Morgunblaðið - 29.12.1937, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.12.1937, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. des. 1937, Hinar „blóðugu^ hagskýrslur" Sovjet-Rússa 400 manns teknir af lífi mánaðarlega á líðandi ári FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Skeyti frá Varsjá hermir, að Stalin hafi á undanförnu ári, samkvæmt opinber- um skýrslum látið taka af lífi að með- altali 400 manns mánaðarlega, eða samtals 4800—5000 manns. Af sjötíu mönnum sem töld- ust til aðalforingja bolsjevikka 1917 eru aðeins tveir enn á lífi, og annar þeirra er Stalin. Aðrar heimildir herma, að hinar opinberu tölur sjeu of lágar. Telja þær að a. m. k. 10 þús. manns hafi verið leiddir á aftökustaðinn á líð- andi ári. Þeir, sem teknir hafa verið af lífi, hafa verið forustumenn Sovjet-ríkjanna á öllum sviðum. Rússa skortir nú hæfa em- bættis og- starfsmenn. 1 stað sendiherranna, sem kallaðir hafa verið heim til Moskva og teknir af lífi (eða bíða dauðadóms) verða settir ungir og óreyndir stjórnarerindrekar, sem alla mentun sína hafa hlotið í kommúnistiskum skólum, þar sem þeim hefir verið inn- prentuð hin eina sanna trú, kommúnismi. En Stalin er samt sem áður ekki öruggur. Fjölskyldum þessara ungmenna verður haldið eftir í Moskva sem gislum. Þær eiga að bera ábyrgð á framferði hinna nýju stjórnarerindreka erlendis. Hugur Itala til Breta London í gær. FU. talska blaðið „Gazetta di Popolo“ birtir í dag grein þar sem því er meðal annars haldið fram, að hað gæti orðið mjög hættulegt fyrir Japana að Ieggja und- ir sig Kína. Síðan segir: „Ef Japanar sækjast eftir nýju landi, — en það er að öllu leyti rjettmætt vegna hins geysilega þröngbýlis í Jap- an, — þá er þe3s ekki að leita í Kína, þar sem þröng- býlið er álíka mikið og í Japan, heldur í Ástralíu. Það munu ekki líða mörg ár, þar til hinir lágvöxnu, gulu menn krefjast rjettar síns til þess að byggja hin víðlendu óbygðu svæði eyju- álfunnar". * Signor Gayda gerir kröfur fyrir hönd Japana til jafn- rjettis í vígbúnaði á sjó við Bandaríkin og Bretland, í grein sem hann skrifar í Giornale d’Italia í dag. „Það verður ekki sjeð“, segir Signor Gayda, „hvers vegna Japönum er neitað um jafnrjetti á sjónum, við þessi tvö ríki. Það er sama sem að neita þeim um jafnrjetti til þess að sjá þjóðinni borgið. Frjettaritari Politiken skýr- ir frá því að „hreingerning“ Stalins meðal iðnaðarmanna hafi haft í för með sjer gíf- urlega manneklu, þeirra, sem til foringja eru fallnir. Þetta hefir leitt til þess að víða hafa óbreyttir og óreyndir verkamenn verið gerðir, án fyrirvara, að forstjórum stórra fyrirtækja. Verkstjóri í verksmiðju einni í Moskva, sem veitir fimtán þúsund manns atvinnu, var nýlega gerð- ur að forstjóra þessa stóra fyrir- tækis. Svipuð dæmi þekkjast fleiri. Annað dæmi: Kósakka-stúlka, tuttugU; og eins árs að aldri hefir verið gerð heilbrigðismálaráðherra í Kósakka-lýðveldinu. Kommúnistar viðurkenna að iðnaðarframleiðslan sje minni í ár en undanfarið ár, og kenna um mannaskiftum í ábyrgðarstöðum í iðnaðinum. En þeir halda því fram að þessi rýrnun eigi sjer stað aðeins um stundarsakir. Sökn Japana til Tsingíao London 28. des. F.Ú. apanir segjast sækja fram frá Tsi-nan-fu áleiðis til Tsing-tao, og að bardaginn standi nú milli japanska hers- ins og kínverskra hersveita um miðja vegu milli þessara tveggja borga. Panay-árásin Frá frjettaritara vorum. Þessi flugvjel, The China Clipper, sem er í förum milli Bandaríkjanna og Kína, er nú á leiðinni frá Shanghai til San Franscisko með dýran farm: Tvö þúsund metra langa kvikmynd, sem sýnir er ameríska fallbyssubátnum var sökt. Kvikmyndin hefir verið vátrygð fyrir þrjú hundruð og þrjátíu þúsund dollara (yfir 1 Vá miljón krónur). Ýms- ar lögregluverndarráðstafanir hafa verið gerðar ti,l þess að koma í veg fyrir að kvikmyndinni verði rænt og hún eyðilögð. Liðsauki Francos við Teruel Osló 28. desember. ppreisnarmenn hafa feng- ið mikinn liðsauka til Teruelvígstöðvanna og fara bardagarnir þar stöðugt harðn- andi. Aðfaranótt mánudags gerðu uppreisnarmenn stórskotahríð á Madrid og hóf stórskotalið stjórnarinnar strax gagn-skot- hríð. Herskip bjargar frönsku kaupfari úr höndum Francos London í gær. FU. itt af herskipum uppreisn- armanna stöðvaði í gær franskt kaupfar, Youlande, er það var á leið til Barcelona, og skaut skoti yfir um stefni skipsins. Skipstjórinn á You- lande tilkynti þegar árásina og bað um leiðbeiningar. Var honum sagt að veita enga mótstöðu, en fara með hinu spanska skipi. Síðar kom franskt herskip á vettvang, og sótti Yolande og fór með það til franskrar hafnar, þar sem farmur skipsins var skoðaður, og reyndist hann vera löglegur, en uppreisnarmenn hjeldu því fram, að skipið væri með her- gögn til spönsku stjórnarinnar. Enski togarinn á Grerðahólma. Ekki hefir tekist enn að ná tog- aranum út, og fóru horfur versn- andi í gær á, að það myndi tak- ast. Er togarinn farinn að velta svo mikið til á skerinu að hætt er við að hann brotni svo að um björgun verði ekki að ræða. Ægir var þó þarna syðra í gærkvöldi. Hjónaefni. Á aðfangadag jóla opinberuðu trúlofun sína ungfrú Alda Carlson og Ingimar Bach- mann. Stúdentafjelag Reykjavíkur: Víðtæk starfsskrá Iboðsbrjefi sem hið ný-endur- vakta Stúdentafjelag Reykja- víkur hefir sent frá sjer er skýrt frá all-víðtækri starfsskrá, sem fjelagið ætlar að taka upp. Starfsskráin er í þrennu lagi (samkv. boðsbrjefi) : I. Umræðufundir. Fjelagið ætl- ar að efna til umræðufunda um ýmis þau mál, „er aðkallandi eru á hverjum tíma í þjóðlífinu og á hinum opinbera vettvangi. Mun verða reynt að gera jafnan öllum flokkum sem jafnast undir höfði. Hafa þegar verið haldnir tveir slíkir fundir“. II. Fræðslustarfsemi. Fjelagið mun, ef þess er kostur, gangast fyrir því að fá áhugasama menta- menil og fræðimenn til * þess að flytja opinberlega fræðandi fyrir- lestra. Fræðslu- og umræðufund- ur (um hitaveitumálið) verður haldinn um miðjan janúar, og verður væntanlega útvarpað. III. Skemtistarfsemi. a) Skemtikvöld. Haldin munu verða skemtikvöld þar sem ýmis skemtiatriði fara fram, t. d. umræður, upplestur, söngur, músík o. þ. u. I. Enn- fremur kaffidrykkja og dans. b) Spilakvöld. Þegar hefir verið hafinn að tillilutun -stjórnar Stúdentafjelags Reykjavíkur undirbúningur að Bridge- kepni, þar sem verðlaun verða veitt. c) Stúdentakór. Karlakór eldri og yngri stúdenta hefir þeg- ar vérið stofnaður á vegum fjelagsins, og mun hann bráð- lega geta látið til sín heyra. d) Dansleiki mun fjelagið sömu- leiðis halda, svo sem áður var, bæði í skemtunar og fjáröfl- unarskyni. ÁSKORUN HAILE SELASSIE. London í gær. FU. byssiníu-keisari hefir sent á- skorun til þeirra þjóða sem standa að Osló-samningunum, um að beita sjer fyrir því, að Italir verði eklti viðurkendir sem yfir- ráðaþjóð í Abyssiníu. Holland, sem er eitt Osló-veld- anna, fór nýlega fram á það við stjórnir hinna Osló-veldanna, að þau viðurkendu yfirráðarjett ít- ala í Abyssiníu. Fascista stjórn í Rúmeníu London 28. des. F.tJ. Sú frjett hefir vakið mikla athygli um alla Evrópu, að Carol konungur í Rúmeníu kvaddi í morgun Antonio Goga á sinn fund, og bað hann að mynda stjórn, en Goga er for- maður kristinna þjóðernis- sinna, og er það flokkur sem stendur mjög nærri nazistum, berst gegn Gyðingum, og hefir hakakrossinn fyrir f'okksmerki. Val konungsins þótti því und arlegra, sem flokkur Goga hlaut ekki mjög mikið fylgi í nýaf- stöðnum kosningum. Tatarescu sagði af sjer í dag, og sk'ömmu síðar barst út sú frjett, að Goga væri þegar bú- inn að mynda ráðuneyti, og væri sjálfur forsætisráðherra. Neðanjarðarborg in í Tibet Um þetta efni flytur Theodore Illion fyrirlestur í kvöld í 1) úsi Guðspekif jelagsins, íkl. 9. Fyrir þremur árum ferðaðist hann um í Tíbet í dularklæðum, og rataði þá í mörg æfintýri. Er hann fyrsti Vesturlandamaðurinn, sem stigið liefir fæti sínum í neð- anjarðarborg þá í Tíbet, er hann mun segja frá annað kvöld. Um för sína til Tíbet hefir hann rit- að bok („In Secret Tibet“), sem vakið hefir mikla eftirtekt og hefir þegar verið þýdd á ýms mál. Herra Illion er einnig vel þektur útvarpsfyrirlesari erlend- is, og hefir ferðast mjög um Ev- rópu. Jeg hefi haft þá ánægju að kynnast þessum manni, og tel hann merkilegan mann og eftir- tektarverðan. Hann hefir'’ mjög frumlegar og heilbrigðar lífsskoð- anir. Hann er dulfróður og djúp- hugull um rök tilverunnar, og hef- ir aulc þess mikla og óvenjulega lífsreynslu. Það er því ómaksins vert að hlusta á mál hans. Fyrirlestur hans í kvöld verður þýddur á íslensku. Að honum loknum mun hann svara fyrir- spurnum, ef fram koma. Grétar Fells. SÍLDARMJÖLSFRAM- LEIÐSLAN VERÐUR AUKIN. 'C,0rst.ióri norska síldarsam- lagsins tilkynnir nýlega, að vegna hinna stórkostlegu síldarmjelssölu til Þýskalands sem nýlega er farin fram, muni Norðmenn auka síldarmjöls- framleiðslu sína til muna á kom andi síldarvertíð. Telur hann markaðshorfur að því er síldarafurðir snertir til- tölulega góðar um það að koma vörunum út, en verðlagshorf- u r sjeu þó ekki eins álitlegar. Færeyingar hafa nýlega selt tvö þúsundir smálestir af salt- fiski til Grikklands. (F.Ú.). Franska tónskáldið Ravel ljest í gær, 62 ára að aldri (FÚ.).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.