Morgunblaðið - 01.09.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.09.1937, Blaðsíða 5
Mðvikudagur 1. sept. 1937 ÖIQVlgNílOaOI 5 I : í tMaSid Crtgeí. t H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjðrar: Jón Kjartanss,on og Valtýr Stefánsson (ábyrg»arma?Sur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftangjald: kr. 3,»9 á nfá-n*«i. í lausasölu: 15 aura eintakið — 25 au»a með Lesbók. SOVJET-ÍSLAND. Samningarnir, sem nú standa yfir milli Alþýðuflokks- áns og Kommúnistaflokksins, Jíkjast því ekki, að þar gangi tveir jafngildir aðiljar að verki. Svipurinn er allur sá, sem ein- lcennir þá friðarsamninga, þar sem viðeigast sigurvegarar og sigraðir. Kommúnistaflokkur- inn leikur klutverk sigurveg- arans. Hann setur sig á háan hest og segir fyrir verkum. Al- . þýðuf lokkurinn virðist muna það eitt, að sigraðir menn verði að sætta sig við alt. Kommún- istar hafa ekki enn vikið þeirri sneið að Alþýðufl., að ekki hafi verið við henni gleypt og kjamsað að. Við þessa auðmýkt „hinna sigruðu“ færa kommún- istar sig daglega upp á skaftið. I>að er engu líkara en að gerð- ur sje leikur að því, að sýna . alþjóð sem augljósast, hve hægt sje að beygja hina gömlu, drembilátu kratasvíra, þegar steinbítstakið er komið á. Kommúnistar hafa lýst yfir því, að í hinum nýja flokki eigi að vera „aðeins framsæknasti hluti verkalýðsins“. Það þarf ekki mikil kynni af starfsemi -og kenningum Kommúnista til þess að skilja, að hjer er verið að útiloka alla hina „hægfara" menn Alþýðuflokksins. Formað- ur Alþýðusambandsins, Jón Baldvinsson fær það svart á hvítu, að hann á ekki að kom- ast til áhrifa í hinum nýja „sameinaða alþýðuflokki“. — Sama máli gegnir vafalaust um Harald Guðmundsson og Stefán Jóhann. Alþýðublaðið tekur þessu öllu með auðmýkt. Og það kippir sjer ekki einu sinni upp við það, þótt jafna skuli hið gamla vígi flokksins, Al- þýðusambandið, við jörðu. Það svarar þessum friðar- kostum Kommúnista því einu, að hvað, sem öðru líði, verði alþýðan að ganga saman í ein- ing andans og bandi friðarins. Við þessa kristilegu hógværð færast Kommúnistar enn í auk- ana. Og nú fara þeir að segja Alþýðuflokknum, hvað þeir sjeu báðir sammála um. í þeim hugleiðingum krefjast þeir að hreinsað sje til í lögreglunni og á varðskipunum. Og svo er haldið áfram með því að tafar- laust verði að banna vopnaburð fasistanna „og verði þetta ekki gert bráðlega, þá verður ekki lengur hjá því komist, að verka lýðsflokkarnir komi sjer upp sameiginlegum varnarsveitum“ (leturbreyting vor). Það er ekki vitað að „fasist- ar“ nje aðrir beri hjer vopn. Af þeirri elnföldu ástæðu getur því ekki verið um neina af- vopnun að ræða. Hjer er því á ferðinni skýlaus krafa um það :að hinn „sameinaði alþýðu- flokkur“ komi sjer upp vopn- uðu liði til „varnar lýðræðinu“! Alþýðublaðið hefir ekkert að athuga við þessa vígbúnaðar- kröfu. Það virðist líta svo á, að þá fyrst sje lýðræðinu í landi voru borgið, er „aðeins hinir framsæknustu“ ganga fylktu liði, með riffil við öxl og sprengjur 1 hendi. Eftir að Kpmmúnistar hafa sett fram allar þessar kröfur, segir Alþýðublaðið að ekki sje „sjáanlegt hvað staðið getur í vegi fyrir tafarlausri samein- ingu flokkanna“. „Hin sameig- indega lífsskoðun er sósíalism- inn, hið sameiginlega lokatak- mark er hið sósíalistiska þjóð- skipulag“. Alþýðublaðið tekur upp um- mæli Einars Olgeirssonar: „lýð- ræðið, sem aðferð til að ákveða mál, hlýtur að ríkja innan só- síalistaflokksins, þ. e. a. s. minnihluti verður að beygja sig fyrir meirihlutanum“ En Al- þýðublaðið gleymir að segja frá því, að E. O. bætir því við, að þessu lýðræði sjeu takmörk sett. Ef meirihlutinn svíki stefnu flokksins segir E. O. „þá getur sá minnihluti, sem heldur trygð við stefnu sósíalismans, ekki lengur beygt sig, heldur ber honum undir slíkum kring umstæðum siðferðileg skylda (leturbr. vor) til að kljúfa flokkinn“. Þessi varnagli Einars er svo auðsær, að Alþýðublaðið hefir hlotið að koma auga á hann. Það leynir honum af ásettu ráði. En allur lýðræðisgrund- völlurinn, sem Alþýðublaðið er að tönnlast á, er hjermeð fall- inn í rústir. Hinir „framsækn- ustu“ hvort sem þeir eru fleiri eða færri, hafa það algerlega í hendi sjer að ákveða hvenær, sem er, að vikið hafi verið frá stefnu sósíalismans. Og þegar slík ákvörðun er í höndum vopnaðra manna, þarf ekki að spyrja að friðhelgi lýðræðisins. Kommúnistar hafa löngu gert þessa yfirlýsingu: „Tak- mark okkar er sósíalisminn, Sovjet—í sland“! Nú segir Alþýðublaðið: „Hið sameiginlega lokatakmark er, hið sósíalistiska þjóðskipulag“. í nafni Jóns Baldvinssonar og Haralds Guðmundssonar, segir Alþýðublaðið m. ö. o.: Takmark okkar er sósíalism- inn, Sovjet—Island! Farsóttir og manndau'ði í Rvík vikuna 8.—14. ágúst (í svigum tölur næstu viku á undan): Háls bólga 34 (28). Kvefsótt 75 (61). Iðrakvef 7 (5). Skarlatssótt 1 (1). Heimakoma 1 (0). Mannslát 1 (5). •— Landlæknisskrifstofan. (FB). íslenðingar í Mor- mónaríkinu Utah. Asíðustu öld barst ein álman af útflytj- endastraumnum frá íslandi vestur um haf til Mormóna- ríkisins Utah. Mormónar námu land í hinum hrjóst- ugu hjeruðum Utahríkis ár- ið 1847 ok höfðu bá hrak- ist þangað úr öðrum bygða- lögum. Talið er að fyrsti íslend- ingurinn hafi komið til Utah níu árum síðar, árið 1856. Sá maður hjet Þórður Dið- riksson. Flestir íslendingar, sem fluttust til Utah á næstu árum, eða þar til tók fyrir útflytjendastraum- inn þangað, um það bil 1870-1880 munu hafa heyrt getið um Mor- mónatrú strax hjer á landi. A þessum árum komu hingað nokkr- ir trúboðar, sem boðuðu Mormóna- trú og þótti mörgum sú trú harla góð og fluttust fyrir hennar til- stilli vestur um haf. Engar skýrslur eru til um það, hve margir íslendingar fluttust á þessum árum vestur um haf til Utah. En nú er talið að íslend- ingar, þ. e. a. s. menn af íslensku bergi brotnir í Utah, sjeu um 1500. * * Hingað er nýlega kominn frá Utah, ungur íslendingur, Loftur Bjarnason, ásamt konu sinni. Afi Lofts, Gísli Einarsson frá Hrífu- nesi í Vestur-Skaftafellssýslu, fluttist vestur á síðastliðinni öld. Gísli var sendur til Utah til þess að sækja þangað móðursystur sína, en ílengdist þar sjálfur. Loftur, sonur Gísla, er nú fræðslu- málastjóri í Utah og einn af hin- um fáu Islendingum þar, sem haldið hafa trygð við gamla land- ið. Loftur, sá er liingað er kom- inn, er sonur Lofts fræðslumála- stjóra. — Jeg kom hingað fyrst ásamt föður mínum árið 1930, sagði Loft- ur, er jeg liitti hann að máli. — Síðan hefir það verið mjer mikið* áhugamál að koma hingað aftur. Jeg ætla að dvelja íijer í vetur og stunda nám við Háskóla Islands. Jeg- þykist vita, að það sje eng- inn háskóli til, sem er betur til þess fallinn, vegna þess að mál- ið, sem talað er hjer, er líkt nor- rænu, og líka af því, að prófess- orarnir eru svo vel að sjer á því sviði. Loftur talar íslensku vel. í upp- vexti heyrði hann þó lítið annað en ensku, og það sem hann kann í íslensku lærði hann á meðan hann dvaldi hjer í fyrra skiftið. Dvaldi hann hjer í rúmlega ár, í fyrstu austur í sveitum og tók síð- an þátt í kenslustundum í nor- rænu hjer við Háskólann. — Jeg held, segir Loftur, að nú sjeu ekki nema 5—6 manns í Utah, sem geta lesið eða skrifað ís- lensku. Sarntal vi íslending Loftur Bjarnason. Þrátt fyrir það er íslend- ingadagur haldinn á ári hverju í Utah, 2. ágúst, og er þá haldin samkoma. En samkomur þessar eru nú orðnar almenns eðl- is, með almennum skemtiatriðum; Islands er nú ekki minst neitt sjerstaklega. Dagurinn lieitir þó íslendingadagur. Nokkrir menn koma þó til ís- landsmótsins til þess að minnast gamla landsins, en þeir eru fáir. Islensk blöð eru ekki í höndum nema örfárra manna og við höfum lítið sem ekkert samband við aðr- ar Islendingabygðir. Einstaka menn, eins og t. d. faðir minn, skrifa þó endrum og eins í Heims- kringlu og Lögberg, og lesa þau blöð að staðaldri. * Spurning: Hvernig hefir ís- lendingum, eða mönnum sem eru af íslensku bergi brotnir, vegnað í Utah? Það er upp og ofan, og þó er meir af því, að þeir eigi við fátækt að búa. Nokkrir menn skara fram úr, eins og dr. Jamison, sem nú starfar við Rockefeller-stofnunina í New York. Hann er í miklum metum. Annar maður, íslenskur í aðra ætt, Hansen, er einn af dóm- urunum í liæstarjetti Utah og svo er það faðir minn, sem er fræðslu- málastjóri (Supervisor of Gram- mar Grades and Junior High- schools). Þá eru all-margir, sem komist hafa sæmilega vel áfram. Flestir íslendingar, eða af ís- lenskum uppruna, eru ullarfram- leiðendur, eða stunda akuryrkju. Þeir búa við lítil kjör. Undanfar- in kreppuár hefir verið mikið at- vinnuleysi í Utali. En jeg vil taka það fram, segir Loftur, að Islendingum hefir síst vegnað ver en öðrum innflytjend- um. * íslendingar, sem námu land í Utah, settust flestir að í Provo City, en fluttust síðan til Spanish Fork. ð Vestur- frá Utah. Á landnámsárunum, segir Loftur, þótti strax sýnt að þeir myndu: komast betur á- fram en aðrir, og stafaði það af því, hve vel þeir lijeldu saman. Gátu þeir sjer ilt orð í fyrstu fyrir þjóðarmetnað sinn. Þeir voru fúsir til að hjálpa hver öðr- um, en lögðu annara þjóða inn- flytjendum lítið lið. * Jeg spurði Loft hvort menn væru alment Mormónatrúar í Utah, enn þann dag í dag, en hann kvað nei við og sagði að mikill hluti íbúanna, alt að 50%, væri ekki Mormónatrúar. Eruð þjer sjálfur Mormónatrúar ? Loftur kvað já við. Margir halda að margkvæni sje enn leyft með Mormónatrúar- mönnum. Svo er þó ekki. Marg- kvæni var bannað með lögum í Utah árið 1890. * oftur Bjarnason er fyrsti ís- lendingur, sem kemur frá Ameríku til að stunda nám hjer við Iláskólann. — Jeg ætla að lesa norrænu við Háskólann a. m. k. í vetur, en þó aðallega að kynna mjer menn- ingarsögu íslendinga, segir Loft- ur. Að námi loknu langar mig til þess að geta að einhverju leyti flutt íslenska menningu til Ame- ríku. Áhugi fyrir norrænum fræð- um fer nú stöðugt vaxandi í Bandaríkjunum. Líka er hitt, að jeg liefi í liyggju að verja nokkrum tíma til að kenna ensku, bæði verslun- armálið og bókmálið. Loftur hefir þegar tekið meist- arapróf í þýsku og að nokkru leyti í norrænu í Ameríku. Síð- asta missiri dvaldi hann í Heidel- berg og las þar menningarsögu. Hafði liann fengið styrk til þessa náms frá háskólanum í Heidel- berg. — Jeg hlakka til að vera hjer í vetur, segir Loftur að lokum. Einu vandræði mín eru; að fá íbúð með húsgögnum. Getið þjer hjálpað mjer? Meistaramótið. Síðasti dagur mótsins er í dag. Byrjar mótið kl. 6 síðd. Kept verður í 4X100 m. boðhlaupi, 1000 metra boðhlaupi (5 sveitir), fimtarþraut, 10000 m. hlaupi. Yerður vafalaust fjölment á vellinum, því þetta eru alt mjög spennandi og skemtilegar í- þróttir. Verðlaunaafhending fer fram um leið. Listasafn. Einars Jónssonar rerð ur frá 1. september opið sunnu- daga og miðvikudaga kl. 1—3, ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.