Morgunblaðið - 22.09.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.09.1937, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Miðvikudagur 22. sept. 1937. Þessi mynd er tekin á höfninni í Hong Kong, þar sem austrið og vestrið mætast. Innan um nýtísku herskip Vestur- landaþjóða liggja kínverskar djúnker. Trúnaðarmannaráðið óánægt með gerðir D agsbrúnarst j órnar. Fól henni samt að fara með málið áfram. Alt stóð við það sama í gærdag í verkfallinu hjá Kol & Salt, en samningaumleitanir fóru fram í gærkvöldi. Kolaskipið „Grana“ liggur hjer ennþá. Skipstjórinn átti í gær tal við eigendur skipsins, sem sögðu honum að bíð'a eftir nánari fyrirskipan, þar sem þeir væru að reyna fyrir sjer í Noregi að selja kolin, sem í skipinu eru. Heimsækja skfðakappar Norður- landa SkíOafjelag Reykjavfkur ð 25 ðra afmæli fjelagsins? Auka þarf gestarúm skíða- skálans í Hveradölum. Stjórn Skíðafjelagsins ætlar ekki að gera það endaslept að efla skíðaíþrótt Reykvíkinga. For- maður fjelgasins, L. H. Múller, hefir ýmsar fyrirætlanir f jelagsskapnum og skíðaíþróttinni til eflingar. I gær bauð fjelagsstjórnin blaðamönnum og útvarps- stjóra upp í Skíðaskála til hádegisverðar, og notaðí það tækifæri, til þess að kynna þeim ýmislegt um fyrirætlanir fjelagsins. Kristján Ó. Skagfjörð bauð gestina velkomna. En því næst flutti L. H. Miiller ræðu, þar sem hann m. a. lýsti hlutverki skíðaíþróttarinnar meðal þjóðarinnar, hvernig hún hefir m. a. fært fjöllin nær Reykvíkingum, hvernig fleiri og fleiri eru það með hverju ári hjer í bæ, sem nota sjer skíðaferðir til þess að bæta heilsu sína, auka þrótt sinn, líkamlegan sem andlegan. Hvernig skíðaferðir og fjallalíf eru verulegur þáttur í því, að móta skapgerð frjálshuga, þróttmikillar æsku. Trúnaðarmannaráð Dagsbrúnar Selt fund um þetta verkfallsmál í fyrrakvöld. Á fundinum mættu 30—40 menn, af um 100, sem í ráðinu eru. Þrír stjórnendur Dags- brúnar (af 5) mættu: á fundinum. Formaður Dagsbrúnar, Guðm. Ó. Guðmundsson, skýrði málið fyrir fundinum, en að öðru leyti ljet stjórn Dagsbrúnar ekki til sín heyra á fundinum. Aftur á móti komu fram á fund- inum margar óánægjuraddir yfir framkomu stjórnar Dagsbnmar og frumhlaupi hennar í þessu máli. Kom fram á fundinum van- trauststállaga á stjórnina, fyrir af- skiftin af málinu. En fyrir beiðni Guðm. R. Oddssonar, sem taldi nauðsynlegt, fjelagsins vegna, að reyna að bjarga stjórninni út úr málinu, var vantrauststillagan feld. Yar svo stjórninni falið að leysa deiluna hið fyrsta og henni vottað fyrirfram traust í því efni. Stjórn Dagsbrúnar fer því áfram með þetta mál og, eftir fundinn í fyrrakvöld verður að telja, að hún vinni framvegis í umboði Trúnaðarmannaráðs. Stjórn Starfsmannafjel. Reykja- víkurbæjar hafði í gær ekki borist neitt svar frá kyndurum Gasstöðv- — Sildveiðin — Síldveiði í öllu landinu var samkvæmt heimildum Fiski- fjelags Islands: 18. sept. 1937 — 206.147 tunnur salt- síld og 2.165.640 hektolítr- ar bræöslusíld. 19. sept. 1936 — 242.746 tunnur saltsíld og 1.068.670 hektólítrar bræðslusíld. 21. sept. 1935 — 92.122 tunnur saltsíld og 549.741 hektólítrar bræðslusíld. arinnar eða stjórn Dagsbrúnar við þeim tilmælum, að ljetta verkfall- inu af tafarlaust. Silfurbrúðkaup áttu í gær hjóp- in Björn Jósefsson og frú liovísa Sigurðardóttir í Ilúsavík; Hafti þau. aflað sjer almennra viusælda hjeraðsbúa, í þau 19 ár er þau hafa búið þar. Mintust Húsvíking- ar heiður.sdags þeirra, með sjóð- stofnun að fjárhæð 1100 krónur, er bundinn sje við þeirra nafn. Sjóðnum á að verja á sínum tíma til röntgentækjakaupa ‘.‘yrir Húsa- víkurspítala, en það er hjeraðs- lækni sjerstakt áliugamál. (FÚ.). Hraðkepni í knattspyrnu í öllum aldurs- flokkum. Morgunblaðið og Sig. Halldórsson kaupm. gefa verðlaunagripi Kiiuttspyrnuráð Reykjavíkur Sainþykti á fundi í fyrra- dag, að stofna til hraðkepni í knattspyrnú í öllum aldursflokk- um, sagði formaður K. R. R., Guð- jón Einarsson, mjer í gær. Hraðkepnin fer fram með þeim hætti, að I. og H. fl. keppa í % klukkustund hvern leik, eða 15 mínútna hálfleik, en III. flokkur 20 mínútna leik. Ákveðið er að keppa í III. fl. fari fram n.k. sunnudag kl. 9% f. h. og í I. fl. kl. 2 e. h. II. fl. mun keppa sUnnudaginn 3. októ- ber. Að sjálfsögðu taka öll Reykja víkurfjelögin þátt: í þessari kepni. Kept verður um sjerstaka verð- launagripi í hverjum flokki og gefur Morgunblaðið I. flokki bik- ar, en Sig. Halldórsson kaupm. III. flokki. Um verðlaun H. flokks er ekki vitað ennþá. Auk þess fá sig- urvegararnir í hverjum flokki sjerstaka heiðurspeninga. Hraðkepni í knattspyrnu er af- ar skemtileg og hefir aðeins tvisv- ar sinnum áður verið kept hjer á þenna hátt áður. Mörgum mun finnast gaman að sjá öll fjelögin keppa hvert við annað á 3 klukkustundum og sjá sigurvegurunum afhent verðlaun- in að leikslokum. Alþingi kvatt saman 9, oktober. Þingmenn stjórnar- ftokkanna kvaddir hingað viku áður. ALÞINGI hefir verið kvatt saman laugardaginn 9. október næstkomandi. Dagblað Tímamanna skýrir frá því, að þingmenn Framsóknar- flokksins muni verða kvaddir hingað til bæjarins um mánaða- mótin og sennilega muni þing- menn Alþýðuflokksins koma um líkt Jeyti. Ástæðan til þess, að þingmenn stjórilarflokkanna eru kvaddir hingað áður en þing kemur sam- an, er sú, að sögn stjórnarblað- anna, að hefja á nú samninga- umleitanir um framhaldandi stjórnarsamvinnu. Hugmyndin er að láta stjórnarflokkana vera búna að ganga frá samningmn þegar þing kemur saman. Ekki hefir heyrst að þingmenn Kommúnistaflokksins hafi verið boðaðir hingað samtímis þing- mönnum stjórnarflokkanna, en það er eldti að marka, því að þeir eru hjer í samningamakki við Alþýðuflokkinn. Hann beindi noklirum orðum til blaða og litvarps fyrir stuðning þann er Skíðafjelagið og skíða- íþróttin hefði fengið þaðan. Þá vakti það mikla athygli, er hann gaf upplýsingar um það, að von væri á erlendum skíðagörp- um liingað á skíðamót, sem haldið yrði á 25 ára afmæli Skíðafjelags- ins í febrúar 1939. L. H. Múller var í Osló í sumar. Þar hitti hann forseta norslía skíðasambandsins, Nygaard. Múll- er talaði um það við liann, Jivort ekki myndi vera hægt að fá norska skíðamenn hingað á þetta afmælismót fjelagsins. Tók hann því vel. Síðar komu skíðafrömuðir af Norðurlönd'um saman á fund í Helsingfors. Þar var rætt um að sjá svo um, að hingað kæmu skíða- menn við þetta tækifæri, einnig frá Svíþjóð og Finnlandi. Er ljóst, að með því að fá hing- að erlenda skíðakappa, myndi það verða til mikils lærdóms og hvatn- ingar fyrir íslenska skíðamenn. En vandi fylgir vegsemd hverri. Til þess að geta tekið á móti mægi- lega mörgum gestum í Skíðaskál- anum í Hveradölum, þarf fje til þess að útbúa öll gestaherbergin í kjallara hússins. Áætlaður kostn- aður við það er um 6000 krónur. Skýrði Jón Ólafsson lögfræðing- ur frá þeirri hlið málsins. Hann er varamaður í stjórn Skíðafje- lagsins. Fjelagið hefir orðið fyrir mikl- um óhöppum við hitalögn skálans, sem hefir orðið mjög dýr. Enn þarf að breyta henni gersamlega. Rís fjelagið ekki undir þeim kostn aði ef jafnframt á að búa gisti- herbergi skálans til fulls. Þess vegna þarf að efna til nýrrar fjár- söfnunar fyrir fjelagið. Á það svo almennum vinsældum að fagna meðal bæjarbúa, að það ætti að reynast auðvelt. Dr. Símon Ágústsson flvtur út- varpserindi í kvöld kl. 8V2 um barnavernd og uppeldi vandræða- barna. Mentaskólaselið að Reykjarkoti verður reist í haust. g:ær fóru 10 nemendur úr * 6. bekk Mentaskólans, ásamt Steinjiór Sigjirðssyni kennara, austur að Reykja- koti í Ölfusi til bess að byrja að g’rafa fyrir grunni skóla- selsins. í dag fara 40 piltar í viðbót austur til bess að taka bátt í starfinu. Þessi hópur vinnur bar eystra fram yfir helgi. Nemendur úr 4 efstu bekkjum skóla-ns vinna þar eystra. Þeir fá gistingu í skólanum í Hveragerði. Eftir því sem Hálmi Hannesson rektor skýrði - blaðinu frá í gær, verður reynt að koma húsinu upp í haust svo að það verði fokhelt. Húsið verðpr úr timbri. Grunn- flötur þess verður um 200 fer- metrar. Það á að standa í túninu á Reykjakoti, austan við lældnu, sem rennur um túnið, en vestan við hverinn í túninu. Yfirsmiður við bygginguna verð ur Kristinn Yigfússon. Mikið vantar enn til þess að nægilegt fje sje fyrir hendi til að fullgera húsið. En bestu vonir eru um, að fjeð fáist jafnóðum og þess verður þörf. ÞÚSUND HESTAR AF HEYI FJÚKA. IFljótshlíð telst mörmum til að fokið hafi í ofviðrinu 31. fyrra mánaðar 1000 hestburðir af heyi. Á Sámsstöðum fuku og um 40 tunnum af byggi í stormum á tímabilinu frá 31. fyrra mánaðar til 12. þessa mánaðar. Alt þetta bygg var sexraðað en af tvíraða byggi og höfrum fauk ekltert og af rúgi mjög lítið. (FÚ.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.