Morgunblaðið - 05.06.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.06.1937, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 5. júní 1937. MORGUNBLAÐIÐ von Blomberg ræðir víð Mussolini um hernaðarbanda lag Þjóðverja og ítala. von Neuratb var nýlega í Róm til að undirbúá för von Blombergs, og síðar ef,til vil\ Hitlers, þangað. Með honum á mj^pdinni er sendiherra ítala í Berlín Attolieo (t'-. v:> íuíjjíuquaa': n/loÍHJ n.rfy Breska ■n kirkjan hefir mist marks. FRA’ FRJETTARITARA VORUM: 11 KAUPMANNAHÖFN í GÆR. v'«r!> s f .íjf hkú \ > w, r firmaður bresku kirkjunnar í Frakklandi, hefir staðfest J þá fregn að breska kirkjan hafi bannað öllun\ þjónum sínum að vígja he^togann ajF Windsor fyrv. konung. > I Londoji fylgdust menn af khikill samúð með brúðkaupi hertogans, og Mrs. Warfield. Lundúnablaðið „Evening Stand- ard“ skrifar í dag á þessa leið: Síðustu vjkurnar hefir hertoganum af Windsor verið sýnd ýníiskonar óyirðing, en þjóðin sem heild er ekki óvinveitt honum. Þjóðin minnist með þakklæti þess starfs sem hinn fyrver- andi konungur hefir unnið í þennar þágu. Hinar óvituríegu aðfarir kirkjunnar hafa mist marks, ef til þeirra var stofnað til þess að svifta hertogann samúð fólksins. FJÖRUTÍU FARÞEGA FLUGVJELAR YFIR ATLANTSHAF. Khöfn í gær. FÚ. Norski flugmaðurinn Bernt Balchen, sem er ráðu- nautur Pan-American Airways, tilkynnir, að það flugfjelag hafi nú hafið smíði á fimm flugvjel- um, sem ætlaðar sjeu til ferða milli Ameríku og Evrópu um norðanvert Atlantshaf. Flugvjelar þessar eiga að geta. flogið með 500 kíló- metra hraða á klukkustund og taka 40 farþega. Gert er ráð fyrir að þær kosti um 2,5 miljón krónur hver. Það er ætlasí til, að flogið verði í 10 þúsund metra hæð, og að flogið verði milli Ameríku og meginlands Evrópu, með við- komu á Islándi, á 15 klukku- stundum. Flugferðir þesar hefj- ast væntanlega á næsta ári. Gullverð lækkar í London. E-listinn er listi Sjálfstæð- ísflokksins. Ikauphöllinni í London hef- ir undanfarna viku ríkt mikil ókyrð , í viðskiftum með gull. Á einni viku hefir gull fyrir 15 miljónir sferlingspunda skift um eigendur. Gullverð hefir lækkað um 4 pence fyrir unzu gulls. Ástæður fyrir þessari miklu veltu og verðlækkuninpi eru óljósar, en sá orðrómur hefir gengið að stjórnin í Bandaríkj- unum myndi ætla að lækka kaupverð sitt á gulli, þ. e. hækka gengi dollarsins gagn- vart gulli. Þessa ráðstöfun er talið að Roosevelt muni ætla að gera til þess að reyna að draga úr gullstraumnum til Ameríku. Roosevelt lýsti yfir því í gær, að engar breytingar á stefnu stjórnarinnar í þessum málum hefðu verið Iráðgerðar. (Samkv. einkaskeyti). Þjóðverjar viija hætta afskiftum af styrjöld- inni á Spáni. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. PAÐ er búist við að von Blomberg muni ræða við Mussolini um J>að að Þjóð- verjar og Italir hætti öllum afskiftum af styrjöldinni á Spáni. von Blomberg er nú stadd- ur í Róm. von Blomberg er sagður hafa verið frá önd- verðu andvígur því, að Þjóðverjar skiftu sjer af styrjöldinni. SÁTTATILLÖGUR BRETA Tillögum þeim, sem breska stjórnin hefir lagt fram til þess að fá ÞjóSverja og ítali til þess að taka upp aftur starf sitt í hlutleysisnefndinnii, hefir verið vel tekið í Þýska- landi. Tillögurnar eru þessar (skv. Lundúnafregn FÚ) : að ákveðin verði sjerstök öryggissvæði í spönskum höfnum, er báðir stríðsaðilar samþykki, og að ef eitthvert eftirlitsskipið verður fyrir árás skuli stjórnir Bretlands, Frakklands, Ítalíu og Þýskalands undir eins bera sig saman um það, hvaða ráðstafanir skuli gera vegna þeirr- ar árásar. Þýsk blöð segja í dag að líkindi sjeu til að leysa megi þann vanda, sem upp hafi risið, er loftárásin var gerð á þýska her- skipið ,,Deutschland“, á þessum grundvelli, en slá þó þann varnagla áð ef ráðist vérði aftur á þýsk skip, muni skipherrar þeirra ekki geta beðið eftir að herskip annara þjóða, sem eftirlit hafi við Spán, komi á vettvang, heldur muni þeir verja sig og svara árásinni. BANATILRÆÐI VIÐ DR. SCHUSSNIGG. London 1 gær. FÚ. í Austurríki hafa verið tekn- ir fastir 16 menn, sem sakaðir eru um að hafa ætlað að myrða Sehuschnigg kanslara á síðast- liðnu hausti. Þá hafa verið teknir fastir 31 Nazisti sem geíið er það að sök, að þeir hafi ætlað að stofna í Austurríki stormsveitardeild, en stormsveitirnar teljast til ó- löglegs fjelagskapar í Austur- ríki. VERKFALLSBRJÓTAR SVELTIR INNI. London í gær. FÚ. Verkfallsmenn í stáliðnaðin- um í Bandaríkjunum hafa gert tilraun til þess, að svelta inni verkfallsbrjóta sem starfa í tveimur stórum stálverksmiðj- um. Sitja verkfallsmenn um verksmiðjurnar, og hafa at- vinnurekendur komið matvæl- um til hinna umsetnu verka- manna á þann hátt, að flug- vjelar hafa verið látnar varpa niður matvælapokum. Símanúmer kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins eru 2907 og 2339. Horfur eru nú aftur sagð- ar bjartari um það að tak- ast megi að koma í veg fyrir að styrjöldin á Spáni breiðist út í Evrópu, ef Þjóðver jar og ítalir • taka aftur upp starf sitt í hlut- leysisnefndinni og von Blomberg getur talið Mussolini á að láta að ósk Þjóðverja og hætta afskift- um af Spánarstyrjöldinni. HERNAÐAR- BANDALAG I skeyti til ,,The Times“ er vakin athygli á því að ítölsk blöð leggja aðaláhersluna á það, í sambandi við heimsókn von Blombergs, að rætt muni verða um hermál og samvinnu ítala og Þjóðverja á því sviði. Markmiðið er m. a. að sýna von Blomberg hve vel vopnum búnir ítalir eru og eyða með því öllum efasemdum Þjóðverja um hið raunverulega gildi ítalska heraflans. Þessar efasemdir Þjóðverja hafa fram til þessa verið stærsti þráhdúr í götu hernaðarbanda- lags milli ítala og Þjóðverja. Dagblöð hækka í verði. Vegna mikillar verðhækkunar á pappír og öðru, sem að blaðaútgáfu lýt- ur, hefir verð á öllum dagblöðum í Noregi hækkað töluvert. T. d. um verðbækkuniaa má geta þess, að pappír hefir hækkað um 80% mið- að við sama tíma í fyrra. Hersveitir Francos hrakt- ar til baka við Bilbao. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. D askar hafa náð Lam- onahæðunum aftur á sitt val. Hafa hæðir þessar mjög mikla hern- aðarlega þýðingu. Hafa uppreisnarmenn verið hraktir til baka um átta km. og hafa Baskar þannig á tveim- ur dögum náð aftur öllu því svæði fyrir suð-austan Bilbao, sem uppreisnarmenn höfðu tek- ið á síðastliðnum tveimur vik- um. BLÓÐUG ORUSTA VIÐ MADRID London í gær. FU, ; I grend við Madrid segjast uppreisnarmenn aftur á móti hafa náð til baka úr höndutn stjórnarhersins öllu ,því syæði, sem hann hafði náð undir sig á síðustu . fjórum dögum,. eða síðan stjórnarsinnar hófu hina nýju sókn í Guadaramafjöllum. t Tilkynna uppreisnarmenn að útlendingaherdeildir stjórnar- innar hafi beðið ósigur í or- ustunum á þessum slóðum, og hafi um 1000 hermenn fallið, en 3000 særst. Miklar loftorustur voru á þegs- um slóðum, einhverjar hinar mestu síðan er borgarastyrjöld- in hófst. Tóku á annað hundrað flug- vjelar þátt í þeim. (NRP—í|B). SEX FÓRUST í flugvjel þeirri, sem Mola hershöfðingi var í er hann fórst voru alls sex menn og biðu þeir allir bana. Útför Mola fer fram í Pamp- lona á morgun. í spönskum blöðum er í dag mikið ritað um Mola hershöfð- ingja og dauða hans. Erlendir blaðamenn segja, að í Salamanca ríki mikil sorg, og ótti um afleiðingar þess, að upp reisnarmepn eru nú sviftir þjón- ustu hans, þar sem hann var talinn hinn mikilvirkasti af her- foringjum Francos. I Baskahjeraðinu var hann hataður, og þó er vitað, að það var Mola sem hafði barist já móti því, að gripið væri til eit- urgasnotkunar. (FÚ.). Gísli Sigurðsson eftirhermusnill- ingur verður enn einu sinni að endurtaka eftirhermuskemtun sína hjer í bænum. Ilefir hann í fjögur skifti fylt Gamla Bíó og í kvöld skemtir hann enn í Gamla Bíó í síðasta sinn í bráð. Nýja Bíó sýnir í kvöld hina fjörugu og spennandi kaflamynd „Hetjur vilta landsins". Verða í kvöld sýndir báðir kaflar mynd- arinnar, 24 þættir, og' hefst sýn- ingin kl. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.