Morgunblaðið - 05.06.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.06.1937, Blaðsíða 8
s MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. júní I93T Smálúða, Rauðspretta, Ýsa, Þyrsklingur, beinlaus og roð- laus fiskur. Daglega nýtt. Fisk & farsbúðin, sími 4781. Mikið úrval af fjölærum plöntum fást á Suðurgötu 12. Reyktur rauðmagi. Kjötbúð- in Herðubreið. Hafnarstræti 18. Sími 1575. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupi garnlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Mjólkurbússmjör og osta í heildsölu hjá Símoni Jónssyni, Laugaveg 33. Sími 3221. Kaupi gamalt tógverk. Sími 4156. Guðmundur Sveinsson. Ný egg daglega, ódýr. Kjöt- búðin Herðubreið, Hafnarstræti 18. Sími 1575. Frosin lambalifur. Kjötbúð- in Herðubreið, Hafnarstræti 18. Sími 1575. Ágætt bögglasmjör og sauða- tólg. — Kjötbúðin Herðubreið. Hafnarstræti 18. Sími 1575. Dömukápa með tækifæris- verði til sölu. Upplýsingar í síma 4233. 5 manna drossía í góðu standi og útliti til sölu (hent- ug sem einkabifreið). Verð kr. 1600,00. Nánari upplýsingar í síma 4692. Gelluraar góðu altaf til í Fiskbfiðinni Frakkastíg 13. — Sími 2651. Uppseftur refur selst með tækífærLsverði. Verslun G«ð- rúnar Þórðardóttur, Vesturgötu 28. Ullarkjólatau mjög falleg í útikjóla. Sumarblússur, kápu- hnappar, Silkisokkar mjög góðir, verð frá kr. 2.50. Lítið eitt af dragtarefnum eftir. — Verslun Guðrúnar Þórðardótt- ur, Vesturgötu 28. Nýkomið: Silkiundirsett mjög smekkleg. Peysufatasilki, fall- egt, Barnahosur, hvítar. Nokk- ur kjólaefni seld með afslætti. Verslun Guðrúnar Þórðardóttur Vesturgötu 28. Skaftafellssýsla. Fastar áætlunarferðir að Kirkjubæjarklaustri. — Frá Reykjavík aila þriðjudags- morgna kl. 8. Farið alla leiðina sama daginn. Frá Kirkjubæjarklaustri alla föstudaga til Reykjavíkur. Af- greiðslu annast Bifreiðastöð Is- lands. Sími 1540. Garðyrkja. Tek að mjer alls konar garðyrkj ustörf. Einar Þorkelsson, sími 3318. Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Sumarbústaður jtil leigu. Síml 3799. funcliS Grábröndótt læða tapaðist frá pakkhúsi Bergenska fjelags- ins síðastliðinn laugardag. íTleð morgunkaffinu — Tímadagblaðið hafði ekki lyst á „blóðbaðsbombu“ Alþýðu- blaðsins í gær, og minnist ekki einu orðið á „uppljóstanir“ Her- manns Jónassonar á Hólmavík. í stuttu máli er útkoman þessi: Alþýðublaðið talar, Tímadagblaðið þegir — „Vjer brosum“. * j>pelsínuinnflutningur Iljeðins olíusala vekur mikla eftir- tekt. Húsmóðir ein hringdi til Morg- unblaðsins í gær og sagði eftir- farandi sögu: 1 gærmorgun er hún hafði lesið í Morgunblaðinu að olíusalinn væri farinn að flytja inn appelsín- ur sneri hún sjer til skrifstofu inn- flutningsnefndarinnar og spurðist fyrir um það hvort liún myndi geta fengið innflutt nokkrar app- elsínur handa veikum börnum, sem uauðsynlega þyrftu á nýjum ávöxtum að halda. Konan fekk þvert nei. Hún spurði þá lrvernig stæði á því að Hjeðinn Valdimarsson fengi að flytja inn heila fimm kassa af þessari vönitegund. Svarið var: — Hjeðinn fekk þessar appel- sínur að gjöf til að gefa starfs- fólki sínu! Merkispjaldið á ajipelsínwköss- unum frá ávaxtaheildsölufirmanu í Swansea bendir þó óneitanlega til þess að Hjeðinn liafi eitthvað þurft að gefa fyrir ávextina. * Tveir menn hittust á götu í gær. Annar þeirra sagði: „Það var gott' hjá Morgunblaðinu að segja frá appelsínuinnkaupum Hjeðins, maður sjer þar gott dæmi þess hvernig þessir karlar nota aðstöðu sína“. „Já“, svaraði hinn maðurinn, „en ef það hefði verið Sjálfstæðis- maður, sem átti í hlut og Alþýðu- blaðið birt fregnina hefðu appel- sínurnar án efa verið gerðar að „blóð“-appelsíuum“! * Tímadagblaðið sprengdi síðustu bombu Alþýðublaðsins á nefi sjálfs ritstjórans Finnboga Rúts, og kom ekki mikill hvellur, því púðrið var lítið, eins og vænta mátti. Birti Alþýðublaðið í fyrradag grein eftir Vilmund Jónsson og Markúsínu Jónsdóttur kenslukonu frá Melgraseyri um barnaskóla í Innri-Akraneshreppi, og var skóla húsinu m. a. þannig lýst, að það væri einskonar stjörnuskoðunar- hús, því fylgt yrði best gangi himintungla gegnum göt á þak- iuu. * Ö'll var lýsing Alþýðublaðsins við það miðuð, að sverta og sví- virða Pjétur Ottesen. En Tíma- dagblaðið benti ])á Alþýðublaðs- ritstjóranum á, að væri eitthvað aflaga í skóla þessum, þá bæru þeir höfuðsökina í bróðerni Vil- mundur landlæknir, sem líta á eft- ir hollustuháttunum, og Asgeir Asgeirsson fræðslumálastjóri. Yrðu þessar tvær höfuðkempur í liði sósíalista að skifta skömminni bróðurlega á mi'lli sín. * Rútur ritstjóri hafði lagt svo mikla áherslu á þessa grein, að hann auglýsti blaðið í útvarpi og með sjerstökuni fregmniða. Er nú orðið svo af honum dreg- ið, að jafnvel Tímagemsi stingur upp í hann þegar svo ber undir. * yjólfui’ Eyfells hefir sýningu þessa daga í Goodtemplara- liúsinu. í tilefni af sýningu þess- ari hefir b'laðinu verið sent til birt ingar eftirfarandi ummæli um sýningu, er hann hjelt í Londonc, í fyrra og birtust í „Studio“. Þar segir svo: * Það var nýr og framandi svipuu- að því er til landslaga kemur, senn listunnendum í London var boð- inn á sýningu fjörutíu málverka. frá íslandi eftir Eyjólf J. Eyfells,. sem haldin var nýlega í listasýn- ingasölunum í Brock Street, þessiv kaldranalegu vötn og laxár með blá fjöll með einkennilegum keilu- tindum í baksýn, þessi einangruðu. timburbýli, litlu fiskiver og grýttu, strendur eru með þungbúnum,. jafnvel skelfandi fegurðarblæ, sem lierra Eyfells hefir sýnt með ■ leikni og skilningi. Sjerstaklega, hefir honum tekist ágætlega að mála hin hrífandi litbrigði, sem varpa töfraljóma yfir hið stutta norræna sumar. Þingvallavatn, Morgun (5), Akureyri uin mið- nætti (7) með ský þrungin a£ ranðum, grænum og gulrauðum. litbrigðum, Fjallavatn, Kvöldsól (35), Mynd úr Þjórsárdal, Kvöld (18) og við Hvítá (2) þykir mjer mest til koma sem mynda. Hs. hágöfgi greifi Preben Ahlenfeldt- Laurvig sendiherra Dana opnaði ? sýninguna. * — Hrernig hefir þú ráð á því að fara svona oft á veitingahús með stúlkur? — Jú, það er ofur auðvelt. Jeg liefi venjulega orð á því, að þær sjeu faraar að fitna í seinni tíð! * Rjett eftir að Júlíana Hollands prinsessa giftist Bernhard prins, giftist fyrsta brúðannær hennar einkaritara prinsins. Þau fóru í sömu brúðkaupsferð og lnisbænd- • ur þeirra. 5YSTURNAR FRA DUMULM ekki gleðiiegur endir. Þjer, sem hafið elskað liana, munuð hryggjast við að heyra mína sögu“. „Og þó vil jeg fyrir hvern mun heyra liana. í öll þessi ár hefir ekki liðið sá dagur, að jeg liafi ekki spurt sjálfan mig: Hvar skyldi Margaret vera núna, Margaret, sem hefði átt að vera mín? Ætli hún sje hamingjusöm? Skyldi hún vera lifandi, eða ætli hún sje farin úr þessum heimi? Og þegar dóttir mín nefndi nafn yðar í gær, vaknaði hjá mjer von um, að fá svar við þessum SQurningum“. „Hefir lafði Daura heyrt um yður og móður mína?“ spurði Troy alt í einu. Ef ,svo væri, var þar að finna skýringu á því, að hún hafði boðið honum vináttu sína undir þessúm fráleitu kringumstæðum. Hann vonaði fastlega, að Iávarðurinn myndi svara spurningunni játandi, því að þá voru vináttuhót stúlkunnar sprott- in af falíegum ásetningi. Hann þurfti þá ekki lengur að skoða þa.u sem sprottin af kænskubrögðum hennar. En svarið var neitandi. „Jeg hefi aldrei minst á Margaret Cameron við dæt- ur mínar“, svaraði hann. „Jeg hjelt, að það væri best þannig. Þær hefðu varla skilið mig, því að þær elsk- uðu og geyindu minningarnar um móður sína, sem jeg gekk að eiga mörgum árum eftir að jeg misti Marga- ret, Hefðu þær þekt hana, hefðu þær ef til vill gert mjer rangt til með því að halda, að jeg væri móður þeirra ótrúr. En jeg gerði dvggilegt alt, sem hún ósk- aði og vænti af mjer, þó að okkur þætti ekki eins vænt bvoru um annað og okkur Margaret. „En það var líkt á komið með Ellinor og mig. Það var annar maður, sem hún hefði viljað eiga, hefði hún fengið leyfi til þess. Eins og þjer vitið, var móðir yðar Cameron, og mik- ill fjandskapur hafði verið milli Seoresættarinnar og Cameronanna frá manna minnum. Jeg var yfirforingi í hernum, þegar jeg sá Margaret í fyrsta sinni. Það var í Edinburgh. Við urðum bæði ástfangin við fyrsta augnatillit. Og erfiðleikarnir, sem við sáum framund- an, gerðu ást okkar ennþá æfintýralegri. Þó átti Mar- garet við meiri erfiðleika að stríða en jeg. Hvorugt okkar átti nokkuð til, og Margaret unni föður sínum mjög heitt. En hann var veiklaður og hún þorði ekki að segja honum, hvernig komið var. Við treystum bæði á gæfuna og vonuðum, að alt myndi snúast okkur í hag, ef við biðum og værum þolinmóð. En einn góðan veðurdag fjekk hann nafnlaust brjef, þar sem leyndarmáli okkar, sem við töldum að enginn vissi, var ljóstað upp. Margaret játaði alt, en föður liennar varð svo mikið um, að hún hjelt að líf hans væri í hættu. Þá lofaði hún að hætta að hugsa um mig. Einmitt um þétta leyti kom Róbert Troy til Edin- borgar í heimsókn til ættingja Margaretar. Hann var vellauðugur og talinn mjög áhrifamikill maður, er myndi eiga sjer glæsilega framtíð. Það má líka vel vera, að hann hafi verið aðlaðandi maður. Jeg heyrði það að minsta kosti sagt. Hvað um það, mánuði eftir að trúlofun okkar Margaretar var slitið, var hún trú- lofuð honum, og þau voru gefin saman við dánarbeð föður hennar. Jeg sendi henni öll brjefin, sem hún hafði skrifað mjer, samkvæmt bón hennar, og síðan hún fór til Ame- ríku hefi jeg aldrei heyrt neitt frá henni. Jeg frjetti aldrei um hana persónulega, en það sem allir frjettu um föður yðar, frjetti jeg líka, en aldrei neitt um Margaret". „Þjer hafið frjett, að faðií’ minn varð gjaldþrota. og misti alt sem hann átti?“ sagði Troy. „Jeg frjetti, að hann hefði mist nær alt fje sitt, en vinir Margaretar hjeldu, að einliverju hefði verið kom- - ið undan. En hún skrifaði aldrei og kom aldrei. heim til Skotlands. Um þetta leyti voru líka allir nánustu ættingjar hennar dánir. Og jeg gat auðvitað ekki skrif- að henni. Skömmu áður hafði jeg erft lávarðartitilinn og kvænst. Konan mín var ensk, og foreldrar hennar höfðu miklar mætur á ættgöfgi. Sjálf hugsaði hún lítið > um það. En hún var ung og fús á að láta að vilja for-- eldra sinna, og jeg — jeg' var í kröggum. Hún var ung og hrífandi og allir töldu mig bráð- lieppinn, því að hún var bæði fögur og væntanlega rík- ur erfingi. Síðar kom það á daginn, að auðurinn hafði; verið, hm„ fullhátt metinn. Jeg komst að því skömmu/ eftir að trúlofun okkar var opinberuð, en það gat auð- vitað engu breytt. Daura var kornung, þegar hún dó, en Annira man> vel eftir móður sinni. Minningin um liana er mjög við- kvæm og heilög systrunum. En mjer er ljóst, að jeg • hefi ekki verið neinn fyrirmyndar faðir. Jeg er eigin- gjarn. Jeg hefi látið mig ritstörf mín meiru skifta en börnin. Jeg hefi oft l'okað mig inni og helgað mig störf um mínum, til þess að leita mjer huggunar í vonbrigð- um mínum og söknuði. Þegar Afanira og Daura voru börn, leiddust mjer þær, en jeg fann, að öðru máli hefði verið að gegna, e£ Márgaret hefði verið móðir þeirra. Þjer hafið brosið hennar, Tröy, þó að þjer sje- uð ekki líkur henni. Já, svona brosti hún, þessu und- arlega blíða brosi. Ef jeg hefi einblínt á yður við borð- ið í gær, þá hefir það ekki verið af ókurteisi. Nú vitið þjer ástæðuna“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.