Morgunblaðið - 28.12.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.12.1937, Blaðsíða 5
I*riðjudagur 28. des. 1937, MORGUNBLAÐIÐ - — JíltotgmtblaSið —■— Útg'ef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: J6n Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgCarmaBur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjðrn, auglýsingar og afgreitJsla: Austurstræti 8. — Slml 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánutii. t lausasölu: 15 aura eintakltS — 25 aura metS Lesbök. ÁKVÖRÐUN SÍLDARVERÐSINS Asíðasta þingi kom ekki til harðari átaka um neitt mál, en yfirstjórnina yfir Síld- arverksmiðjum ríkisins. Annars vegar stóðu sósíalistar og kom- múnistar með Finn Jónsson í fararbroddi, hinsvegar Sjálf- stæðis-, Bændaflokks- og Fram- ÆÓknarmenn. Baráttan var um það, hvort Finnur Jónsson ætti framvegis að fara með stjórn verksmiðjanna að eigin geð- þótta, eða hvort þeim skyldi skipuð stjórn, valin með hlut- fallskosningu á Alþingi af þrem stærstu flokkunum. Bar- áttan endaði með algerum ó- sigri Finns iJónssonar og sósíal- ista. Eins og að líkum lætur, eiga þeir Finnur og fjelagar hans af- Æ,r erfitt með að sætta sig við þessi úrslit. Hafa þeir því rreynt að þyrla upp um málið hverskonar firrum, í varnar- skyni fyrir Finn og árásarskyni -á þá, sem töldu nauðsynlegt að Josna við einræði Finn-', Þessir menn bera það sjer- istaklega fram, að breyting sú, ;sem orðin er á stjörn ríkisverk- ismiðjanna, sje til þess gerð, að lækka verðið á síldinni og :skaða þannig sjómennina. Eins og allir vita, sem nokkuð hafa kynt sjer þessi mál, er þetta hrein fjarstæða og hefir ekki við nokkurn skapaðan hlut að istyðjast. Mönnum er enn í fersku aninni deila sú, sem stóð um á- Ikvörðun síldarverðsins vorið 1936. Þá var verðlag á síldar- -afurðum slíkt, að lýsi var selt á £ 17.10.0, en síldarmjöl á S, 8.10.0 Um útgerðarkostnaðinn má geta þess, að kolaverðið var um 40 krónur smálestin. Deilan stóð milli Sjálfstæð- ismanna annarsvegar og Finns Jönssonar hinsvegar. Hún var ekki um það, að Finnur vildi Akveða hærra rð en Sjálfstæð ismenn. Hún var um það, að Sjálfstæðismenn vildu ákveða hærra verð en Finnur. Sjálf- stæðismenn sýndu fram á það, með óhrekjanlegum rökum, að eins og markaði væri þá hátt- að, gæti bræðsusíldarverðið yerið 6 krónur málið, og ætti að særa það. Finnur barði hins- vegar hpfðinu við steininn og var ófáanlegur til að viður- kenna, þrátt fyrir óhrekjanleg rök Sjálfstæðismanna, að verð- ið mætti vera meira en 4—5 krónur málið. Endirinn varð sá, að síldarverðið fjekst loks hækkað frá því sein Finnur vildi, upp í 5.30 á málið. Sjó- menn vita það ofurvel, að þær hundruðir þúsunda króna, sem runnu í þeirra vasa við þá verðhækkun, eiga þeir því að þakka, að Sjálfstæðismenn tóku upp ótrauða baráttu við Finn Jónsson. Það er þessvegna meira en venjule.., óskamm- feilni, þegar þessi maður er að reyna að telja sjómönnum trú um, að Sjálfstæðismenn vilji níðast á þeim í verðlagi, með því að losa þá við einræði Finns. Um síldarverðið er það ann- rs að segja, að um það þarf ekki að vera neitt handahóf, hvorki Finns Jónssonar nje annara. Hrásíldarverðið ákvarðast fyrst og fremst af markaðsverði hinna unnu afurða, síldar- mjöls og lýsis. Reynslan hefir skorið úr um það, að að ó- breyttum tilkostnaði, hækkar eða lækkar hrásíldarverðið um 40—45 aura á mál, fyrir hvert sterlingspund, sem hinar unnu afurðir, mjöl og olía, hækka eða lækka í verði. Hjer er fund- inn rjettlátur grundvöllur und- ir ákvörðun verðsins. Á þeim grundvelli ætla Sjálfstæðis- menn sjer að standa. Síðan baráttan um síldar- verðið stóð, vorið 1936, hafa tvö einkafyrirtæki komið sjer upp verksmiðjum. Sósíalistar hafa sýnt, að þeir láta afstöðu sína til þessara einkafyrirtækja hafa áhrif á ákvarðanir sínar um verðlagið. Sjálfstæðismenn munu aftur á móti ekkert tillit taka til þessa. Þeir munu um ákvörðun síldarverðsins byggja á heilbrigðum grundvelli, þeim grundvelli, sem tryggir í senn sjómönnum og verksmiðjum rjettlátt verðlag. Stefano Islandi oq Haraldi Sigurðssyni hrósað Tveir íslenskir listamenn, Þeir Stefano Islandi og Haraldur Sigurðsson heldu ný- lega konsert sem gestir hjá Aarhus Musik forening. Morgunblaðinu hafa borist nokkrir blaðadómar um þenna konsert og bera þeir allir mik- ið lof á listamennina. Stefano Islandi söng íslensk lög og óperuaríur. Sjerstaklega róma blöðin meðferð hans á „Kirkjuhvoll" eftir Árna Thor- steinsson og Donna, vorrei moir eftir Tosti. Haraldur Sigurðsson ljek m. a. „Prelude, choral fugue“ eftir Cesar Franck og „Cha- conne“ eftir Carl Nielsen. Slíkir listamenn eins og Stefano Islandi og Haraldur Sigurðsson eru landi sínu til sóma, hvar sem þeir koma fram. U. M. F. Velvakandi heldur jólaskemtun sína í kvöld og hefst hún kl. 8Vá e. h. Skemtiskráin or fjölbreytt og mega fjelagar taka með sjer gesti. 5 Þarfasti bjónninn: Hvernig meö hann er farið Sá smánarblettur situr enn á ís- lensku þjóðinni, að oft er hjer á landi farið ver með dýrin, en ástæða er til og afsakanlegt getur kallast. Kemur þetta meðal annars fram í meðferðinni á útflutningshross- um, en skeytingarleysið um allan aðbúnað þeirra frá því þau eru tekin úr heimahögum og þangað til þau lenda á erlenda markaðin- um, getur með engu móti talist samboðið siðaðri þjóð. Hið lög- boðna eftirlit, sem að vísui aðal- lega veit að hrossunum sem mark- aðsvöru, hefir verið frámunalega ljelegt og algerlega óþolandi frá mannúðarsjónarmiði. I júníblaði Dýraverndarans 1936 bendir frú Ingunn Pálsdóttir frá Akri á tvö atriði í sambandi við útflutning hrossa í mjög athyglis- verðri grein er hún nefnir: „Fá- einar bendingar um bætta með- ferð dýranna". Annað er það, að útflutnings- hrossin eru oft óbandvön, en þar af leiðir aftur að óhjákvæmilegt er að beita þau allskonar fanta- tökum til að koma þeim um borð í skipið, sem á að flytja þau burt af landi. í lögum þeim, sem gilda um útflutning hrossa, er í stórum dráttum settar reglur um meðferð hrossanna og aðbúnað, og er þar meðal annars ákveðið að útflutn- ingshross skuli vera tamin eða að minsta kosti bandvön; hjer er því um skýlaust lagabrot að ræða. Hitt atrðið er það, að mjólk- andi hryssur, sem folaldið er ný- tekið frá, hafa verið seldar til út- flutnings. Þetta er að vísu ekki beinlínis bannað í lögum, en er á hinn bóginn svo ógeðslega ómann- úðlegt, að lagabann við slíku at- hæfi hlýtur að álítast algjörlega ofaukið. Það má fara nærri um líðanina hjá hryssu með mjólk í júgri á 5 til 6 daga ferðalagi niðri í skipslest innan um á annað hundrað hrossa, þar sem vitanlega er ómögulegt að koma því við að mjólka hana eins oft og með þarf, eða veita henni aðra nauðsynlega hjúkrun, svo ekki sje minst á söltnuðinn yfir folaldsmissinum, enda mun það víst álítast hje- góminn bláber. Mjer skilst, að hinn lögskipaði eftirlitsmaður telji sjer ekki fært, vegna seljendanna í sveitum lands ins, að framfylgja settum reglum og sjálfsögðum um þessi atriði. Það er ilt til þess að vita, ef bændur telja þessa meðferð sam- boðna „þarfasta þjóninum" sín- um, eins og hesturinn með rjettu hefir verið nefndur. Svo ómannúðleg sem liún er á marga lund meðferðin á útflutn- íngshrossunum niður að skipshlið, þá tekur oft og tíðum ekki betra við, þegar sjóferðin byrjar. Fóðr- ið handa hrossunum, sem koma af grænni jörðinni, er venjulega af lakasta tagi, illa þurr hrakningur eða ársgamlar fyrningar, því alt virðist talið nægilega gott handa „útflutningstruntunum". Þessu góðgæti er svo fleygt á lestargólf- ið og treðst þar saman við hrossa- skítinn, því engar eru jöturnar að gefa í Af skiljanlegum ástæðum gengur oft erfiðlega að brynna öllum hópnum í þrengslunum í lestinni, svo að enginn verði út- undan, og allir fái nægju sína. — Það er því ekld að furða þó að margir sjeu svangir og þyrstir um það að komið er á ákvörðun- arstaðinn, og má þó alt heita bæri- legt, ef hepnin er með og veður .sæmilegt alla leiðina. Hörmungarnar byrja fyrst fyrir alvöru, þegar vont veður gerir með sjógangi. Þá reynir á það, hvort hæfilega mörg hross hafa verið sett í hverja Stíu, hvort stí- urnar eru nægilega traustar og rjett gerðar, livort stráð hefir ver- ið á lestargólfið til að gera það stamt o. m. fl. Einmitt með tilliti til vondu veðranna er það skylda hins lögskipaða eftírlitsmanns og skipaútgerðarfjelaganna, að hafa vakandi auga með því, að alt sem lítur að öryggi hrossanna um borð og sómasamlegri líðan þeirra, sje í fullkomnu lagi. Að út af þessu getur brugðið og afleiðingarnar orðið hryllilegar, kom berlega í ljós í sumar, og skal hjer skýrt frá því atviki. Hinn 6. ágúst síðastliðinn lagði e.s. Dettifoss lir höfn, áleiðis til Hull, og liafði meðal annars 170 hross meðferðis; sjálfsagt hafa margar mjólkandi hryssur og mörg óbandvön hross verið í þess- am hópi. Þegar komið var suður fyrir landið gerði slæmt veður og úfinn sjó, rjett eins og altaf get- ur skeð seinni part sumars. Tók mi heldur að kárna gamanið fyrir „þarfasta þjóninum" í lestinni, og gefur skýrsla 1. stýrimanns á „Dettifossi“, sem birt er hjer á eftir, átakanlega lýsingu á ástand- inu þar. Meðal farþega á „Dettifossi" þessa ferð voru nokkrir Englend- ingar; blöskraði þeim svo líðan hrossanna um borð og ásigkomu- lag þeirra, er þeir komu til Hull, að þeir sendu enska dýravernd- unarfjelaginu „Royal Society for the Prevention af Cruelty to Ani- mals“ kæru og sendi enska dýra- verndunarfjelagið hana áfram til Dýraverndunarfjel. íslands. Sam- kvæmt beiðni Dýraverndunarfjel. Islands ljet nú lögreglustjórinn í Reykjavík rjettarrannsókn fram fara í málinu og var skýrsla tekin af 1. og 3. stýrimanni og báts- manni á Dettifossi. Gáfu þeir allir samhljóða skýrslu fyrir rjettinum og birtist hjer á eftir það úr framburði 1. stýrimanns, sem máli skiftir um líðan lirossanna: „Þann 6. ágúst í sumar lagði skipið af stað frá Reykjavík ÍH útlanda með um 170 hesta innan- borðs. Voru flestir þeirra hafðir í stíum í nefndri lest og tók hver stía 10—17 hesta, er voru hafðir lausir þar inni. Var þeim gefið ú gólfin. Var ekkert sett undir þá, en gólfið er úr sljettu járni. Síí- urnar voru úr þykkum borðum og plönkum og voru negldar saman en ekki skrúfaðar. Telur yfir- heyrður að um 10 stíur hafi verið í lestinni, því hestar, sem kom- ust ekki í lestina voru hafðir á dekki í stíum svipuðum og í lest- inni, en þar stóðu þeir á trj'e- gólfi og var á þeim gott loft bg gekk vel með þá hesta alla leið. .. í hafi fekk skipið slæman sjó, án þess þó að hvassviðri væri mjög mikið og tók þá brátt að bera á því, að hestarnir í lestiniii dyttu og rynnu til í stíunum. Duttu þeir oft út í stíuhliðarnar og til baka, þegar skipið rjettí við. í veltingi þessum brotnuðu 4 stíurnar og runnu hestarnir út úr þeim fram og aftur um lestina eftir því sem skipið tók dýfur. Þessi veltingur var í ca, sólar- hring og voru stöðugt að minsta kosti 5—6 menn í lestinni við að reisa hestana og hjálpa eftir getu...... Við uppskipun á hestunum kom í ljós, að einn þeirra liafði fengið skurð á kviðinn aftan til við bringuna og hafði rifið sig á nagla, sem losnað hafði úr stíu. Tveir liestar voru með bólginn annan framfót, en einn hesturinn var lioraður og illa til reika, en ekki meiddur að sjá. Voru þessir hestar af viðtakendum teknir frá og farið með þá sjerstaklega til læknisskoðunar....... Telur yfir heyrður að slæmt sje að flytja hesta í negldum stíum, eins og notaðar voru í þetta skifti og að ofmargir liestar hafi veríð í sumum stíunum og hafi þess vegna farið þannig með liestana, eins og áður er frá skýrt, þegar sjógangur varð mikilT'. Skýrsla stýrimanns er svo greinileg og blátt áfram, að betur verður eigi lýst hinu, hörmulega ástandi í lestinni og þjáningum vesalings hrossanna. En auk þess sýnir hún greinilega hverju var ábótavant um borð og hvað þarf að forðast, þegar svo mörgum hrossum er komið fyrir í lest skips ins í einu. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllillllllllllllllllll Eftir Þórarinn Kristjánsson iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.