Morgunblaðið - 01.09.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.09.1937, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. sept. 1937. HJALTEYRI - síldarbræðslusföil HJALTEYRI er lítil malareyri undan Arn- arnesi, við vestanverðan Eyjafjörð — um 30 km. norðan við Akureyri. Norðaustan í eyrina skerst lítil grynningatjörn. Upp af tjörninni tekur við ávalt harðvelli, sem síðan dregst inn í snarbratta brekku eða hlíð. Af hlíðarbrún þessari er víðsýnt yfir Eyjafjörð og hinar blómlegu bygðir með ströndum fram. Þenna fjörð og umhverfi hans hafa skáldin lofsungið betur og á eftirminnanlegri hátt en nokkurn annan íslensk- an fjörð — og í hugum þess fólks, sem hefir siglt inn Eyjafjörð um síðsumarkvöld, eða á sólbjörtum vor- morgni, er minningin um þenna fjörð, og fjöllin og sveitirnar, sem að honum liggja, minningin um fjöl- breytta og hrífandi náttúrufegurð — óvenjulega auð- uga af glæsileik, tígulegum myrnjum og djúpum friði. En hvað um það. Það er Hjalteyri, sem við skulum spjalla um — það er þessi litla malareyri undan hlíð- inni við sundið, sem við skulum dvelja við í nokkrar mínútur, því þar hafa á síðustu mánuðum gerst merki- legir hlutir. Löndunartækin. Hjer sjest hvern- ig dælunni er stungið niður í skip- in meðan verið er að landa. T. v. sjest skúffureimin, sem flytur síld Síldarverksmiðjan á Hjalteyri. ina inn í verksmiðjuna. Kveldúlfs fti.f. — Það var á síðastliðnum vetri, laust eftir miðjan febrúarmán- uð — og það á Hjalteyri. Hóp- ur verkamanna óð í nýskelfd- um snjósköflum, reiddu möl- brjótatil höggs, sveifluðu þung- um skóflum og mokuðu möl og mjöll — því þá var hjer norð- austan stórhríðarbylur. Þessir menn voru að grafa grunn að stóru húsi — húsi, sem þurfti að reisa og reisa strax. Þess vegna sneru þeir bökum í veðr- ið og mokuðu möl! En langt sunnan við þessa «yri — langt sunnan við fjöll- in bláu — sátu ráðandi menn á stoppuðum stólum og störðu út í bláinn. . . . Svo risu þeir úr sætum, börðu í borð og þil og bölvuðu sjer upp á það, að aldrei í lífinu skyldu verka- mennirnir í norðanhríðinni fá vinnufrið, og aldrei skyldi þeim takast að reisa þetta hús! Vinnan var stöðvuð — verka mennirnir lýstir í bann. Liðu svo þrjár vikur. * 1 þrjár vikur nötraði þjóðin af geðshræringu — því íslenska þjóðin vildi láta reisa þetta hús og í hennar þágu skyldi það reist. f þetta skifti rjeð vilji þjóðarinnar og hratt málinu fram á sigurvissunnar braut. — Vinnan var aftur hafin og vinn- an var sótt af enn meira kappi og samtaka einurð en áður — því dagarnir eru dýrir, þegar sjálfur drottinn veðrabrigðanna á í hlut! Það var lokið að grafa grunninn og byrjað að slá upp mótum og steypa gólf og veggi. Og áður en aðrir en þeir, sem verkið unnu, höfðu gert sjer fulla grein fyrir, hvað hjer var að gerast, var „húsið á eyrinni" komið undir þak um leið og fyrstu nýgræðingarnir á strönd- um Eyjafjarðar brutust fram í sólina og vorið. Þessi saga um „húsið á eyr- inni“ er saga Síldarverksmiðju h.f. Kveldúlfs á Hjalteyri. Öld æfintýranna er liðin undir lok, vegna þess að æfintýrin blátt áfram storkna í höndunum á okkur og verða að staðreynd- um. Bygging þessarar verk- smiðju er eitt slíkt æfintýr — æfintýr um. kraftaverk hraðans Byrjað að reisa verksmiðjuna í snjó og frosti. Efsta myndin er tekin, þeg- ar byrjað var að grafa fyrir útveggjum verksmiðjuhússins. Þá var 70 cm. klaki í jörðu. Næsta mynd sýnir steypu- vinnu í frosti og snjó. Þá var notað heitt vatn í steypuna. Þriðja myndin er af fyrri lýsisgeyminum, meðan hann var í smíðum. Hann rúmar 1800 smálestir lýsis. Neðst er mynd af undir- stöðu uppslætti verksmiðju- reykháfsins, sem talinn er að vera hæsti reykháfur á ís- landi. og vinnuafkastanna.Það er byrj .að að grafa fyrir verksmiðj- unni í febrúarmánuði, byrjað að reisa húsið í mars, farið að koma fyrir vjelum í því í apríl og maí, og 20. júní — á sjálf- an kosningadaginn — er byrj- að að bræða þar síld og vinna síldarolíu og fóðurmjöl. I ís- lenskri byggingarsögu er þetta ó\iðjafnanlegur byggingar- hraði — og það er útaf fyrir sig æfintýri, þó við getum auð- veldlega sýnt það og sannað, að hjer hafi engum yfirnáttúrleg- um brögðum verið beitt —eng- ar huldar vættir unnið. / * En Síldarverksmiðjan á Hjalt- eyri var ekki fullreist, þegar hún tók til starfa — heldur höfðu þá aðeins verið reistir þeir hlutir hennar, sem nauð- synlegast þurftu til að hún gæti unnið verðmæti og starfað ó- hindrað meðan verið var að reisa aðra hluti hennar hvað af hverju, eftir því, sem þeirra var þörf. Þetta hefir sett sinn sjerstæða, skemtilega svip á atvinnulífið á Hjalteyri og starf semi verksmiðjunnar í sumar — því þar hefir ægt saman öllum vjnnukrafti, sem þarf til að reisa og starfrækja síldarverk- smiðju. Nú eru þar t. d. tveir stein- steyptir lýsisgeymar, sem hvor um sig rúma 1800 smálestir lýsis. Þegar verksmiðjan tók til starfa var lokið að reisa fyrri geymirinn og þangað vætlaði lýsið óðar og byrjað var að bræða. Síðan var byrjað að reisa annan geymi, er var full- gjör þegar sá fyrri var fullur af lýsi. Þetta er aðeins dæmi um það, hvernig hjer var hagað verkun og hvernig verksmiðjureksturinn hefir gengið í kjölfar verksmiðju byggingarinnar, án þess að minstu árekstrar hafi orðið. Meðan eldstæði og gufukatlar verksmiðjunnar unnu sín orku- störf undir berum himni, risii heilar liæðir og álmur við aðal- verksmiðjuna — og meðan skil- vindurnar suða og þurkararnir hvína og mjölsugurnar hvæsa í kjallaranum, er verið að slá mót- in af mjölhúsinu ofan á síldar- þrónum. Þannig hefir Hjalteyri verið í sumar í upplausnarástandi fram- kvæmdanna. Síldarverksmiðjan á Hjalteyri er reist eftir amerískum fyrir- myndum og fullnægir í hvívetna ströngustu kröfum samtíðarinnar. Frá sjónarmiðum sjómanna eru yfirburðir hennar fyrst og fremst fólgnir í löndunartækjun- um — og samskonar löndunar- tæki eru í Djúpuvíkurverksmiðj- unni. Þessi vjelknúðu löndunar- tæki eru útbúin þannig, að eins- konar dælu er stungið niður í skipin, og sogar hún síldina upp úr lestarrúmi skipsins og flytur hana eftir skúffureimum, sem eru á stöðugri hringrás milli verk- smiðjunnar og skipanna, er verið er að losa. Með þessu er að mestu komið í veg fyrir löndunarerfið- leika sjómannanna, auk skjótari afgreiðslu skipann'a, og veiðimann inn má ekki tefja. — Upp að slíkum löndunartækjum koma sjó mennirnir með „sigurbros á vör“, því hjer skilja samvistir þeirra og síldarinnar harmkvælalaust. Hjer þurfa þeir aðeins að ýta lít- illega við síldinni — beina henni braut að dæluopinu — þá er hún hlaupin á land. Enginn mokstnr í mál, enginn svífandi voði úr loft inu! * Síldarverksmiðjan á Hjalteyri hefir í sumar tekið á móti afla 20 veiðiskipa, sem hvergi annarsstað- ar hefðu fengið afgreiðslu. Út- flutningsverðmæti afurðanna mun nema um 2t4 niilj. kr. í erlendum gjaldeyri. Hún hefir skapað at- vinnu á sjó og landi fyrir mörg hundruð manns. IJm þetta þjóð- þrifafyrirtæki urðu hinar harðvít- ugustu deilur. Þeir sem stóðu gegn því hafa fengið sinn dóm hjá öll- um þeim, sem kynst hafa fyrir- tækinu. Þeir eru ekkert öfunds- verðir af þeim dómi. Yerksmiðjan bræðir um 5000 mál á sólarhring og getur tekiS 30 þúsund mál í þrær. AkureyrarhraðferD. Næsta hraðferð til Akureyrar um Akranes er á morgun (fimtudag). Lagt af stað kl. 7 árdegis með m.s. Laxfoss. Steindór s“ i68°- -- ui «... Sfnri 1380. LITLA BILSTOÐIN Er nokkuQ etór Opin allan sólarhringinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.