Morgunblaðið - 28.12.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.1937, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. des. 1937* JioMjtsfUljUœ % Kaupið ódýru skemtibæk- urnar á Frakkastíg 24. # Kaupum flöskur, bóndósir, meðala- og- dropaglös. Sækjum. Verslunin Grettisgötu 45 — lýGrettir). Kaupum flöskur og glös og bóndósir. Bergstaðastræti 10 (búðin) frá kl. 2—5. Sækjum. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Fiskbúðin Bára, Þórsgötu 17. Sími 4663. Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. m Otto B. Arnar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. 'vrmJ nrrij&^umhc^Á/riu. Fæði. Nokkrir menn.og kon- ur geta komist að í fæði, gott og ódýrt. Mun ódýrara fyrir konur. Sjerborð. Laufásveg 14. Best að auglýsa í Morgunb’aðinu. Tískudrotning ein í Búdapest he'fir fundið upp á því að skreyta kjóla sína með smáflösk- um og í flöskum þessum eru of- urlítil lifandi gullfiskaseiði. Blóm visna og deyja, segir tískudrósin, en gullfiskunum held jeg lifandi með því að setja þá í ker á milli þess sem jeg nota þá á kjólana mína! * Sinn er siður í landi hverju hvað mataræði snertir á jól- unum. Við íslendingar borðum hangikjöt. Víðast hvar annars- staðar á Norðurlöndum er svína- kjöt (jólagrísinn) aðal jólarjettur- inn, að ógleymdum jólagrautnum. Jóla-öl hefir verið bruggað og drukkið hjer á landi frá ó- munatíð, og við vitum, að mjöður var aðal hátíðardrykkurinn við jóla- eða miðsvetrar- blót ifornmanna. Annars er öl einn af elstu drykkjum mann- kynsins. (Egyptar drukku t. d. öl 3000 árum f. K.). Ö1 búið til úr malti og humlum mun þó ekki vera eldra en 1000 ára. Hið svo- nefnda Porter-öl kom fyrst á markaðinn 1772 í Englandi og hlaut nafn sitt af því að ölið þótti svo sterkt að menn hjeldu að engir þyldu það nema „porters“ burðarmenn. Ríkisdagurinn í Sviss hefir lögleitt rhæto-rómönsku sem talmál í landinu. I Sviss eru því talaðar fjórar aðal tungur: Þýska, sem er útbreiddust og töluð í norðurhluta landsins, franska í vesturhluta landsins og ítalska í einu suðurfylkjanna. Rhæto-rómanska er mjög gam- alt mál og hefði sennilega orðið útdautt innan skamms tíma, ef yfirvöldin hefðu ekki sett hana jafnhliða hinum öðrum þrem tungumálum landsins. Hún er nú talmál um 45.000 manna, aðal- . lega í f jallahjeruðum Graubúnd- en-fylkisins, en fólkið uotar hana þó mestmegnis innbyrðis, en tal- ar flest annaðhvort þýsku eða ítölsku jafnhliða. * Ung og lagleg stúlka kom í búð og Ijet búðarmanninn sýna sjer allar mögulegar vörur. Hann reif stranga niður úr hill- um og tæmdi skúffur, uns vör- urnar flutu um alt borðið, en það virtist harla erfitt að gera henni til hæfis. Enda sagði hún að lok- um: — Nei, jeg get ekkert notað af þessu. Jeg verð að fara til Jakob- sen og vita, hvað er til þar. — Mætti jeg ekki vísa yður á einn afgreiðslumanninn, sem jeg þekki þar? Þá þurfið þjer ekki annað en snúa yður til hans, sagði afgreiðslumaðurinn, sem var orðinn bæði þreyttur og sveittur. — Jú, það væri fallega gert af yður, sagði stúlkan brosandi. Er hann vinur yðar? — Nei, sagði afgreiðslumaður- inn. — Hann er versti óvinur minn. Kvikmyndastjarnan, Connie litla, er nú orðin 7 ára gömul. En hún á litla systur 22ja mánaða gamla, sem heitir Tessie. A ann- an jóladag var í Kaupmanna- höfn sýnd fyrsta kvikmyndin, KOL OG SALT sem Tessie leikur í, „Einu sinni var veitingamaður . . .“ * Einu sinni heimtaði Patti, hin fræga söngkona, 10,000 sterlings- pund fyrir að syngja eitt kvöld. Yar henni þá bent á það, að for- seti Bandaríkjanna yrði að vinna í heilt ár, til þess að vinna sjer inn álíka upphæð. Þá sagði söngkonan: Jæja, lát- ið hann þá syngja í staðinn fyr- ir mig. * I barnaskólum Lundúnaborgar er nú fyrirskipað að nota vasa- klúta úr brjefi, sem brent er jafnóðum eftir notkun. mkMwmmávm Pjetur Magnússon Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Bím&r 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. tafcv c/tj sffijycimolop ^frcL, Z iii 300 jjeilaflci,') (Xtío\ w 1111/ o u r* r .OL' l ca. cX t/ ■ iTfrLl & 'Jjarnun )) Hfinr m simi 1120 ANTHONY MORTON; ÞEKKIÐ ÞJER BARÖNINN? 25. rakst þar á lögregluþjón, sem fór óðara að yfirheyra hana. Lögregluþjónninn þekti þegar í stað yfirboðara sinn og vissi, að hann fengi áminningu, ef hann gerði skissu. Hann flýtti sjer því að kalla á lækni og Bristow var fljótlega vakinn til meðvitundar. — Baron!, tautaði hann nú, er hann sat á einka- íferifstofu sinni í Scotland Yard. — Það verður langt þangað til jeg gleymi því nafni. Funduð þjer nokkuð að fara eftir, Tring? Jacob Tring, sem var ekki í einkennisbúningi, liorfði á fölt andlit yfirboðara síns og hristi höfuðið. — Ekki spor, svaraði hann. — Levy var meðvitund- arlaus eins og þjer. — Jæja, ofurlítið vitum við þó. Tilkynnið á öllum stöðvum landsins, að við auglýsum eftir Baron, T. Baron. Og látið svo rannsaka miðann, sem hann sknf- aði nafn sitt á, í fingrafaradeildinni. — Miðinn er horfinn, sagði Tring og brosti út undir eyru. Það var hans vani að vera ánægðastur á svip, þegar hann hafði verstu frjettirnar að færa. * * Bristow starði á Tring orðlaus. Hann hrukkaði ennið, og svo fór hann sjálfur að hlæja. Það var lítt viðeigandi eins og á stóð. En Tring hafði þekt yfirboðara sinn í mörg ár og vissi, að allra veðra var von úr þeirri átt. Hann ypti öxlum og leit út um gluggann. Hann var hár maður, vingjarnlegur í útliti, í gljáslitnum dökkbláum fötum, með slitna en vel burstaða svarta skó á fótum. Og hvort sem hann var á skrifstofunni eða ekki, var hann jafnan með svartan hatt á höfði, sem var tveimur númerum of stór á liann. Bristow hjelt áfram að hlæja, en Tring hugsaði með sjer, að ástandið væri varla svona hlægilegt og Ijet sjer nægja að glotta. — Levy sagði, að nálin væri í vasa yðar, svo að við leituðum á yður. En við fundum hana auðvitað ekki. — Næst þegpar þjer ætlið að leita í vösum míruuri.- skuluð þjer bíða, þangað til jeg get sjálfur fylgst með því, eagði Bristow. Hann var nú hættur að hlæja. — Hefir hennar hátign símað í dag? — Tvisvar sinnum, svaraði Tring. Bristow lileypti brúnum. Honum hafði fundist frekjan í „baróninum“ brosleg. En við tilhugsunina um það að eiga að skila skýrslu, þar sem það kom fram, að hann hefði haft brjóstnálina í vasanum, fór gamanið að grána. Ef greifafrúin komst að því, gat það orðið óþægí- legt fyrir hann. — En eftir hverju eruð þjer að bíða, Tring? Send- ið auglýsinguna á allar stöðvarnar, eins og jeg sagði yður. * * Lögregluþjónninn flýtti sjer út, en Bristow sat hugsi um stund. Svo varp hann öndinni mæðulega og fór inn til Lynch, sem var fulltrúi í sakamálalög- regfunni og næst fyrir ofan hann í tigninni. Ilonuin gaf hann skýrslu: um málið — munnlega. Lynch var stór maður og rólegur, rauðleitur á hörund. — Þarna liafið þjer laglega verið gabbaður, Bristow, sagði hann. — En í livaða skyni hefir náunginn leik- ið þenna leik? — Það er nú einmitt það, sem jeg fæ ekki skiliðj. svaraði Bristow. •— Hafið þjer nokkurn tíma sjeð hann áður, eða nokkurn, sem minnir yður á hann? spurði Lynch, senti lagði það annars sjaldan í vana sinn að spyrja, sjer- staklega á frumstigi máls. -— Maður sjer ótal hans líka í hvaða götu sem eu- í East End. — Augu? Hörund? Háralitur? — Jeg sá hvorki augu hans nje hár, en hann var dökkur á hörund. — En röddin? — Hún var hás. Jeg veit, að jeg þekki hana aft- ur, hvenær sem jeg heyri hana. — Iljer liggur eitthvað sjerstakt að baki. Elu hvernig víkur þessu við? — Hann gat jafn auðveldlega breytt röddl sí'nni' og- rithöndinni, og hvorttveggja tók hann með sjer, þeg- ar liaun fór. — Það er augljóst. Þjer hafið ekki verið sjerlega- heppinn. Hvað sögðuð þjer að hann hefði kallað sig?' — Bai»ón! ff. Barón. Lynch varð alt í einu alvörugefinn á svip. Ilanm sagði ekkert, einblíndi aðeins á Bristow. — Það var skrítið, sagði hann að lokum. — Það fanst Levy líka, sagði Bristow. — Það er ekki það sama, sem okkur Levy finst skrítið, sagði Lynch hæglátlega. —- Eruð þjer búinn að jafna yður? Bristow brosti. Hann skildi það á öllu, að Lynch

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.