Morgunblaðið - 26.05.1937, Page 3

Morgunblaðið - 26.05.1937, Page 3
Miðvikudagur 26. maí 1937. MORGUNBU ÐIÐ 3 750 króna útsvar á 12.500 króna tekjur atvinnumálaráðherra. í fyrra: 810 króna útsvar á 10 þús. króna tekjur. Og þó tiefir útsvarsálagning hækkað um10§ Það er staðreynd að laun Haraldar Guð- mundssonar atvinnumálaráðiberra eru 10 |jús. kr. Það er einnig staðreynd, að þingið 1936 Keimilaði stjórninni að greiða Har- aldi 3000 króna húsaleigustyrk, sem vitanlega er ekkert annað en launauppbót. Morgunblaðið fullyrðir að stjórnin notaði þessa heimild að mestu leyti þegar á árinu 1936, þannig, að hún greiddi ráðherranum þá 2500 kr. húsaleigustyrk. Af þessu leiðir að brúttólaun Har- alds hafa á s.l. ári numið a. m. k. 12.500 krónum. Við útsvarsálagninguna í fyrra er þessum ráðherra sósíalista gert að greiða 810 kr. í útsvar. En þetta útsvar ráðherrans mið- ast þá við ráðherralaunin ein, því að húsaleigustyrkurinn var þá ekki kominn til greina. En núna, þegar ráðherrann hefir a. m. k. 12.500 kr. laun, eða 2.500 kr. hærri laun en ár- ið áður, þá lækkar útsvar hans um 60 kr., eða niður í 750 kr. Þetta gerist á samá tíma, sem útsvörin á öllum almenningi hækka um a. m. k. 10% frá í fyrra, miðað við sömu tek.jur og ástæður. Nú er það öllum vitanlegt, að útsvörin eru langsamlega of há á öllum þorra gjaldenda hjer í bænum, en það eru rauðu flokk- arnir sem eiga sök á því, eins og margsinnis hefir verið sýnt fram á hjer í blaðinu. En almenningur spyr. og á heimting á svari: Hvernig stendur á því, að ráðherra, sem fær 2500 króna launauppbót, ofan á 10.000 kr. laun, fær sitt útsvar lækkað, samtímis því sem útsvörin á al- menningi hækka? Sje litið á þann álagningar- „stiga“, sem niðurjöfnunar- nefnd hefir birt, sýnist með öllu óhugsandi að útsvar atvinnu- málaráðherra gæti orðið undir 1400 krónum. Alþýðublaðið, málgagn at- vinnumálaráðherrans, lætur dólgslega þessa dagana yfir út- svörunum, og kennir „íhald- inu“ um útsvarshækkunina. — Samtímis er Alþýðublaðið að fræða lesendur sína um það, að ríkisstjórnin hafi lækkað skatta og tolla!! Svona skrif Alþýðublaðsins hljóta að vekja almennan hlát- ur. En vegna þess að það er fyrst og fremst Alþýðuflokk- urinn, sem á sök á því, að út- svörin í bænum hækka með hverju ári, er það krafa al- mennings að fá refjalaust úr því skorið, hvernig á því stend- ur, að útsvörin á ráðherra só- síalista og hálaunamönnum stjórnarflokkanna lækka, og það þótt launin hækki, eins og sýnt hefir verið fram á að því er atvinnumálaráðherrann snertir. Ástæður almennings hjer í bænum erú vissulega ekki sVo glæsilegar nú, að hann sje þess megnugur að taka á sínar herð- ar byrðarnar, sem hálauna- mennirnir eiga að rjettu lagi að bera. Alþýðublaðið hefir hvað eftir annað reynt að telja lesendum sínum trú um, að stefna Al- þýðuflok'ksins væri sú, að láta hálaunamennina bera byrðarn- ar. Nú sjer Alþýðublaðið að þetta hefir ekki verið gert, að því er snertir útsvarsgreiðslu hálaunamanna stjórnarflokk- anna. Og það hefir fyrir sjer alveg skýrt dæmi viðvíkjandi ráðherra Álþýðuflokksins. Nú spyrja kjósendur Alþýðu- flokksins, sjómenn og verka- menn: Ætlar Alþýðublaðið að þola það, að ráðherra Alþýðuflokks- ins og hálaunamönnum stjórn- arflokkanna sje hlíft á kostn- að fátækra sjómanna, verka- manna og annara lágtekju- manna? FLUGFERÐIR UM ATLANTSHAF. London í gær. FtJ. I dag kl. 1.30 síðdegis lagði Imperial Airways flugbáturinn „Cavalier“ af stað frá Bermuda eyjum áleiðis til New lYork í tilraunaflug á hinni fyrirhug- uðu flugleið milli Bandaríkj- anna og Bretlandseyja. Um svipað leyti lagði „Clipp- er“-flugbátur Pan-American Airways af stað frá New York áleiðis til Bermudaeyja. 20.000 ferkflómetrar hálendisins Ijósmynd- aðir áJZO klst. Flugleiðangurinn danski sem rekur smiðshögg á uppdrátt landsins. HINGAÐ er kominn flugleiðangurinn danski, sem á að taka Ijósmyndir af hálendinu í sumar, til þess. að eftir þeim verði gerður uppdráttur af landinu. Það eru um 20 þúsund ferkílómetrar lands, sem eftir er að mæla og verða ljósmyndaðir á þenna hátt. Foringi leiðangursins er N. E. Nörhmd prófessor. Hann er pró- fessor í stærðfræði við Hafnarháskóla og forstjóri fyrir landmælinga- deitd daiis'ka herforingjaráðsins. Hann er einn af merkustu vísinda- mönnum Dana. „Þór“ enn kvaddur -I ,katlaílutning‘— Hermann og Vilmundur. Varðskipið Þór fór fyrir nokkrum dögum í hixm fyrir- hugaða rannsóknarleiðangur hjer út í flóa, þar sem hann átti að leita að fiskimiðmn. En í gær var Þór skyndilega kvaddur inn, því að nú þurfti hann að fara í „katlaflutning“. Pólitísku „katlarnir", sem Þór flytur að þessu sinni, ern: Hermann Jónasson forsætisráð- herra, Vilmnndur Jónsson land læknir og svo einhver gufuket- ill, sem Ólafur Guðmundsson á, og nota á norður á Ingólfs- firði. Þór lagði af stað með „katl- ana“ kl. 12 í gærkvöldi. Átti hann að skila Vilmundi til ísa- fjarðar, en Hermanni og gufn- katlinum norður á Strandir. Tíðindamaður blaðsins hitti pró fessorinn að máli í gær í varð- skipinu Hvidbjörnen og spurði hann m. a. hvernig þessarí merki- legu ljósmyndatöku er hagað. — Eíns og þjer vitið, er þessi landmælingaaðferð allmikið not- uð ,á síðari árum, segir hann, þar sem eigi þarf að gera uppdrætti með mikilli nákvæmni í stórum mælikvarða. Aðferðin lijer verður þessi: Við liöfum bækistöð okkar hjer í Hvidbjörnen, og flytur hann sig, ef.tir því við hvaða svæði við vinn um. Myndatökuimi er þannig Iiátt- að, að flugvjelin fer eftir fyrir- fram ákveðnum stefnum frá strönd inni og inn yfir landið, alla leið inn yfir hið ómælda svæði. Mynd- ir eru teknar með sjálfvirkjum tækjum með ákveðnu millibili og er myndatökunni þannig hagað, að tvær myndir eru teknar af sama svæðinu, til þess að hægt sje að fá af því „stereoskopiska“ mynd, svo allar mishæðir og ójöfn ur komi skýrt. fram. Eftir þeim myndum er hægt að teikna ná- kvæmar hæðalínur á uppdráttinn. Á leið flugvjelarinnar eru teknar myndasamstæður slíkar með 6 km. millibili, en fluglínurnar, sem far ið er eftir frá ströndinni og inn yfir landið, eru með 30 km. milli- bili. Flogið er með 150 kin. hraða á klukkustund, svo yfirferðin verð- ur 900 km. í 6 klst. flugi. — Hve marga flugtíma áætl- ið þjer að þurfi til þess að ná myndum af hinum ómældu 20 þús. ferkílómetrum 1 — Til þess þurfa nm 120 klukkustundir. Ef veður er ákjós- anlegt og alt gengur að óskum ætti að vera hægt að vinna 18 klukkustundir í sólarhring. Svo ef við verðum verulega hepnir með veðráttuna, ætti þetta. ekki að þurfa að taka langan tíma. En eins og gefur að skilja, err ekk ert hægt að aðhafast við þetta verk nema í besta veðri. Þátttakendur í flugleiðangri þessum eru —? — Oberstlautinant L. Bruhn, sem tekur við stjórn leiðangurs- ins er jeg hverf heim. Herschend flugkapteinn, Grönbeck sjóliðsfor- ingi, Kofoed myndasmiður, loft- skeytamaður og 2 vjelamenn. Við höfum mjög vönduð loft- skeytatæki í flugvjelinni og eins hjer í Hvidbjornen, til þess að hafa örugt samband við flugvjel- ina meðan hún er á ferðinni. Mjög er það áríðandi, að flogið sjé ná- kvæmlega eftir tilætluðum leið- um, til þ^s að myndatakan tak- ist sem best. Við mýndatökuna er flogið í 4000 metra hæð. Eftir myndun- um eru svo uppdrættirnir gerðir. — Hvernig eru uppdrættir þeir, sem gerðir eru eftir ljósmyndun- um, tengdir við uppdrætti þá, sem þegar eru gerðir eftir mælingum af öðrum landshlutum. —- Til þess að það falli alt sam- an, eru gerðar þríhyrningamæl- ingar frá því mælda svæði og inn yfir það, sem ljósmyndað er. Er þegar lokið við dálítið af þeim mælingum. Og Steinþór Sigurðs- son magister heldur þeim áfram í sumar. En talsvert verður að híða til síðari tíma, enda er það fult eins gott, að gera mælingar þessar, þegar myndirnar eru fyr- ir hendi. Hálendið, sem myndað verður, FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Úrræðaleysi stjórnarfiokk- anna I slldar- málum. Verð á síldarlýsi og síld- armjöli hafði fallið í lá.ernark í árslok 1930 og hjelst í því möð mjöe; litlum breytingum þaneað til í árs- byrjun 1935. Þrátt. fyrir þettá tókst á árun- um 1932—’34, fyrst og fremst fvr- ir atbeina Sjálfs'tæðisflokksins og ráðherra hans, að fjölga starfandi síldarverksmiðjum lír fimm upp í tólf og auka afköstin á sólarhring úr 7000 málum upp í 17000 mál. Framkvæmdaleysi núverandi stjórnarflokka og Haralds GuS- mnndssonar atvinnumálaráð- herra þeirra, átingur mjög í stúf við framkvæmdir Sjálfstæð- isflokksins og ráðherra hans. í ársbyrjun 1935, nokkrum mán- uðum eftir stjói'narskiftin, fór síldarlýsi að stíga:í yerði. Á árinu hækkaði það 4 verði um H)ö% og breytti þiið Iioilfum i síldarverk- smiðjuiðnaðarins stóruiri til hins betra. Síðan hefir verð á síldar- lýsi hækkað enn mcira og verð á síldarmjöli um 20—25%.. Síldarverksrniðjufoksturinn, sem á árunnm 1930—1934 átti í vök að verjast, var orðinn mjög arðvæn- legur þegar síldarlýsið var stigið í verði 1935. ■*— Verð á bræðslu- síld til sjómanna og útgerðar- manna hækkaði stórkostlega, sem auðvitað leiddi til þess, að miklu fleiri skip voru gerð út á síld- veiðar en áður. Þrátt fyrir þetta hafa stjóm- arflokkamir ekkert gert til þess, a'ð fjölga síldarverksmiðjum í landinn. — Afköst ríkisverk- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.