Morgunblaðið - 25.07.1937, Blaðsíða 3
Sunnudagur 25. júlí 1937.
MORGUNBLAÐIÐ
3
DAGSBRUNARDEILAN LEYST
Kaupsamningur gerður aðfaranótt laugardags.
Dagsbrúnarfundur
samþykti í gærkvöldí.
AFUNDI þeim, er haldinn var í Dags-
. brún í gærkvöldi, var samningur sá sem
hjer birtist, milli Vinnuveitendafjelags
íslands og Verkamannaf jelagsins Dagsbrún, bor-
inn undir atkvæði og samþyktur með 254 atkv.
157 atkvæði voru á móti. Alls voru greidd 417
atkvæði, 6 ógild. Atkvæðagreiðslan var skrifleg.
Dagsbrúnardeilan leystist í raun og veru að-
faranótt laugardags. Þá gengu framkvæmda-
nefnd Vinnuveitendafjelagsins og stjórn Dags-
brúnar frá samningi þeim, sem hjer birtist. En
Dagsbrúnarstjórnin hafði ekki umboð frá fjelag-
inu til þess að ganga frá samningunum.
Þess vegna varð liúru að bera þá undir almennan fjelagsfund,
enda undirrituðu stjórnarnefndarrrtenn Dagsbrúnar samninginn með
þeim fyrirvara, að bann gilti ekki nema samþykki Dagsbrúnar feng-
ist á fundinum í gærkvöldi.
Þetta er í fyrsta sinn, sem Vinnuveitendafjelag íslands gerir
samning við Dagsbrún. Er þessi fyrsti samningur að ýmsu leyti
merkilegur. T. d. ákvæðin um sáttanefndina í 9. gr., ef ágreiningur
rís út af samningnum, og skyldan til þess að fresta verkfalli með-
an sáttaumleitanir standa yfir.
Fiaug frá Moskva til Suður-Kali-
forniu yfir Norðurheimskautið.
Gromof, rússneski flugmað urinn, sem var fararstjóri í flug-
leiðangri Rússa frá Moskva yfir Norðurheimskautið til San Ja-
cinto, 10.800 km. leið.
SíldTeiðaniai!:
lllBt
Áframhaldandi
veiðiveður
og góður afli.
LOGN og sólskin var á síldarmiðum Norðan-
lands í gærdag, en síldin veiddist aðallega á
Skagafirði, rjett fyrir utan Siglufjörð og á
Eyjafirði. Einnig sást mikil síld á Grímseyjarsundi í gær.
Þar var margt erlendra skipa, en fátt íslenskra.
Saltsíldaraflinn á öllu landinu var í gær orðinn 23.746 tunnur á
móti 56.344 tunnum á sama tíma í fyrra. Þess er þó að gæta, að
í fyrra byrjaði söltun viku fyr en nú. — Síldin er ekki góð til
söltunar vegna þess hve hún er misjafnlega feit.
ViRnuskólinn hafst
í næstu viku.
Piltarnir fá kaup
fyrir námið.
Vinnuskólinn fyrir unglinga,
sem bæjarstjórn hefir á-
kveðið að koma upp í sumar í
tilraunaskyni, tekur til starfa
n.k. miðvikudag og er ráðgert
að hann starfi í 4 vikur.
Lúðvíg- Guðmundsson hefir
verið fenginn til að stjórna skól
anum og hefir hann valið Skíða
skála Ármanns í Jósefsdal fyr-
ir skólann. Alt að 25 piltar á
aldrinum 14.—16 ára geta feng-
ið skólavist.
Unnið verður að vegabótum,
hlaðinn skíðastökkpallur o. fl.
Á hverjum degi verður unnið
í 6 stundir; 1 stund verður
varið til íþrótta og daglega
mun skólastjórinn flytja er-
indi um ýmislegt er lýtur að
vinnubrögðum.
Piltarnir fá ókeypis fæði og
húsnæði og kenslu, auk þess
verður hverjum nemanda
greidd 15 króna þóknun að
loknu námskeiðinu.
Foreldrar og aðstandendur
unglinga, sem enga atvinnu
hafa, ættu þegar í dag að snúa
sjer til Lúðvígs Guðmundsson-
ar, skólastjóra, sem er til við-
tals í suðurálmu Miðbæjar-
barnaskólans kl. 2—4 e. íh.
Sæiiku íþrðttamem-
irnir Koma f kvöld.
Sænskn íþróttamennimir fimm,
sem keppa hjer í bæjakepn-
inni koma tfteð „Dr. Alexandrine",
sem væntanleg er hingað í kvöld.
Að sjálfsögðu langar marga í-
þróttamenn og aðra, sem unun
hafa af frjálsum íþróttum að sjá
þá. -
Ákveðið er, að þeir keppi hjer
alla dagana, sem bæjakepnin
stendur yfir, en það er n. k. þriðju
dag, miðvikudag, og loks úrvals-
kvöld á fimtudag, þar sem allir
bestu íslendingarnir keppa, auk
Svíanna.
Bæjakepnin verður afar spenn-
andi, t. d. hafa nýlega verið sett
tvö íslensk met, Sveinn Ingvars-
son á 400 metra hlaupi og Kristján
Yattnes í kúluvarpi, er hann kast-
aði 13,43 metra. Iíann hefir á æf-
ingum kastað yfir 14,11 metra. Má
því húast við, að háðir hæti met
sín.
Flest allir íþróttamennirnir ís-
lensku, sem fóru á Olympíuleik-
ana, taka þátt í mótinu.
Hjónaefni. í gær opinberuðu
trúlofun sína ungfrú Sigríður Ingi-
mundardóttir og Jón Indriðason,
hæði til heimilis á Haðarstíg 12.
í aðalatriðum er samningurinn
eins og sáttatillaga sáttasemjara,
er hann har fram um fyrri helgi,
og stjórn Dagsbrúnar feldi þá.
Hjer birtist samningurinn orð-
rjettur, eins og aðilar gengu frá
honum aðfaranótt laugardags.
SAMNINGUR
mílli Viúnuveitendafjelags ís-
lands (í samningi þessnm nefnt
vinnuveitendur) og Verkamanna
fjelagsins Dagsbrún í Reykjavík
(í samningi þessum nefnt Dags-
brún) um kaup og kjör verka-
manna í Reykjavík, er tíma-
kaup taka.
1. gr. Vinnuveitendur skuld-
binda sig til þess að láta verka-
menn, sem eru gildir meðlimir í
Dagsbrún, hafa forgangsrjett til
almennrar verkamannavinnu, þeg-
ar þess er krafist, og Dagsbrúnar-
menn hjóðast, er sje fullkomlega
hæfir til þeirrar vinnu, sem um er
að ræða.
Vinnuveitendur hafa ávalt frjálst
val um það, hvaða fjelaga Dags-
brúnar þeir taka til vinnn. Nú viil
vinnnveitandi ráða til sín mann
í virnra, sem ekki er f jelagi í Dags-
brún, og skal Dagsþrún þá skyld
til þess að veita þeijri manni inn-
göngu, ef hann sækir um það, og
það kemur ekki í hága við sam-
þyktir fjelagsins.
2. gr. Dagvinna telst frá kl. 7 f.
til kl. 6 e. h. Eftirvinna frá kl. 6
e. h. til kl. 10 e. h. Næturvinna
frá kl. 10 e. h. til kl. 7 f. h. Helgi-
dagavinna frá kl. 7 f. h. til kl. 10
e. h. Næturvinna skal ekki unnin
nema hrýna nauðsyn heri til, og
þá því aðeins, að stjórn Dagsbrún-
ar samþykki í hvert sinn.
3. gr. Kaffitímar sjen kl. 9—
9,30 f. li., 3—3,30 e. h., og sje unn-
in eftirvinna, kl. 6—6,30 e. h. —
Kaffitímar, sem falla inn í yinnn-
tíma, reiknast sem vinnntímar, og
sje unnið í þeim reiknast tilsvar-
andi lengri tími sem unninn.
Nú vinnur maður aðeins vinnu-
tímabil, sem fellur utan kaffitíma,
og skal honum þá greitt tíma-
kaup með 10% álagi, á kaup-
taxta þann, er greinir í næstu
grein.
Matartími skal vera frá kl. 12
á hádegi til kl. 1 e. h. og reiknast
hann ekki með vinnutímanum.
4. gr. Lágmarkskanp í dagvinnu
fyrir fullgilda verkamenn, skal
vera kr. 1,45 fyrir klukkustund, í
eftirvinnu kr. 2,15 fyrir klukku-
stund, og í nætur- og helgidaga-
virara kr. 2,70 fyrir klukkustund.
| 5. gr. Verkfæri og vinnutæki
Sjeu verkamönnum lögð til, þeim
að kostnaðarlausu. Vinnuveitend-
úr skulu sjá um, að útbúnaður all-
ur og áhöld sjeu í góðu lagi, svo
ekki stafi af slysahætta, eða ör-
yggi verkamauna sje á annan hátt
stefnt í hættu.
6. gr. Á vinnustöðum skulu at-
vinnurekendur sjá um, að 'lyfja-
kassi sje á staðnum, með nauð-
Synlegum lyf jum og umhúðum, svo
og salerni, vatn og vaskur, ef við
verður komið.
7. gr. Stjórn Dagsbrúnar er
heimilt að velja sjer trúnaðar-
mann úr hópi verkamanna, á
hverjum vinnustað. Verkamönnnm
er lieimilt að snúa sjer til trúnað-
armanns með hverskonar óskir eða
kvartanir viðvíkjandi aðbúnaði við.
vinnuna, eða öðru, er þeir telja
ábótavant. Trúnaðarmaður skal
hera allar slíkar óskir eða kvart-
anir fram við vinnnveitanda eða
umhoðsmann hans, t. d. verkstjóra.
Trúnaðarmaður skal í engu gjalda
þess hjá vinnuveitanda eða verk-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Skemtunin að
Eiði í dag.
Uiskemtun Sjálfstæðisf jelag-
anna að Eiði hefst kl. 3 í dag
með ræðuliöldum. Taka þeir Gísli
Sveinsson alþm., Jóhann G. Möller
og Sigurður Kristjánsson til máls.
Síðan verður hljóðfærasláttur og
dans.
Veðurspáin er ekki góð, en verði
veður sæmilegt, má húast við miklu
fjölmenni, og er þá vissara fyrir
fólk að fara tímanlega inn eftir.
Fánaliðsmenn, sem eru í bænum,
eru beðnir að mæta að Eiði kl. 2.
Landað var á öllum síldarstöðv-
um í Siglnfirði í gær, og barst
mikið af síld þangað. Allar síld-
arbræðslustöðvar í Siglufirði verða
látnar bræða yfir helgina til þess
að þær geti haft nndan. Nokkur
skip biðu í Siglufirði eftir afferm-
ingu í gærkvöldi.
í gær símar frjettaritari Morg-
unblaðsins í Siglufirði, að síðasta
sólarhring' hafi þar verið saltað-
ar samtals 8.755 tunnur síldar, þar
af 2,035 matjessaltaðar.
Fjöldi erlendra reknetaveiði-
skipa koni til Siglufjarðar í gær
til að liggja þar yfir helgina.
Hjalteyri.
| Á Hjalteyri lönduðu í gær og
FRAMH. Á 3JÖTTU SÍÐU.