Morgunblaðið - 25.07.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.1937, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. júlí 1937. Stærsta mannvirki Sovjet- Rú$sa ónothæft? Jámbrautarbrú yfir Volga-Donskurðinn. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Forstjórar fjelagsins, sem hefir á hendi rekstur hins nýja, stórkostlega skipaskurðar milli Volga-fljótsins og Don og opnar Moskva leið til hafs, hafa verið reknir úr stöð- um sínum. Níu þeirra hafa verið teknir fastir. I skeyti frá Riga til „Berlingske Tidende'* í Kaupmannahöfn segir, að sú fregn hafi flogið fyrir, að skurðurinn sje ófaer og að ógurleg skemdarstarfsemi hafi verið höfð í frammi við byggingu hans. Skurðurinn er mesta verkfræðilegt mannvirki, sem unnið hefir verið í Sovjet-Rússlandi, 372 kíiómetra langur. Fregnir herma að ekki sje nægilegt vatn í skurðinum og að stíflur og önpur mann- virki sjeu ónothæf. Skurðurinn var opnaður snemma í vor, og vakti athygli á hve skömmum tíma hann hafði verið gerður. Hundrað þúsund manns unnu við að gera skurðinn og voru það pólit- ískir fangar í þvingunarvinnu.Jagoda, foringi GPU leynilögreglunnar, sem nýlega var tek- inn fastur og sakaður um hverskonar glæpi, skipulagði vinnu hinna pólitísku fanga við skurðinn. Japanir segja að Kín- verjar haldi ekki gerðan samning. —Samflingur—■ Sung hershðfðingja og Japana. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. ÞAÐ er erfitt að átta sis á bví, hvert sje hið raunverulega ástand í Norður-Kína. I skeyti frá Shanghai til The Times er gert ráð fyrir (símar frjettaritari vor), að Nan- kingstjórnin muni að lokum neyðast til að sætta sig við friðarsamning þann, sem Sung herforingi hafi gert við Japani, þrátt fyrir að Sung hafi með þessum samningi svikið málstað Kínverja. 1 morgun lýstu Japanir yfir því, að brottflutningi kínverskra hermanna samkvæmt samningi þessum, mið- aði vel áfram, en í kvöld hefir (skv. Lundúnafregn FÚ) verið birt önnur yfirlýsing, þar sem því er lýst yfir, að Kínverjar hafi svikið samninginn og þeim brigslað um óiheiðarleik. HÓTUN JAPANA London í gær. FÚ. Lýsti japanska hermálaráðu- neytið því yfir í dag, að Kín- verjar hefðu ekki staðið við loforð sitt um að draga her sinn til baka frá Peiping. Að vísu hefði ein herdeild verið flutt þaðan á brott, eins og lofað hefði verið, en tvær nýjar her- deildir hefðu verið sendar þang- að í hennar stað og væri því liðsafli Kínverja í grend við Peiping nú meiri en áður. Ennfremur halda Japanir því fram, að hersveitir þær, er fluttar voru í burt frá Papos- han hafi bygt sjer nýtt vígi um mílu vegar þaðan. Tveir af yfirforingjum Jap- ana fóru í dag á fund Sungs yfirhershöfðingja og kröfðust þess, að Kínverjar gerðu alvöru úr því, að standa við loforð sín. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. FRA FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. Samningurinn sem Sung- Cheh-Yuan kínverski yfir- hershöfðinginn í Hopei-Ca- har hjeraðinu, gerði við Jap- ani, hefir nú verið birtur. í samningnum er svo fyrir mælt, Kínverjar bæli niður undirróður gegn Jap- og taki upp baráttu áróðri kommúnista, þeim Kínverjum, sem beri ábyrgð á árekstri kín- versku herdeildanna við Luk- outchiao, verði hegnt, að 37. herdeild Kínverja hörfi aftur til Paoting, og að japanski herinn skuli hafa eftirlit með því að samn ingur þessi sje haldinn. að allan önum gegn að Auður sá er Marconi Ijet eft- ir sig, er talinn nema um þrem- ur miljónum sterlingspunda, eða sextíu og sex miljónum fjögur hundruð og fimtíu þús- und krónum. Hann hefir látið yngstu dóttur sinni eftir ná- lega alt sem hann átti. (FÚ). Hlutleysið: Bretar ætla að gera enn eina til- raun, þrátt fyrir ákafan andröðurjussolinis. Þýðingarlaust að ræða um brottflutning útlendinga — segir Mussolini. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EIR sem nærstaddir eru bresku stjórn- inni fullyrða í dag, að stjórnin ætli að gera þriðju — og að því er sagt er — síðustu tilraunina til þess að finna grundvöll, sem ítalir og Þjóðverjar annarsvegar og Frakkar og Bretar hinsvegar geta gengið að um það hvernig ræða skuli bresku málamiðlunartillögurnar. Er gert ráð fyrir að breska stjórnin muni senda út spurn- ingaskjal til stjórna allra þeirra ríkja, sem fulltrúa eiga í ihlut- leysisnefndinni, þar sem stjórnirnar eru beðnar að marka af- stöðu sína til hinna bresku málamiðlunartillaga. von Ribbentrop, sendiherra Þjóðverja, fór í dag á fund Anthony Edens í London og er mælt að Eden hafi reifað fyrir honum uppástungur sínar um meðferð bresku tillaganna, þegar undirnefndin kemur aftur sam- an og að von Ribbentrop hafi ljáð þeim bráðabirgða- samþykki sitt. Það er búist við að Plymouth lávarður kalli saman fund í undirnefndinni í öndverðri næstu viku. Horfur eru þó á því, að vonir um samkomulag strandi á afstöðu ítala. 1 ítalska blaðinu „II Popolo d’Italia" birtist í dag grein, sem tileiknuð er Mussolini, þar sem segir að tvö höfuðviðfangs- efni bíði Evrópu: að viðurkenna yfirráðarjett Itala í Abyssiníu og að veita Franco hernaðar- rjettindi. Kröfunni um brottflutning erlendra sjálfboðaliða er vísað á bug og hún talin lítilvæg, þar sem hinir er- lendu sjálfboðaliðar muni hverfa af sjálfu sjer smátt og smátt í blóðbaði borg- arastyrjaldarinnar. Því er haldið fram að Ev- rópuþjóðirnar muni ekki til langframa geta streitst á móti þeirri sjálfsögðu skyldu, að við- urkenna Franco sem hefði yfir að ráða tveim þriðju hlutum Spánar, nýlendum Spánverja og 14 miljónum af 20 miljón íbúum Spánar, og hefði auk þess borið ;hærra hlut í styrjöld sem staðið hafi í rúmt ár. Svo sjálfsagt er að veita Franco hernaðarrjettindi, segir í greininni, að jafnvel Anthony Eden hefir orðið að viðurkenna það í breska þinginu. ÁRÁS Á ÞJÖÐABANDA- LAGIÐ London í gær. FÚ. Mussolini ræðst í þessari grein af mikilli grimd á i C 1 Plymouth lávarður (t. h.). Þjóðabandalagið og er því aðallega fundið til foráttu að það horfist hvorki í augu við staðreyndir, nje hagi sjer eftir þeim. Sem dæmi nefnir greinarhöf- undur skaðabótakröfurm * gegn Þýskalandi, stríðsskulda, æiðsl- urnar sem fallið hafi m ir af sjálfu sjer en aldrei veriö æng- ið frá; ennfremur þá blel ingu að atkvæði smáþjóðanna ?jeu jafngild atkvæðum stói óð- anna og loks, að Þjóðabi ia- lagið hefir neitað að v ír- kenna yfirráðarjett Itala í b- yssiníu og veita Franco h i- aðarrjettindi. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.