Morgunblaðið - 28.12.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.12.1937, Blaðsíða 6
6 MQRG'UNBIiAÐIB Þriðjudagur 28. des. 1937. Aðalfundur Slysavarnaf jelags íslands verður haldinn í Reykjavík laug- ardaginn 26. febrúar 1938. Dagskrá samkvæmt fjelagslög- unum. Pundarstaður og fundartími auglýst síðar. FJELAGSSTJ ÓRNIN. Matreiðslunámskeið ætla jeg að byrja 10. janúar n.k. ef næg þátttaka fæst. — Kent verður á kvöldin. Allar upplýsingar í Bergstaðastræti 9 frá kl. 2—3 e. hád. Sími 3955. SOFFÍA SKÚLADÓTTIR. Til afgreiðslu í dag. Síhækkandi tollar gera vöruna dýra. Gjörið því inn- kaup yðar nú þegar á Sykri, Kaffi, Hveiti, Rúgmjöli, Hrís- grjónum, Hrísmjöli, Haframjöli, Kartöflumjöli, Fóðurvör- um o. fl. Slg. Þ. Sbfaldberg. (Heildsalan). Afgreiðsla vor v erður loknð á gamlársdag, föstud. 31. de«. 1037, vegna vaxtaútrelknings. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Tilkvnning frá Trjesmiðafjelagi Hafaarfjarðar: Samkvæmt fundarsamþykt f jelagsins, 26. nóv. þ. á., er kaup húsasmiða í Hafnarfirði ákveðið sem hjer segir: Dagvinna: Kl. 7—12 og 13—18, kr. 1.90 pr. klukku- tíma — ein króna og níutíu aurar. Eftirvinna: Kl. 18—22, kr. 2.85 pr. klukkutíma — tvær krónur og áttatíu og fimm aurar. Nætur- og helgidagavinna: Kr. 3.80 pr. klukkutíma — þrjár krónur og áttatíu aurar. Kaup þeirra, sem fyrir húsasmíði standa, sje 30% hærra. Önnur ákvæði um lágmarkskaup trjesmiða í Hafnar- firði frá 1. febrúar 1937 haldist óbreytt. Ákvæði þessi öðlast gildi 1. janúar 1938. STJÓRN TRJESMIÐAFJELAGS HAFNARFJARÐAR. Minningarorð um Margrjeti Pálsdóttur Margrjet Pálsdóttir frá Bú- stöðum í Skagafirði var fædd 31. desember 1874, dáin 13. desember 1937. Margrjet sáluga ólst upp á Merkigili í Austurdal í Skaga- firði hjá þeim xnerkishjónum Agli og Sigurbjörgu, sem mjög margir munu hafa heyrt getið uim, þótt þau sjeu nú bæði dáin. Tvítug fór hún hingað suður til Reykja- víkur og stundaði nám í Kvenna- skólanum. Margrjeti sálugu mun hafa gengið mjög vel námið, því hún var góðum gáfum gædd- Yndi hafði hún af söng og spil- aði sjálf á gítar og söng undir. Að loknu námi fluttist hún aftur til átthaga sinna og stundaði barnakenslu í nokkur ár. Hún kom hingað suður alkom- in fyrst 1926, þá með dóttur sína, Huldu. Þær mæðgur bjuggu ávalt saman eftir það. Margrjet sáluga átti við van- heilsu að búa fjöldamörg ár æf- innar. En nú um mörg ár hafði hún ávalt fótavist og var á ferli úti og inni. Þróttur hennar var mikill, sjerstaklega andlegi þrótt- urinn. Ef til vill hefir það verið hennar Ijetta og glaða lund, sem hjálpaði henni til þess að bera sjúkdóm sinn og ýmsa aðra reynslu, sem lífið lætur hverjum og einum í tje, með sjerstakri hetjulund. Sennilega hefir kynn- ing hennar við lífið sjálft, og svo hennar góða hjartalag orðið þess valdandi, að hún skildi ó- venjulega vel þá, sem skuggameg- in stóðu í lífinu, og var ávalt boðin og búin til þess að rjetta fram hendina þeim til liðveislu. En yfir þeirri starfsemi hennar ■hvíldi mikill hljóðleiki. Það munu ekki aðrir en þeir, sem nákunnugastir voru; Margrjeti, hafa rent grun í, hvað fórnfýsi hennar var einstök á því sviði. Dauðinn kemur oftast óvænt, þótt hann sje sífelt á ferðinni. Og þannig bar hann að dyrum í litlu stofunni þeirra mæðgna á Amtmannsstíg 5. Margrjet sál. var glöð og hress að vanda 9. desember. Um miðjan dag veikt- ist hún svo skyndilega. Misti mál og rænu eiginlega samstundis. Þannig lá hún rúma fjóra sólar- hringa. Á fimta sólarhring leið hixn út af hægt og rólega og þjáningalaust, eftir því sem. sjeð varð. Nú er Margrjet sáluga flutt yf- ir landamærin. Inn í þennan hulda heim, sem við tekur þegar þessu jarðlífi lýkur. Frammi fyrir dauðanum skift- ir alt svo litlu máli. — Öll jarðnesk gæði verða að engu. Flest áhugamál einstaklingsins deyja með honum. Allar glæstar vonir verða fánýtur draumur einn. Auðæfi, upphefð og tign, alt hverfur það í hina þöglu gröf. Dauðinn er í senn miskunn- samur og miskunnarlaus. En vald hans er ótakmarkað. Hann getur farið fram hjá eða komið við, eftir því sem honum sjálfum sýnist. Hann er hinn óvænti, ó- boðni en sjálfsagði gestur, sem gistir alla jafnt. Og sie nú svo, að alt sje geymt, sem gert er, þá finst mjer ekki ósennilegt, að vinirnir, sem farn- ir eru á undan Margrjeti, hafi veitt henni móttöku. Þeir, sem hún hefir lifað og liðið með í þjáningum og raunum. Að þeir mæli eins og Kristur mælti forð- um: „Sjúkur var jeg og þjer vitjuðuð mín! í fangelsi, og þjer komuð til mín!“ Og sje það svo, að verkin eigi að mæta manni þarna fyrir hand- an, eigi þau að vitna um hvern og einn, þá held jeg að Margrjet hafi verið örugg með sitt vega- brjef. Friður veri með þjer! Elínborg Lárusdóttir. Margrjet Pálsdóttir Einni er nú færra ágætra kvenna,, er harm sinn í hljóði bera, og gleyma sem oftast eigin kjörum í því að hjálpa og hjúkra. Þars einmana sálir í örbirgð hnýptu, þangað varst þú vön að koma. Oóðlát og glaðvær, með gjöfular mundir, miðlaðir mörgum af litlu. Mjer var það hressing, er mættumst við stundum, með gletni á góðviðrisdögum. En í hretviðrum harma og sjúkleiks fanst mjer jeg þekkja þig fyrst. „í mæli þeim sama, er mælið þjer öðrum, mun yður mælt yerða að lyktum“. Fornheilög kenning, fyrirheit, lögmál, — það mætti rætast á þjer. Uti á auðnum ókunna sviðsins, þangað, sem þú ert nú komin, aldregi munt þú einstæðingur, ef nokkurt rjettlæti ríkir. Farðu vel, frændkona. Fátt skal hjer rakið, en margs þó og góðs er að minnast. Kyrlátar kveðjur og klökkar þakkir frá okkur — fylgja þjer hjeðan. Ingibjörg Benediktsdóttir. Nemendur Blindraskólans og starfsfólk vinnustofu blindra senda stúkunni Rebekku Oddfell- ow-reglunnar alúðar þakkir fyrir hinar kærkomnu jólagjafir og óska hénni allra heilla á komandi ári. TVEIMUR SKIPS- HÖFNUM BJARGAÐ. FHAMH. AF ÞEIÐJfU SÍÐU. arbergi og hjeldum í áttina til úíeflavíkur. Settum við dráttar- taugar í þóftur bátanna, þan sem enginn sjerstakur útbúnað- ur er í þeim, til þess að draga ?á, og var ,Freyja‘ nær okkur en ,Sjöfn‘ f jær. Þegar við vorum undan Sandgerði, gerði hríðar- jel og slitnuðu bátarnir þá aft- an úr „Gaut“. Við höfðum ljó» í bátunum og einnig lýstum við þá upp með kastljósi, og sáum við því altaf hvað þeim leið. En nú skifti.það engum tog- um, að „Freyja“ sökk. Þóft- urnar munu hafa rifnað úr henni og hún liðast í sundur. Við komumst fljótt að hin- um bátnum og tókst okkur að koma í hann taug. Var það ekki hættulaust, þar eð mikið var aí netum og braki í sjónum. Til Njarðvíkur komum við um miðja nótt, en veður var þá svo slæmt, að skipshafnirn- ar treystust ekki til að fara í land. Lágum við þar til morg- uns og fóru þær í land kl. 8þ<jj. * Bílar voru nú sendir frá Höfn- um eftir skipshöfnunum; þóttust Hafnarmenn þær úr helju heimt hafa. Þakka þeir foringja Gauts, Eiríki Kristóferssyni, og mönnum lians fyrir ötula og djarflega fram komu við björgunina. Báturinn sem sökk var 6 smál. að stærð og var eigandi hans Magnús Ketilsson. ÞARFASTI ÞJÓNNINN. FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. Tekur maður sjerstaklega eftir því, að stíurnar hafa verið altoí stórar, og að með öllu er ótækt að negla þær saman í stað þess að nota bolta. Stjórnarráðinu hefir nú verið send skýrsla stýriinanns, og er þess að vænta, að stjórnarvöldin setji nú þegar strangar og á- kveðnar reglur um umbúnað all- an um borð í skipunum, svo eigi sje hætta á endurtekningu af þessu tagi. Því miður er þetta tilfelli ekk- ert einsdæmi; það er engin ástæða til að ætla, að útbúnaður sje verri um borð í „Dettifossi", en öðrum skipum, sem hesta flytja frá ís- landi til útlanda, og ekki dreg jeg í efa, að skipshöfnin hafi gert alt sem í lienuar valdi stóð, til að hjálpa og liðsinna hrossunum. En einmitt vegna þess, að svona getur ávalt skeð jafnvel þótt skip- ið sje stórt og gott, eins og „Detti- foss“, má það ekki líðast, að í neinu sje slakað á þeim reglum og fyrirskipunum, sem settar eru til að tryggja öryggi hrossanna um borð; það er skylda hvers einasta manns, sem í hlut á, að láta dýrunuin ekki líða ver en óhjákvæmilegt er, ef þeir vilja teljast með siðuðum mönnum. Og ef vjer Islendingar viljum heita menningarþjóð, ber oss skylda til að sjá um, að fallegasta skepnan okkar, og sú sem um margar aldir hefir verið oss hjartfólgnust, mætti betri meðferð þangað til hún kemur á markaðsstaðinn en nú skeður, úr því nauður rekur oss á annað borð til að selja hana. (Úr „Dýraverndaranum“).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.