Morgunblaðið - 30.11.1937, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 30. nóv. 1937,
Mikilvægustu
stjórnmála-
viðræður
síðan 1914
FRÁ FRJETTARITARA
VORUM.
KHÖFN í 6ÆR.
T3 resk blöð telja við-
ræður bresku og
frönsku forsætis og ut-
anríkismálaráðherrana
sem nú fara fram í Lond
on geta orðið mikilvæg-
ustu stjórnmálaviðræð-
ur, sem fram hafa far-
ið síðan fyrir heims-
styrjöldina.
Frönsku ráðherramir,
Camille Chautemps og
Yvon Delbos komu til
London í gærkvöldi.
1 dag hafa þeir setið á
ráðstefnu með Mr. Neville
Chamberlain forsætisráð-
herrá og Mr. Anthony
Eden, utanríkismálaráð-
herra.
Það, sem rætt er um er aðal-
lega: nýlendukrðfur Þjóð-
verja og stríðið í Austur-Asíu.
Reutérfrjettastofan hefir
fregnað, að breska stjórn-
in leggi mikið upp úr þessum
viðræðum. Breska stjórnin hefir
ekki í hyggju að gera neina
mikilvæga breytingu á utan-
ríkismálastefnu sinni nje reyna
að fá frönsku stjórnina til að
taka upp nýja stefnu. Bretar
ætla t. d. ekki að reyna að
koma því til leiðar, að Frakk-
ar segi upp vináttusamningn-
um við Rússa.
Viðræður Breta og Frakka
munu aðallega snúast um
það (segir Reuter)
hvaða möguleikar eru á
því, að nánari samvinna
takist með ,,Berlín-Róm-
öxulnum“ og bresk-
franska-sambandinu.
Þetta verður þó ekki reynt
á annara kostnað, eins og t. d.
á kostnað Tjekkóslóvakíu eða
Austurríkis.
Fari svo, að gengio verði að
einhverju leyti að nýlendu-
kröfum Þjóðverja, verða þeir
að láta eitthvað af hendi rakna
í móti.
Annar meginþátturinn í við-
ræðum Breta og Frakka verð-
ur styrjöldin í Aust i -Asíu. Þar
eru hagsmunir beggja taldir í
allmiklum voða (segir Reuter).
Brennidepill ókyrðarinnar í
heiminum er nú ekki lengur
Spánn, heldur Kína.
Japanir hafa haft í hótunum
að leggja undir sig Hainaneyna
(sem er frönsk) og jafnvel Indo
China.
F jórveldasáttmáli.
Blað verkamanniflokksins í
London, „Daily Herald“ telur
að markmið bresku stjórnar-
innar sje að koma til leiðar að
fjórveldasáttmáli . c-rði gerður
milli Breta, Frakka, Itala og
Þjóðverja.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Karlakór Reykjavákur kom
Iieim í gær
Sigurför kórsins
til fjögra landa
I Evrópu
Mannfjöldinn, sem beið komu ,,Dr.
Alexandrine“ í gærdag á hafnar-
bakkanum, skifti þúsundum. Stilli-
logn var er skipið, sem var hátíðaflöggum
skreytt, lagðist upp að.
Allur þessi viðbúnaður var til heiðurs Karlakór Reykja-
víkur, sem var að koma úr söngför sinni til útlanda — söng-
för, sem hefir verið sannkölluð sigurför, eftir blaðaummælum
og ánægjusvipnum á söngmönnunum sjálfum að dæma.
Þegar ,,Dr. Alexandrine“ var að leggjast upp að, mændu
augu allra á einn stað á þilfari skipsins, þar sem hópur manna
með hvítar einkennishúfur stóð. Og alt í einu kvað við sterkur
karlakórssöngur: „Landið vort fagra“.
| Píanóhljómleikar I
I á laugardag |
9
Einnig söng kórinn ,,ísland“
eftir söngstjórann Sigurð Þórð-
arson. Mannfjöldinn þakkaði
með lófaklappi. Sigfús Hall-
dórss bauð kórinn velkominn
með nokkrum orðum og mann-
fjöldinn hrópaði ferfalt húrra.
Fararstjóri Karlakórs Reykja
víkur, Guðbrandur Jónsson pró-
fessor, þakkaði viðtökurnar og
bað kórinn að hrópa ferfalt
húrra fyrir íslandi. Er þessum
einföldu, en þó hátíðlegu mót-
tökum var lokið, þyrptust vinir
og vandamenn til að bjóða kór-
fjelagana velkomna.
Þegar mestu fagnaðarlátun-
um var lokið og fólkið var far-
ið að týnast burtu, tókst mjer
að ná tali af formanni Karla-
kórs Reykjavíkur, Sveini G.
Björnssyni póstfulltrúa. Hann
sagði mér í fáum dráttum frá
ferðalagi kórsins.
Kaupmannahöfn.
Kórinn fór hjeðan með Gull-
fossi 2. nóvember og hjelt
fyrstu söngskemtun sína er-
’endis í Oddf llow-Palæet í
Kaupmannahöfn. Hafa borist
ítarlegar frjettir af söng kórs-
ins í Höfn og hinum lofsam-
legu blaðaummælum, sem hann
fjekk þar. Um allan undirbún-
ing undir komu söngmannanna
í Höfn sá forseti Islendingafje-
lagsins Marten Bartels banka-
fultrúi og fórst ágætlega úr
hendi.
Berh'n.
Frá Höfn fór kórinn til B r-
lín og söng í Bach-salnum. Að-
sókn var þar mjög sæmileg og
öll Berlínarblöðin birtu undan-
tekningarlaust afar lofsamlega
dóma um söng kórsins. Á með-
an kórinn dvaldi í Berlín eyddu
söngmennirnir frístundum sín-
um til að aka um borgina og
skoða hana.
Prag.
Næst söng kórinn í Prag í
hinum fræga Smetana-sal. Voru
viðtökur þar hinar ágætustu og
var söngstjóranum, Sigurði
Þórðarsyni og einsöngvaranum
úr. Euwe verður að
vinna 6 aí 8 íöflum -
Khöfn í gær F.Ú.
Pað þykir nú þegar sýnt, að
dr. Aljechin muni vinna
heimsmeistaratitilinn frá Euwe,
því, að dr. Aljechin hefir nú
unnið 22' skákina í 62 leikjum.
Hefir hann þá 13 vinninga, en
dr. Euwe 9.
Til þess að geta unnið, verð-
ur dr. Euwe að fá sex vinn-
inga af 8, sem eftir eru, því dr.
Euwe vinnur á jafntefli.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Peningum stolið á
knattspyrnuæfingu
Peningaveski var stolið af
þjálfara „Vals“, Mr. Mur-
doch Mac Dougall á sunnudags-
morguninn, meðan Valsmenn voru
á knattspymuæfingu á íþrótta-
vellinum. í veskinu voru 130 krón-
ur íslenskar og 5 sterlingspunda-
seðill (kr. 110.75).
Á sunnudagsmorguninn var æf-
ing hjá I. og II. aldursflokkum
Vals á íþróttavellinum. Áður en
æfing hófst fóru knattspyrnu-
mennirnir úr yfirhöfnum sínum,
jökkum o. þ. h. og hengdu fötin
á grindverkið, sem er utan hlaupa-
brautarinnar. Á meðan á æfing-
unni stóð veittu Valsmenn fötum
sínum enga eftirtekt í hita leiks-
ins og mun þjófurinn þá hafa sjeð
sjer tækijæri til að stela peninga-
veskinu.
Lögreglan hefir fengið málið
til meðferðar, en hafði ekki tek-
ist að hafa upp á þjófnum í gær.
Nokkuð margir áhorfendur
voru að æfingu ,,Vals“ og gæti
það orðið rannsóknarlögreglunni
að liði, ef þeir, sem þarna voru,
gæfu sig fram við hana.
Ríkisskip. Esja var á Eskifirði
kl. 31/2 í gær og Súðin fór frá
Húsavík kl. 6 síðd. í gær áleiðis
til Akurevrar.
Ung-frú Sesselja Stefánsdóttir.
Sesselja Stefánsdóttir píanóleik-
ari efnir til hljómleika í
Gamla Bíó á laugardaginn kemur.
Viðfangsefni verða aðallega eftir
Liszt, en auk þess eftir Brahms,
Chopin og Debussy.
Fyrir 5 árum helt ungfrúin
hljómleiká hjer, að afloknu
þriggja ára námi við Stern’sehes
Konservatorium í Berlín. Fekk
hún þá góða dóma. Síðan hefir
hún stundað nám hjá dr. Heinrich
Kosnick í Berlín, og má því vænta
miklu meira af henni* nú.
B.v. Hilmir
er kominn heim
Togarinn „Hilmir“, sem varð
fyrir áfalli á leið til Eng-
lands 24. okt. s.l., kom bingað í
fyrradag.
Morgunblaðið liefir átt tal við
skipstjóra togarans, Jón Sigurðs-
son, og spurt hann, hvort nokk-
uð væri um áfallið að segja, meira
en komið hefði fram hjer í blað-
inu.
— Nei, sagði skipstjórinn. Jeg
hefi lesið grein Gísla Jónssonar,
sem birtist í Morgunblaðinu á
dögunum. Jeg sje, að Gísli hefir
stuðst við skýrslur þær, sem jeg
hefi gefið í málinu, og er ekkert
frekar um það að segja. Grein
Gísla Jónssonar svo ítarleg.
— Það er búið að gera við skíp-
ið?
— Já. Við fórum til Aberdeen
með fiskinn og síðan til South-
Shields, þar sem gert var við
skemdirnar. Það var þriggja
vikna verk.
— 2,2 miljarðir -
til lofthers Breta
FRÁ FRJETTARITARA
VORUM.
KHÖFN í GÆR.
Breska blaðið „People'*
(sunnudagsblað, sem selt er
í þrem miij. eintökum)
skýrir frá því, að breska
stjórnin hafi pantað tíu þús-
und nýjar flugvjelar.
Blaðið telur, að á næsta
ári muni verða varið hundr-
að miljónum sterlingspund-
um (2,2 miljarð krónum)
til endurbóta og aukningar
á lofther Breta.
Dr. Niels Nielsen, sem hjer
hefir verið við rannsóknir á Vatna
jökli, liefir búið til íslenska kvik-
mynd til skólanotkunar, og lýsir
myndin ýmsum náttúrufyrirbrigð-
um á íslandi. Á henni sjest t. d.
Geysir áður og eftir að hann gaus
og meðan hann er að gjósa og með
skýringarteikningum, sem einnig
er komið fyrir á myndinni, er
sýnt hvernig skál Geysis fyllist af
vatni og hvernig gosið verður. —
(FÚ.).
Dósents-frumvarpið
Ekki á dagskrá
fyren ðfimtudag
Ymsir hafa spurt hvað því mum
valda, að ekki hefir enn Vér-
ið tekið á dagskrá á Alþingi frum-
varpið, sem veitir síra Birni Magn
ússyni kenslu- og prófrjéttindi við
guðfræðideild Háskólans.
Eftir þeim upplýsingum, sem
Morgunblaðið hefir um þetta
fengið, stafar drátturinn af því,
að kenslumálaráðherrann, Hárald-
ur Guðmundsson óskaði þess, að
frumvarpið yrði ekki tekið á dag-
skrá fyr en á þriðjudag (þ. e. í
dag).
En þar sem þingfundir fjellu
alveg niður í gær, vegna fráfalls
Magnúsar Guðmundssonar, flytj
ast dagskrár þær, sem ákveðnar
voru í gær yfir á daginn í dag.
En á morgun (fullveldisdaginn)
verða engir þingfundir. Af þes««
leiðir, að háskóla-frumvarpið get-
ur ekki orðið á dagskrá fyr en á
fimtudag.
*
Alþýðublaðið heldur áfram aS
fjandskapast við guðfræðideild
Háskólana fyrir það að hún á-
kvað, aS síra Bjöm skyldi byrja
strax að kenna. Auðvitað var sá
ákvörðun sjálfsögð, venga stúdent-
anna. Enda veit Alþýðublaðit
mjög vel, að frumvarpi þeirra síra
Sveinbjörns og Jörundar er trygð-
ur framgangur á Alþingi, þar sem
að því standa tveir stærstu flokk-
ar þingsins. Það er vitanlega bull
og vitleysa hjá Alþýðublaðinu, að
nokkur lög sjeu brotin með kenslu
síra Björns. Síra Björn hefir verig
settur dósent í marga mánuði og
hefir því að sjálfsögðui rjett til
kenslu við Háskólann.
Frumvarpið, sem liggur fyrir
Alþingi, er engu að síður nauð-
synlegt. Það á að tryggja Háskól-
anum starfskrafta síra Bjöms á-
fram. Með því fær síra Björn
rjett til að prófa kandidata í þeim
fögum, sem hann kennir.
E.s. Edda kom til Hull í gær
kl. 3 e. b.