Morgunblaðið - 19.12.1937, Side 7
Sunnudagur 19. des. 1937.
MORGUNBLAÐIÐ
7
Verslanir verða opnar til klukk-
an 12 á miðnætti annað kvöld
(mánudagskvöld). Einnig verður
opið til miðnættis á Þorláksmessu-
kvöld eins og venja er og á að-
fangadag til klukkan 4. Plestar
verslanir bæ.iarins hafa aðal
gluggasýningar sínar í dag.
Hjónaefni.. Nýlega hafa op-
inberað trúlofun sína Magnea
Þórarinsdóttir og Haraldur
Gíslason verkstjóri Vestmanna-
eyjum.
Sjötugur er í dag Jón Norð-
mann Jónsson, Hverfisg. 62.
Blað lýðrœðissinnaðra stúd-
enta í Háskólanum kom út í
gær. í blaðinu eru þessar
greinar: ,,Um þjóðernissinna í
Háskólanum“ eftir Jóhann Haf-
stein, ,Hamningar og samkomu-
lag“ eftir Arnljót Guðmunds-
son, „Rjettur hjerans“ eftir Ax-
el V. Tulinius og „Fornmenja-
fundur“, grein með dulnefni.
Blað þetta fæst hjá dyraverð-
inum á Garði og hjá Axel V.
Tulinius, Tjarnargötu 40.
Isfisksalá. Júní seldi afla sinn
í Grimsby í fyrradag 1092 vætt-
ir fyrir 802 sterlingspund.
Til Vetrarhjálparinnar: Þór-
ir Tryggvason, Njálsgötu 84
2,50, Þ. F. 10,00, ónefndur 5,00,
Ekkja 10,00, N. N. 10,00.
Hjónaband. Þann 11. þ. m,
voru gefin saman í hjónaband
í Hafnarfirði ungfrú Úlfhildur
Kristjánsdóttir og Guðmann
Mag;nússon Garðahverfi. Síra
Garðar Þorsteinsson gaf þau
saman.
Eimskip. Gullfoss fór til Vest-
fjarða og Breiðafjarðar í gær-
kvöldi kl. 10. Goðafoss er á Ak-
ureyri. Brúarfoss fór til útlanda
í gærkvöldi kl. 8. Dettifoss er
í Grimsby. Lagarfoss er í Kaup^
mannahöfn. Selfoss er á leið til
laúdsins frá Hull.
Farþegar með Brúarfossi til
útlanda í gærkvöldi: Mrs. Cook
með barn, Svavar Bjarnason,
Jón Þórðarson og frú, Margriet
Gíslason, Garðar Gíslason stór-
kaupmaður, Hontör Larsen, Á-
gúst Sigurðsson, Isbjörg Hall-
grímsdóttir, Þorbjörg Pálsdótt-
ir, Barbara Jónsson, Tryggvi
Einarsson, Þorsteinn Björnsson,
Þorvaldur Hallgrímsson.
5 kr„ Starfsf. hjá H. Magn-
ússon & Co. 55 kr„ Fo. 10 kr„
Starfsf. hjá H. Ólafsson &
Bernhöft 35 kr„ Ása og Ingi 50
kr„ G. G. og starfsf. 118 kr„
Starfsf. í „Hörpu“ 78 kr„
Starfsf. á Vegamálaskrifst. kr.
68,20. — Kærar þakkir. — F.h.
Vetrarhjálparinnar, Stefán A.
Pájsson.
Peningagjöfum til Vetrar-
hjálparinnar er veitt móttaka
á afgreiðslu Morgunblaðsins.
Ný tunnuverksmiðja á Siglu-
firði. Hlutafjelag til þess að
reisa og reka nýja tunnuverk-
smiðju í Siglufirði var stofnað
öann 14. þ. m. í bráðabirgða-
stjórn voru kosnir: Ole Herte-
vig, Steindór Hjaltalín, Ásgeir
Bjarnason, Alfons Jónsson og
Aage Schiöth. — Afráðið var
að tveir þessara manna fari ut-
an á næstunni, til þess að at-
huga skilyrði um kaup á vjel-
um og öðru viðkomandi verk-
smiðjunni. (FÚ).
Erfingjar Helga læknis Guð-
mundssonar í Siglufirði, hafa
gefið bókasafni Siglufjarðar all-
margar gamlar bækur og skjöl
úr bókasafni læknisins, þar á
meðal Lærdómslistarfjelagsrit-
in. (FÚ).
Vísnabók Guðbrands biskups.
Hin nýja útgáfa þessarar fágætu
og merkilegu bókar, sem dr. theol.
Jón Ilelgason biskup skrifar um
hjer í blaðinu í dag, mun vekja
mikla öftirtekt allra íslenskra
bókamanlia. IIúu er aðeins prent-
uð í 200 eintökum, en af þeim
er ekki nema tæpur helmingur
til sölu hjer á íslandi og er mik-
ið af þArí þegar pantað af áskrif-
endum. Dr. Benedikt S. Þórarins-
son hefir útsölu bókarinnar á
hentþ, og verða þau eintök, sem
emi eru til, seld næstu daga í
versluninni á Laugaveg 7. Bókin
kostar 28 kr. í vönduðu bandi, en
24 kr. óbundin. Betri jólagjafar
er nú ekki köstur handa þéim
mönnum, sem unna íslenskum
skáldskap og fræðum. Enda mun
það sýna sig, undir eins og bókin
er uppseld, að.fveróniæti hennar
mun vaxa og færri hafa fengið
hana en vilja. Bókavinur.
Qagbók.
□ Edda 593712217 — Jólah.
I. O. O. F. 3 = 11912208 = E. K.
I.O. O. F. = Ob. 1 P. = 11912218V4
-K. E.
Veðurútlit í Rvík í dag: SV-
gola. Smáskúrir eða jel. Hiti
um frostmark.
Veðrið (laugardag kl. 17) :
SV-gola og víðast úrkomulaust
með 1—3 st. hita vestan lands.
Á Austurlandi er S eða SA-
kaldi með 4—5 st. hita og rign-
ingu. Grunn lægð yfir vestan-
verðu Grænlandshafi á hægri
hreyfingðu norður eftir.
MORGUN BLAÐIÐ er 24 síð-
ur í dag (þrjú 8 síðu blöð, I, II
og III). Lesbók fylgir ekki blað-
inu í dag, en kemur næst út á
aðfangadag.
Næturvörður er í Ingólfs
Apóteki og Reykjavíkur Apó-
teki.
Helgidagslæknir er í dag
Kjartan Ólafsson, Lækjargötu
6 B. Sími 2614. Næturlæknir er
í nótt Kristján Grímsson, Hverf-
isgötu 39. Sími 2845.
Jólaskeyti. Vegna mikilla
anna á símastöðinni ætti menn
að athuga það að skila jóla-
ekeytum sínum á Þorláksmessu,
svo að trygt sje, að þau verði
borin út á aðfangadag. Sím-
stöðin er opin til miðnættis á
Þorláksmessu.
Þorlákur þreytti verður leik-
inn í kvöld kl. 8 fyrir lækkað
verð og er það síðasta sýning á
þessum skemtilega leik.
Spellvirkjar brutust inn í
skrautgarð við hús L. H. Miill-
ers við Stýrimannastíg í fyrri-
nótt og skáru þar upp grenitrje,
sem Muller er að gera tilraun
með að rækta í garði sínum.
Höfðu spellvirkjarnir klipt í
sundur gaddavírsgirðingu. I
fyrra var einnig stolið úr garði
hans grenitrje, um 12 cm. á
hæð.
Birger Ruud skíðakongur
gekk í hjónaband í gær. Skíða-
fjelag Reykjavíkur sendi brúð-
hjónunum heillaóskaskeyti.
Sigríður Helgadóttir, Fram-
nesveg 64 á 75 ára afmæli á
morgun, 20. des.
Drengiablaðið „Úti“. Blað
þetta kemur nú út í 10. sinn
og fara vinsældir þess, meðal
hinnar tánmiklu æsku, altaf
vaxandi. Fyrsta grein þess er
eftir Guðm. Einarsson frá Mið-
dal og gefur mönnum góð ráð
í sambandi við jökulgöngur.
Þrjár mínútur, heitir ágæt saga
í ritinu, þýdd af Aðalsteini Sig-
mundssyni. Guðnj Jónsson mag.
skrifar um Snorralaug og fylg-
ir góð mynd af lauginni. Skíða-
æfingar innanhúss, ásamt mynd.
Frá alheimsmóti skáta í Hol-
landi eru fjölmargar myndir
og grein eftir ritstj. Af öðru
efni skal nefnt: .Nýungar í
ferðaapotekið eftir ritstj. Hvern
ig nota jeg áttavita, fróðleg
grein, með góðum myndum, eft-
ir Steinþór Sigurðsson menta-
skólakennara. Skátar og skóg-
ar eftir Ólaf Friðriksson, Þrest-
ir eftir Jón Hallgrímsson, Á
svifflugsskóla eftir Björn Jóns-
son. Ritið er fallegt að ytra
frágangi og mun gleðja alla
röska unglinga, sem fá það í
hendur. Ritstj. blaðsins er Jón
Oddgeir Jónsson. Skátar munu
selja blaðið á götunum í dag.
„Rafskijma“ hefir nú fengið
nýtt aðdráttarafl, en það er ker
eitt, fult af gullfiskum og öðr-
um ,,skraut“ fiski. Ker þetta var
sett út í gluggann í gærkvöldi
og á sömu stund fyltist alt af
fólki fyrir framan gluggann.
Altaf dettur Gunnari Bach-
mann, höfundi Rafskinnu eitt-
hvað nýtt í hug. „Rafskinna“
var í sjálfur sjer nóg, alein, til
að draga fólk að glugganum,
en varla mun ösin minka við
það skraut, sem nú hefir bæst
við í gluggann.
Nú er stutt til jóla. Munið
eftir þeim efnalitlu og styrkið
Vetrarhjájpina.
Togararnir búast á veiðar.
Geir fór á veiðar í gær og einn-
ig Þórólfur og Ólafur. Gyllir
var tekinn af Skerjafirði í gær
og er verið að útbúa skipið á
veiðar.
Til fólksins í Vsk: E. S. J.
5,00, G. G. B. 14 10,00, G. P.
10,00, ónefndur 10,00, E. S.
10,00, Ó. S. 5,00, Þórir Tryggva
son, Njálsgötu 84 2,50, Ó. Þ.
3,00, H. J. 2,00, U. H. E. 5,00,
S. 10,00, X 5,00, R. Þ. 10,00,
Sigrún 5,00, G. og P. 10,00, N.
N. 10,00, K. K. K. 15,00, N. N.
5,00, ónefndur 5,00.
Peningagjafir til Vetrarhjálp-
arinnar. X—Y 20 kr„ P. M.—E.
B. G. og G. Þ. 50 lcr„ J. Þor-
láksson & Norðmann 100 kr„
G. G. 2 kr„ Starfsf. hjá Sjóvá-
trygg.fjel. Islands 147 kr„
Starfsf. við Steindórsprent 35
kr„ G. K. (áheit) 10 kr. H. G.
5 kr„ Versl, O. Ellingsen h.f. 50
kr„ Starfsm. hjá versl. Brynja
50 kr„ Starfsf. hjá J. Þorláks-
son & Norðmann 37 kr„ G. S.
Utvarpið:
9.45 Morguntónleikar: Symfónía
nr. 4, eftir Beethoven (plötur).
14.00 Messa í Fríkirkjunni (sjera
Árni Sigurðsson).
15.30 Miðdegistónleikar: a)
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur;
b) Illjómplötur: Leikhúslög.
17.10 Esperantókensla.
17.40 IJtvarp til útlanda (24.52m)
18.30 Barnatími.
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Ávarp og skýrsla frá Mæðra - j
styrksnefnd (Laufey Valdimars-
dóttir).
19.50 Frjettir.
20.15 Erindi: Um fjallræðuna, I
(sjera Björn Magnússon).
20.40 Hljómplötur: a) Lög leikin
á ýms hljóðfæri; b) Glunta-
söngvar.
21.20 Upplestur: Söguþáttur (Sig-
urður Skúlason magister).
Mánudagur 20. desember.
20.15 Um daginn' og veginn.
20.30 Afmæli útvarpsins:
a) Útvarpshljómsveitin.
b) Erindi (ÚtvarpsStjórinn).
c) Útvarpshljómsveitin.
d) Gamanleikur.
e) Syrpa úr plötusafni útvarps-
ins, o. fl.
Aths. Búast má við, að útvarp
verði frá Alþingi eftir kl.
20.00, og verður dagskráin
þá á þessa leið:
19.40 Frjettir.
20.00 Útvarp frá Alþingi.
JÓLAGJAFIR:
Saumakassar.
Saumakörfur.
Nálapúðar.
Skrautskríni.
Skrautöskjur.
Cigarettumunnstykki.
Cigarettuveski.
Skrúfblýantar.
Vasaljós.
Barna-smíðatól.
Rakspeglar.
Reyksett.
Kvenveski.
Barnatöskur.
Myndaalbúm.
Litabækur.
Öskubakkar.
Brauðkörfur.
Leikföng allskonar
o. m. fl.
NORA-MAGASIN
Gestir Skíðaskðlans i Hveradolum,
sem hugsa sjer að dvelja þar yfir jólin, gjöri svo
vel að tilkynna það til formanns fjelagsins, hr.
kaupm. L. H. Miiller, Austurstr. 17, fyrir kl. 6 á
þriðjudagskvöld 21. desember.
Virðingarfylst.
GUÐJÓ^ JÓNSSON, bryti.
BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGUNBLAÐINU.
Falleg silfurretaskinn,
eru besta |ólag)öfin.
- - . . i ' >•. FftfU fíJT I. £ j' a
Nokkur falleg skinn til sýnis og sölu í dag og á
morgun frá kl. 1—3 í Hótel ísland herbergi 27.
E. FARESTVEIT.
Hjer með tilkynnist að systir okkar,
Ketilríður Guðmundsdóttir,
Bjargarstíg 3, andaðist 18. des. í sjúkrahúsinu Sólheimar.
Guðrún Guðmundsdóttir. Ólafía Guðmundsdóttir.
Konan mín og móðir okkar,
María Helga Guðmundsdóttir,
frá Súgandafirði, verður jarðsungin frá dómkirkjunni þriðju-
daginn 21. des. Athöfnin hefst með húskveðjn á heimili hennar,
Hringbraut 124, kl. 1 e. h.
Hans Kristjánsson og böm.
Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hluttekningu
við fráfall og jarðarför móðnr og tengdamóður okkar,
Kristínar Þorleifsdóttur.
Börn og tengdaböm.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu
við andlát og jarðarför konu minnar og móður okkar,
Guðríðar Guðjónsdóttur,
frá Ketilsstöðum, og til allra þeirra er heiðruðu minningu
hennar á einn eða annan hátt.
Sigurður Gíslason og dætur.