Morgunblaðið - 25.07.1937, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 25. júlí 1937.
4
Lýtalaust
hörund!
iger
t&flur
Örvæntið ekki um hör-
und yðar, en látið Viger
gera það sem önnur feg-
urðarlyf — þótt góð sjeu
— hafa ekki megnað.
Með því að nota Viger
töflur fáið þjer hraust
legt, hreint og mjúkt
hörund. Þær innihalda
ger, en gerlagróður þess
ver líkamann fyrir ýms-
um úrgangsefnum, sem
þar vilja setjast að og
valda m. a. óhreinu hör
undi. Og áhrif Vigers
koma einnig fram í hressara og glaðara
skapi og aukinni starfsorku og starfs-
gleði. — Spyrjið aðeins lækninn!
Byrjið þegar í dag að nota Viger-töfl-
ur, það kostar aðeins örfáa aura á dag.
Gerlarannsóknastofa Alfred Jörgensens
hefir eftirlit með framleiðslu Ví^er-tafl-
anna. — VIGER-töflurnar fást í öllum
lyfjabúðum.
Verksmiðjan VIGER,
Kaupmannahöfn.
lesta hgðlp
UlhlltBHMV.
Morgunblaöið með morgunkaffinu
ORRI:
Listsýningin í
Miðbæjarbarnaskólanum
C^ýning þessi er merkasti
listviðburður síðari
ára. Á sýningunni eru verk
eftir 15 málara og 1 mynd-
höggvara, samtals 110 verk,
allflest ný, og hafa fá af
þeim verið sýnd hjer áður.
Það er auðsætt að íslensk mál-
aralist er í örum vexti og áð við
höfum á að skipa ríkum listræn-
um hæfileikum. Pjölbreytni er
mikil og athugavert hvernig hver
listamaður á sinn hátt, reynir að
gera viðfangsefnin svipmikil og
eftirtektarverð. Þetta er gott, því
þá fyrst er von á góðum árangri
af starfinu er listamaðurinn gerir
miklar kröfur til sjálfs sín og
vinnur frjáls og óþvingaður eihs
og eðlishvöt og kunnátta hans
frekast leyfir.
Ekki svo að skilja, sem hjer
hafi aldrei áður verið góðar sýn,-
ingar bæði einstakra manna og
líka samsýningar. En nú virðast
sjerkenni hvers listamanns koma
greinilegar fraip en áður. Það eru
7 ár síðan síðast var hjer sam-
sýning en á þessu tímabili hafa
nýir kraftar komið fram á sjónar-
sviðið og þeir eldri og þektari
listamenn hafa færst í aukana og
þroskast enda sýna þeir nú enn
meiri leikni en áður.
Þarna eru þó eins og líka er
eðlilegt á stórri sýningu mjög mis-
jöfn verk sem ekki öll gætu stað-
ist stranga gagnrýni. Á stundum
er boginn spentur of hátt og hann
brestur áður en örin nær marks.
Þjóðinni ber skylda til að veita
þessum hæfileikum ný verkefni.
Finnur Jónsson hefir auðsæja
dekorativa hæfileika og færi vel
ef hann fengi tækifæri til að
reyna þá við einhver stór verk-
efni — skreytingu á opinberrí
byggingu eða því líku. Hæfileikar
hans fengju fríara svigrúm og
nytu sín betur en þeir gera í
venjulegum myndum.
Það eru einnig fleiri en hann
sem gætu leyst slík verkefni. Öll
stærri viðfangsefni fela í sjer
meiri þroskamöguleika fyrir mál-
arana en flesta mun óra fyrir.
Ásgrímur Jónsson okkar elsti
málari sýnir nú 11 landslagsverk.
Hann er enn ungur í andanum.
Pyrir honum vakir nú eins og
fyr að endurgefa íslenskt lands-
lag í frjálsum og oft djörfum lit-
um. í myndum hans kemur fram
fölskvalaus gleði og hrifni fyrir
náttúrunni.
Jón Stefánsson, sem einnig mál-
ar mikið landslag, sýnir þarna þó
nokkur portrett o. fl. ásamt lands-
lagsmyndum. Jón hefir ekki sýnt
hjer síðan 1930. Hans verk eru
ekki öll fljót tekin. Hann stað-
næmist ekki við hið fyrsta ljett
fundna form en undirbýr og gegn-
umfærir myndina með langri
vinnu. En því lengur sem hann
vinnur að verkinu því meir um-
steypist það og mótast í ákveðn-
um persónuleika, þar sem ekkert
virðist vera óhugsað en myndar
sameiginlegt net af línum, litum
og formum.
Gunnlaugur Blöndal, sem líka
er einn af okkar þektustu málur-
um, sýnir 7 verk, sem nú eins og
áður eru aðallega portrett og
modell. Hann er einn af okkar
stílhreinustu listamönnum, og
viimur nú eins og endra nær
með ákveðnum lita-mótsetningum,
rauðu, grænu, og gulu, bláu.
Tveir ungir listamenn sýna
þarna, sem jeg vil minnast nokk-
uð á.
Svavar Guðnason sýnir i fyrsta
sinn og Þorvaldur Skúlason hefir
ekki sýnt hjer lengi. Þorvaldur
Skúlason sýnir 6 verk sem bera
með sjer að hann nú þegar hefir
öðlast mikinn listrænan þroska.
Hann hefir mikla tilfinningu fyrir
litum, hann er koloristi eins og
það er kallað á útlendu ináli.
Hann byggir sínar myndir upp
sem, allra óbrotnast, með sem fæst-
um ákveðnum línum, eins og mynd
sú, sem sýnd er í Lesbókinni í
dag gefur nokkra hugmynd um.
Þrátt fyrir það, þótt hann byggi
verkin einföld upp í aðaldráttum,
er í þeim óvenjuleg orkuhreyfing
og í gegnum þau öll gengur hár-
fín litaspenna. I viðkvæmum lita-
og tónamismun lifir og starfar
myndin. Svona miklir listrænir
hæfileikar eru sjaldgæfir.
Svavar Guðnason sýnir 4 verk
sem bera með sjer að hann getur
farið vel með liti. Pormið er fjær
veruleikanum en alment gerist
hjer, en fyrir þá sök engan veg-
inn óaðgengilegt. Slík verk hafa
sín verðmæti í öðru, en beinlínis
eftirlíkingu einhverra hluta. Á
sýningunni lífga þau upp og gera
tilbreytni.
Svavar Guðnason hefir á undan-
förnum 3 árum stundað nám í
Kaupmannahöfn. Hann lofar góðu
og jeg hlakka til að sjá meira
eftir þennan unga listamann.
Þessi sýning er athyglisverð-
Hún er „Slög á skjöldu“, eins
og Norðmennirnir orðuðu það.
Jeg enda undrast þá listrænu á-
byrgðarmiklu framþróun íslenskr-
ar málaralistar. Þrátt fyrir erfið-
ar efnalegar ástæður listamann-
anna, vinna þeir svo ósjerplægt
að listrænu takmarki. Við getum
ekki skráð okkur atvinnulausa
eins og verkamannastjettin og
fengið atvinnubótastyrk. Við get-
um ekki orðið kaupmangarar eða
spekulerað í síld og útvegi, eins
og sumir aðrir þegaf annað brest-
ur. Við höfum all-flestir ekki ann-
að en okkar list að halla okkur að
í blíðu og stríðu. Þess vegna verða
einstaklingar, áhugamenn, og svo
löggjafarnir að stuðla að kaupum
á listaverkum.
Þjóðin verður að skilja það, að
sönn list, hverju nafni sem hún
nefnist, er enginn „luxus“ heldur
andleg verðmæti sem vert er að
stuðla að.
Aðrar þjóðir hafa marga 0g
stóra sjóði til styrktar listum, en
við höfum enga slíka. En verðum
að mestu að eiga það undir ein-
staklingum hvað mikið þeir vilja
miðla af mörkum til kauþa á lista-
verkum.
Um þessa sýningu, og hvern
einstakan listamann mætti skrifa
langt mál, en í þetta sinn læt jeg
nægja að benda á einstaka atriði
rjett til að minna á sýninguna.
Sýningin verður opin til mán-
aðamóta júlí og ágúst.
Orri.
IkfÖttURlKlUr.
Eins og undanfarið útvegum við 1/1 og 1/2
kjöttunnur frá Noregi.
Talið við okkur sem fyrst.
Eggerl Krisllánsson & Co.
Kaupmenn!
Verkfallið hindrar ekki ennþá afgreiðslu á vörum frá
vörugeymsluhúsum mínum.
§ig. Þ Skjaldberg.
(Heildsalan).
Sími 1380. LITLA BILSTOBIN Er nokkuð atór
Opin allan sólarhringmn.