Morgunblaðið - 05.06.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.06.1937, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. júní 1937- M 0 R G U B L A Ð I Ð „Bomban" §em reyndist vatnsbóla. Vindurinn, sem rauk upp I blaði sósíalista í fyrra- dag út af því, að ekki varð blóðbað í Reykjavík að tilhlut- an Ólafs Thors 1932, hefir nú snúist upp í „golu í glasi af vatni“. Blaðið segir að vísu, að „þjóðin“ sje ákaflega tauga- óstyrk út af þessum ósköpum, og tékur það með furðuverkum að þessi fregn hafi flogið „sím- leiðis út um alt land“. Það er náttúrlega engin furða þó að þeir sjái eftir þeim aurum, sern það hefir kostað að síma þetta út um !and og útbreiða það þar, úr því að vindurinn fór úr ból- unni svona fljótt. En það er ákaflega erfitt að vorkenna þeim það. * Öll ósköpin sýnast nú vera hljóðnuð niður í þá fremur lík- legu staðreynd, að Hermann Jónasson hafi sett blett á sína háu stöðu með því að skrökva upp reyfarasögu til kosninga- framdráttar á Ströndum. Get- ur blaðið þá snúið sjer að því, að knýja Hermann, bandamann sinn, til þess að bera sannleik- anum vitni. Fá þeir þá enn eitt nýtt tækifæri til þess að leika fjandmenn frammi fyrir fólk- inu, samtímis því að þeir sofa saman í flatsæng ríkisstjórnar- innar og kjósa hverir aðra í laumi inn í lokuðum kjörklefun- um. Morgunblaðið lætur þessa viðureign alveg afskiftalausa. * Flestir munu hafa búist við því, að flokksblað Hermanns Jónassonar hjer í bænum, myndi rjúka upp til handa og fóta, og lýsa dásemdarverkum hans á Ströndum norður. Þarna var til frægðar að vinna. Eftir fimm ár hefir Hermann Jónas- son rofið hina miklu þögn um „blóðbaðið » Reykjavík“, sem hann afstýrði. Til þess að gera þetta enn hátíðlegra fer hann alla leið norður á Strandir til þess að Iosa sig við þessi ósköp. * Það er meira að segja ekki fyr en í öðrum kosningum eft- ir viðburðinn, sem hann gefur sinni rjettlátu reiði útrás, reið- inni yfir því, að hjer átti að fangelsa hóp stjórnmála- manna, og slátra Reykvíking- um í hrúgum inni við Sundhöll! En hvað skeður? * Sjálft málgagn forsætisráð- herrans, sem hefir lostið þessu upp, sem „þjóðin talar um“, sjálft dagblað hans hjer í Reykjavík það kemur 3vo út, að í því er ekki einn stafur um þessi ósköp, sem „öll þjóðin talar um“! Þetta sannar það svo, að ekki verður um vilst, að Hermann Jónasson hefir alls ekki ætlast til þess, að þessi skröksaga hans frjettist yfirleitt til Reykjavíkur, þar sem menn vissu það rjetta. En hún átti að vera fullboð- leg handa kjósendum hans á Ströndum — aðeins að ekki væri getið um hana hjer! Ðifreiðaeinkasalan gerir stórkaup á göml um og slitnum bílum. Bllarnir seldir hjer rándýru verði og sumaratvinna bll- stjóra rýrð stðrkostlega. Veitinga- skáiinn að Eiði. Hneykslanleg með- ferð á gjaldeyri þjóðarinnar. Bílstjórar og eigendur bílstöðva hjer í bænum hafa um fátt meira talað und- anfarið en þann sæg af gömlum og notuðum bílum, sem hingað eru komnir á vegum Bifreiðaeinkasölu íslands. Eftir því sem Morgunblaðið hefir fengið upp- lýst eru það a. m. k. 75-80 gamlir, notaðir fólks- bílar, sem Bifreiðaeinkasalan hefir flutt inn síð- an um áramót. Þetta eru aðallega 5 manna Fordbílar, árgangar 1935 og 1934. Bílarnir munu vera keyptir hjá fornbílasölum í Englandi, og getur innkaupsverðið varla verið yfir £ 70 pr. bíl að meðaltali, eftir því, sem gangverð slíkra bíla er í Eng- landi. Útsöluverð bílanna hjer er frá 3700 kr. og upp í 430Ö kr., eða til jafnaðar 4000 kr. bíllrnn, og hlýtur því álagning einka- sölunnar að vera gífurleg. HEIMSKULEG KAUP Það er ekkert smáræði af er- lendum gjaldeyri sem þarf til þess að kaupa þessa gömlu bíla og má það furðu gegna að Gjaldeyris- og innflutnings- nefnd skuli leyfa gjaldeyri til þessara bílakaupa. Reyndar hefir Morgunblaðið heyrt að Gjaldeyris- og inn- ílutningsnefnd rjeði því ekki, að gamlir bílar eru kejrþtir, heldur væri það Bifreiðaeinka- salan sem þessu rjeði. — En Gjaldeyris- og innflutnings- nefnd hlýtur að vita um þessi bílakaup einkasölunnar, og það var hennar skylda að grípa í taumana og stöðva það að gjald eyrir landsins væri notaður til svona vitleysu. ÖHum sem til þekkja ber saman um, að þessi bílakaup Bifreiðaeinkasölunnar sje ein regin flónska og glapræði, og verði til stórtjóns fjárhagslega. Enda vita allir, sem nokkuð þekkja inn á bíla og bílarekst- ur, að það að kaupa gamla, notaða bíla eru verstu kaupin sem hægt er að gera. Þetta vita sýnilega ekki kálfarnir, sem ráða í Bifreiða- einkasölu íslands. Þessvegna gegnir furðu að Gjaldeyris- og innflutningsnefnd skuli ekki PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Maður hrapar f fuglabiargi og slasast. 13 ára sonur hans sótti hjálp. Paim 2. þ. m. hrapaði í Krísu- víkurbjargi Marteinn Þor- bjarnarson úr Hafnarfirði og lilaut af því talsverð meiðsi. — Var Marteinn að síga í bjargið eftir eggjum, en bjargið er þar yfir 70 metra hátt. Hvassviðri var og missti hann af tauginni og fjell nær 20 metra og niðnr í urð við rætur bjargsins. Marðist hann talsvert á baki og öðrum fæti, eti komst þó hjálpar- láust tipp á 'brúnina. Með Marteini var sonur hans, 13 ára gamall. Náði hann til Hafnar- fjarðar sama kvöld óg var þá brugðið við og Marteinn sóttur og lagður í sjúkraliús og liefir hon- um liðið sæmilega eftir atvikum. Marteinn er "*ætður sigmaður. Hefir hann sigið í Krísuvíkur- bjargi mörg undanfarin ár. (FV.). Hinn nýi skáli og veitingatjaldið (sjá grein á bls. 5). Sigurjón Olafsson dæmdur fyrir meiðyiði um Tryggva Ófeigsson Marga mun reka minni til hinnar illvígu árásar, er hafin var í Alþýðublaðinu fyrir rúmi! ári síðan, á Tryggva skip- stjóra Ófeigsson. Var Sigurjón Ólafsson forystumaður í rógsleið- angrinum, en Rútur sigldi í kjöl- farið. Trvggvi höfðaði þegar mál gegn þeim fjelöguin fyrir meiðyrð- in. Rút-ur reyndi ekki að bera hönd fyrir höfuð sjer, enda langt síðan dómur fjell yfir honum. Sig- urjón gerði hinsvegar tilraunir til að rjettlæta ummæli sín og flæmdi fjölda sjómanna út í flólcnar vitna leiðslur. En árangur þeirra vitna- leiðslna varð sá, að langflestir sjó- mennirnir háru fyrir rjettinum, að Tryggvi væri einliver besti hús- hóndi, er þeir hefðu átt. Frslit málsins urðu því, svo sem vita mátti, þau, að Sigurjón var dæmd- ur í sekt og til var 7 daga fatig-, elsi, og öll ummælin dæmd danð og ómerk. AU-einkennilegt virðist, að for- maður stærsta sjómannafjelags landsins 'skuli telja það í sínum verkahring, að elta fí’emstu menn sjómannastjettarinnár tneð upp- lognum sakargiftum.ö Væntanlega kunna sjómenn líka að' meta það á viðeigandi hátt hinn 20. þ. m. ÆTLAÐI AÐ MYRÐA HITLER. London í gær. FÚ. Idag var afhöfðaður í Þýska landi Bandaríkjaborgari af þýskum ættum, Helmuth Hirsch að nafni. — Hann var dæmdur til dauða í alþýðurjetti, og fóru rjettarhöldin fram fyr- ir luktum dyrum. Bandaríkjastjórn gerði ítrek- aðar tilraunir til þess að bjarga lífi hans. Það sem honum var gefið að sök var, að hafa sagt, að hann ætlaði að taka af lífi einhvern leiðtoga nazista í Þýskalandi, en hann gerði enga tilraun til þess að standa við orð sín. Lokunartími heifdsalanna. Samkomulag h’efir oi'ðið inilli fjelags stórkaupmanna hjer í hænum og stjórnar V. R. um lokunartíma á skrifstofum heild- sala. Samkvæmt þessu1 samkomulagi verður .skrifstofum stórkaupmanna lokað kl. 5 alla virka daga nema á föstudögum kl. 7 ,e. h. og á laug- ardögum: vetrarmánuðina kl. 3 e. h. en sumarmánuðina kl. 12 á hád. Hefir vinnutíminn þaunig verið styttur um klukknstimd á dag. Þessi'Vokuu er í samræmi'við þá unarmenn háfá fehgið, og teíja sjer að vontim* nijög til úagsbóta. Hjer hefir hin frjálsa verslun enn farið þá léið séiri háppadrýgst er að semja v'ið starfsmenii sína á grundvelli rjettlætis en ekki }>rælai’jettar. Sumarheimili fyrir mæður. Húsmæðrafj elag Reykjavíkur mun í sumar, eins pg síðastliðið ár starfrækja surharheimili fyr- ir mæður með börn sín í hinum svokölluðu efri veiðimannahús- um við Elliðaárnar. Bæjarstjórn Reykjavíkur hef- ir góðfúslega lánáð fjelaginu húsin tii afnota. Fyrirkomulagið er þannig, að konurnar hafa sjálfar mat og matreiða fyrir sjg^og börn sín. Fjelagið lætur þeim í tje alt innanstokks, rúm, rúmfatnað, eldhúsáhöld og borðbúnað; enn fremur fá. þær"kol og stein- olíu ókeypis. Staðurinn er yndisilegur. — Húsin standa í fallegum gras- hvammi, þar sem börnin geta leikið sjer í hreinu og góðu lofti. Þær konur, sem vilja sækja um að dvelja þarna yfir lengri eða skemri tíma, ættu að tala við forstöðukonu fjelagsins, Jónínu Guðmundsdóttur, Maríu Maack yfirhjúkrunarkonu eða Þuríði Bárðardóttur ljósmóður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.