Morgunblaðið - 01.09.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.09.1937, Blaðsíða 8
B MORliUNBLAEuö Miðvikudagrur 1. sept. 1937.. Jfaujts&apus: Smálúða, Rauðspetta, Ýsa, Þyrsklingur, beinlaus og roð- laus fiskur. Daglega nýtt. Fisk & Farsbúðin, sími 47-81. Kaupi flöskur, flestar teg- undir, Soyuglös og Whiskypela frá kl. 3—6 daglega. Gunnar Eysteinsson, Ásvallagötu 27. — Sími 1821. Nýr silungur og lax ódýrast- ur og bestur í Fiskbúðinni — Frakkastíg 13. Sími 2651. Lítið timburhús til sölu. — Sími 2684. Kartöflur 0.40 kg. Gulrófur 0.30 kg. Rúgmjöl (Álaborgar) 0.40 kg. Blóðmörsgarn 0.35. — Brekka, Bergstaðastræti 35 og Njálsgötu 40. Sími 2148. Mjólkurbússmjör og ostar í heildsölu hjá Símoni Jónssyni, Laugaveg 33. Sími 3221. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Rúgbrauð framleidd úr besta 'danska rúgmjöli (ekki hinu BÖnduga, pólska rúgmjöli). Kaupfj elagsbrauðgerðin. Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Ef L O F T U R getur það ekki — þá hver? nnrwS vrb&ícjumkGýpsnju. J Elettra, dóttir Marconi, sem hann hafði afar miklar mæt- ur á og gerði að aðalerfingja sín- uin, varð 7 ára gömul dagiun, sem faðir hennar dó. Hálfri stundu áð- ur 'en vísindamaðurinn andaðist, sendi hann Elettru símskeyti, þar sem hann óskaði henni til ham- ingju með afmælið. * Bresku konungshjónin efndu um daginn til „garden party“, en 3000 gestir sendu afboð. En það skifti litíu máli, því að als höfðu 13.000 gestir verið boðnir. * Við rjettarhöld í máli einu hef- ir komið í Ijós, að Shirley Temple, litla „stjarnan“, sem öll hörn dást að, er ekki 8 ára, heldur 13 ára. Hún er fædd 24. apríl 1924. * Það hefir vakið mikla eftirtekt meðal flugmálavina, að flugmað- urinn frægi, Jim Mollison, ætlar nú að hætta að fljúga og gerast verslunarmaður. Hann á að taka við stjórn vefnaðarvöruverslunar, sem móðir hans á í Skotlandi. * IHollywood gengur sá orðróm- ur, að iGreta Garbo ætli að fara þaðan. Kveður svo ramt að þessu, að þýska kvikmyndaleik- konan Vera Liessen hefir verið kjörin „stjarna" í stað Gretu. Sjálf neitar Garbo algerlega að segja, hvað satt sje í fregninni. * Kaffi- og tóbakssmyglarar hafa verið teknir fastir við landamæri Frakklands og Þýskalands. Er sagt, að þeir hafi verið dæmdir fyrir þýskum rjetti í samtals 30 milj. króna sekt. * Á stóru refabúi í Noregi hurfu 128 yrSlingar á einni nóttu nú fyrir skömmu. Þótti eigandum súrt í broti, þareð hann misti við það alt að 20 þúsund króna virði. En hann þykist viss um, að þarna hafi tvífættir refir verið að verki. * Fyrir nokkru var frumútgáfa af kvæðum Keats, hins merka skálds Englendinga, seld í Lon- don. Bókin var frá 1817, og seldist fyrir 20 þúsund kr. * — Hvers vegna kendir þú kon- unni hridge? — Til þess að geta unnið aftur eitthvað af fæðispeningunum, sem jeg læt hana hafa. * — Það er bannað að reykja við vinnuna! — Veit jeg vel. Þess vegna hætti jeg að vinna á meðan jeg reyki. * Japanir eru orðnir Ieiðir á gamla nafninu á föðurlandi sínu. Þeir vilja nefna það Dai Nippon, Stóra-Japan. * — Afsakið, herra minn. Hafið þjer týnt peningapyngjunni yðar ? — Nei. — Þá gætuð þjer kannske hjálp- að mjer um fáeina skildinga fyrir næturgistíngu ? Og svo er sagan um skoska hestinn í Aberdeen. Hann stöðvaði alla umferð í aðalgötu hæjarins, fekst ekki til þess að færa sig fótmál. Ilann hafði stigið ofan á eitt penny. TOILET SOfiP Ef þjer hafið ekki reynt hessa handsápu, þá fáið yður eitt stykki og dæmið sjálf um gæðin. Fæst víða. Heildsölubirgðir Heildverslunin Hekla ÍHCÍíyiinvruftw Friggbónið fína, er bæjarin® besta bón. Slysavarnafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið mótii gjöfum, áheitum, árstillögumti m. m. ^CiíSTLœí 2—3 herbergi íbúð, með Öll— um þægindum, óskast 1. okt.*- helst í miðbænum. — Tvent íi heimili. Sími 3147. Nýja dilkakjðtið og aðrar matvörur er heppilegast að kaupa í BÚRFELL, Laugaveg 48. Sími 1505. Nýtt dilkakiöt. Lækkað verð. Lítil stofa til leigu á Sól- vallagötu 20. Sími 2251. Herbergi óskast 1, okt. Til- boð ásamt upplýsingum um þægindi og leiguskilmála send- ist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 6. sept. merkt ,,Rólegt“_ 3 stofur og eldhús ásamt öðr- um þægindum óskast 1. októ- ber, 4 fullorðnir í heimili. Til- boð merkt „Rólegt“, leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir kl. 12 næstkomandi laug— ardag. KLEIN, Baldursgötu 14. Sími 3073. íslenskar kartðflur. Versl. Visir. w* NILS NILSSON: FÓLKIÐ Á MYRI tölulaust. Þetta kvöld var Óli Iengi fram eftir hjá móð- ur sinni. Og næsta dag sendi liann peningana í pósti til kaupstaðarins. VIII. AMýri var verið að taka saman heyið, og fólkið vann, svo að svitinn bogaði af því. Það var brennandi sólskin og hiti og svo kyrt, að ekki blakti hár á höfði. Heima í bænum lá Knútur Björk og barðist við dauðann. Elín var með tárvot augu. Hún átti bágt með að hafa hugann við vinnuna, hefði miklu heldur kosið að vera hjá föður sínum. En móður hennar faust það ástæðulaust, þar sem nauðsynlegt var að nota góða veðrið og ná sem mestu heyi inn. Þeim kom saman um, að ef einhver breyting yrði, kæmi hún út í hæjar- dyrnar og veifaði til þeirra. Þá áttu þau að koma heim. Elín leit hvað eftir annað heim að bænum. Hún skildi ekki í því, hvað systkini hennar gátu verið ró- leg við vinnu sína. En hefði hún getað lesið hugsanir þeirra, hefði hún ef til vill orðið enn meira hissa. Oll voru þau að hugsa um dauða föður síns, sem gat borið að höndum á hverri stundu, én með nokkuð öðru móti en hún. Fritz hugsaði um það, að nú gæti hann komist hurt. Ida var að hugsa um unnustann, og hvernig þeirra hagur yrði í framtíðinni. Og Anton keptist við að vinna, til þess að sefa þá óþreyju sem hafði gripið hann. Fengi hann að húa á jörðinni eftir að faðir hans var dáinn? Eða myndi Hugo gera tilkall til hennar. Myndi móðir hans fást til þess að láta af bústjórninni? Hann gaut augunum til Hugos, sem var að þurka svitann framan úr sjer. Hann fyltist gremju af því að hafa hann fyrir augunum og óskaði þess að hann væri kominn veg allrar veraldar. Hann hrylti við sín- um eigin hugsunum. Yar hann orðinn svo langt leidd- ur að vilja Hugo feigan, til þess að geta sjálfur feugið jörðina? Nei. Þetta myndi alt fara vel. Hann þurfti ekki að fara frá Mýri. Hann herti sig enn meira að vinna og reyndi að vera rólegnr. En hugsanirnar hjeldu áfram að ásækja hann. Hann fann til djúps sársanka fyrir brjóstinn. Nei, hann vildi Hngo ekki ilt. Þá vildi hann heldur ganga að eiga Selmu og taka við jörðinni af foreldrum hennar. En hann fann engan frið við þá tilhugsun. Aldrei gat hann slitið sig frá Mýri. Það var jörðin, sem hann var borinn og barn- fæddur á. Þar átti hann heima og þar var hanu bund- inn með hverri taug líkama og sálar. Óli gaf systkinunum gætur. Það kom sjaldan fyrir, áð þau yrtu á hann af fyrra bragði, og honum varð það æ ljósara, að þeim var ekki vel við hann. En hon- um stóð á sama um það. Hann hataði þau öll. En hvers vegna var hann kyr hjerna, þar sem hver dagur var honum kvöl í návist Elínar ? Hann gat ekki farið frá Mýri. Það var eitthvað, sterkara en hann sjálfur, sem helt honum kyrrum. Hann hafði það á tilfinningunni, að eitthvað myndi ske. Eitthvað varð að ske, áður en hann færi. Hann varð að hefna sín á Elínu, sem hafði gert honum svona rangt til og valdið honum allrar þessarar kvalar. Og hann ætlaði líka að hefna sín á elskhuga hennar. Það var hefndarhugurinn, sem helt Óla á Mýri. Þau heldu áfram að vinna þögul og alvörugefin. En alt í einu sá Elín, að móðir þeirra stóð í bæjardyrun- um og veifaði til þeirra. Þau hrugðo öll við, lögðu frá sjer hrífurnar og gengu heím að bænum. Óli helt áfram vinnu sinni. Knútur Björk var að skilja við. Börnin læddust hljóðlega inn að rúmi hans. Hann átti erfitt um and- ardrátt. Hann var orðinn grágulur í andliti og svit- inn spratt fram á andliti hans og kinn’um. Augun gljáðu með hitasóttargljáa, en hann var ekk alveg rænulaus. Fluga flögraði í kringum hann og settist á hökuna á honum. En Elín flýtti sjer að reka hana burt. Tárin streymdu niður kinnar hennar. Lena horfði stillilega á mann sinn. Hún var fyrir löngu búin að sætti sig við það að hann ætti að deyja. Að vísu vöknuðu hjá henni ýmsar endurminningar un& samveru hennar með honum, en hún fann enga löng— un hjá sjer, til þess að lifa þær upp aftur. Þetta vorui liðnir tímar gleði og sorgar og vinnu. Leua gat ekki. lifað í endurminningum. Hún leit frain á við, til liins-. ókomna. Framtíðin hertók huga hennar allan, og óbil- andi lífslöngun og kjarkur. Bræðurair stóðu þegjandi við sjúkrabeð föður síns og biðu eftir því, að hami raukaði það við sjer, svo> að þeir gætu kvatt hann. Sólskiuið og liið innibvrgða loft í herberginu gerði það að verkum, að svitinni spratt fram á andlitum þeirra. Þögnin í herberginu, sem aðeins var rofin af suðinu í flugunum, var þeim., nær óbærileg, og hitinn var alveg að gera út af við þá. Loks fóru þeir inn í baðstofu og settust þar; þeir voru innilega hryggir í bragði, þó að þeir hefðu dög- um og vikum saman verið við því búnir, að svona myndi fara. Lena kom inn til þeirra og hað Fritz um að sækja prestinn. Knútur hafði sjálfur beðið um það fyrir nokkrum dögum. En þá hafði hún ekki sint því. Hún hafði ekki haldið, að hann myndi fara svona fljótt. Meðan Fritz fór og sótti prestinn, sagði Lena hinum hörnunum að fara út að mjólka. Kýrnar gátu ekki heðið. Og þetta myndi dragast eitthvað. Hún talaði í! myndugum róm og ekkert þeirra hreyfði mótmælum. Lena tók á móti prestinum í haðstofunni. — Er Knútur Björk nú að fá hvíldina?, sagði hanii! í mildum róm. — Já, það lítur út fyrir, að guð ætli að kalla hann til sín í dag, sagði Lena og andvarpaði. Hún fylgdi honnm inn í lierbergið, þar sem Knútur lá, hreyfingarlaus eins og hann væri dáinn. — Knútur, kallaði Lena lágt. En hann bærði ekki á sjer. — Hann er alveg rænulaus, sagði presturinn. — Við fáum hann ekki til meðvitundar. En var það óslc hans að fá sakramentið ?, sagði presturinn, um leið og hann. tók vínið og obláturnar upp úr tösku sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.