Morgunblaðið - 25.07.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.07.1937, Blaðsíða 6
6 T MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25. júlí 1937, RE Y K J AV ÍKURBRJE R _______ FRAMH. AF FTMTXJ StÐU. Alþýðuflokkurinn hefir hrósað sjer mjög af því, hve vel hann hafi reynst bændum í samstarf- inu við Framsókn. Og Tímamenn- irnir hafa fyrir sitt leyti borið hið mesta lof á samstarfsflokkinn fyrir eðallyndi hans í þessum efn- um. Sameiginlega hafa stjórnar- flokkarnir svo ráðist á Sjálfstæð- ismenn fyrir ýms „meint“ afbrot í garð bænda. Hafa þeir t. d. fund- ið upp svokallað „Kjötverkfall“, sem þeir hafa kent Sjálfstæðis- mönnum. En nú bregður svo við, að Al- þýðublaðið hefir í hótunum um allsherjarverkfall á afurðir bænda. Segir blaðið, að ef ekki verði geng- ið að kauphækkunarkröfunum, verði verkamenn „að krefjast verð- lækkunar á innlendum afurðum“. Svona er nú vinskapurinn þeim megin, þegar á reynir. „Vinir í raun“! AMA daginrt sem þessi klausa birtist í Alþýðublaðinu, hafði Tímablaðið birt vinarhug sinn til hinnar „vinnandi stjettar“ hjer i bænum á alveg jafn skýran hátt. Hjer hefir undanfarið starfað Pöntunarfjelag Yerkamanna og borist allmikið á. Skýrðu sósíal- istablöðin frá því fyrir skemstu, að fjelagsskapur þessi væri runn- inn inn í S. I. S. Hefir orð leikið á, að fjelag þetta hafi fengið inn- flutningsleyfi meiri en að vonum. Nú segir Tímadagblaðið, að fje- lagið hefði verið löngu „dautt úr vesöld“, „ef Framsóknarmenn hefðu ekki haldið í því líftórunni með því að hjálpa því um inn- flutning, sem vel var hægt að ráð- stafa öðruvísi“. Það er göfugur hugsunarháttur bak við þessar hótanir samstarfs- flckkanna. Framsókn gerir sig líklega til að granda verslunar- samtökum verkamanna. Og Al- þýðuflokkurinn ætlar að „stræka" á afurðir bænda! SÍLDVEIÐARNAR. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. í fyrrinótt: Gulltoppur 1611 mál- um, Gyllir 877, línuv. Armann 952, Huginn ca. 800. í gærdag frjettist af þessum skipum með síld: Skallagrímur hafði fengið 1200, Snorri goði 1000, Egill Skalla grímsson 1000 og Belgaum 1000. Á leið út frá Hjalteyri í gær fekk Ármann 500 mál, og Gyllir 300. Otur hafði fengið 600—700 mál um miðjan dag í gær. Togaramenn telja veiðihorfur nú betri en þær hafa verið í langan tíma. Veður er hiýrra og betra en það hefir verið. Alls hefir verksmiðjan nú tekið á móti ca. 60 þús. málum sílclar. Djúpavík. Þar lönduðu í gærmorgun og fyrrinótt: Ólafur 1209 málum, Málmey 244, Kári 788, Hannes ráðherra 758, og auk þess nokkrir mótorbátar. Þoka var á Djúpavík í gær- morgun, en ljetti til er leið á dag- inn, og var komið gott veður í Húnaflóa í gærkvöldi. Betanía. Almenn samkoma kl. 8^/2 í kvöld. Sr. Jóhann Hannesson talar. — Allir velkomnir. Nfi kaypsaæniRQ- urinn. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. stjóra, að hann ber fram kvart- anir fyrir hönd verkamanna. 8. gr. Verkamaður á kröfu til að fá kaup sitt greitt vikulega, og gildir það ekki aðeins tíma- og vikukaupsmenn, heldur einnig mán aðarkaupsmenn, með hlutfallslegri greiðslu. Skal verkamaður þá eiga heimting á fullri greiðslu, á ó- greiddu kaupgjaldi fram að næsta virka degi á undan útborgunar- degi. Það sem eftir stendur af knupi hans, kemur til útborgunar næsta útborgunardag. Vinnuveitandi ákveður, hvern virkan dag hann velur til útborg- unar á kaupi. 9. gr. Rísi ágreiningur út af samningi þessum, eða einstökum atriðum. hans, eða annar hvor að- ilji telur hann brotinn á sjer, skal leggja allan slíkan ágreining eða meint brot á samningnum fyrir sáttanefnd, sem þannig sje skip- uð, að hvor aðili tilnefnir einn að- almann og annan til vara. Skulu þeir rannsaka ágreiningsatriðin og ráða þeim til lykta, ef unt er. Hafi menn þessir ekki lokið starfi sínu innan þríggja daga, frá því, er þeir hafa verið kvaddir til starfa, ber nefndarmönnum að snúa sjer til lögmannsins í Reykjavík, sem þá útnefnir þriðja manninn í nefndina, sem reynir, ásamt hin- um, að jafna deiluatriðin. Skal nefndin hafa lokið störfum sín- um innan þriggja daga ffá því, er þriðji maður var skipaður. — Vinnustöðvun skal óheimil, út af slíkum ágreiningi, fyr en viku eft- ir að sáttastarf hófst. 10. gr. Samningurinn gildir til 1. júní 1938. Sje honum ekki sagt upp fyrir 1. maí sama ár, fram- lengist hann til áramóta. Sje hon- um þá ekki sagt upp fyrir 1. nóv. 1938, framlengist hann um eitt ár í senn, ef honum hefir ekki verið rságt upp með tveggja mánaða fyr- vara. Samningur þessi er gerður í tveimur samhljóða frumritum, og beidur hver aðili sínu eintaki. Reykjavík, 24 júlí 1937. Fvrir hönd Vinnuveitendafjelags íslands. jartanThors. EggertKristjánsson. G. Vilhjálmsson. H. Bergs. Bjarni Þorsteinsson. Við undirrituð stjórn Dagsbrún- ar samþykkjum framanritaðan saínning, með því skilyrði, að hann verði samþyktur á funcli Dags- brúnar 24. júlí 1937. Kr. F. Arndal. Guðm. Ó. Guð- mundsson. Þorl. Ottesen. Sigur- björn Björnsson. Sigurður Guð- mundsson. Esja fór frá Vestmannaeyjum um hádegi í gær áleiðis til Glas- gó\v.'— Með skipinu voru hjeðán 60—70 farþegar, aðallega Englend- ingar, einnig próf. Norlund, Jónas Jónsson og frú, Ásgeir Sigurðsson forstj. Landssmiðjunnar, Kjartan Gíslason bókari og fleiri. — Esja tók mikið af fiski í Vestmanna- eyjum, einnig fór hún með fisk hjeðan. Nýja Bíó: Æfintýrið í skóginum. PÝSKA leikkonan Elisabeth Bergner er ein af sjerkenni- legustu kvikmyndaleikkonum heimsins — leiklistin er henni fyr ir öllu. Hún dáir mjög hina klass isku höfunda, og uppáhald hennar er Shakespeare, enda hefir hún gert sjer far um að leika í leik- ritum hans. Bergner leikur hlutverk Rosa- lind í gleðileiknum „As you like it“, eftir Shakespeare, sem Nýja Bíó sýnir á kvikmynd. Allir sem sjeð hafa og heyrt Elisabeth Bergner, vita, að ekki var hægt að fá hæfari leikkonu í hlutverkið, enda er leikur hennar mjög rómaður og einnig meðleik- enda hennar í aðalhlutverkunum, sem alt eru þektir enskir Shake- speare-leikarar. Auðsjáanlega hefir ekkert verið til sparað af hálfu kvikmynda- fjelagsins við að gera myndina sem best úr garði, en samt — án þess að biðja Shakespeare gamla af- sökunar — er það fyrst og fremst „Die Bergner“ að þakka, hve kvikmyndin hefir tekist vel. SÁLMABÓKIN í NÝJU BANDI. að er orðið svo langt síðan að r-" menn hafa sje sálmabókina öðru vísi en í svortu bandi, að margur maðurinn er búinn að gleyma því að hún hafi nokkurn tíma verið öðru vísi btmdin. En á árunum fyrir 1914 var töluvert bundið af sálmabókinni í rautt flauelsband með gyltum spennum og þótti þá vegleg gjöf handa nngum og gömlum. Nú hefir Isafoldarprentsmiðja látið gera ný bindi utan um(sálma- bókina úr rauðbrúnu og draplitu rúskinni og er kross og kaleikur þryktur á, en ekki gyltur. Er þetta mjög skemtileg nýbreytni og bók- in viðfeldin og þægileg með að fara.. GREIN MUSSOLINIS. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. í stað þess, að fást við stað- reyndir, segir greinarhöfundur hefir Þjóðabandalagið bygt sjer spilahús úr vígorðum úreltrar hreyfingar — Greininni lýk- ur með þessum orðum: „Sá dagur kemur, að spilahús þetta mun falla fyrir staðreynd, er um allar aldir hefir borið eitt og sama nafn, óafmáanlegt af spjöldum sögunnar. GÖBBELS OG FRAKKAR Frönsk blöð þykjast hafa rakið skrif þýsku blaðanna undanfarna daga um hernaðar- ega aðstoð Frakka við stjórn- ina á Spáni til sjálfs útbreiðslu málaráðherrans, dr. Göbbels. Eitt Parísarblaðið segir í dag að með ásökunum sínum und- anfarna daga í garð Frakka, sjeu þýsk blöð að undirbúa al- mennings áiitið uhdir frjettir um hersendíngar frá Þýska- landi til upp’reiánarmanna. FRANKLIN8’ Koladragnæfnr, ݧadra^næfur, ----Fyrirliggjandi. - r Olnfuv GííIhnuu & €0. h.i. Sími: 1370. Vinnuskóli. Skv. ákvörðun bæjarstjórnar Reykjavíkur, 15. þ. m., verður í tii- raunaskyni stofnað til vinnuskóla fyrir 25 pilta, 14—16 ára. Ef næg þátttaka fæst, hefst skólinn nk. miðvikudag, 28. þ. m., og starfar í 4 vikur. Dvalið verður í skíðaskála „Ármanns“, í Jósefsdal, og unnið að að vegabótum, hleðslu skíðastökkpalls o. fl. — Daglega 6 stunda vinna, auk íþróttakenslu og erindis um vinnubrögð o. fl. — Nemendur fá frítt fæði og kenslu og kr. 15,00, er greiðist að loknu námsskeiði. — Þátttaka tilkynnist undirrituðum, sem er daglega til viðtals í Mið- bæjarbarnaskólanum (gengið inn frá portinu) kl. 2—4 e. h. Reykjavík, 24. júlí 1937. Lúðvíg Guðmundsson. Til Akureyrar Mámndjig. Sfeindór Söngvar fyrir alþýðu IV. Silmalðg eftir sr. Halldór Jónsson, er komin út. Verð kr. 3.50. Fæst hjá bóksölum. Bókaversl. Sigf. Eymundsflonar og Bókabúð Austurbæjar B. S. E., Laugavegi 34. Mýkomið: mikið úrval af káputauum og dragtaefnum í ljósum og dökk- um litum. — Ennfremur margar nýjar tegundir af karlmanna-, og drengjaefnum. Höfum ávalt fyrirliggjandi: Karlmannaföt, Drengjaföt, Pokabuxur, Oxfordbuxur, Kvenkápur, Leðurkápur, og Leðurjakka fyrir karla og konur. Föt saumuð á eimirn degi Fyrsta flokks vinua. C.EFJUN, Aðalstræti. Ung sfélka sem unnið hefir við skrifstofustörf í Danmörku, óskar eftir atvinnu við skrifstofu- eða innheimtustörf. Tilboð merkt „Sanng jarat kaup“, sendist Morgunblaðinu. j MÁIiRDTMCSSKRffSTOFA | | Sigurður Guðjónsson | | lögfræðingur. | Aust. 14. — Sími 4404. I íTifi!fiiR!fi!fiUMK!Hfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.