Morgunblaðið - 09.10.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.1937, Blaðsíða 8
8 M0RG7NBLAÐIÐ Laugardagur 9. okt. 1937. Divan afar ódýr, þvottagrind o. fl. til sölu. Kirkjustræti 8 B, þriðju hæð. Ranks hænsnafóður, bland- að — Varpmjöl. — Kurl. mais — Korvet, sem einnig er ágætt kúafóður í heilum pokum og lausri vigt. Þorsteinsbúð. Sími ' 3247. Niðursufffuglös, 1/4 kg. með gúmmíhring 0.90 st. — 1/2 kg. með skrúfuðu loki 0.35 — 1 kg. með skrúfuðu loki 0.50. — Þorsteinsbúð. Sími 3247. Litla Blómabúðin, Skólavörðu- stíg 2, sími 4957. Hefir fengið rabarbarahnausana aftur (Vic- toriu). Kaldhreinsað þorskalýsi með A og D fjörefnum, fæst altaf — Laugaveg 62. Sími 3858. Slifsi frá 3,75, Svuntuefni frá 4,40, Upphlutsskyrtu- og svuntu efni frá 8,75 í settið, Peysufata- satín og silki, Upphlutasilki, Ullarklæði. — Versl. Dyngja. Silkinærföt, einstök Og í sett- um, ódýr og góð. Kvenbolir, Silkisokkar, svartir og mislitir, frá. 2,95 par. Barnasokkar ó- dýrir. — Versl. Dyngja. Nokkrar hvítar ullartreyjur á ungbörn. Nokkrar telpupeys- ur ódýrar. Peysur á unglings- stúlkur frá 12 ára aldri, í góðu úrvaíi. — Versl. Dyngja. Nýkomin ullartau og mött silkiefni í kúóla. Svart og dökk blátt efni í pils. Blúsuefni, afar ódýr. Kjólatölur. Versl. Dyngja. Efni í peysufatakápur. Kápu- fóður. Kápntau. Káputölur og spennur. Vatt. Versl. Dyngja. Vjelareimar fást bestar hjá ?oulsen, Klapparstíg 29. Svart og dökkblátt efni í drengjaföt. Matrósakragar. Sat- ín í matrósakraga. Hvítar og mislitar stímur. Slaufubönd. — Versl. Dyngja. Kaupi íslensk frímerki hæsta ^erði og sel útlend. Gísli Sig- irbjömsson, Lækjartorgi 1, — Opið 1—4. Kaupi gamlan kopar. Vald. 'oulsen, Klapparstíg 29. Nýtísku kápuefni. Verslun Kristínar Sigurðardóttur, Lauga veg 20A. Fallegt úrval af haustfrökk- um og vetrarkápum kvenna. — Ágæt snið, nýjasta tíska. — Verslun Kristínar Sigurðardótt- ur, Laugaveg 20A. Falleg gluggatjaldaefni ný- komin.Verslun Kristínar Sigurð ardóttur, Laugaveg 20A. BB, -----------||1|rt Góð stúlka óskast á Braga- götu 36. Sjerherbergi. Húsmæður, takið eftir! Komnir heim. Tökum að okkur gluggafægingu og loftþvotta. Sími 4967 Jón og Guðni 2131. Tek að mjer loftþvotta og gluggahreinsun eins og að und- anförnu. Sími 3809. Gert við allan slitinn skó- fatnað á Grundarstíg 5, fljótt og vel af hendi leyst. Alt hand- unnið. Virðingarfylst. Helgi Jónsson. Fæði, fyrir karla og konur, og einstakar máltíðir, fæst á Laufásvegi 14. Munið matinn í Stefáns-Café, Laugaveg 44. Friggbónið fína, er bæjarins 368ta bón. Prologus við þingsetningu í dag. f"Xeir eru komnir aftur þessir gildu rauðu garpar, þeir gömlu og þeir nýju í harðvít- ugri sveit. Nú undir haustið hefjast aftur hrókaræður snarpar. Um hyggindin og framsýnina enginn maður veit. Þeir lofa öllu fögru og Játa „verkin tala“ og lýðræðinu hrósa þeir og skjalla menn og fljóð. Já, ef menn gætu lifað á falsi og fagurgala, þá findist enginn svangur maður hjer með vorri þjóð. * En því er ver, að þó að margt sje þokkalega orðað í þjóðmál- anna stefnuskrám, og vel sje brauðið smurt, þá er það svo að ekki verður feigum mönn- um forðað, og fjöldinn allur verður samt að jeta brauðið þurt. Ef síldin bregst í sjónum og syrtir að á Spáni, er sultur fyrir dyrum við ysta Norður- mar. Þótt siglt sje fullum segl- um, þá sjer hver meðal bjáni, að siglingin er glæfraleg og boðar hjer og þar. Að tala hátt og tefla djarft og treysta sinni lukku, þeir telja vitni karl- mensku, þótt oft sje heimskan skær. Hver getur talið alla þá, er niðrí sjóinn sukku, er siglt var meir en þolað gátu kaðlar, súð og rær? * Við strendur landsins gefst að líta kláfa marga og kugga, kjölurinn er fúinn og Iest af vatni hálf. En óvíst e*>, hvort þar sjest nokkur durgalegri dugga nje dapurlegra lekahrip en þjóðarskútan sjálf. En uppi á fúnum stjórnpall- inum stendur Hermann gleiður og státar af að gamla dollan sje á floti enn. Hann gortar líka af því, hvað hann gerist stund- um reiður: Hann geti látið líu sinnum ver en aðrir menn! •k Með lunningunni á bak- borða læðist skrítinn snáði, sem „lunchaði“ með Bretanum og nefndi „konsessjón“. í öllum fræðum Tímans hann tekur próf með „láði“. (En týnir stundum skrifbókinni, þetta litla flón!) I stafni situr Har- aldur og beitir fingrum föstum: „Fólksekla og vinnuleysi“ rist- ir á sinn skjöld. Hann telur hverskyns framtak og fjör með öðrum löstum, svo Fátæktinni er borgið, með slíkan þjón við völd. * Nú þyrpast bæði gamlir og ungir út á strætin, því allir vilja dýrðina fyrstir heyra og sjá. — Þeir eru komnir aftur og setjast nú í sætin: Sýningin er opnuð og tjaldið dregið frá! Leiri Langnefss. Erindi flytur undirritaður (að forfallalausu) á Lækjartorgi í Rvík laugard. 9. kl. 4 e. h. og sunnudaginn 10. kl. 11/2 e. h. Efni: Lúk. 8:18. 11:27,28. Jóh. 5:24,25. 8:47. Þessir textar o. m. fl. eru ágætir við eyrnaveiki. Allir velkomnir, en þó sjerstak- lega Guðm. Hannesson prófess- or, ef eyrun eru ekki af honum dottin. Sjá Morgunblaðið 15. júlí s.l. 8. okt. 1937. Sigurður Sveinbjarnarson. Hefi flutt saumastofu mína af Lindargötu lb á Amtmanns- stíg 2, uppi. — Kristín Briem. Tek að mér að lesa ensku og dönsku með Flensborgarskóla- nemendum. Kristín Sigurðar- dóttir, Gunnarssundi 6, Hafn- arfirði. Listbókband. Flutt í Vonar- stræti 12. Tek á móti nemend- um strax. Lærið að binda yðar eigin bækur. Rósa Þorleifs- dóttir. Löðfræðistúdent tekur að sjer kenslu. Upplýsingar gefurj stud. theol. Björn Björnsson, Garði, Sími 4789. Ensku og dönsku kennir Ágúst Sigurðsson, cand. mag., Laufásveg 60. Heima 12—1 og 8—10, ennfr. á Hótel Skjald- breið 7—8. Postulínsmálning. Tek á móti nemendum í postulínsmálningu^ Svafa Þórhallsdóttir, LaufásL. Sími 1660. Sníðanámskeið byrja 15. okt. Dag- og kvöldtímar. Efni tekim til að sníða og máta. Saumastofa Guðrúnar Arngrímsdóttur. Matthildur Edwald. Bankastr. 11. Sími 2725- Jaftcið-fwnclið Tapast hefir rauðbrúnt veski. Finnandi vinsamlega beðinn að skila því á Laugaveg 82, eða gera aðvart í síma 1446. Armbandsúr, silfurlitt, með dökkhláum steinum tapaðist frá Bárugötu niður í Miðbæ. Skilist í skrifstofu Hótel Borg. ->• AlJir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. NILS NILSSON; FÓLKIÐ A MÝRI 59. — Þú syngur ljómandi vel, Fríða, sagði hann blíð- lega. Þá leit hún upp og brosti, svo að sást í rautt tann- holdið, um leið og hún sagði stríðnislega: — Sagðir þú þetta líka við Elínu, þegar þú varst að eltast við hana? — Elínu, tæfuna þá arna! Hvernig veistu, að jeg var hrifin af henni? sagði hann kjánalegur á svip. — Maður frjettir nú sitt af hverju. En nú þykist þú í alvöru vera skotinn í mjer, er það eklci % hjelt hún áfram stríðnislega. ÓIi var á báðum áttum. Hann gat ekki almennilega gert sjer grein fyrir, hvort Fríða talaði í alvöru eða ekki. Hann horfði girndarlegum augum á hana og laut síðan fram og ætlaði að kyssa hana. En áður en hann varði rak hún honum bylmings löðrung, svo að honum sortnaði fyrir augum. — Hypjaðu þig í burtu! hrópaði hún blóðrauð af bræði. Illgirnislegum glampa brá fyrir í augum Óla. Á þessu hafði hann síst átt von. Hann hafði verið viss um Fríðu. Hversvegna voru allar stúlkur svona slæm- ar við hann. Var hann ekki eins góður og aðrir menn? Að stúlka eins og Fríða skyldi voga sjer að slá hann, það var háðung. Ekki var hún fríð sýnum, en hún var Jaglega vaxin. — Hversvegna slærð þú mig? Líst þjer ekki vel á mig? spurði hann í blíðlegum róm, þó að hann væri ofsalega reiður. Hann ætlaði að stilla sig, fá Fríðu á sitt vald með góðu og nálgast takmarkið smátt og smátt. — Þú spyrð, hvort mjer lítist ekki á þig? Jú, það getur vel verið, ef þú gætir þvegið þjer. Hamingjan góða, það er ólykt af þjer, maður! sagði hún hlæjandi og gat'ekki annað en skemt sjer yfir vandræðasvipn- um á andliti lians. — Það er ósatt. Þú ættir ekki að fara með svona þvætting. Þú ættir heldur að koma með mjer út í kvöld. Jeg býð kaffi á kránni. — Reyndu fyrst að þvo af þjer óhreinindin og vera ekki svona ískyggilegur ásýndum. Jeg hefi tekið eft- ir því, að þú verður altaf svo frámuualega fýlulegur um leið og þú sjerð Elínu. Eins og hún er indæl stúlka. Hann Ijet sem hann heyrði ekki hvað hún sagði, en hjelt áfram að dekstra hana til þess að koma með sjer um kvöldið. En hún hló bara og sagðist fyrst vilja sjá hann hreinan. I kvöld gat hún að minsta kosti ekki komið með honum, en ef til vill að öðru sinni. Óli vissi ekki almennilega, hvort Fríðu var alvara eða ekki, en hann tók þó orð hennar sem loforð og lifði í von og tilhlökkun til þess að trúlofast henni. Dag eftir dag bað hann hana að koma á stefnumót við sig, en hann var bæði örvinglaður og reiður, þeg- ar hún svaraði honum hlæjandi og henti gaman að öllu sem hann sagði. Hún skemti sjer yfir vandræða- svipnum á andliti hans og brennandi heitu og spyrjr- andi augnaráði hans, en hafði ekki hugmynd um þær ástríðufullu tilfinningar, sem liún, vakti hjá Óla. Ifún ljek sjer með eldinn, en hafði enga löngun til neinna. ástaratlota frá hans hálfu. Leikurinn var henni nóg- ur og hún gekk upp í honum með lífi og sál, án þess að gera sjer Ijóst, að hann vakti hjá Óla ástríðu, sem lilaut að út.heimta meira en leikinn einn, þegar fram í sótti. Hún hafði ekki liugboð um það, að hann tók bros hennar og gáskafult augnatillit sem loforð um það, að hann væri að nálgast það takmark, sem hanm þráði. Og Óli efaðist elcki um það, að hann myndi fá Fríðw áður en lyki. Það var honum nokkur sárabót fyrir að hafa mist Elínu. Hann var nú búinn að læra af fvrri reynslu, og þegar Fríða var nálægt stilti hann sig eft- ir mætti og ljet ekki á því bera þó að hann værii særður, reiður eða örvinglaður t r því, hvernig húm dró hann á tálar. Hann tók rólega loforðum hennar um að koma með honum á krána. Lærði að bíða og vera þolinmóður, þó aó það kostaði hann miklar kval- ir. Hann fór líka að hirða sig betur, þvoði sjer og greiddi rautt. og strítt hárið fyrir framan spegil og leist vel á sjálfan sig. Óli var farinn að sætta sig við það að vera á Mýri í seinni tíð. En það var ekki ást sem hann hafði á Fríðu. Hún liafði aðeins siimu áhrif á hann og hver annar kvenmaður hefði haft. Óli átti í mikilli baráttu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.