Morgunblaðið - 25.07.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.07.1937, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. júlí 1937. Jfaufis&ajiM: Smálúða, Rauðspretta, Ýsa, S>yrsklingur, beinlaus og roð- íaus fiskur. Dcglega nýtt. Fisk & Farsbúðin, sími 4781. JCaupi jramlan kopsr Vuld Poalsen, Klapparstíg 29. Mjólkurbússmjör og osta í heiidsölu hjá Símoni Jónssyni, Laugaveg 33. Sími 3221. Vjelareimar fást bostar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Rúgbrauð framleidd úr besta danska rúgmjöli (ekki hinu sönduga, pólska rúgmjöli). Kaupf jelagsbrauðgerðin. Tjald tapaðist á leiðinni frá Reykjavík upp að Varmadal í Mosfellssveit. Finnandi er vin- samlegast beðinn að skila því til Jóns Magnússonar, Aðal- stræti 9, gegn fundarlaunum. Wmmm Otto B. Arnar, löggiltur Út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loftnetum. Geri við saumavjelar, skrár og allskonar heimilisvjelar. H. Sandholt, Klapparstíg 11. Sími 2635. nmjLcJ vrt&lGJumha^psnu, Af eftirfarandi frásögn sjest, að stjórnmálamenn geta verið þreyttir og þjakaðir eins og aðrir menn: Forsætisráðherra Kanada, Mac Kensey King, kom einu sinni ekki alls fyrir löngu í heimsókn til Roosevelts forseta, til þess að ræða við hann um ýms hernaðarleg mál- efni. Klukkutíma síðar, er ritara for- setans fór að finnast það grun- samlegt, að ekkert tal heyrðist úr herberginu þar sem þeir voru. opnaði hann hurðina. Sá hann þá, að þeir sátu andspænis hvor öðr- um steinsofandi háðir. * Nýtt æði hefir gripið menn í Ameríku, kapp um það, hver geti ruggað sjer lengst fram og aftur í ruggustól. Mr. Joe Harrison í Ontario vann um daginn heimsmeistaratitil í þessari íþrótt. Hann ruggaði sjer í samfleytt 55 stundir og 15 sekúnd- ur og datt síðan meðvitundarlaus úr stólnum. Bn hann setti met! * Skútan „Zebrina“ var um dag- inn seld á uppboði í Porstmouth fyrir 8000 krónur. Skúta þessi fanst árið 1917 á siglingu fyrir fullum seglum, miðdegisverður stóð á borðum í borðsalnum, en ekki nokkur lifandi sála sást um borð. Hinn nýi eigandi ætlar að kalla skipið „Marie Celeste“, eftir skipi sem fanst undir líkum kringum- stæðum árið 1872. Kennarinn var í vandræðum með að fá drengina til þess að játa, hver þeirra hefði sett púðurkerlingu í kennarastólinn og fylt blekbyttuna með vatni. Hann ákvað því að refsa öllum bekkn- um> og hver af öðrum voru dreng- irnir kallaðir upp að kennaraborð- inu, lagðir þvert yfir knje kennar- ans og flengdir þremur höggum með vendinum. Þegar röðin kom að þeim síð- asta, vildi kennarinn gera eina tilraun enn, til þess að fá fram játninguna, og sagð. j — Ef þú segir mjer, hver gerði þetta, skaltu sleppa við refsingu. — Jæja, þá skal jeg segja það, sagði snáði og stundi af feginleik. — Það var jeg, sem gerði það! * Innanríkismálaráðuneytið þýska hefir gefið út áskorun til fólks þar í landi þess efnis, að skíra börn sín eingöngu þýskum nöfn- um. Nöfn eins og Hans, Johan, Peter og Elisabeth eru talin hrein þýsk nöfn. * • Enskur skólastjóri hefir við rannsókn komist að þeirri niður- stöðu, að flestir óróaseggir hafa verið rauðhærðir. Hann kennir ekki háralitnum um hið æsta skap þeirra, heldur hinu, að þeir hafi orðið fyrir áreitni og stríðni skóla- fjelaga sinna. * chuschnigg ríkiskanslari Aust- urríkis er orðlagður fyrir lítillæti. Dag nokkurn kom einn kunningi hans til hans og sá, að hann var að skrifa nafn sitt á 5 blöð, sem lítil stúlka rjetti honum. „Jeg verð að iáta að ósk henn- ar“, sagði kanslarinn. „Hana lang- ar til þess að fá eiginhandarnafn Paulu Wesely, en það getur hún fengið fyrir 5 undirskriftir mín- ar“. * Jane Amelia Wakeford ekkju- frú í Portsmouth varð um daginn 100 ára gömul. Blaðamaður heim- sótti hana á afmælisdaginn og spurði hana hvort hún gæti starf- að nokkuð lengur. — Jeg held nú það, sagði sú gamla. — Jeg gæti gamallar konu, •sem er 75 ára gömul. Dúkkur — Mublur — Bílar — Boltar — Bangsar — Hundar — Hestar — Byssur — Sverð — Dátar — Göngustafir — Kubbar — Nóa-arkir — Dúkkuvagnar — Spil — Flautur — Skóflur — Smíðaáhöld — Skip — Hjólbörur Dúkkuhús — Gúmmíkarlar — Stell — Perlufestar — Kúlukass- ar — Myndabækur — Hringar — Töskur — Lísur — Shirley Temple-myndir og margt fleira. K, Einarsson £ Björnsson. Hjálpræðisherinn: Sam- komurnar í dag. Helg- unarsamkoma kl. 11 f. h. tJtisamkoma kl. 4 og 7*4 e. h. Hjálpræðissamkoma kl. 8 V4 e. h. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. ----- Hverfisgötu 50. Samkoma í kvöld kl. 8. — Hafnarfirði,. Linnetsstíg 2. Samkoma í dag: kl. 4 e. h. Allir velkomnir. Friggbónið fíria. er bæjarii. oeata bón Slysavamaf jelagið, skrifstof %. Hafnarhúsinu við Geirsgötu Seld minningarkort, tekið móU gjöfum, áheitum, árstillögum. m. m. MÍLAFLDTNINGSSKRlFSTDFi Pjetur Magnússon Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Símar 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—0. Fallegustu og bestu prjónavirurnar * i VEiTU Laugaveg 40. Sími 4197. NILS NILSSON: FÖLKIÐ A MÝRI líf á þessari jörð, sem hann unni af öllu hjarta. Stund- um fann hann frið í endurminningunum, en stundum vöktu þær ákafa lífslöngun hjá homim. Hann hugsaði meira í sjúkdómslegu sinni en hann hafði gert alla sína æfi, og hann kyntist konu sinni og börnum betur og furðaði sig á því, hve þau voru í raun og veru ólík. Hann sá, að þau hjónin höfðu ekki gefið sjer tíma til þess að vera neitt verulega mikið hvort fyrir annað. Árin höfðu liðið og allur tími farið í vinnu. Þau höfðu líka auðgast og átt börn, og öll höfðu þau verið þeim tii gleði frekar en áhyggju — þangað til Hugo fór að drekka. Það var þeirra fyrsta sorg. Eftir að Knútur kom heim, kom það fyrir, að hann reyndi að komast í nánara samband við Lenu, segja henni hugsanir sínar og tala við hana um það, sem honum lá á hjarta. En hún skildi hann ekki. Lífið sjálft hafði svo sterk tök á henni, að hún gaf sjer ekki tíma til þess að hlýða á orð hans. Hún hafði sætt sig við þá hugsun, að hann ætti að deyja. Hvað þýddi að tala um það, sem liðið var . Hún hugsaði um framtíðina, það sem framundan var. Hvernig hún ætti að halda yfirráðum yfir búinu og sama valdi yfir börnunum og áður. Fortíðin var fyrir henni óljós draumur. myndi fá hvíld frá þjáningunum og þau losna við að sjá hann líða. Og öll þráðu þau. breytingu. Þau dreymdi fagra drauma um nýtt líf og sjálfstæði, er þau losnuðu undan yfirráðum og drotnunargirni móðurinnar. — Hvernig er nýi sinalimi?, spurðið Knútur hæg- látlega og andvarpaði. Hann er heldur lágur í lofti — en hann verður sjálf- sagt ágætur, svaraði Ida. Knútur kinkaði kolli, hann þoldi illa að tala. En hann gat ekki verið án þessara kvöldstunda, sem hann þráði allan daginn. Ida strauk yfir enni hans. Það kom ekki oft fyrir, að hún sýndi honnm blíðu, en stundum kom það yfir hana, að henni fanst hún þurfa að sýna honum, hve vænt henni þætti um hann. Þessi atlot voru líka eins- konar uppbót fyrir þá penina, gsem hún hjóst við að fá eftir hann. Ida hafði miklar mætur á peningum og hún ætlaði að gifta sig, strax og pabbi hennar var dáinn. Þegar þau höfðn boðið föður sínum góða nótt, fór Ida inn í herbergi sitt. Hún var þegar byrjuð að sauma og búa sig út fyrir giftinguna. Fritz settist inn í hað- stofu með bók, en Anton talaði við móður sína um kýrnar og hverjar ættu að fara á beit út í skóginn. Elín var við uppþvottinn frammi í ledhúsinu og Ijet hugann reika til Pjeturs. Börnin stóðu við rúmið hans, eins og þau voru vön á hverju kvöldi. Gleðisvipur kom í augun er hann sá þenna myndarlega barnahóp sinn. Hann strauk með mögrum og óstyrkum höndunum yfir sængina, þegar hann spurði þau í blíðlegum og veiklulegum róm, hverju þau hefðu afrekað þann daginn. Og börnin svöruðu fúslega öllu sem hann hann spurði þau. Þau voru orðin því vön að sjá honum hraka, og biðu aðeins eftir dauða hans. Elín var sú eina, sem aldrei gat felt sig við þá tilhugsun. Hún fann til sömu sorgar og samúðar og hún hafði gert daginn sem slysið vildi til. En fyrir hin var dauðinn hesta lausnin. Hann Óli var í sjöunda himni af fögnuði, þegar hann fór með Sveini út úr baðstofunni að loknum kvöldverði. Spurning Elínar um það hvers vegna hann væri svona prúðbúinn og hvert hann ætlaði, lofaði honnm góðu. Hún var hrifin af honum. Auðvitað. Að vísu hafði hún ekki sagt já, en hún hafði ekki heldur sagt nei. — Finst þjer jeg ekki vera fínn, drengur?, spurði hann Svein, þegar hann var að fara af stað. — Jú, jeg held nú það, svaraði Sveinn hálf ótta- sleginn. Það var eitthvað í augnaráði Óla, sem hann hrylti við, og hann var óumræðilega feginn, þegar Óli fór út. Yeður var fagurt þetta kvöld, kyrt og hlýtt. Óli gekk niður stíginn, sem lá inn í skóginn. Hann hljóp- við fót. Nú var um að gera að koma í tæka tíð. Kannske var Elín þegar komin. Átti það nú í rann og veru; fyrir honum að liggja í kvöld að fá Elínar? Hversu oft hafðl hann ekki verið að eltast við kvenfólk, og altaf hafði það farið í handaskolum hjá honum. En honum hafði strax litist vel á Elínu fyrsta kvöldið sem hann sá hana og síðan hafði hann stöðugt verið milli vonar og ótta. Þegar hann kom í námunda við skóginn fór hann að ókyrrast. Skyldi hún nú koma? Hann skimaði í allar áttir og andaði að sjer skógarilminum. Hann brá hend- inni fyrir augun og horfði heim að bænum. Hann tók eftir því að hann var skjálfhentur. Aldrei á æfi sinni hafði hann verið svona æstur. Var það fyrirboði ein- hvers? Skyldi hún koma? Hann settist á stein og heið. Ákaft kjarkleysi, von„ gleði og sorg greip hann til skiftis. Elín hlaut að koma. Aldrei hafði nokkur stúlka haft önnur eins áhrif á hann. Hann var sjúkur af ást til Elínar. En ekki kom hún, nema hún væri þegar komin inn í skóginn.. Hann reis snögglega á fætur, ráfaði inn í skóginn. og kallaði nafn hennar, en fekk ekkert svar. Hafði hún hann að leiksoppi? Honum var gráti næst við tilhugsunina. Hann sneri við og honum var mjög þungt um hjartaræturnar. Að vísu hafði hún aldrei játað honnm ást sína, og' hann hafði ekki heldur sagt henni, að hann elskaði hana. En sýndi ekki augnaráð hennar og blíða bros, að henni var vel til hans? Það var farið að dimma og gráleit þoka lá yfir mýrinni. Nokkrar villiendur rufu þögnina með gargi sínu, og Óli hrökk upp af hugsunum sínum. Vonleysið ásótti hann á ný, og honum varð hugsað til Pjeturs Ask. Kannske hafði hún farið í bæinn til þess að hitta hann. Hann nötraði af bræði, og hefndar- hugurinn yfirbugaði ástarþanka hans og drauma. Hann var örvilnaður af sorg. Ef til vill hafði honum skjöpl- ast, kannske var það Pjetur Ask, sem hún elskaði-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.