja nýja síldarþró á Siglufirði, sem á að taka aðeins 20 þús. mál. ÞrÓin v.erður miklu dýrari en hún þyrfti að verða, vegna þess hve seint var ákveðið að byggja hana. Byggingarefni er keypt, hvar sem það fæst, dýr- utp dómum og. unnið er við bygg- ingu hennar í eftirvinnu, samt er óvíst, að þróin verði tilbúin fyrir síldartíma. — Einnig er talið vafa- samt, hversu hentugt fyrirkomu- lag sje á innrjettingu hennar. Smátt fjell nú úr hendi, þegar þessi þróarbygging er œesta „af- rek“ stjórnarflokkanna til aukn- ingar á síldarverksmiðjum. Þessi aukning er hverfandi. En vegna byggingar verksmiðjunnar á Hjalteyri og viðbótar á Djúpa- víkurverksmiðjunni, ásamt hækk- un bræðslusíldarverðsins, fara fleiri skip á síldveiðar í sumar en nokkru sinni áður. Sveinn Benediktsson. Til brúðargjafa: POSTULÍNS matar- og kaffisiell. KERAMIK te-, kaffi-, ávaxtasett, og ótal margt fleira. KRISTALL handunninn, mikið úrval. K. Einarssom & Björnsson. Bankastræíi 11. rt.öi' • Timburverslun • P. W. Jaccbsen & Söu. 2 Stofnuð 1824. gur: £ Bímnefni: Granfuru - Carl-Lundsgade Köbenhavn C. W Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup- W mannahöfn. - Eik til skipasmíða. — Einnig heila 4) skipsfarma frá Svíþjóð. Hefi verslað við ísland í meir en 80 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.