Morgunblaðið - 05.12.1937, Side 6

Morgunblaðið - 05.12.1937, Side 6
6 MOKGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. des. 1937. Ý ❖ Y T X Hugheilar þakkir fyrir vinahót og heiður í minn garð, er X ♦** X birtist með margvíslegrun hætti á sextugsafmæli mínu 2. þ. m. Ý l * Benedikt Sveinsson. ••• T ? ❖ t ? $ •:• I ❖ Kærar þakkir fyrir auðsýnda vináttu á sextugs afmæli mmu. T. J. Júlinusson. ! 1 ••* Y ? y X StúdentafjelaolReykjavfkur heldur fund í Varðarhúsinu þriðjudagínn 7. des. kl. 8y2 stundvíslega. DAGSKRÁ: 1. Stjórnarkosning. 2. Umræður um veitingu dócentsembættisins í guð- fræði. Málshefjandi Gísli Sveinsson alþingismað- ur. Kenslumálaráðherra, dómnefnd og háskóla- prófessorum sjerstaklega boðið á fundinn. Skorað á stúdenta, eldri og yngri, að fjölmenna á fundinn. Jðlin US7. Eins og undanfarin ár höfum við mikið úrval af ýmsum vörum, sem eru tilvaldar til JÓLAGJAFA, svo sem: Hið heimsfræga SCHRAMBERGER KERAMIK; handskorinn KRISTAL; 1. flokks POSTULIN; silfurplett borðbúnað; leikföng ódýr og margt fleira. Hvergi meira úrval. Hvergi lægra verð. K. Einarsson & Björnsson Bankastræti 11. AðvSrnn um hljóðmerki bifreiða Að gefnu tilefni er hjer með vakin athygli bifreiða- stjóra og almennings á því, að samkvæmt 48. gr. lögreglusamþyktar Reykjavíkur er það refsivert, ef bifreiðastjórar gefa hljóðmerki, nema umferðin gefi tilefni til þess. Verður hjer eftir lögð áhersla á að koma í veg fyrir að þetta ákvæði sje brotið og að koma fram ábyrgð gegn þeim, sem brotlegir verða við það, svo sem á þann hátt að gera viðskiftavinum áðvart um komu sína með hljóðmerkjum. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 4. desember 1937. Jónatan HallvarDsson, seltur. Miiiningarorð um Kristinn Magnússon Pað var erfitt fyrir oss, vini Kristins Magnússonar, að átta oss á því, að hann skyldi vera kallaður svo fljótt úr vorum hóp. Það eru engar ýkjur þótt sagt sje, að hann hafi verið hvers manns hugljúfi, þeirra er kyntust honum. Á meðan hann lá töldum vjer dagana með eftirvæntingu uns hann kæmi heilbrigður í vorn hóp aftur. Oss grunaði ekki, að slík- ur mundi endir á verða. Og fyrra föstudag, þegar vjer frjettum að sjúkdómur hans hefði tekið alvar- legum umskiftum, gátum vjer enn ekki gjört oss grein þess, sem verða átti. Kristinn var óvenjulegur ung- lingur, Hann var glaður og kátur og bros hans færði mörgum huggun og uppörfun. Iíann vár foreldrum sínum hlýðinn og kær og sólar- geisli á heimilinu. Og vinum sín- um og fjelögum var hann sem fórnfús og óeigingjarn bróðir. Jeg þekti Kristinn vel og var hann einn af þeirn fáu ungu piltum, sem jeg hefi kynst, er skilið hefir eftir í liuga mjer minningu, sem enginn blettur eða skuggi fellur á! Bn kærust er minningin oss, sem vel þektum hann, vegna þess lífs, sem hann lifði. Poreldrunum er kær minningin um soninn, er tók við og varpaði ekki frá sjer því vegarnesti, er honum var gef- ið alt frá bernsku á trúræknu heimili. Hann var mjög ungur sendur í K. F. U. M., þar sem vegir okkar lágu fyrst samah. Oss er kær minningin um vininn og fjelags-’ bróðurinn, sem oss var ljóst að nú hafði tileinkað sjer það, sem hann hafði numið. Hann var gripinn af þeim boðskap, sem hann hlýddi á, því hann vissi nú af eigin reynd, að hann gefur lífinu gildi. Kristur var nú hans líf, og í dauðanum brást hann eigi. f djúp- um friði og ró fór hann burt iír þessum heimi til þeirrar dýrðar, sem fyrirbúin er G'uðs börnum. — „Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði hvar er broddur þinn 1“ Poreldrum og systkinum er djúpur söknuður búinn. En Drott- inh. sem gaf elskaða syninum og bróðurnum djúpan frið og styrk í lífi og .dauða, er liógu ríkur til að hugga, og hans náð bregst eigi þeimýsém eru hÓflshugar við hann. „Drottinn gaf og Drottinn tók. Lofað veri nafn Drottins".. Ástráður Sigursteindórgson. Frú Kristín Þorvarðardóttir, Lokastíg 10, er 80 ára í dag. 800 tiús. kr. hækkun FRAMH. AF ÞR.IÐJU SÍÐU, eitthvað upp í hina botnlausu eyðsluhít. En þetta dugir ekki til. Lausaskuldir ríkissjóðs hrúg ast upp í bönkunum og þegar þær eru orðnar 4—5 miljónir króna, er reynt að breyta veru- legum hluta þeirra í fast lán, samanber hin fyrirhugaða lán- taka ríkissjóðs. En auðvitað gagnar þetta elckert. Nýjar lausaskuldir byrja strax að safnast fyrir í bönkunum, þegar hinar eldri eru komnar í fast lán. Þannig heldur þetta áfram koll af kolli. Ekki er bjartara umhorfs þegar litið er á þá hliðina, er snýr að hinu vinnandi fólki og atvinnuvegunum. Vegna sí-hækkandi tolla og skatta, eykst dýrtíðin í land- inu jafnt og þjett. Brýnustu nauðsynjar eru hátollaðar. Það liggur í augum uppi, að fjölskyldufeður með 2—4 þús. króna árstekjur geta ekki risið undir þeirri óbærilegu dýrtíð, sem nú ríkir. Það er því ofur- eðlilegt og skiljanlegt, að óskir komi frá verkalýðnum um bætt kjör. * En svo koma árekstrarnir. Verkafólkið gerir kröfur til þeirra atvinnufyrirtækja, sem það vinnur hjá. En þessi at- vinnufyrirtæki eru langflest eins illa stödd og verkafólkið sjálft. Ef litið er t. (1. á þann at- vinnuveg þjóðarinnar, sem af- koma langflests fólks í kaup- stöðum og sjávarþorpum hvíl- ir á, sjávarútvegsins, vita all- ir, að þar hefir verið stórfeld- ur taprekstur mörg undanfarin ár. ’Jafnvel hin mikla síldveiði í sumar megnaði ekki að lyfta útvegnum upp úr taprekstrin- um. Sjá væntanlega allir, að það er erfitt fyrir atvinnuveg, sem svona er ástatt um, að veita verkafólkinu þau kjör, sem það nauðsynlega þarf, til þess að geta lifað í dýrtíðinni, sem nú ríkir. En þetta virðast stjórnar- flokkarnir ekki koma auga á. Þeir þyngja stöðugt byrðar fólksins, svo að því er gert ómögulegt að afla brýnustu nauðsynja til þess að sjá sjer og sínum farborða, nema það fái stórlega bætt sín kjör. Sam- tímis er svo vandlega sjeð fyr- ir því, að atvinnuvegirnir verði þess ekki megnugir, að geta bætt kjör verkafóllcÁns. Þessi stefna hlýtur að enda með allsherjar hruni . REYKJAVÍKURBRJEF. FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. vöru, um leið og hanu flutti ræðu sína, þá hefir sú tilhugsun verið ömurleg fyrir hann. Hefir honum sem atvinnumála- ráðherra tekist að auka og efla írelsi og fullveldi þjóðarinnar, það frelsi, sem hann lagði megin- áhersluna á, sem skapast af bætt- um efnahag? Ilann hefir talið sig kjörinn fulltrúa „hinna vinnandi stjetta“. Skyldu vinnandi stjettim ar hafa efnast í valdatíð hans? Eru verkamenn orðnir efnalega sjálfstæðari en þeir voru árið 1934? Eða er framtíð þeirra glæsi legri nú en þá? Skyldu sjómenn telja, að þeim og fjölskyldum þeirra sje betur borgið nú en þá? Eða heldur Haraldur Guðmunds- son, að efnalegt sjálfstæði, frelsi og fullveldi þjóðar og einstakl- inga hafi eflst við það, að hann og fjelagar hans gáfu út 4 ára á- ætlun í 30—40 liðum hjer um ár- ið, og hafa síðan svikið þar hvera einasta lið, sem snerti bætta af- komu, efnahag og lífsskilyrði al- þýðu manna. Haraldur Guðmundsson hefir fengið orð á sig fyrir það, að sitjandinn sje nokkuð þungur í r áðherrastólnum. Ef hann ann frelsi og fullveldi, og ef hann í alvöru er á þeirri skoðun, sem hann túlkaði í út- varpið 1. desember, að tilvera ís- lendinga í framtíðinni bygðist á bættum efnahag alþýðu manna, þá ætti hann enn að taka það til al- varlegrar íhugunar, hvort ekki væri tími til þess kominn fyrir hann að þoka úr því tignarsæti, sem hann um skeið hefir klest sjer í, í mikilli óþökk meirihluts þjóðarinnar. Handmálað postulín verður tii sýnis í glugga verslunarinnar Blóm & Ávextir í dag. Málað hef- ir frú Svava Þórhallsdóttir. Rafmagnseldavjelar altaf fyrirliggjandi af flestum gerðum Afborgunar- sala byrjar næstu daga. JÓN ORMSSON Sími 1867.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.