Morgunblaðið - 28.12.1937, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 28. des. 1937.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Einari M. Einarssyni skip-
Breskur togari
höf í*o \i S \æ i TK q f /EZ ;0;« 1 strandaði út frá
11 6 i ■ CSl V i I C& 1 y j Jrmma -s! | GerQum á jilanótt
Varðbáturino
Gautur bjargar
tveimur skips-
hðfnun
ðfaranótt jó
bjargaði varðbái..r-
inn Gautur skipshöfn
tveggja trillubáta frá
Kirkjuvogi í Höfnum,
en annar báturinn sökk.
Höfðu þrír trillubátar frá
Kirkjuvogi farið í róður á að-
fangadagsmorgun. En um
miðjan dag sendi Slysavarna-
út tilkvnninsru um
Tvelr eiMar:
í Eyjum op
i Hvolhreppi
Mikið tjón varð af eldi, sem
kviknaði út frá jóla-
crje á efri hæð hússins Dalur
við Kirkjuveg í Vestmannaeyj-
um á jóladagskvöld. Húsið er
tvílyft timburhús, gamalt. Eig-
andi þess, frú Ingibjörg Berg-
sveinsdóttir, bjó á neðri hæð
hússins, en tengdasonur hennar,
Oddur Sigurðsson, formaðar,
kona hans og tvö börn á efri
hæðinni. Þau voru heima er
eldurinn kom upp, og voru
börnin rifin upp úr rúmum sín-
um.
Astæðan: Ovarlegar
togaratökur
Jóhann P. Jónsson
fóc út með shipfð
Igærmorgun barst sú fregn u,m bæinn, að
búið væri að víkja Einari M. Einarssyni
skipherra frá skipstjórn Ægis um stund-
arsakir, en við skipstjórn hefði tekið Jóhann P.
Jónsson skipherra.
Morgunblaðið sneri sjer til forsætisráðherra
og staðfesti hann fregnina. Gaf forsætisráðherr-
ann það sem ástæðu, að Einar skipherra hefði
þótt fara nokkuð óvarlega við töku togara, og
vitnaði í því sambandi til nýuppkveðna hæsta-
rjettardóma, er gengið hefðu á móti skipherran-
um. Forsætisráðherrann gat þess, að Einar skip-
herra hjeldi fullum launum.
Morgunblaðið átti einnig tal við Einar M. Einarsson skip-
herra.
Skipherrann kvað það rjett vera, að hann hefði fengið
brjef frá forsætisráðherra, þar sem honum væri vikið frá skip-
stjórn um stundarsakir.
bátarnir hefðu orðið að leggja
frá Kirkjuvogi laust fyrir há-
degi sökum brims.
Var þess óskað, að skip, er
kynnu að vera stödd á þessum
slóðum aðstoðuðu bátana.
Frásögn skip-
stjórans á ,,Gaut“.
Eiríkur Kristófersson, skip-
stjóri á „Gaut“ skýrði Morg-
unblaðinu svo frá í gærkvöldi.
„Við vorum staddir út af
Gróttu kl. 2,50 á aðfangadag,
er við heyrðum kallað, að þrír
bátar frá Kirkjuvogi væru 1
hættu staddir undan Kalmans-
tjörn“.
Við hjeldum þegar af stað
til Kalmanstjarnar og höfðum
Sitöðugt samband við loftskeyta-
stöðina í Rvík. Skömmu síðar
heyrðum við að einum bátnum
hafði tekist að lenda við Kal-
manstjörn og höfðu skipverjar
skýrt svo frá, að annar bátanna,
sem úti var, væri með bilaða
vjel. Hinn báturinn myndi vera
honum til aðstoðar.
Þegar við komum að bátun-
um, var komið myrkur, klukk-
an orðin rúmlega sex. Þegar
við vorum skamt frá þeim, var
veður tekið að versna, mikil
rigning, og farið að hvessa. Til
marks um hve dimmviðrið var
mikið, má geta þess, að við sá-
um ekki Reykjanesvita, enda
þótt við værum aðeins 21/2—3
sjómílur frá honum.
Við tókum skipverja, sem
voru 7, þrír af öðrum bátnum
og fjórir af hinum, strax um
borð í Gaut. Skýrðu þeir okkur
frá því, að þeir hefðu fyrst
reynt að lenda, en orðið frá að
hverfa, vegna brims, en síðan
hafi þeir lagst við legufæri, en
rekið til hafs. Höfðu þeir enn
náð saman og lagst við legu-
færi, en aftur rekið“.
„Kl. 6.55 hjeldum við af stað
með báða bátana undan Hafn-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Eldurinn breiddist óðfluga
út, en húsið stóð þó enn uppi, er
slökkviliðinu hafði tekist að
kæfa hann, eftir tvær klukku-
stundir. En húsið var þá mikið
skemt af eldi og vatni og inn-
anstokksmunir allir.
Húsið var vátrygt fyrir kr.
14620, en innanstokksmunir ó-
vátrygðir. Er tjónið mjög til-
finnanlegt, þar sem inni brann,
uk innanstokksmunanna mat-
arforði og klæðnaður allur.
1 Hvolhreppi:
F.Ú. 27. des.
morgun milli kl. 10 og 11
brann íbúðarhúsið í Djúpa-
dag í Hvolhreppi í Rangár-
vallasýslu. Útveggir hússins,
sem standa ennþá, eru úr stein-
steypu, en að öðru leyti var
húsið úr timbri.
Bóndinn í Djúpadal, Sigur-
steinn Þorsteinsson, náði með
naumindum í síma, sem var í
húsinu, og gat kallað á hjálp,
en húsið varð alelda á skammri
stundu og varð nær engu bjarg-
að af innanstokksmunum. Brann
þar matarforði heimilisins og
fatnaður fólksins — en heimil-
isfólk er hjónin, sonur þeirra
og stúlkubarn.
i Öll líkindi eru talin til þess,
að kviknað hafi í út frá olíu-
vjel.
Húsið var vátrygt hjá Bruna-
bótafjelagi íslands.
Sænskar fimleika
Ðokkur til íslands
Helge Wedin símar FB- frá
Stokkhólmi í gær að ,,úr-
vals fimleikaflokkur K. F. U. M.“
í Svíþjóð hafi ákveðið að ferðast
til íslands næstkomandi sumar og
sýna þar leikfimi".
Eftir því sem Mbl. liefir frjett
ferðast flokkurinn á vegum Nor-
ræna fjelagsins.
— Engar ástæður fyrir brott-
vikningunni eru upp gefnar 1
brjefinu til mín, og jeg veit því
ekkert um, hvaða sakir eru á
mig bornar, sagði Einar skip-
herra.
Brjefið fekk jeg seinnipart
nætur (aðfaranótt mánudags),
en vitneskju um skiphcrra-
skiftin fekk jeg á sunnudags-
kvöld, sagði Einar, og hann
helt áfram:
Jeg var staddur heima hjá
mjer á ellefta tímanum á sunnu
dagskvöld. Hringir þá Jóhann
P. Jónsson skipherra til mín
og tjáir mjer, að hann hafi
'fengið fyrirskipun um að fara
þá strax út með Ægi. Kvaðst
Einar hafa sagt Jóhanni, að ef
skipið ætti að fara út, myndi
hann mæta um borð.
Kvaðst svo Einar strax hafa
íarið um borð í Ægi, og litlu
síðar kemur Jóhann þangað
einnig og var þá ferðbúinn til
að sigla.
Einar kvaðst hafa sagt Jó-
hanni, að hann hefði enga til-
kynningu fengið frá i dóms-
málaráðherra um það, að hann
ætti að fara af skipinu. Að
vísu kvaðst hann fyrir nokkru
hafa fengið tilkynningu frá
Pálma Loftssyni, forstjóra
Skipaútgerðar ríkisins, þar sem
honum var tjáð, að skifta ætti
um skipstjórn á Ægi. En Ein-
ar kvaðst hafa haft í höndum
skipunarbrjef frá forsætisráð-
herra, dags. 10. apríl s.l„ þar
sem hann var ráðinn skipherra
á skipið til 6 ára, og neitaði því
að láta lykla og annað af hönd-
um við Jóhann, nema hann
fengi um það skriflega fyrir-
skipan frá forsætisráðherra.
Hann sætti sig alls ekki við að
fá um þetta tilkynningu frá
Pálma Loftssyni.
Ægir átti að fara út á sunnu-
dagskvöld, til þess að reyna að
bjarga enska togaranum, sem
strandaði á jólanóttina fram
undan Gerðum. En brottför
skipsins tafðist vegna þess, að
Einar neitaði að afhenda Jó-
hanni skipið.
Gekk eitthvað tafsamt að ná
til forsætisráðherra, og var það
ekki fyr en seint á mánudags-
nótt, að brjef kom frá forsæt-
isráðherra, þar sem Einari skip-
herra var tilkynt, að honum
væri vikið frá um stundarsakir.
Gekk þá Einar í land, en Ægir
ljet úr höfn undir skipstjórn
Jóhanns P. Jónssonar skip-
herra.
Jóhann hefir undanfarið ver-
ið skipstjóri á Þór, en við skip-
stjórn þar tók nú Þórarinn
Björnsson, sem verið hefir
stýrimaður á Þór.
Þátttaka
íslendinga
Akveðið er að íslenskur finv
leikaflokkur taki þátt í 17.
norræna fimleikamótinu, sem hald
ið verður í Osló í maí næsta sum-
ar. —
Síðar verður ákveðið hverjir
verða sendir á mótið.
Togarinn Regal nr. 245 frá
Grimsby strandaði um kl.
4 á jólanótt á svonefndum
Gerðahólma út frá Gerðum.
Ætlaði skipstjóri að leita skjóls
þarna nálægt landi, því útsynn-
ingsrok var á.
Er hann var kominn í sjáv-
arháska þarna, sendu skipverj-
ar upp eldflugur til þess á þann
hátt að gera fólki í landi að-
vart um, að skipið væri strand-
að og menn í háska staddir.
Var reynt að ná í loftskeyta-
samband við Loftskeytastoðina
hjer. En hvernig sem á því
kann að hafa staðið, þá tókst
bað ekki eins fljótt og skip-
verjar áttu von á.
Það mun hafa verið kona
Guðmundar Þórðarsonar hrepp-
stjóra í Gerðum, sem fyrst varð
vör við neyðarmerkin frá skip-
inu. Hafði hún risið úr rekkju
kl. að ganga 5, til þess að líta
eftir sjúklingi.
Sáu þau hjónin strax, að
þarna þurfti að bregða skjótt
við. Vakti Guðmundur upp for-
mann björgunarsveitar Slysa-
varnafjelagsins í Gerðum, Jó-
hannes Jónsson á Gauksstöðum,
og síðan voru aðrir vaktir upp
sem í björgunarsveitinni eru.
Tók það nokkurn tíma, sem
eðlilegt er. Eins þurfti að sækja
línubyssu sveitarinnar, en hún
var geymd út við Garðskaga-
vita.
Togarinn strandaði, sem fyr
segir á Gerðahólma, eða grynn-
ingum út af þeim hólma. Hólmi
þessi er ekki annað en kletta-
sker, og á kafi um flóð.
Til þess að komast sem næst
togaranum, fór björgunarsveit-
in á bát út í sker þetta. Til þess
að greiða fyrir því, að komist
yrði þangað, voru fengnir þrír
bílar og þeir settir á sjávar-
kambinn á ströndinni gegnt
hólmanum, og var ljósum bíl-
anna beint út yfir lónið út að
skerinu.
F’arið var með tvo báta út í
skerið. En þaðan og út í togar-
ann voru 3—400 metrar. Var
nú skotið með línubyssunni út í
togarann. Skotmaður var Pjet-
ur Ásmundsson. Hitti hann tog-
arann í fyrsta skoti. En skip-
verjum tókst ekki í það sinn að
ná í línuna. Svo skotið var öðru
sinni, og enn hitti skotmaður
togarann og línan náðist. Var
þetta á 6. tímanum.
Nú hófst björgun með björg-
unarstól eftir bjarglínunni.
En staðhættir til björgi nar
á þenna hátt -voru erfiðir þarna,
sjávarrót mikið, en hólminn lág-
ur. Því varð það ekki umílúið,
að þegar björgunarstóllinn kom
í námunda við skerið, þá lenti
hann hvað eftir annað í sjón-
um, og varð þannig að draga
mennina að nokkru leyti í
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU