Morgunblaðið - 01.09.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.09.1937, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. sept. 1937. MORGUNBLAÐIÐ 3 Skipstjðrinn á „Drangey“ kærir „Ægir“ Skipherrann gefur skýringu. Ienska blaðinu „Grimsby Evening Telagraph" frá 20. ágúst birtist grein með risafyrirsögn á forsíðu, bar sem skýrt er frá bví, að íslenska varðskipið Ægir kafi einnig skotið á Grimsby togarann Drangey, sem staddur hafi verið utan landhelgi. Segir ennfremur í greininni, að Sir 'Walter Womersley, þingmað- «r kafi verið beðinn að leggja þetta mál fyrir breska utanríkis- málaráðuneytið á sama hátt og mál Bdwards Little, skipstjóra á tegaranum Scottish. Hjer fer á eftir greinin í „Grimsby Evening Telegrapb“ í íslenskri þýðingu: „Annar Grimsbytogari hefir •rðið fyrir skotárás frá íslenska varðskipinu Ægir. sama skipinu, sem sagt var að hefði skotið á Grimsbvtogarann Seottish. Skipstjóri Grimsbytogarans Drangeý segir frá því, að þegar hann Jiafði verið staddur utan þriggja mílna landhelginnar, hafi Ægir gefið sjer merki um að stöðva skipið og síðan skotið tveimur skotum. Skipstjórinn á Drangey hlýddi ekki skipuninni, þar sem honum var ljóst, að liann var staddur utan landhelgi. Skipherrann mun augsýnilega hafa sjeð. að honum hafði skjátlást, því íiann hetti eftirförinni og skaut ekki fleiri skotum. Drangey var að veiðum út af Skálavík við norðurströnd ís- lands. þegar varðskipið Ægir birt ist. Ægir dró upp stöðvunarmerki, en þar sem skipstjórinn á Drang- ey var fyrir utan landhelgi, virti hann það vettugi. Drangey hjelt áfram ferð sinni í sömu stefnu og áður og’ skip- herra varðskipsins, sem sá að hann hafði hlaupið á sig, dró stöðvunarmerkið niður og’ hætti við að elta togarann. Þingmaður BoröttgÍi-kjördæmis (Sir Walter Womersley) hefir verið beðinn að leggja þetta mál fyrir utanríkismálaráðuneytið. Hann tók nýlega að sjer mál skipstjórans á Scottish, sem helt því fram, að Ægir hefði skotið á sbip sitt, kúluskotum. Samtal við skipherr- ann á Ægi. Morgunblaðið náði í gærkvöldi símtali við Einar Einarsson skip hei’ra á Ægi, skýrði honum frá þessari grein í „Grimsby Even- ing Telagraph“ og spurði skip- herrann, hvað hann vildi um þetta segja. — Þetta getur passað, segir Fálkaorðuriddarinn Edward Little. Enska blaðið „Grimsby Even- ing Telegraph“ frá 18. ágúst skýr ir í forsíðugrein frá viðureign Edwards Little skipstjóra á Grimsbvtogaranum Scottish og skipherrans á Ægi, sem áður hef- ir verið getið hj'er í blaðinu. Með greininni fvlgir mynd sú, sem hjer birtist. Er þess getið í greininni, að fyrir fjórum árum hafi Ed- ward Little af Danakonungi verið sæmdur heiðursmerki fyrir björg- un danskra sjómanna við íslands- strendur. Hann hafi verið gerð- ur riddari af Pálkaorðunni, og megi sjá heiðursmerkið í horni myndarinnar af Mr. Little. Manni bjargað frá drukuun. ÞÓRSHÖFN í gær. jelbáturinn Erna frá Akur- eyri kom til Þórshafnar í gær með jnann, er fjell útbyrðis af bátnum um hádegi sama dag, en var bjargað frá druknun. Vav báturinn þá staddur aust- ur af Rauðamip, er maðurinn Friðgeir Sigurðsson matsveinn, fjell útbyrðis. Hefir honum að líkindum orðið fótaskortur, eða hann fengið að- svif. Bátverjar nrðu þess: þegar varir. Var báturinn stöðvaður og hon- um snúið í áttina til Friðgeirs. Lá hann þá á grúfu í sjónum, hreyfingarlaus. Agnar Guðmunds- son háseti kastaði sjer fyrir Tiorð og náði Friðgeiri og hjelt honum 1 uppi, þar til bátverjar náðu þeim báðum. Var Friðgeir þá meðvit- undarlaus. Hann liggur nú í s’júkrahúsinu á, Þórshöfn og líðnr vel eftir at- vikum. (FÚ) Eimskip, Gullfoss er í Reykja- vík. Goðafoss er í Hamborg, Brú- arfoss kom til iGrimsby um hádegi í gær. Dettit'oss var á Siglufirði í gær. Lagarfoss var á Ingólfs- firði í gærmorgun. Selfoss fór vestur og norður utn land til út- landa í gær kl. 4. VERKALÝÐURINN EBA PÓLLANDS ERINDREKINN . I Norsk ber til rækt- Ný fyrirskipan: Oll herpinótasíld bann- færð til söltunar! unar á Islandi. Þrjár berjategund* ir reyndar hfer í snmar. SÍLDIN og síldarafurðir er nálega eina fram- leiðsla sjávarútvegsins nú, sem eitthvað svig- rúm er til að selja á erlendum markaði, og er vissulega hart, að við skulum ekki geta notfært okkur þá aðstöðu betur en gert er. Frá Þrændalögum hafa ver- ið fluttar hingað til lands þrjár tegundir bérjaplántna í sumar, til gróðursetningar og tilrauna í íslenskri jörð, að því er segir í norska blaðinu „Nið- arós“ frá 5. ágúst. Síldarútvegsnefncl, með Finn Jónsson í farai'broddi, hefir alveg gefist upp með sölu meiri saltsíldar og fyr- irskipað söltunarbann, nema um vísar fyrirframsölur sje að ræða. í gær kom ný fyrirskipan frá nefndinni, þar sem bannað var með öllu frekari söltun herpinóta- síldar, frá kl. 12 í nótt sem leið. Hinsvegar liefir síldarvitvegs- nefnd ekki enn fengist til að upp lýsa neitt um það, hvernig hún hefir notað þá bestu markaði, sem fvrir bendi eru. ... r ■ • v,, Vitað er að síldarútvegsnefnd hefirtfalið Fritz Kjartanssyni að selja eitthvað af síld til Póllands, en þi^ð er sáralítið (aðeins 20— 30 þús. tn.), samanborið við það feikna magn, sem það land kaup- ir árlega af síld. Sterkur grunur leikur á því, að sala Fritz til Póllands hafi verið bundin því skilyrði, að ekki yrði seld þangað meiri síld frá ís- landi. Sje þetta rjett, þá er hjer um að ræða slíkt reginhneyksli, að menn, sem þessu hafa ráðið, mega ekki koma nálægt síldar- verslun framar. Verkamenn eða Fritz? Alþýðublaðið llefir ’fekið að sjer að verja þá ráðstöfun Finns Jóns- sonar, að banna nú síldarsöltun, enda þótt blaðinu hljóti að vera það Ijóst, að söltunarbanninu fylgir atvinnusvifting mörg hundr uð verkafólks. Síldarútvegur okkar íslendinga á vissulega ekki að vera rekinn með það eitt fyrir augum, að Fritz Kjartansson og aðrir vildar- vinir Finns Jónssonar geti lifað eins og’ greifar á dýrustu bað- stöðum erlendis. A’erkafólkið í landinu, sem hef ir borið sáralítið úr býtum síð- ustu árin, á vissulega meira til- kall til síldarinnar, en Fritz Kjartansson. En það er gamla sagan, sem hjer endurtekur sig: Þegar hátt- séttir pólitískir „leiðtogar“ Al- þýðuflokksius vinna níðingsverk á verkalýðmnn, þá er alt gott og blessað. Þá á verkið að vera unn ið til heilla alþjóðar! Verkafólk- ið, sem rekið er burtu frá ágætri atvinnu, er þá ekki meira virði en skarnið á götunni. Síldveiðln. Tregari veiði en ðður. LÍTIL síldveiði var í gæv or’ í fvrradap’, brátt fyr ir sæmilegt veður á síldar- miðum. í gær voru skip enn þá að koma til hafnar með síld. sem veiðst hafði á sunnudag austur á Þistil- firði. I Siglufirði biðu í gær um 40 skip með 18—20 þúsund mál síld ar. E.s. Katla hleður nú á Siglu- firði 1200 smálestir af síldarmjöli frá Ríkisverksmiðjunum, sem eiga að fara til Þýskalands. Lítið frjettist, af togurum Kveldúlfs í gær. Skallagrímur var eina skipið, sem var í höfn. Þessir togarar voru á Djúpa- vík í ,gær með síld: Garðar með ca. 1300 mál, Surprise 1000, Bragi 1300 og Baldur 1200 mál. Togar- inn Ólafur fór til Hríseyjar, í gær með um 200 tunnur í salt og Hilmir á sama stað með 150 tunn- ur. Vín og vörusmygl í „Selfossi“. Tollþjónar hafa komist að vín- og vörusmygli í Sel- fossi, eftir að skipið kom frá út- löndum síðast. I kolarúmum skipsins fundust 10 lítrar af spiritus og genever. Einnig 3000 sigarettur. „Dunk- er“ maður skipsins segist eiga smyglvörurnar og var hann dæmdur í 710 króna sekt. Hjá 2. vjelstjóra fundu toll- þjónar silfur og plettmuni, á- samt töluverðu af andlitspúðri og öðrum fegurðarvörum. — Kvaðst vjelstjórinn hafa keypt þessar vörur á uppboði í Am- sterdam, en ekki verið búinn að afla sjer innflutningsleyfis fyrir þeim. Segir í blaðinu að Norðmað- ur einn, sem hjer var á ferð í fyrrasumar hafi furðað sig á því, að tegundir þessar, sem injög eru algengar um allan Noreg, milli f jalls og fjöru, skuli ekki vaxa hjer. Það geti ekki verið loftslagi um að ke*na, því veðrátta geti ekki verið óhagstæðari hjer um slóð- ir, en víða þar sem ber þessi vaxa. Þessar þrjár tegundir, sem hingað voru fluttar að sögn blaðsins voru „Bringebær", „Moltebær“ og „Tyttebær“. „Bringebær“ og „Moltebær“ eru skyld hrútaberjum, og hafa þessar tegundir aldrei fundist hjer á landi. En ,,Tyttebær“, „Vaccinus vitis idæa“ hefir f ndist norðu í Núpasveit. Eftir upplýsingum, sem Morg unblaðið hefir aflað sjer um þetta mál, var það norski verk- fræðingurinn Chr. Gjerlöff, sem sendi Geir Zoega vegamála- stjóra berjaplöntur. Geir Zoéga var ekki sjálfur hjer í bænum er berjaplönturnar komu, en frú hans setti plönturnar nið- ur í samráði við þá Óskar B. Vilhjálmsson og Jón Gíslason garðyrkjufræðinga. Berjaplönturnar voru settar niður í Þrastalundi og í Foss- vogi. Ekki er enn hægt að segja hvernig tilraunir þessar hafa tekist, en tíðarfar hefir verið ó- hagstætt fyrir berjaplönturnar. Eftir því sem Geir Zoéga hefir sagt blaðinu, hefir Gjer- löff í huga að senda hingað meira af þessum berjaplöntum. Hergagnasendingar H Rússum ? London í gær. FÚ. Franska blaðið „Le Jour“ birtir í dag leynisamninga, sem það heldur fram að Kínverjar og Rússar hafi gert með sjer þar sem Rú ar lofi Kínverjum hund flugvjela og skrið- dreka ef íil ófriðar komi, auk annara hergagna í staðinn fyr- ir fúlgu af guili sem kínverska stjórnin á í bönkum í Rúss- lanui. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.