Morgunblaðið - 22.09.1937, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.09.1937, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaffur 22. sept. 1937. IROL Etvsltvtl ^eirra, sew »!> revnt heí« Nathan * Ol FriQrik Berielsen Sfmi 2872 SJÁLFVIRKt ÞVOTTAEFNI 0*—■*« ■ 4« *«M «« fcMft «|» Ná er nxii að gera að fá sen xnesC og besf fyrir peningana. Þess vegna HREINSHVÍXT i aUa þvotla. Vörur jafnan fyrirliggjandi. Útvega alskonar vjelar og efni til iðnaðar. FRÁ iTALÍU: Iataefni Frakkaefni Kápuefni Kjólaefni, alskouar Ljereft Ullargarn Sokkar Regnhlífar Alskonar fóðurefni og tillegg o. fl. o. fl. FRÁ ÞÝSKALANDI: Skófatnað, karla, kven og barna Gúmmístígvjel, bomsur og gúmmískó Verkfæri, alskonar Búsáhöld, alskonar Byggingarvörur, margsk. Allar vefnaðarvörur Pappírsvörur og ritföng o. fl. o. fl. 1-----Brjef send Morgunblaðinu Barnaleikvellirnir í Reykja vík og B. B. Herra ritstjóri! Einhver B. B. ritar greinarstúf í Morgunblaðið 15. þ. m., að því er virðist, vegna viðtals míns við sama blað hjer á dögunum, um leikvelli barna. Af skrifum hr. B. B. verður Arart ráðið, hvað hann vill í leik- \rallamálum Reykjavíkurbæjar. En hinsvegar virðast þau ummæli mín, að í stórborgum erlendis bæri minna á börnum á götum úti en hjer í Reykjavík, hafa verið aðal- orsök þess, að hann drap niður penna. Og reynir hann að rök- styðja, hvernig standi á þessu. Veigamikið atriði telur hr. B. B., að leiðir aðkomumanna liggi tíðast um miðbik borganna — að- alumferðargöturnar —, þar sem lítið er um íbúðarhús, og þurfi því engan að undra, að barna gæti þar lítið. En hr. B. B. til fróð- leiks vil jeg geta þess, að jeg gerði mjer far um að kynnast þessu jafnt í úthverfum borga þeirra, er jeg dvaldi í, sem um miðbik þeirra. Og umsögn mín er miðuð við þá reynslu, sem jeg hefi fengið við þá kynningu. Það má egja það fullum stöfum, að börn <jást ekki á götum úti, t. d. í höfuðborgum Norðurlanda, nema á leið í skóla eða aðrar stofnanir (leikvelli, barnagarða, dagheim- ili), eða þá í fylgd með fullorðn- um. Og þetta stafar ekki af því, að aldursskifting íbúanna sýni, að hjer í Reykjavík sjeu tiltölulega langt um fleiri börn en í öðrum höfuðborgum Norðurlanda, eins og her. B. B. nefnir sem aðra veigamikla ástæðu máli sínu til stuðnings. Þeir, sem við uppeldis- mál fást, vita að þar sem skóla- skylda er frá 7—14 ára aldri eru skólabörnin venjulega nálægt 10% af íbúatölu landanna, að mínsta- kosti hjer á norðurslóðum. En þetta þýðir, að börn frá 1—14 ára eru eitthvað um 20% af íbúatöl- unni. Nú hefir Reykjavík sýnt nokkuð hærri tölu á síðustu ár- um, eða um 28%. Af þessu virðist hr. B. B. álykta: Hærri hundraðstala barna í hlut falli við fullorðna þýðir fleiri börn á götum borganna. Ef ætti að taka þetta alvarlega, yrði að taka tillit til flatarmáls borganna, og geri jeg þá ráð fyrir, að t. d. í Kaupmannahöfn myndi ekki fara minna fyrir þeim ca. 150 þúsund börnum, sem þar eru, en hjer í Reykjavík. Ályktun þessi gæti samt, ef til vill staðist, ef sá hugs- unarháttur væri ríkjandi, að börn- um borganna væri heppilegt að reika landflótta um götur og torg. En sannleikurinn er sá, að slíkur hugsunarháttur er orðinn úreltur hjá öllum menningarþjóðum. Og í bókum má sjá, að t. d. hjá frænd- þjóðum vorum á Norðurlöndum, er þessi hugsunarháttur kveðinn niður fyrir og um aklamótin síð- ustu. En þá hafði um lengri tíma verið háð harðvítug barátta áhuga og hugsjónamanna til að auka skilning foreldra og annara borg- ara á þessum þjóðþrifamálum. Síð- an hafa framfarirnar verið jafnar og stígandi. Og nú má segja, að hverju barni sje ætlaður staður inni og iiti miðað við þrodva þess og þarfir. Ilr. B. B. blöskrar ekki fjöldi leikvallanna í Kaupmannahöfn, sem umtalað viðtal hafði eftir mjer að væru um 100. Stutt blaða- viðtal getur oft gefið ástæður til þess, að menn, sem lítið þekkja til mála þeirra, er skýrt er frá, geri ájer villandi hugmyndir. Jeg sje það nú, að jeg hefði í viðtalinu átt að taka fram, að þotta ætti aðeins við Kaupmanna- hafnarbæjarfjelagið — Frederiks- bergbæjarfjelagið ekki meðtalið. Og auk þess má nefna hin fjölda mörgu íþróttasvæði í borginni, sæg af barnagörðum, dagheimil- um og vöggustofum, að ógleymd- um barnahælum, vinnustofum, „frístundarheimilum“, sumar-„kol- onium“ o. s. frv. o. s. frv. Og von- andi fer háttvirtum lesendum nú að skiljast, að það er ekki vegna minni hundraðstölu barna í hlut- falli við fullorðna, að svo lítið ber á börnum á götum úti í höf- uðborgum Norðurlanda, heldur vegna þess, að börnunum eru ætl- aðir ákveðnir staðir, sem gera þeim fært að lifa hollu lífi og þroskast svo sem þeim er áskap- að. Og svo mundi vera, hver sem hundraðstala barnanna væri. Jeg vona, að við hr. B. B. getum orðið sammála um það, að barna- fjöldinn á götunum í Reykjavík, og hin háa hundraðstala barnanna hjer í hlutfalli við fullorðna, sje einmitt talandi tákn um það, hvað gera þarf hjer í bæ fyrir börnin. Jeg hafði hugsað mjer, ef tími ynnist til, að rita eða ræða bráð- lega ýtarlega um þessi vandamál og þá einkum um uppeldi barna frá 2—10 ára aldurs. En jeg mun þó fús að taka þátt í umræðum, sem leitast við að svara því, hvað hægt sje að gera til þess að skapa börnum í þess- um bæ viðunandi vaxtarskilyrði, einkum úti við, og bæta úr því ófremdarástandi, sem nú ríkir. Mitt álit er, að áhugamenn — ein- staklingar og íjelög — geti unnið þarft verk með því að skapa svo sterkt almenningsálit þessum mál- um til stuðnings, að sjálfsagt þyki að leggja árlega fram ríflegar fjárupphæðir af fje bæjarins til framdráttar þessum málum, svo að hægt sje að hefja framkvæmdir nú þegar. Hagfræðilegar skrifstofu-„kúnst- ir“ hrökkva hjer skammt. Þessi mál þola engar vöflur eða hártog- anir. Beinar framkvæmdir eru ó- hjákvæmanlegar. Og getan býr í grend við nauðsyn. 16. september 1937. fsak Jónsson. Tollarnir. Hr. ritstjóri! Mig langar til þess að biðja yður að láta rannsaka og birta í blaði yðar, eftir því sem næst verður komist, hve miklu nú- verandi tollar nema á einu ári af þörfum átta manna fjöl- skyldu, til fæðis og klæðis. Og til samanburðar tolla af sömu vörum, árið 1927. Fjölskyldan, sem ég hefi í huga er: hjón með sex börn, á aldrinum 4 til 16 ára. Þessi ósk mín til yðar, er fram komin vegna hinna al- veg, að jeg held, einstöku blekkinga stjórnarblaðanna um tollana. Því er haldið fram, að þeir hafi ekki hækkað og fært sem sönnun fyrir því, að heild- artolltekjurnar sjeu ekki hærri nú en áður. Liggur víst á bak við þá rökfærslu sama hugsun- in og hjá Vilmundi Jónssyni landlækni, eftir því sem haft er eftir honum á þingmálafundi fyrir vestan, þegar honum var bent á að kaffitollurinn hefði hækkað um helming, að þá keyptu menn bara 1 kg. í stað- inn fyrir 2 áður. Er þá meiningin hjá þessum háu herrum, sem öllum tekjum þjóðarinnar vilja safna á einn stað, þar sem þeir svo sjálfir geti ráðið úthlutuninni, að fá- tækur fjölskyldumaður geti bara dregið úr þörfum sínum, eftir því sem meira er á hann lagt af tollum og sköttum? Manni kemur ekki á óvart þó Framsóknarmenn boði enn á ný í blöðum sínum, að nauðsyn- legt sje að leggja á nýja tolla ofan á þá, sem fyrir eru, til þess að afla ríkissjóði tekna, því þeir eru ekki svo viðkvæm- ir fyrir fátækum fjölskyldu- mönnum hjer í Reykjavík. En hitt er furðulegt, að hinir svo- kölluðu fulltrúar fátækling- anna hjer í Reykjavík, jafnað- armennirnir, ætla enn að reyna á þolrif okkar og fylg.ia Fram- sókn í þessu máli. Þeir eru líka að boða nýja tolla. Það er hastarlegt að þeir skuli leggj- ast á þá sem þeir þykjast vera að vernda. Jeg veit ekki betur en að jafnaðarmenn hafi á stefiiuskrá sinni, að afnema tolla. Skýrsla sú, er jeg bið yður um, hr. ritstjóri, ætti að geta brugðið ljósi yfjr blekkinga- flækju stjórnarbiaðanna, og heilbrigð skynsemi verður að' taka í taumana. Alþýðumaður. Morgunblaðinu væri ljúft að verða við tilmælum Alþýðu- manns, en blaðið vantar tilfinn- anlega gögn til þess að saman- burður á tollum meðal fjöl- skyldu nú og í tíð Sjálfstæðis- manna yrði tæmandi. En ein- hverjir munu þeir vera hjer í bænum, sem halda nákvæma búreikninga, og væri Mbl. kært ef þeir vildu láta blaðinu í tje upplýsingar um neysluna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.