Morgunblaðið - 30.11.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.11.1937, Blaðsíða 5
I»riðjudagur 30. nóv. 1937. MORGUNBLAtíIÐ » . JílcrtigmiMaSið ; " Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rttstjórar: J6n Kjartaneson og Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarmaCur). Auglýsingar: Árnt 6la. Ritstjðrn, auglýsingar og afgreibsla: Austurstrœtl 8. — Slml 1600. Áskriftargjald: kr. 8,00 á mánuGi. g 1 lausasölu: 16 aura elntakiO — 25 aura meO Lesbðk. VIRDINQ ALÞINGIS NÚS MUNDSSON Pví verður tæplega neitað, að virðingu Alþingis hafi Ihrakað hinn síðasta mannsald- :ur. Þetta hlýtur að vera öllum Jýðræðissinnuðum mönnum á- hyggjuefni, því í lýðræðislönd- um má líta svo á með nokkr- um rjetti, að með skipun lög- :gjafarsamkomunnar dragi kjós- endur upp sanna mynd af vilja isínum. Eftir því ætti þjóðin jafnan að hafa þá fulltrúa, sem hún á skilið, hvorki betri nje verri. Njóti þingið því ekki trausts og virðingar sem skyldi, ;mætti það þá teljast augljós vottur þess, að kjósendur vönd- mðu ekki nægilega valið á trún- aðarmönnunum. Hjer á landi hafa kjósend- ur ýmislegt sjer til málsbóta um það að myndin af vilja þeirra hepnast ekki allskostar. Kosningafyrirkomulagið er slíkt, að flokkum er gert mis- jafnlega auðvelt að tákna vilja sinn. En auk þess er á það að Híta, að hina síðustu áratugi hafa þær stökk-breytingar orð- ið á kosningarjettinum, að það -er ofur skiljanlegt, að misbrest- ir yrðu á því í bráð, að fullkom- inn þroski væri fyrir hendi til jþess að gæta þeirra skyldna, ísem rjettindunum fylgja. VÞað er vafalaust holt fyrir kjósendur landsins, að festa sjer í minni þær leiðbeiningar, sem Jón Sigurðsson hefir gefið ium valið á Alþingismönnum. í grein, sem forseti ritaði í Ný fjelagsrit, lýsir hann því, hverj- um dygðum þingmaður eigi að -yera búinn til þess að vera starfi sínu vaxinn. Grundvallardygð- ina telur hann „brennandi og óhvikula föðurlandsást“ sam- fara víðtækri þekkingu á landi æg þj0*5. Þessu næst talar hunn um skapgerð þingmanna og kemst meðal annars svo að nrði: „En ekki ríður hvað minst á ■því, að fulltrúinn sje svo skapi farinn, sem hann á að vera. Að hann sje ráðvandur og fölskva- ,laus, forsjáll án undirferils, einarður og hugrakkur án frekju, staðfastur án þrálynd- is og sjervisku og að öllu óvil- hallur mönnum, stjettum eða hjeruðum. Sannleikann á hann a,ð meta umfram alt . . .“ Ef þjóðin gerði þessar kröfur Jóns Sigurðssonar að sínum, þyrfti ekki að kvíða því, að Alþingi skorti virðingu. En þótt benda megi á, að vikið hafi verið frá þessum kröfum meira en holt er, þá verður hinu heldur ekki neitað, að á Alþingi hafa jafnan átt sæti ýmsir menn, sem fullnægja þessum kröfum. I dag minnumst vjer eins af þeim mönnum, sem hafði þá skapgerð, sem Jón Sigurðsson telur að vera eigi einkenni þing- manns. Magnús Guðmundsson hafði átt setu á Alþingi í full tuttugu ár. Við fráfall sitt mun hann hljóta þann vitnisburð, ekki einungis flokksmanna sinna, heldur og allra sem tii hans þektu, að hann hafi ver- ið „ráðvandur og fölskvalaus“. Magnúsi Guðmundssyni höfðu verið falin flest vandasömustu störf í þessu þjóðfjelagi. Það segir til um álit manna á hæfi- leikum hans. En hitt segir til um álit manna á skapgerð hans, að allir menn viðurkenna, að hann vildi ekki vamm sitt vita. Þeir, sem óska þess, að virð- ing Alþingis nái að vaxa að nýju, hljóta jafnframt að óska þess, að þangað veljist sem flestir ímenn með hæfileika og skapgerð Magnúsar Guðmunds- sonar. Væri Alþingi eingöngu skipað slíkum mönnum, gætu kjósendur jafnan horft kinn- roðalaust framan í þá mynd, sem þeir sjálfir draga upp af vilja sínum. Magnúsar Guömundssonar minst í danska útvarpinu Kalundborg 29. nóv. F.Ú. anska útvarpið gat í dag láts Magnúsar Guð- mundssonar og rakti feril hans, sem stjórnmálamanns. Skýrði frá því, hvenær hann fyrst hefði verið kjörinn á þing og í hverj- um ráðuneytum hann hefði átt sæti. Þá rakti útvarpið störf hans í Dansk-íslensku löggjaf- arnefndinni og gat þess, að hann hefði setið fundi nefnd- arinnar í Kaupmannahöfn nú síðast í sumar er leið. Ljet danska útvarpið svo um mælt um Magnús heitinn Guð- mundsson, að hann hefði verið kunnastur af öllum núlifandi leiðtogum Sjálfstæðisflokksins á íslandi. Stúdentar efna til hátíðahalda á morgun 1. des. eins og venja er til. Hátíðahöldin liefjast kl. 1 með skrúðgöngui stúdenta frá Garði að Háskólanum og verður Lúðrasveit Reykjavíkur í fararbroddi. Kl. 1.30 flytur forsætisráðherra ávarp af svölum Alþingishússins. Skemt- un verðun í Gamla Bíó kl. 2.30. Þar leikur Lúðrasveit Rvíkur. Thor Thors alþingismaður talar. Emil Thoroddsen leikur einleik á píanó. Haraldur Á. Sigurðsson les upp: „Jón Ó. stúdent“, og loks syngur M. A.-kvartettinn. Eins og sjá má hefir sjerstaklega verið vandað til þessarar skemtunar og mun hún verða fjölsótt. Aðgöngu- miðar að þessari skemtun verða seldir frá ld. 10 f. h. á morgun. Klukkan 7 hcfst; hóf stúdenta að Hótel Borg. Aðgöngumiðar að hóf- inu fást í Háskólanum kl. 11—12 og kl. 3^2—7 e. h. í dag. MAG GUÐ FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. honum voru í hendur falin, veitti. 1 þeim hjeruðum, þar sem liann var bést þektur, Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, naut enginn núlifandi stjórnmálamaður eins mikils trausts sem hann, og komu þar ekld flokksbönd einkum til greina, heldur ennþá meira vin- átta og persónulegt traust. Allar árásir á Magniis heitinn voru því teknar með vantrúar-augum af öllum betri mönnuln þessara hjer- aða, og þannig hygg jeg einnig, að verið hafi víða í öðrum lands- hlutum. Allir, sem þektu manninn, vissu, að hann vildi alt hið besta í hvívetna. Og það lýsir þessum manni mjög vel, að hann lagði oft á það ríka áherslu að það skifti minna máli, þó einhver sekur slyppi við hegningu heldur en hitt, að saklausir væru ákærðir og yrði hegnt. Jeg liygg líka að fáir eða engir núlifandi þingmanna njóti jafn almenns persónulegs trausts bæði í hópi andstæðinga og flokksbræðra. Það er því ekki að undra þó okkur þyki skarðið stórt, sem höfum frá barnæsku notið viðkynningar og vináttu þessa ágæta manns og fengið að reyna, að frá hans hendi gat aldrei verið annars en einlægni og drengskapar að vænta. Yið skiljum því vel þann sára harm, sem nú er kveðinn að ekkju hans, dætrum og öðrum nánustu vanda- mönnum, þegar hann svo óvænt og sviplega er kallaður burtu á æðra tilverusvið. Þannig mun vera háttað um mikinn f jölda vina hans þar sem hann var nánast þektur. I hugum allra slíkra er nú sár söknuður og innileg þakklætistil- finning fyrir alla vináttu og hjálp fýsi á liðnum árum, og allir ósk- um við einlæglega, að þeir sem harmurinn nístir sárast öðlist þann sálarstyrk, að hugga sig við það sem enginn fær breytt, með því að binda liugann við bjartar og skuggalausar minningar og vissuna frámundan um ákjósan- lega endurfundi á óskalöndum framtíðarinnar. Blessað sje æfistarf og minning Maguúsar Guðmiwidssonar. Guðs blessun fylgi heimili hans og vaudamönnum. Jón Pálmason. * '-^iWitrrT'TYfTT'J’TTTnBtfflgi---- inwTr-TntrTTTiWB Nokkur æfiatriði: Magnús Guðmundsson var fædd- ur að Rútsstöðum í Svínavatns- hreppi í Húnavatnssýslu þ. 6. febrúar 1879. Foreldrar hans voru Guðmundur bóndi Þorsteinsson, er bjó lengst af sínum langa búskap að Holti í sömu sveit, og andað- ist í hárri elli. Móðir Magnúsar var Björg Magnúsdóttir Magnús- sonar bónda í Holti. Magnús lauk stódentsprófi vor- ið 1902 með ágætiseinkunn, en embættisprófi í lögum við Hafn- arháskóla 1907. Er hann kom heim að loknu lögfræðiprófi gerðist hann aðstoð- armaður í stjórnarráðinu uns hann var skipaður sýslumaður í Skaga- fjarðarsýslu liaustið 1912. Sýslumaður Skagfirðinga var hann í 6 ár. Hafði hann verið þar skamma stund, er hann gerð- ist einn hinn ástsælasti hjeraðs- höfðingi, sem þar hefir verið. Jafnframt valdsmannsstörfum sin- um var hann ráðhollur leiðbein- andi hjeraðsbúa í smáu sem stóru. Taldi hann embættisár sín í Skaga firði jafnan hamingjusamasta tímabil æfi sinnar. Árið 1916 kusu Skagfirðingar hann á þing. Átti hann síðan sæti á þingi, sem þingmaður Skagfirð- inga, þangað til í sumar, að hann var einn af landkjörnum þing- mönnum Sjálfstæðismanna. Árið 1918 gei'ðist hann skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Gegndi hann því starfi þangað til hann varð fjármálaráðherra í öðru ráðuneyti Jóns Magimssonar, í febrúar 1920. Fjármálaráðherra var hann til 1922. Er ráðuneyti Jóns Magnússonar fór frá gerðist hann hæstar j ettarmálaf lutnings- maður. Þegar Jón Magnússon myndaði sitt 3. ráðuneyti 1924 varð Magnús atvinnumálaráðherra, og hjelt því starfi í ráðuneyti Jóns Þorlákssonar eftir að Jón Magnússon fjell frá, ásamt dóms- málaráðherrastörfum, þangað til í ágúst 1927 að Framsóknarstjórnin tók við. I þriðja sinn var Magnús ráð- herra í ráðuneyti Ásgeirs Ásgeirs- sonar árin 1932—34, þá dómsmála- ráðherra, en hafði auk þess á liendi ýms mál, er verið höfðu í höndum atvinnumálaráðherra. Eigi verða í skjótu bragði talin öll þau trúnaðarstörf önnur, sem Magnúsi Guðmundssyni voru fal- in um æfina. Hann átti t. d. sæti í mörgum milliþinganefndum, svo sem í skattamálum, til að undir- búa löggjöf um tekjustofna bæj- ar- og sveitarfjelaga. 1 Þingvalla- nefnd var hann síðan 1928, í lög- jafnaðarnefndinni síðan 1934. Af lögum, sem hann samdi, eða átti mikinn þátt í að semja, má nefna: Skattalögin frá 1921, Jarð- ræktarlögin, lögin um kæliskip (Brúarfoss), sveitastjórnarlögin og fátækralögin frá 1926. Á þingi átti hann lengi sæti í fjárveitinganefnd og var um skeið formaður liennar. Varaforseti Sam einaðs þings var hann kosinn í þingbyrjun að þessu sinni, og var hann fyrsti stjórnarandstæðingur í þeirri stöðu. Árið 1935 var hann kosinn formaður BúnaðarfjelagS Islands, og var forseti Búnaðar- þinga síðan. Frá því Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður var Magnús í mið- stjórn flokksins, og framkvæmda- stjóri hans um skeið. Þ. 12. október 1907 giftist hann eftirlifandi ekkju sinni, Soffíu Bogadóttur Smith. Börn þeirra voru 3, Bogi, er dó í sumar, og dæturnar, Björg, sem gift er Jón- asi Thoroddsen bæjarstjóra á Norðfirði, og Þóra, er starfar í Reykjavíkur Apóteki. Magnús var einn af fremstu mönnum Oddfellowreglunnar hjer á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.