Morgunblaðið - 09.10.1937, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 9. okt. 19->7.
MORGUNBLAÐIÐ
---------‘Tj--
Ófriðarhættan eykst vegna
Spánarmálanna.
Italir auka enn
stuðning sinn
við Franco.
Frakkar krefjast tafariaust heimsendingu
erlendra sjálfboðaliða.
FRÁ FRJETTARITARA VORUM.
KAUPMANNAHÖFN í GfÆR.
&
Ofriðarhættan í Evrópu eykst með degi
hverjum út af Spánarmálunum. Bret-
ar og Frakkar eru sífelt að krefja 1-
tali um svar þeirra viðvíkjandi brottsendingu er-
lendra sjálfboðaliða á Spáni. Hingað til hafa I-
talir ekki gefið nein ákveðin svör, en nú er þó svo
komið, að ítalska stjórnin hefir lofað að gefa á-
kveðið svar á morgun.
Málgagn Mussolini „Popolo cTItalia“ skýrir
frá því í dag, að búast megi við því, að ítalir neiti
algerlega að taka þátt í nokkurri ráðstefnu um
Spánarmálin, nema Þjóðverjum sje boðin þátt-
taka. Þá segir blaðið að Italir muni gera kröfu
til þess, að heimsending erlendra sjálfboðaliða
frá Spáni verði rætt í hlutleysisnefndinni, en ekki
á fundi, þar sem nokkrar þjóðir sjeu aðilar.
Breska stjórnin hefir opinberlega skýrt frá bv>, að
henni sje kuunugt um, að Italir haldi áfram að veita
Franco lið í stórwm stíl. Hafi ítalir nýlega sent Franco
margar sprengjuflugvjelar og mikið af öðrum hergögnum
(í frjett frá London (FÚ) segir, að breska stjórnin hafi lýst
því yfir, að 15 þúsund ítalskir hermenn hafi verið settir á land
í Cadiz. Italska stjórnin mótmælir þessari fregn.)
Orðrómur gengur um það, að Mussolini hafi látið hervæða
125 þúsund manns og sent þá til Suður-Ítalíu og Líbyu. Her-
menn þessir eigi að vera til taks ef Bretar skyldu eitthvað gera
sig líklega til hernaðaraðgerða. Orðrómur þessi hefir ekki hlotið
neina staðfestingu og er talið heldur ósennilegt, að hann hafi við
rök að styðjast.
Frakkar taka hann samt
alvarlega að einhverju
leyti, sem m. a. sýnir sig
í því, að Deibos utanríkis-
málaráðherra Frakka hef-
ir krafist þess, að erlendir
sjálfboðaiiðar á Spáni
yrðu tafarlaust sendir
heim því að Frakkar gætu
ekki lengur þolað að ítal-
ir drægju það mál svo á
langinn, sem raun væri
orðin á.
ÁRÁS Á ÍTALSKT
SKIP.
Nákvæmar fregnir hafa ekki
borist ennþá um árás sem ílug-
vjel á að hafa gert á írálskt
skip, undan austurströnd Spán-
ar. Það er álitið, að flugvjelin
hafi tilheyrt spönsku stjórn-
inni.
Breska flotamálaráðuneytinu
hafa ekki borist neinar áreið-
anlegar fregnir um árás, er
skip uppreisnarmanna á Spáni
er sagt að hafa gert á 2 bresk
skip undan norðurströnd Spán-
ar. Eigendur annars skipsins
segja, að það hafi ekki verið
innan spánskrar landhelgi.
ÞÝSKAR FLUGVJELAR
SKOTNAR NIÐUR
Á Norður-Spáni hafa flug-
vjelar uppreisnarmanna haft
sig talsvert í frammi undan-
farna sólarhringa. Loftárás hef-
ir verið gerð á Gijon, og valdið
nokkru manntjóni. Stjórnin seg-
ir, að tvær flugvjelar hafi verið
skotnar niður og hafi báðar
verið þýskar, og flugmennirnir
Þjóðverjar.
Áhöfn annarar flugvjelar-
nar fórst, en 4 Þjóðverjar
sem í hinni voru, voru teknir
fastir. Einn komst undan.
LOFTÁRÁS
I loftárás, sem gerð hefir
verið á Majorca, lenti sprengja
í grend við bústað breska ræðis
mannsins í Palma, og nokkrar
sprengjur fjellu í 300 metra
fjarlægð frá breska herskipinu
„Delhi“.
Kípverikir hermenn.
Hermenn úr 29. herfylki Kínverja. Myndin er tekin skömmu eftir að
þessi herdeild varð að yfirgefa Peking.
RefsiaOgerðir geta ekki breytt
fyrirætiunum vorum
— segfa Japanir.
FRÁ FRJETTARITARA VORUM.
KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
Japanir segjast vera bæði forviða og grarn-
ir út af því, að Cordeli Hull, utanríkis-
málaráðherra Bandaríkjanna, skuli
hafa látið svo um mælí, að Japanir hafi hafið á-
rásarstríð í Kína og brotið þar með níu-velda-
samninginnn.
Aftur á móti eru Japanir glaðir yfir ræðu
Mussolini, þar sem hann afsakaði Japani og fram
komu þeirrá í Kína. Þó er yfirgnæfandi meiri-
hluti Japana sagður móðgaður vegna þess, að
Mussolini kallaði Japan fascistaríki.
Japanska , frjéttastofan Domei sendir út þá
frjett, að gera megi ráð fyrir því, að japanska
stjórnin neiti að taka þátt í níu-veldaráðstefnu.
Enrífremur segir frjettastofan: Siðferðilegar eða
fjárhagfslegar refsiaðgerðir geta ekki hindrað Japani í
að fara síriu fram í Kína.
Óeirðlr ■ Indlandi
xwmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmm
200 breskir her-
menn hafa fallið
Berlín í gær.
Bardagarnir á Norð-vestnr-
landamærum Indlands
verða æ fleiri breskum her-
mönnum að bana. í uppreist-
inni í Baltistan voru 2 bresk-
ir liðsforingjar drepnir í gær.
Samkvæmt opinberri icM-
kynningu breskra yfirvalda
hafa fram að þessu 200 bresk-
ir hermenn fallið, en 600 særst
í óeirðum á þessum slóðum.
Alls hafa útgjöld Breta af
þessum orsökum numið upp-
hæð, sem svarar til 12 miljóm
ríkismarka.
Þjóðverjar gram-
ir breskum íhalds-
mönnum.
Frá Washington er símað að
andúðin gegn Japönum og fas-
cistum færist mjög í aukana
meðal almennings í Bandaríkj-
um, en að skiftar ékoðanir sjeu
um það, hvort rjett sje að
koma á viðskiftalegum refsiað-
gérðum gegn Jaþöhum.
EDEN ÁNÆGÐUR
MEÐ RÆÐU
ROOSEVELTS
London í gsér. FÚ.
Anthony Eden, utanríkis-
málaráðherra Breta, tók í dag
á móti fulltrúanum við sendi-
sveit Bandaríkjanna í London
og ljet í ljós ánægju sína yfir
ræðu Roosevelts forseta.
Sagði hann, að með þeim
orðum, sem forsetinn hefði val-
ið til þess að lýsa yfir afstöðu
Bandaríkjastjórnarinnar til
styrjaldarinnar í Kína hefði
hann lagt mjög mikilsverðan
skerf til friðarmálanna.
Enn hafa ekki verið teknar
neinar ákvarðanir um það,
hvar eða hvenær 9-velda ráð-
stefnan verður haldin.
YFIRLÝSING
VÆNTANLEG
FRÁ JAPÖNUM
í Tokio er sagt, að utanríkis-
rálaráðuneytið muni innan
skamms birta yfirlýsingu út af
ummælum Roosevelts forseta
um stvriöldina í Kína.
London í gær. FÚ.
Sú yfirlýsing, sem gerð v*r
í þingi íhaldsflokkshw
breska í gærkvöldi, að flokk-
urinn væri á móti því, að Þýsk*
landi væri skilað fyrri nýlen’d-
um sínum, sætir afar mikilli
gagnrýni í þýskum blöðum í
dag. Telja þau Breta stjórnast
í þessu máli af þröngsýni, og
ruglaðri siðferjðiskend.
RÁÐSTEFNA UM
NÝLENDUMÁL
Aftur á móti taka þau mjÖg
vel tillögu, sem fram kom í gær
hjá stjórninni í Natal í Suður-
Afríku, þar sem stungið er wpp
á að ráðstefna verði haldin *m
nýlendumál í Afríku og Þjó#-
verjum og ftölum meðal annaríB
boðið á þá ráðstefnu.
Anna Borg fær
mikið hrós.
Stærsta leikhús-tímarit Nor#
urlandanna, sem heitir
,,Forum“, birtir nýlega grom
um sýningu þá, er „Folke Teak-
eret“ í Kaupmannahöfn hefto*
haft á leikriti Kai Munks „sít
urinn“.
Frú Anna Borg ljek aðal-
kvenhlutverkið í Ieiknum, og
farast tímaritinu þannig orð om
leik hennar:
„Anna Borg hefir aldrei ▼«:-
ið glæsilegri, en í hlutverki sín*
sem kona kanslarans og h»
undur hreimfagra rödd herm-
ar rann á naerkilegan hátt
saman við þ^u áhrif sem að
persóna henpr.r hafði og yar
leikur henner o|t hrífandi. AS
eips ástríðurnar ræður hún ekki
við, hún er gyðja innileikans,
en ekki ástríðnanna á leiksviij'
voru“.
Sænsk og norsk blöð hafa
einnig birt mjög lofsamlegar
greinar um frú Önnu Borg. —
(FÚ).