Morgunblaðið - 25.07.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.07.1937, Blaðsíða 5
Sunnuda^ur 25. júlí 1937. MORGUNBLAÐIÐ 5 orgtmMaðið 1stmnt.i H.t. Arvnt nr n»ykj«Ttk ititatjðran J6n KJ&rtKiuwoo ng Voltfr StafAaiuiOk ;»t>rrir'*an«»Bur) liclýiiitui Árnl Öla. 'áiMtJðrn, aaslt«to«a]r »B miwratVKlmi I. — Pimi lttl. ÁakTtftarcJalali kr. t.00 * KknatL ( >«aaaa*lai II aora •lctaklB — II aara »V DEILUNNI LOKIÐ. - Keykjavíhtirbrjef — ------- 24. júlí. --- Verkfallið hefir staðið í viku án þess borið hafi til tíðinda hjer í bænum. Al- þýðublaðið hefir ekki sagt margt af viti í sambandi við þetta mál, en eitt er þó rjett ihjá blaðinu í gær eða fyrra- 4ag, og það er, að íslenskir v.erkamenn sjeu seinþreyttir til vandræða. Mundi nú ekki verkfallið sjálft geta átt upp- tök sín einmitt í þessu, hvað ís- lenskir verkamenn eru sein- þreyttir til vandræða? Það er vitað, að fjöldi verka manna hefir fylgt foringjum sínum með hálfum hug. — Þessir menn margir hafa ekki viljað skerast úr leik við fjelaga sína, af því að þeir hafa verið „seinþreyttir til vandræða“. Þeir sem þekkja ofstopa og ráðríki sumra þeirra manna, sem stóðu fyrir deii- unni, geta tæplega láð um- komulitlum verkamönnum, þótt þeir Ijetu undan síga fyrir .slíku ofbeldi. Tregða verkamanna til að ganga til verkfalls stafar vit- anlega ekki af því, að þeim .sje óljúft að fá kjör sín bætt. Hún stafar af því, að þeir taka fullyrðingar foringjanna um bætt kjör með kauphækkun, :með fullum fyrirvara. Þeir vita, að enda þótt dýrtíð hafi aukist, þá hefír geta atvinnurekend- <anna til þess að fullnægja þeim auknu kröfum, sem af dýrtíð- inni leiða, ekki aukist að sama skapi. Þessvegna hafa ásakan- ir sósíalista um ,,illvilja“ at- mnnurekenda lítil áhrif meðal .gætnari verkamanna. * Verkamenn hafa löngu gert sjer það ljóst, að afkoma þeirra veltur á öðru en kaupskráning- unni einni saman. Hvað stoðaði t. d. að tímakaupið væri skráð á 2 krónur, ef vinnudögum fækkaði ofan í 100? Útkoman yrði ekki nema 2000 krónur á ári. Það sem fyrir verkamönnum vakir er fleiyi vinnudagar, meira árskaup. Á þetta komu stjórnarflokkarnir auga fyrir þrem árum. Þess vegna var „aukin atvinna“ gerð að stefnu- :skráratriði við stjórnarmyndun- ina 1934. Alþýðublaðið vitnar í gær í skýrslur Hagstofunnar um það, að framfærslukostn- aðurinn hafi aukist úr 221 stigi 1930 upp í 242 stig 1936. Er hægt að fá skýrari sönnun þess, að stjórnarflokkarnir viður- kendu í fyrra, að kauphækkun gat ekki samrýmst fyrirheiti þeirra um aukna atvinnu, en það, að þeir kröfðust ekki kauphækkunar, þótt framfærslu kostnaðurinn hefði aukist um 10 7o? Alþýðuflokksbroddunum skal ekki borið það á brýn, að þeir sofi svo á verðinum, að þeir viti ekki ihvað líður framfærslu- kostnaði verkamanna á hverj- um tíma. Þeir hefðu því krafist kauphækkunar, ef þeir hefðu álitið að það táknaði bætt kjör. Af því krafan um kauphækkun samrýmdist ekki stefnunni um fleiri vinnudaga, var krafan ekki gerð. * Það er fyrst í því fáti, sem verður upp úr hinum herfilegu hrakförum Alþfl. í kosningum, að sumir þeir menn, er harðast voru leiknir í þeirri viðureign, taka það til bragðs að heimta kauphækkun umfram alt. Þessi krafa var borin fram á þantí hátt, að sýnilegt var að tilætl- unin var ekki sú ein, að fá kaupið hækkað, heldur engu síður, að egna atvinnurekend- ur til að bregðast illa við. — Dagsbrúnarstjórnin varaðist að leita samninga við atvinnurek- endur. Verkfallinu var skelt á fyrirvaralaust. Hverjum aug- um, sem menn annars líta á eðli þeirra krafa sem fram voru bornar, er ekki með neinu móti hægt að rjettlæta þennan þursa skap Dagsbrúnarforkólfanna. En atvinnurekendur sýndu að þeir eru „seinþreyttir til vandræða“, alveg eins og verka mennirnir. Þeir tóku kröfunni með sanngirni og gengu þegar inn á að hækka kaupið. Við síðari samningaumleitanir, sem fóru fram á föstudagskvöldið varð auk þess samkomulag um ýms önnur atriði, sem mikla þýðingu geta haft síðar. Það er ekkert vafamál, að vel hefði mátt komast hjá þessu verkfalli, ef ekki hefði í upp- hafi meiru ráðið ofstopi Dags- brúnarforkólfanna en vilji til friðsamlegrar lausnar. Á Dagsbrúnarfundinum í gærkvöldi var samþykt að ganga að samningi þeim, sem aðiljar komu sjer saman um á föstudagskvöldið. Þar með er lokið þessari leiðu og óþörfu deilu. I samningi þessum er það ný- mæli tekið upp, að ágreiningi um einstök atriði hans er skot- ið til sáttanefndar. Er þetta spor í þá átt, að vinnudeilur geti orðið jafnaðar með frið- samlegu móti. Er gleðilegt að þorri verkamanna hefir áttað sig á þessu, því ekki verður lengur unað því algerlega ör- yggisleysi, sem ríkt hefir í þess- um efnum. Um alt land munu menn fagna því að deilunni er lokið og vonandi verður þetta í síð- asta sinn, sem tekist getur að tæla verkamenn til að hefja verkfall fyrirvaralaust. Kosningafyrir- komulagið. argir líta svo. á að breytt kosningafyrirkomulag sje sjerstakt áhugamál kjósenda hjer í Reykjavík, sveitamenn sjen ým- ist tómlátir í þessu efni, eða þá andvígir breytingum frá því kosn- ingafyrirkomulági, sem nú ríkir. En þetta er hinn mesti misskiln- ingur. Minnihluta kjósendur í hin- um einstöku kjördæmum úti um land fá að þreifa á ranglætinu á miklu tilfinnanlegri hátt en íbúar hofuðstaðarins. Enda er það líka svo að kröfurnar um umbætur kosningafyrirkomulagsins koma fyrst og fremst utan af landi. Það er ekki til neins fyrir Tíma- menn að vitna í úrslit kosning- anna 1931. Þær kosningar bar að með þeim hætti að menn fengu lítið tóm til rólegrar yfirvegunar. Málið var flutt af því ofurkappi, að sþks eru fádæmi í okkar sögu. ,i; Flokkun mann- irc. rjettinda. n þótt hægt væri að æsa sveitamenn í þessu máli 1931, þá eru engin líkindi til þess að það tækist nú. Eyrstu árin eftii' að kaiipstaðirnir fóru að vaxá hröðurti skrefum á kostnað sveilc anna, bólaðí á alhnikilli beiskju í garð kaupstaðarbúanna. Yar og kynt undir hleypidómunum mjög óspart af ýmsum þeim, sem náðu áheyrn sveitafólksins Á þeim árum mátti iðulega sjá nöfn eins og „Grimsbylýður'‘, „malarskríll“ og annað þess kyns í blöðum, sem töldu sig sjerstök málgögn bænda. Þótt enn eimi nokkuð eftir af þessarl óviðfeldnu málfærslu, hefir hún nú ekki veruleg áhrif hjá því sem áðtír var. Sveitamenn eru búnir að átta sig á því, að þeim muni best borgið með því að friður haldist milli manna viði sveit og við sjó. Þeir eru búnir að átta sig á því, að kaupstaðarbú- arnir eru hold af þeirra holdi, hvorki verri nje betri, heimskari nje vitrari. I viðurkenningu þess að um jafn hæfa aðila sje að ræða ög í viðurkenningu þeirrar nauð- synjar að friður haldist, komast fleiri og fleiri sveitamenn án flokksgreinarálits, að þeirri niður- stöðu, að ósæmilegt sje og óger- ilegt, að flokka manni'jettindin eins og verslunarvöru, þannig að 1. flokks kosningarjettur sje aðeins handa sveitamönnum, 2. flokks handa kaupstaðabiium. Þótt ýmsir Framsóknarmenn lijer í höfuð- staðnum sjeu haldnir hinum mesta upphefðarrembingi, þá á það yfir- leitt ekki við um kjósendur flokks ins úti um laud. Þeir munu fleiri sem trúa í einlægni á lýðræðið, og hafa á undanförnum árum feng ið tóm til að hugleiða í næði, hvort það kosningafyi'irkomulag, sem við nú búum við samrýmist fullu lýðræði. Daunninn af sam- sullinu erkur maður utan af landi, sem fylgt héfir stjórnmála- baráttunni um langan aldur, skrif- ar eftir kosningárnar: „Þá eru kosningarnar um garð gengnar. Tel jeg útkomu þá, sem þær sýna, eitt af furðulegustu furðuverkum, sem í minni tíð hafa orðið í heimi þessum. Mjer finst það meistaralegt furðuverk, þegar kosningar í einu ríki veraldarinn- ar falla þannig, að allir menn og allir flokkar í landinu fá alt aðra útkomu af þeim, en búist hafði verið við. Sjálfstæðis- og Bænda- flokksmenn gerðu ráð fyrir liðs- auka á Alþingi með því að ganga til kosningabandalags. Allar á- stæður virtust mæla með því að sá liðsauki yrði verulegur. En þetta fór á annan veg. Framsókn- armenn bjuggust við að tapa, þótt þeir reyndu að bera sig hraust- lega. Þess vegna höfðu þeir sam- band það við Kommúnista, sem stuðlaði samtímis að því að komm- arnir náðu þingsetu, og hjálpaði Framsókn til að vinna í einstök- um kjördæmum. Aumingjarnir í Framsókn þora ekki að kannast við þetta, þótt allur landslýður finni óþverralygtina af samsull- inu“. Mórallinn í stjórn- málunum ami maður skrifar ennfremur: „En sá „mórall“ sem kosn- ingarnar sýna: Eftir að búið er að sanna lygar á N. N. á fundi eftir fund hjer í sýslu, svo að hann stendur stimplaður sem ósanninda- maður frammi fyrir kjósendum, fær hann flest atkvæði. Eftir að búið er að sanna með rjettarhöld- um á Hermann þær lubbalegustu kosningalygar, sem þektar eru í íslenskum stjórnmálum, tvöfaldar hann kjörfylgi sitt. Svona mætti lengi telja, en það er ógeðslegt verk, og mun því staðar numið. Annars er þetta siðleysi í stjórn- málunum orðið meira alvörumál en svo að yfir því megi þegja. Það leiðir áreiðanlega til upplausnar í þjóðskipulaginu og það fyr en varir, ef ekki er reynt að hafast eitthvað að. Viðreisn atvinnuvega og fjármála er hið mesta nauð- synjamál, en þó er viðreisn á sviði stjórnmálalegs siðgæðis engu síð- ur aðkallandi". Fallið vígi. jer í blaðinu hefir hvað eft- ir annað verið sýnt fram, á, að á því eina kjörtímabili, sem Sjálfstæðismenn sátu vjer við völd, 1924—1927 hafi verslunarjöfnuð- urinn verið hagstæðari en á nokkru öðru sambærilegu tímabili. Tímamenn hafa ekki getað borið á móti þessu, en þeir hafa þó ekki fengist til að viðurkenna það refjalaust. Þeir hafa bara svarað út í hött, að þetta væri enginn vandi, vegna þess að útflutning- urinn hefði verið svo mikill! Þeim hefir verið bent á að með- alútflutningur fyrstu þriggja ár- anna, sem Framsókn sat við völd hafi verið meiri en ekki minni heldur en á valdatímabili Sjálf- stæðismanna. Þrátt fyrir þetta var verslunar j öf nuðurinn hagstæður um 10 miljónir á ári í tíð Sjálf- stæðismanna, en ekki nema 300 þús. krónur til jafnaðar á ári fyrstu 3 Framsóknarárin í fylli- lega sambærilegu árferði. Þar með er þetta Tímavígi fallið. Lífseig heimska. n heimskan er lífseig, ekki síst þegar hún gerir sam- fylkingu við þrákelknina. Sein- asta dæmið um hina hagfræðilegu speki Tímamanna kom fram í dag- blaði þeirra nú í vikunni. Þar segir að meðalinnflutningur ár- anna 1924—1926 hafi verið 63 % miljón króna, og er það víst rjett. En svo bætir blaðið við þessari einkar skarplegu athugasemd; „En hver og einn getur gert sjer það í hugarlund, hvernig við- skiftajöfnuðurinn hefði verið, ef flutt hefði verið inn fyrir 6314 milj. króna á ári, eins og gert var á stjórnarárum Íhaldsflokksins 1924—1926“. Svo er nú það? En hver varð svo innflutningurinn eftir að Framsókn tók við völdum af „íhaldinu"? Innflutningurinn var sem hjer segir.- 1928 64.394 milj. 1929 76.972 milj. 1930 71.968 milj. Þetta er samtals 213 miljónir 334 þús. krónur á þrem áruxp, eða með öðrum orðum 71.111 — sjötíu og ein miljón eitt hundrað og ellefu þúsund krónur að meðaltali á ári. Hvað ætla Framsóknarmenn að heimska sig lengi á því, að halda því fram að þeim sje betur trú- andi en Sjálfstæðismönnum til þess að sníða innflutninginn við hæfi ? „Jónasar uppgjör“ Uudánfarna daga hefir verið ákaflega grunt á því góða milli stjórnarblaðanna. Alþýðu- blaðið birti einn dagmn grein um feril Jónasar Jónssonar. Kemst blaðið að þeirri niðurstöðu, að saga hans verði „án efa sorgarsaga“. Flokksmenn hans sjeu hættir að taka mark á honum, þeir vilji að vísu „lofa honum að skrifa“, en J. J. sje orðinn kyrstöðumaður og sje á góðri leið með að gera kosn- ingasigur Framsóknar að ósigri, enda liafi „sú raun oft og tíðum fylgt þeim flokki“. Vilji Jónas umfram alt „semja ævarandi pólit- iskan frið við íhaldið í Reyltjavík. Þannig fer með þá menn, sem ell- in og þreytan hafa gert að þrösk- uldi á vegi þróunarinnar“. Þessi ritsmíð mætti heita grein- argerð að „frumvarpi um pólitiskt uPPgjör J. J.“. En það er dálítið einkennilegt, að þetta „frumvarp“ skuli borið fram af Alþýðuflokks- mönnum einmitt nú. Því ekki voru nema 5 dagar liðnir frá því er krosstrje Alþýðublaðsins geir- negldust þessum „þröskuldi í vegi þróunarinnar* ‘ með „áframhald- andi samstarfi“, þar til er „frum- varpið“ birtist. Kjöt- og mjólkur- verkfall? N í öllum þeim straum og skjálfta, sem einkent hefir stjórnarblöðin undanfarið, hefir margt fleira hrotið, sem ekki er síður eftirtektarvert en ummælin um J. J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.