Morgunblaðið - 05.06.1937, Blaðsíða 5
Xaugardagur 5. júní 1937,
5
taORGUNBLAÐIÐ
■ JlHorgtmWaMÖ ZZZZ
H.f. Arvakur, Reykjarlk
aUtktjðrari Jön KJartanaaon oc Valtýr Stafknaaon <(Ltryr*3ara»aBur).
áaglýHlngari Árnl Óla.
Httntjðrn, Buclýilnfar og afrralHalat kuaturatraatl I — Sfaal lfOO.
ÁalrHftarHlaldt kr. t.00 A Binntl.
( I ■•annaaMat 16 aura alntaklB — II aura aaaB tiaabök
VONLAUST FYRIRTÆKI.
„Islensk fræði“
próf Sigurðar Nordal.
Nýtt ritsafn.
Sjaldan hefir pólitískur flokk-
ur ráðist í vonlausara.fyrir-
:tæld en sósíalistarnir, þegar þeir
;fórm að „gera sínar hosur græn-
iir‘ ‘ fyrir iðnaðarmönnum í því
skyni að fá fylgi þeirra við þing-
kosningar.
IPyrst þurfa þeir að byggja á
(þeini 'grrmdvelli, að iðnaður hafi
■varla -verið til í landinu fyr en
núverandi stjórn tók við völd-
imn.
En ; móti þeíi'ci vitleysu rís
ihara sj.álft maniitíilíð, sem fram
fór 1930, eða fnllum 3 árum áð-
;ur en þessi góða stjórn tók við
völdum, sem á að hafa skapað
liðnaðinn í landinu. Því að þar er
skráð skýrum tölum, að mjög
'verulegur hluti þjóðarinnar lifði
.á iðnaði. og t. d. í Reykjavík h.
u. b. helmingi fleiri en á nokk-
;urri annari atvinnugrein.
Síðan kemur sjálft bjargráðið,
•sem á að hafa valdið fæðingu ög
vexti iðnaðarins, innflutnings-
'höftin.
Um þau er það fyrst að segja,
»áð sósíalistar börðnst lengi vel
;móti þeim, eða alt þar til þeir
■ sviku stefnu sína og kjósendur
aneð því að ganga inn á hafta-
pólitík Eysteins Jónssonar.
Illafa þeir með því velt liundr-
'úðum íþúsunda króna ó skjól-
stæðinga sína í hækkuðu verði
t<og óhentugum viðskiftum.
TEn auk þess er best að fara til
rhandverksmanna og ýmsra ann-
ara iðnaðarmanna og' spyrja þá
vum verkun haftanna.
IFjöldi þeirra mun vera fljótur
að svara, að veríð sje að kyrkja
<eða álveg húið að drepa atvinnu
þeirra með höftunum. Þeir fá
•ekki flutt inn það, sem þeir
(þurfa til atvinnu sinnar, og fyr-
irtækið verður því eins og bensín-
’laus bíll. Það stöðvast, og iðnað-
armaðufinn eða mennirnir, sem
af þessu hafa lifað, standa uppi
• atvinnulausir.
Samtímis fá þeir svo að liorfa
; á sömu vörur streyma til annara,
sem verðugrl eru taldir, rjett
-eins og bornin, sem bæði langar
í og þurfa að liafa nýja ávexti,
•en fá þá ékki vegna haftanna,
verða að láta sjer nægja mynd-
ina í Morgunblaðinu af appel-
r sínukassanum hans Hjeðins.
Og loks vofir svo yfir öllum
’þeim iðnaði, sem kominn er frá
fyrri og betri tímum, eða kynni
að komast yfir torfærurnar, sama
fordæmingin eins og Öllu því,
sem lífvænlegt er í þessu landi
undir eyðslustjórn rauðliða, en
það er skattakúgunin, sem hefir
nú þegar lamað flest þrekmestu
iðnfyrirtækin.
Frá því fyrsta tíl þess síðasta
v-er því sagan á eina hókina lærð.
Grundvöllurinn er skröksaga
<-og leikslokin hrun, og alt þar á
milli í fullu samræmi við báða
-enda.
En þó er enn ótalið það, sem
■ ef til vill sýnir allra skýrast,
hvers iðnaðurinn í landinu má
vænta af sambúðinni við sósíal-
ista, og' hve líklegt það er, að
hjer spretti upp öflug iðnaðar-
imannastjett undir þeirra stjórn.
En það er sjálf þjóðnýtingar-
stefna sósíalista, bæja- og ríkis-
rekstrarfíkn þeirra.
Jafnvel nú þegar í byrjun,
meðan þeir eru ekki nema einir
10 á þingi af 49 þingmönnum,
hefir ríkisreksturinn byrjað að
vaða inn yfir iðnaðarstjettina, og
lirifsa eina grein starfrækslunn-
ar eftir aðra úr höndum þeirra
og undir, ríkið.
Þeir hafa t. d. sölsað undir
ríkið eina stærstu prentsmiðjuna,
sett upp vjelsmiðju til þess að
keppa þar við iðnrekendur, efna-
gerð til þess að reyna að ónýta
þann iðnrekstur í liöndum ein-
staklinganna, viðgerð útvarps-
tækja í skjóli viðtækjaeinkasöl-
unnar o. s. frv.
Að vísu má segja, að iðnaðar-
menn fái starf hjá þessum ríkis-
fyrirtækjum, en láta hugstórir
menn sjer það nægja? Er það
ekki insta og dýpsta löngun
hvers manns, sem hugsar eins og
frjálsborinn inaður, að liann geti
nieð tíð og tíma og með því að
skara fram úr, koinið upp sínum
eigin rekstri og orðið sjálfs síns
herra?
Hin eilífa vinnumenska, sem
er stefna sósíalista er áreiðan-
lega ekki inarkmið duglegra iðn-
aðarmanna frekar en annara
frjálshugsandi íslendinga.
Þetta er þá hugsjónin, sem
bJasir við iðnaðarmönnum í faðm-
lagi sósíalista:
Ef einliver atvinnugrein er rýr
og' gefur varla til linífs og' skeið-
ar, þá mega iðnaðarmenn sjálfir
reka það starf.
En jafnskjótt og' möguleikarn-
ir opnast til arðvænlegs rekstrar
í einhverri grein, þá teygir það
opinbera sinn stóra liramm inn
í þann rekstur, tekur hann frá
nefinu á þeim, sem hafa unnið
hann upp og segir-. Nei góði
minn! Hjer er arðsvon. Hjer á
ríkið að hafa gróðann. Altaf þarf
peninga í ríkissjóð. Næstu árin
skuluð þið skemta yður við að
sjá arðinn af þessari iðngrein í
landsreikningnum!
Hvernig sem litið er á þetta
mál verður útkoman sú sama:
Fylgi iðnaðarmanna við sósíal-
ismann er óhugsandi. Og allur
áróður þeirra í þá átt er von-
laust fyrirtæki.
$jiKX\Cjfh í 1383
0RUGGAR BlfRGIDAR
ÁNÆGÐIRVID3KIPTAVINIIG
flÐflLSTODin 1181
TVÖ rit eru nýkomin út,
sem eru upphaf að nýju
ritsafni, er heitir „Studia
Islandica — Islensk fræði“,
og: er Sigurður Nordal
útgefandinn. Ritin eru:
„Sasýnaritun Oddaverja“ eft-
ir Einai’ Ól. Sveinsson og
„Ætt Egils Halldórssonar og
Egils saga“ eftir Ólaf Lár-
usson.
Svo segir í skýringargrein, sem
prentuð er með ritum þessum:
„I safni þessu verða einkanlega
birt erindi, sem flutt liafa verið
og rædd á rannsóknaæfingum
Háskóla íslands og þykja færa ein
hverjar nýjar athuganir um ís-
lenskar bókinentir, sögn og tungu.
Hvert liéfti verður sjálfstætt og
sjer um blaðsíðutal. Þar sem þess
er vænst, að sumar þessara rit-
gerða eigi erindi til erlendra
fræðimanna, sem ekki hafa komist
upp á að lesa íslenskt nútíðarmál
sjer að fullu gagni, fylgir hverri
grein efniságrip á einhverri höfuð-
tungu (ensku, þýsku eða
frönsku). Heftin koma út óreglu-
lega, eftir efnum og' ástæðum.
Rlaðið liefir átt tal við útgef-
andann Sigurð Nordal um þessa
nýju útgáfu og spurt haun m. a.
hvernig þessum rannsóknaæfing-
um Háskólans sje varið.
— Rannsóknaæfingar í íslensk-
um fræðum, segir hann, eru venju-
lega hafðar aðra hverja viku allan
veturinn. Koma þar saman kenn-
arar og nemendur í íslenskum
fræðum, og auk þess ýmsir þeirra,
sem lokið hafa prófi við Háskól-
ann.
Yngri eða eldri nemendur flvtja
þarna fyrirlestra. Og síðan fara
fram rökræður um efni fyrirlestr-
anna. Oft eru þarna fjörugar um-
ræður. Eftir aðrá hverja æfingu
snæða þátttakendur saman á
Garði, og halda áfram að spjalla
saman. Þátttakendur eru þetta nm
og yfir 20. Erlendir sendikennar-
ar við Háskólann taka jafnan
þátt í þessum samkomum.
— Hvaða viðfangsefni eru aðal-
lega tekin þarna til meðferðar?
— Flest fyrirlestraefnin fjalla
eitthvað um fornbókmentirnar.
En þarna hafa líka verið rædd
efni er snerta samanburðar-bók-
mentir, goðafræði, sögu og mál-
fræði. Sumt af fyrirlestrum þess-
um hefir verið birt, t. d. í Sldrni.
— En liver er aðaltilgangurinn
með þessari sjerstöku útgáfu fyrir
lestranna 1
— Jeg' vonast til þess, segir
Sigurður Nordal, að útgáfan verði
livöt fyrir þá, sem taka þátt í
þessum æfingum, að koma með
sem mest af nýjungum, er þeir
geta átt von á því, að koma þeim
á framfæri á þenna hátt, bæði fyr
ir íslenska lesendur og erlenda
fræðimenn, jafnvel þá, sem ekki
lesa íslensku og eru lítið eða ekki
kunnugir starfsemi Háskólans.
Tvent er það í þessu sambandi,
sein jeg' legg áherslu á:
I fyrsta lagi þetta. Þegar ís-
lenskir fræðimenn hafa hingað til
skrifað um slík efni, sem hjer
koma til greina, þá hafa þeir ann
aðhvort skrifað á íslensku eða á
útlendu máli. Afleiðingin hefir
verið síi, að ef skrifað hefir ver-
ið á útlendu máli, þá hafa mjög
fáir íslendingar átt kost á að lesa
það. Er þetta mjög illa farið, af
því ni. a. að hjer eru svo margir
fyrir utan þá, sem beinlínis fást
við þessi fræði, er hafa bæði vit
á og gaman af þessum efnum.
Jafnvel þegar ritað hefir verið á
íslensku í erlend rit, eru það fáir
íslendingar, sem fá það í hendur.
Svo er t. d. uin ritgerðir þær eftir
íslenslta menn, sem birtust um ár-
ið í afmælisriti Finns Jónssonar
prófessors.
En sje hinsvegar ritað á ís-
lensku, þá er það bæði gömul og
ný reynsla, að mjög fáir útlendir
fræðimenn hafa nægilega þekk-
ingu á íslenskri tungu eða nægi-
lega elju til þess að brjótast í
gegnum íslensk rit, til þess að þeir
lesi þau. Afleiðingin verður sú,
að ýmsar nýjungar, sem Islend-
ingar setja fram, fara gersamlega
framhjá litlendum fræðimönnum.
Með því að gefa þessar ritgerð-
ir íit á íslensku, en með’ efnisá-
gripi á einhverju höfuðmáli, vilj-
um við slá tvær flugur í einu
höggi, gefa íslendingum þeim,
sem vilja, kost á að kynnast rit-
gerðunum, og erlendum fræði-
mönnum ekki einungis kost á að
vita um höfuðefni þeirra, heldur
laðist þeir um leið til þess að hrjót
ast gegnum ritgerðirnar á ís-
lensku og lesa íslenskt nútíðar-
mál. Ætti þetta ekki að vera þeim
ofvaxið, þar sem ritgerðir þessar
eru beint stílaðar til erlendra
fræðimanna í norrænum fræðum.
En í öðru lagi á ritsafn þetta
að koma bókasafni Háskólans að
gagni.
Háskólinn á nú, sem kunnugt
er, mikið og merkilegt bókasafn,
varðandi íslensk og norræn
fræði. Hefir verið keypt til þess
safns smátt og smátt. En einkum
liefir safnið eflst af stórfeldum
bókagjöfum. Er þar vitanlega
fyrst að telja bókagáfu þeirra dr.
Ben. S. Þórarinssonar og Finns
Jónssonar prófessors. Ank þess
hefir Háskólanum m. a. borist all-
mikil bókagjöf frá Mancliester.
Kennari í íslensku þar, Arvid
Jolianson að nafni, arfleiddi Há-
skólann hjer að bókasafni sínc.
Auðvitað er Háskólanum ókleift
að standa straum af því fjárhags-
lega, að halda þessu bókasafni
við, og jafnframt kaupa alt nýtt,
sem út kemur í þessari fræðigrein.
Því hefir þess verið farið á leit
við erlenda_ fræðimenn, að þeir
sendu hingað sem flest af því, er
þeir skrifa um norræn fræði, og
þá einkum sjerprentanir, sem ann
ars er oft mjög erfitt að ná í. E»
æ sjer gjöf til gjalda. Rit þessí
um íslensk fræði, með útdrætti
á erl. tungu, eru einkar hentug til
þess að senda þeim mönnum, seia
eru svo hugulsamir að senda Há-
skólanum það, sem út kemur eftir
þá.
Vinsælasti úti-
skemtistaður
bæjarbúa
opnaður ú ný.
#
Pað hefir verið hljótt um einn
vinsælasta útiskemtistað
bæjarbúa, Eiði, undanfarið, að
minsta kosti opinberlega. En
þær þúsundir bæjarbúa, sem
sóttu skemtanir Sjálfstæðis-
manna að Eiði í fyrrasumar,
munu án efa oft hafa hugsað-
til sólskinsdaganna þar í fyrra.
Sumarið 'er nú að koma og
ungir sem gamlir eru farnir að
hlakka til að komast úr bæjar-
rykinu, út í náttúruna og njóta
þó ekki væri nema nokkurra
klukkustunda næðis ,,á grænum
bala“.
Blaðamaður frá Morgunblað-
inu fór í gær inn að Eiði í Gufu-
nesi. Það fyrsta, sem vekur at-
hygli gestsins, sem kemur nú
að Eiði, er myndarlegur veit-
ingaskáli, sem búið er að reisa
á þeim stað, sem veitingatjaldið
stóð í fyrra.
Bílstjóri minn var svo hepp-
inn að hafa sundfötin sín með
sjer. Er hann hafði fengið að
vita, að viðstaða yrði nokkur
að Eiði notaði hann tækifærið
og fekk sjer hressandi sjóbað í
hinum tæra vogi.
Á meðan bílstjórinn synti
fram og aftur um voginn, skoð-
aði jeg mig um á staðnum. —
Danspallurinn er í besta lagi,
einnig ræðupallurinn. Túnið er
að byrja að grænka og ung-
lömbin virtust una sjer vel þar í
sólinni.
Um leið og bílstjórinn kom
upp úr baðinu heyrðust drunur
í flugvjelarhreyfli, það var
danska flugvjelin, sem var að
koma úr mælingarleiðangri. —
Flugvjelin settist utarlega á
voginn.
Eftir að hafa þegið kaffi í
hinum nýja prýðilega veitinga-
kála hjá veitingakonunni, frú
Helgu Marteinsdóttur, hjeldum
vi(ð heimleiðis með óbilandi trú
á því, að ekki myndi Eiði verða
síður vinsælt á þessu sumri en í
fyrra.
Fyrsta skemtunin á Eiði í
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.