Morgunblaðið - 30.11.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.11.1937, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAiJIÐ Þriðjudagur 30. nóv. 1937. Minning Magnúsar Guðmundssonar FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. is og síðar mun sagan sýna honum fult rjettlæti. Mjer var Magnús Guðmunds- son alt í senn, ánægjulegur, á- gætur og elskulegur vinur, reyndur og ráðhollur samherji. Leitaði jeg oftar ráða hans en nokkurs annars samstarfs- manns í stjórnmálunum og minnist þess aldrei, að hafa komið þar að tómum kofum, enda var Magnús Guðmunds- son tvímælalaust fjölfróðastur allra íslendinga um löggjöf síðari ára og stjórnarhætti. Yeit jeg og, að jeg mæli það fyrir munn okkar sllra, er rnest höfum með honum unnið, að við höfum engum manni kynst grandvarari nje betri en hon- um, og svo var hann tillögu- góður til allra mála, að okkur þótti aldrei nokkru ráði vel ráð- ið, nema umsögn hans kæmi til. 1 okkar hóp er víst enginn ágreiningur um það, að nú er sá horfinn, sem við flestir höfð- nm mestar mætur á. Ólafur Thors. Pjetur Ottesen: Fyrstu kynni okkar Magnús- ar Guðmundssonar hófust þegar við komum báðir saman á þing 1916 að nýafstöðnum kosningum, báðir í fyrsta skifti, og tókst svo til að við urðum þá sessunautar þegar hlutað var um sæti í neðri deild og störfuðum auk þess þá þegar saman í nefndum. Hann var mjer að öllu fremri og reyndari og var hann þegar í byrjun boðinn og búinn til þess að leiðbeina mjer og liðsinna í fjölmörgum efnum er að þing- störfum lutu og opinberum mál- um. Þá þekkingu og fr-æðslu, sem hann miðlaði mjer þegar á þeim árum, fæ jeg ekki full- þakkað. Það vakti þegar at- hygli mína á þessum manni, hver afkastamaður hann var um öll störf, hagsýnn að nota tímann rjett og vel og taka hvert verkefni, sem hann hafði með höndum, þeim tökum þeg- ar í upphafi, að ekkert væri þar til ónýtis unnið, svo að fitja þyrfti upp á nýjan leik. Var útsjón hans og fyrirhyggja í þeim sökum alveg frábær. Þá var það ekki síður eftirtektar- vert, hve skýrt hann hugsaði og hve sýnt honum var um að setja fram hugsanir sínar skýrt og skipulega. Þessa hæfi- leika hans gætti ekki hvað síst í öllu því, sem hann lagði hendur að við undirbúning lög- gjafar, hvort heldur um var að ræða minniháttar frumvörp eða stórfelda lagabálka. í því efni hafði hann og jafnan í huga, hvernig hvað eina sem lögin skyldu taka til mundi verða í framkvæmdinni, enda sá hann glöggt, af embættisreynslu sinni, hver nauðsyn var á að fyrir því væri sjeð, að löggjöf- in væri ótvíræð og yrði ekki misskilin fyrir óljósa framsetn- ingu. Hann var og einn þeirra fáu manna, sem altaf virtist hafa tíma til alls og geta gert alt fyrir alla, og munu þó ekki margir menn hafa að jafnaði verið störfum hlaðnari en hann. Ekki kom þetta þó fram í því, að hann kastaði höndunum til neins, því hann var jafn vand- virkur sem hann var mikilvirk- ur. Það leikur ekki á tveim tung- um, að hinir miklu hæfileikar Magnúsar Guðmundssonar, sam fara margþættri reynslu hans og víðtækri þekkingu, hafi fært honum glögt skyn á hin fjörbreyttu viðfangsefni þjóð- málanna og skipað honum framarlega í sveit þeirra manna er þar hafa borið hita og þunga dagsins. En ríkasti þátturinn í eðli Magnúsar Guðmundssonar var umhyggja hans fyrir mál- efnum landbúnaðarins, og vel- farnaði bændastjettarinnar, sem þar átti æfinlega hauk í horni og öruggan málsvara, sem hann var. í því efni var honum umhugað um, að það, sem gert væri til umbóta í sveitunum, væri reist á traustum horn- steinum og kunni vel að greina á milli, hvort tillögpr í þeim málum voru bornar fram til gildis eða gyllingar. Það var Magnúsi hjartans mál, að land- búnaðurinn og sveitamenning- in skipaði öndvegissess í ís- lensku þjóðlífi. Hann var fædd- ur og uppalinr. í sveit og af bændafólki kominn langt í gettir fram. Bændaeðlið var svo ríkt í honum, áð þar fekk cngu um þokað, þótt það yrði hlut- skipti hans mestan hluta æf- innar að dvelja og starfa í kaupstað. Ekkert tók Magnús Guð- mundsson sárara en óhöpp og óáran í atvinnulífi sveitanna. Þar var komið við viðkvæman streng í brjósti hans — opna kviku. í hópi vina og kunningja varð honum tíðrætt um ýms at- vik frá uppvaxtarárunum heima í Holti í Svínadal, frá því er hann vakti þar yfir vellinum, gætti fjár í húsi og haga og fleira er honum var hugstætt frá þeim árum. Eða þegar hann og fleiri skólapiltar hjeldu heimleiðis að vorinu, eftir vetr- arsetu á skólabekknum. Þá brá ljóma yfir andlit hans af fögn- uði endurminninganna þegar hann sagði frá íerðalaginu og lýsti þeirri gleði að sjá sveitina og bæinn sinn í vorskrúði og vera korninn heim aftur. Heimili Magnúsar Guðmunds sonar var frábært að reglusemi og myndarbrag og var hin á- gæta kona hans, Soffía Boga- dóttir, manni sínum samhent og hinn besti förunautur, enda var sambúð þeirra hin ástúðlegasta. Henni er nú þungur harmur kveðinn ofan á hið mikla áfall, er þau hjón mistu son sinn í sumar, þá bæði fjarvistum í öðru landi. Magnús var hverjum manni tryggari og vinfastari og hinn hollráðasti. Þeir eru margir, sem leitað hafa ráða hans og fulltingis, og vildi hann jafnan leysa hvers manns vandræði. Mjer er kunnugt um það, þó ekki hafi hátt farið, að margir þeirra, sem erfitt áttu, fóru ekki bónleiðir á fund hans og þeirra hjóna og áttu þar auk þess að mæta þeirri hlýju og samúð, sem oft er ekki minna virði en hjálpin. Sem dæmi um tryggð og ræktarsemi Magnúsar, má geta þess, að þegar gamall maður af Suðurnesjum, sem verið hafði um langt skeið í æsku Magnúsar kaupamaður hjá föður hans í Holti, gat ekki orðið bjargað sjer af eigin ram- leik í ellinni, þá tók Magnús að sjer framfærslu hans til dauðadags og sá um útför hans að honum látnum. Jeg vil ljúka þessum fáu minningarorðum með því að þakka þessum látna hollvini mínum fyrir alt, sem jeg á hon- um upp að unna, en það er margt og mikið. Pjetur Ottesen. Gísli Sveinsson: Hið sviplega fráfall trygðavin- ar og samherja um tugi ára velcur upp í huganum margháttað- ar endurminningar, og allar góð- ar um Magmls Guðmundsson. Það, sem jeg hjer rifja upp, er aðeins ein hliðin á staðgóðri viðkynningu við hann sem, vitmann og starfs- mann, er hann stundaði þann þátt- inn, sem einna veigamestur var í lífsferli hans, sem sje embættis- og lagastörf. Það var löngu kunnugt öllum, sem nokkuð þektu til, að M. G. var ágætum gáfum gæddur. í skóla hjer heima og síðan við lögfræði í Kaupmannahöfn sóttist honum námið vel. Það va_r eins og seinna í lífinu við hin vandamestu störf: Enginn sá hann fara sjer óðslega, en alt gekk sinn jafna og greiða gang, svo að hann skil- aði ávalt verkefni sínu með hin- um fremstu. Vegna þess, hve hann var sinnugur og þrautgreindur, fann hann ávalt leiðir að lausn hinna vandasömu hluta, og sú lausn var oftast miklu vissari en hjá áhlaupamönnunum, sem alt virtist liggja í augum uppi. Og hann var lengi æfinnar óþreytandi við verk, ef því var að skifta. Að vinna með honum var sem ró- legur leikur. — Magnús Guðmundsson tók gott lagapróf í Khafnarháskóla (1907) og komst þegar inn í starfsgrein- ir emhætta hjer á landi. Var að- stoðarmaður í stjórnarráði (atv,- mrn.) 1907—12 og vann þá jafn- framt á málflutningsskrifstofu hjer í bænum og sem lögfræðing- ur Landsbankans. Sýslumaður í Skagafjarðarsýslu var hann þar næst í 6 ár (1912—18), en var síðan sjerstaklega kvaddur til þess að taka að sjer skrifstofustjóra- embætti fjármálaráðuneytisins. Eftir það kom að því, að hann varð ráðherra í fleiri skifti, og gegndi. öllum greinum ráðuneyt- anna (fjármálaráðun., atvinnu- og samg.m.ráðun. og dóms- og kirkjum.ráðun.), en þess á milli stundaði hann málflutning fyrir hæstarjetti og önnur lögfræðis- störf fyrir almenning. Ilann var því einn allra æfðasti og þjálf- aðasti lögfræðingur landsins, og rýrnaði þekking hans og færni í þeini greinum vitaskuld ekki við hið langa löggjafarstarf hans. Það liggur að sjálfsögðu nærri mjer að líta á starf hans sem hjeraðs-embættismanns og yfir- valds. Það var reyndar vitað fyr- irfram, eftir starfhæfni hans að dæma í stjórnarráði og annars- staðar, að hann myndi verða frá- bær sýslumaður. Enda varð sú raunin á, svo að hann var á þeim árum, er hann þjónaði Skagafjarð- arsýslu, talinn meðal þeirra allra bestu, sem slíkum emhættum hafa þjónað hjer á landi. Auk þess hvað hann var mikið ljiífmenni og þekti alla háttu í hjeruðum landsins, sjálfur kominn úr sveit og sveitalífi vanur fyr, — sem vitanlega er ágóði hverjum em- bættismanni utan kaupstaðanna —, var hann svo reglusamur í em- bættisfærslu, að alt var og fór eins og hann lagði mál fyrir. Þar var ekki flysjungshátturinn eða drollið í störf'unum. Öll mál af- greiddust án tafar, eklcert safn- aðist fyrir, engin óreiða í slijöl- um eða fjárgreiðslum, dómar dæmdust fljótt og vel. Ilafði hann þá og alveg ótakmarkað álit og traust, ekki aðeins yfir- boðara sinna, heldur og ekki síð- ur hjeraðsmanna, sem síst vildu hann missa frá embættisstörfum og öðrum, sem hann vann í þeirra þágu. — Hann hafði við störf sín í stjórnarráði sýnt þessa sömu eiginleika, hjelt öllu í reglu, kom að engu ókunnugur, gætinn en þó röskur og viss í úrskurðum og undirbúningi mála. Þetta alt kom honum að ekki litlu haldi við hvaða störf sem var, ekki síst er hann byrjaði ráð- herra-feril sinn með því að verða fjármálaráðherra (1920). Um fjármál var honum einnig sjer- lega sýnt, eins og alkunnugt er. Og við hin önnur ráðherrastörf síðar var hann sjálfur hinn vinn- andi maður og þekti öll störfin út og inn, gat sjálfur gert sjer fulla og sjálfstæða grein fyrir meðferð mála og niðurstöðum, án þess að þurfa í því leiðbeiningar annara. Hann vissi sjálfur ávalt, hvað voru lög eða hvað lögleysa, og það henti hann ekki að fara inn á lögleysu-sviðið. Það hefði nú ef til vill einhver ókunnugur getað hugsað sem svo, að Magnús Guðmundsson, sem var lagamaður í fremstu röð, hefði verið það, sem kalla mætti ein- strengingslegur löghengill. En því fer mjög fjarri, að svo hafi ver- ið. Hann var einmitt frjálshugs- andi og víðsýnn í þeim efnum og blandaði aldrei saman hismi og kjarna. Hann bar það ekki ýkja- mikið „utan á sjer“, en þeir, sem höfðu nokkuð saman við hann að sælda, vita, að þetta er satt. í lögfræðiefnum var hann einnig hinn ágætasti ráðunautur, raun- hæfur og ráðhollur og viss í sínu máli, og munu margir mega það votta. — Hann Jiafði ótvíræða dómarahæfileika, bæði að því er snerti þekkingu, greind og sam- viskusemi, og hefði m. a. verið sem skapaður dómari í hæstarjetti landsins. Sá hefði vissulega ekki fengið ámæli góðra manna, sem hefði veitt honum það. En eins og drepið var á, var Magnús Guðmundsson í öllu þessu fyrirmyndar-embættismaðurinn, sem ekki bregst. Ef embættis- færsla væri kend sem háskóla- grein (t. d. í lagadeild, sem að ýmsu væri næsta nauðsynlegt), þá hefði maður eins og M. G. verið þar sjálfkjörinn kennari. Jeg er viss um, að þeir hefðu ekki orðið slakir, sem hefðu notið handleiðslui hans. Frá öllum störfum, sem Magn- ús Guðmundsson vann að, er að honum hin mesta eftirsjá. Og víða er skarðið óbætanlegt um hríð. Gísli Sveinsson. Jón Pálmason: Nú þegar okkar ágæti vinur og flokksbróðir, Magnús Guðmundsson, er horfinn af sjón- arsviði þessa hjervistarlífs, þá er söknuðurinn þungur, en sú er bótin, að yfir honum ljóma bjartir geislar fagurra minninga um liðna sarfsæfi og margvíslegar ánægju- stundir fyr og síðar, sem návist hans og samvinna skapaði. Ilvarfl- ar hugurinn fyrst heim á hið prúða og skemtilega heimili, Holt í Svínadal, þar sem hann ólst upp hjá ágætum foreldrum, Guðmundi Þorsteinssyni og Björgu Magnús- dóttur. Þar , fór saman glaðværð og bjartsýni annars vegar og fyr- irhyggja og hófsemi hins vegar, þar sem foreldrar og uppvaxandi systkini unnu saman í fullkom- inni ást og eindrægni, að hag heimilisins, en greiddu jafnframt götu allra þeirra sveitunga og vina sem leituðu ráða og hjálpar. Þar sveimuðu aldrei skuggar þeirra vankanta, sem tíðast er að valdi meinum mannlegs fjelags- lífs. í þeim gróðursæla og tiltölu- lega fágæta jarðvegi ólst bann upp, maðurinn, sem síðar varð einn af þektustu og merlcustu. stjórnmálamönnum þjóðarinnar. Og á honum sannaðist það glögt, að þegar saman fer valin ætt og gott og heilnæmt uppeldi, þá er af slíkum mönnum mikils að vænta, enda brást hann aldrei björtustu vonum sinna nánustu vandamanna og vina fjær og nær. í honum komu fram í fagurri mynd bestu einkenni ættar hans, sem eru staðfesta og drengskapur, fyrirhyggja og hófsemi samfara miklum starfsþrótti og sterkum vilja til að gera öðrum gagn. Þessir kostir komu hjá honum fram í æðra veldi vegna mikillar mentunar og víðtækrar þekkingar á öllum högum þjóðarinnar, sem sprottin var af ríkri fróðleiksþrá, jafnhliða þeirri aðstöðu, sem hin margvíslegu trúnaðarstörf, sem FRAMH. Á FIMTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.